Morgunblaðið - 30.09.1990, Síða 19

Morgunblaðið - 30.09.1990, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1990 19 Útflutningpmiðstöð þarf til að kynna íslenska tónlist - segir Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson tónlistarmaður RÁÐSTEFNA um stöðu og markaðsmöguleika norrænnar dægurtónlist- ar var haldin í Kaupmannahöfn dagana 30. ágúst til 2. september sl. Ráðstefnuna sóttu um 200 manns þar af hópur tónlistarmanna oghljóm- plötuútgefenda frá íslandi. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, tónlistarmað- ur og einn þeirra er sátu ráðstefnuna fyrir hönd Islands, segir að koma þurfi á fót útflutningmiðstöð hérlendis fyrir dægurtónlist. Meðal málefna sem rædd voru á ráðstefnunni var norrænn markaður, norrænt sjónvarp og út- varp, höfundaréttarmál, útgáfumál og fleira. íslenska sendinefndin var skipuð tónlistarmönnunum Valgeiri Guðjónssyni, Jakob Frímanni Magn- ússyni, Áðalsteini Ásberg Sigurðs- syni og hljómplötuútgefendunum Steinari Berg og Ásmundi Jónssyni. Opnunarræðu ráðstefnunnar flutti Einar Örn Benediktsson, forsprakki Sykurmolanna. Á ráðstefnunni kom m.a. fram að ríkisstyrkir í nágrann- aríkjunum til útflutnings og kynning- ar á tónlist viðkomandi landa nema allt frá 9 milljónum ísl. kr. í Noregi til 55 milljóna kr. í Danmörku. Að sögn Aðalsteins Ásbergs kom fram á ráðstefnunni að írsk stjórn- völd' hafa áttað sig á fjárhagslegum ávinningi þess að heimsfrægar rokk- stjörnur setjist þar að. Höfundarlaun eru skattfijáls á írlandi og skattaív- ilnanir til handa fyrirtækjum sem tengjast tónlistariðnaðinum eru mikl- ar. Slík stefna hefur skilað sér í mikilli grósku í rekstri hljóðvera og hljómplötufyrirtækja. Dæmi um af- rakstur þessarar stefnu er írska hljómsveitin U2, sem veltir milljörð- um kr. árlega. Danska ríkið veitir áriega 55 millj- ónum ísl. kr. til alþýðutónlistar og þar er starfrækt stofnun, ROSA, sem einvörðungu sinnir útflutningi á danskri tónlist. Aðalsteinn Ásberg segir að ísland sé mjög aftarlega á merinni hvað varðar stuðning við alþýðutónlist og raunar hefðu frum- mælendur á ráðstefnunni' talið með ólíkindum þann árangur sem þó hefði náðst af hálfu Sykurmolanna og Mezzoforte, sem samanlagt hafa selt um 3 milljónir hljómplatna án nok- kurrar fyrirgreiðslu af hálfu ríkisins. Aðalsteinn Ásberg sagði að þær raddir gerðust háværari hér á landi að fyrirgreiðslu þurfí til að koma íslenskri tónlist á markað erlendis. „Markaðurinn hér er ákaflega lítill og til þess að tónlist hér eigi framtíð fyrir sér þurfum við helst að koma henni á markað annarsstaðar. Við teljum að hægt sé að selja íslenska tónlist erlendis en til þess hafa aldr- ei verið gerðar neinar tilraunir að viti, til þess hefur alltaf skort fjár- magn. Við hljótum að ætlast til þess að íslensk yfírvöld sjái sér akk í því að tónlistarmenningin sé breidd út. Veita þarf fé til að koma á fót nokk- urs konar útflutningsmiðstöð í sam- ráði við höfunda, flytjendur og útgef- endur hérlendis, en ég held að enginn hafi bolmagn til að þess nema ríkið. Tónlistin er í raun iðngrein og það hefur sýnt sig í nágrannaríkjunum að hún getur skilað heilmiklu til baka í þjóðarbúið,“ sagði Aðalsteinn Ás- berg. Hann benti einnig á að dægurtón- list á hljómplötum ein listgreina er virðisaukaskattskyld og sagði að nið- urfelling skattsins væri það baráttu- mál sem stæði dægurtónlistarfólki einna næst hjarta. Morgunblaðið/Þorkell Tveir ungir félagsmenn í KFUM og KFUK tóku fyrstu skóflustung- una að nýjum aðalstöðvum félaganna í Reykjavík. KFUM og KFUK í Reykjavík: Framkvæmdir við nýjar aðal- stöðvar hefjast á næstunni Um 300 manns, börn, unglingar og fullorðnir, voru viðstödd þegar tekin var fyrsta skóflustungan að nýjum aðalstöðvum KFUM og KFUK á horni Holtavegar og Sunnuvegar í Reykjavík um síðustu helgi. Um leið var haldin sérstök samkoma í upphafi vetrarstarfs félaganna sem nú er að hefjast og kynntar voru teikningar að hinu nýja húsi. Fram- kvæmdir eiga að hefjast á næstunni. Asíðastliðnum vetri seldu KFUM og KFUK Menntaskólanum í Reykjavík húsnæði sitt við Amt- mannsstíg en þar höfðu aðalstöðvar félaganna verið til húsa í áratugi, þ.e. skrifstofur og samkomusalir, Jafnframt var ákveðið að reisa nýtt húsnæði á lóð félagsins við Holtaveg þar sem fyrir er félagsheimili og íþróttasvæði enda svæðið talið henta að mörgu ieyti vel fyrir framtíðar- uppbyggingu félaganna. í nýja hús- inu verða fundasalir, kennslustofur, veitingaaðstaða og aðstaða fyrir tómstundastarf. Arkitektar eru þeir Björn S. Hallsson og Jón Þór Þor- valdsson. Um þessar mundir er verið að Ijúka við verkfræðiteikningar ög mun framkvæmdaáætlun liggja fyrir fljót- lega. Jafnframt hefur íjáröflunar- nefnd tekið til starfa en leitað verður stuðnings félagsmanna sem og ann- arra velunnara félaganna til að fjár- magna framkvæmdir auk þess sem vonast er eftir nokkrum stuðningi borgaryfirvalda. Sem fyrr segir áttu KFUM og KFUK húsnæði við Holtaveg, félags- heimili sem notað hefur verið fyrir æskulýðsstarf félaganna. Því hús- næði var breytt sl. vor og þar er nú skrifstofa félaganna til húsa svo og aðsetur nokkurra samstarfsfélaga, svo sem Kristilegrar skólahreyfingar og Sambands íslenskra kristniboðs- félaga. Sverrir Axelsson er formaður bygginganefndar félaganna en hann lýsti fyrirhuguðum framkvæmdum og greindi frá þeim breytingum sem gerðar voru á félagsheimilinu í vor. Bygginganefndin afhenti síðan fór- mönnum félaganna starfsmiðstöðina og tekin var fyrsta skóflustungan að hinum nýju aðalstöðvum. Hávamál Indíalands komin út á íslensku HÖRPUÚTGÁFAN hefur sent frá sér bókina „Hávamál Indíalands — Bhagavad-Gíta“ í þýðingu Sigurðar Kristófers Péturssonar. í formála segir m.a.: „Rit þetta er meðal hinna frægustu rita heims- ins. Það var fyrsta ritið er þýtt var úr sanskrít á tungur Norður- álfuþjóða ... Margir lesa Hávamálin sem eins konar guðræknisbók „passíusálma" kynslóð eftir kynslóð. Umsjón með útgáfunni hafði Sigfús Daðason. Hörpuútgáfan hefur einnig sent frá sér Ljóðaþýðingar II Yngva Jóhannessonar. Eins og í fyrri bókinni fylgja frumkvæðin þýðingunum. I formála segir m.a.: „Ljóðlist og hljómlist standa hvor annarri nærri. Ljóðið eitt saman getur verið söngur og söngur án orða getur verið ljóð. Saman ná þær ef til vill hæst. Ljóð er eins og skammvinnt neistaflug eða óvænt stef slegið á streng líðandi stundar. Fyrir þann sem skynjar eðlisblæ þess getur það verið vel- komið tækifæri til að líta snöggv- ast upp frá önn atvinnu og áhuga- Hörpuútgáfan hefur sent frá sér bókina „Hávamál Indíalands". mála. Bjarni Jónsson listmálari teiknaði band og titilblöð á báðar bækumar. (Fréttatilkynning) A Afmæli Islenzk-ameríska félagsins: Sigfús Rogich aðalræðumaður SIGFÚS Rogich, sérlegur ráðgjafi Bush Bandaríkjaforseta, kemur til landsins í tilefni 50 ára afmælis Íslenzk-ameríska félagsins og verður aðalræðumaður á afmælis- hátíð félagsins 6. október næst- komandi. Sigfús Rogich, eða Sig eins og hann kallar sig vestra, rekur Kynjakett- ir sýndir Kattaræktarfélag íslands heldur sýningu á „kypjaköttum" í menn- ingarmiðstöðinni í Gerðubergi í dag sunnudag. Þar verða sýndar þæt kattategundir sem til eru á landinu, svo sem persneskir kett- ir, síamskettir, norskir skógar- kettir, angórakettir, að ógleymd- um íslenskum heimilisköttum. Sýningin er opin frá klukkan 10-18. Valdir fverða fallegustu kettir hverrar deildar og fallegasti köttur sýningarinnar. Verðlaun verða afhent klukkan 16. Aðgangur kostar 300 fyrir fullorðna en 150 krónur fyrir börn. Félagsmenn með skírteini fá ókeypis aðgang. auglýsingastofur í Nevada og Utah, en hefur um skeiða starfað sem ráð- gjafi Bandaríkjaforseta um frum- kvæði og framtak. Hann undirbjó meðal annars fund Bush og Gor- batsjovs forseta Sovétríkjanna á Möltu síðastliðinn vetur. Móðir Sigf- úsar, Ragnheiður Ámadóttir frá Vestmannaeyjum, verður í för með honum, en þau eru væntanlegur til landsins í fyrstu viku október. í tilefni fimmtugsafmælis ís- lenzk-ameríska félagsins verður ýmislegt gert til hátíðabrigða. At- höfn verður við styttu Leifs Eiríks- sonar, þar sem Davíð Oddsson borg- arstjóri, bandaríski sendiherrann og Ólafur Stephensen, formaður félags- ins, flytja ávörp. Þá verður sérstök afmælisbók gefín út, þar sem saga félagsins er rakin í máli og myndum. Vegna afmælisins mun íslenzk- ameríska félagið gangast fyrir „Leifsleiknum", spumingaleik fyrir grunnskólabörn. Sigurvegaranum verður boðið til Bandaríkjanna, þar sem hann mun heimsækja Hvíta húsið - og hann má hafa allan bekk- inn sinn og kennarann með sér. Félagsmálaráðherra um húsnæðismálakönmin: Sýnir að fólk hafn- ar almenna kerfinu Vinnubrögðin tæpast sæmandi Félags- vísindastofnun, segir Geir H. Haarde JÓHANNA Sigurðardóttir félagsmálaráðherra kveðst vera ánægð með þá niðurstöðu i könnun Félagsvísindastofnunar um húsnæðismál, að 78% svarenda kváðust ánægðir með þróun húsnæðismála. Einnig hve stór hluti vildi tengja niðurgreiðslur húsnæðiskaupa eignum og tekjum. „Það tel ég sýna fram á að fólk raunverulega hafni þessu almenna lánakerfi frá 1986, þar sem var um almennar niðurgreiðslur að ræða til allra.“ Geir H. Haarde alþingismaður segir vinnubrögð við könnun- ina tæpast sæma Félagsvísindastofnun. Jóhanna segir athyglisvert hve stór hluti framsóknarmanna telji vel hafa tekist til, eða 73%, og ekki síður að 93% alþýðubandalagsmanna séu sömu skoðunar. „Ég hef átt í nokk- urri baráttu um ýmsar af þessum breytingum við þá flokka og sama má raunverulega segja um Sjálf- stæðisflokkinn. Þess vegna er þetta hlutfall frá 70 upp í 93% í öllum flokkum mjög ánægjuleg niður- staða.“ I niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að stuðningur við hús- bréfakerfið er mestur meðal atvinnu- rekenda, en minnstur meðal'verka- fólks. Það snýst hins vegar við í af- stöðu til félagslega kerfisins. „Þetta er ekkert sem kemur á óvart, að verkafólk leggi mesta áherslu á fé- lagslega kerfíð. Síðan kemur þetta heim og saman varðandi almennan stuðning flokkanna, minnstur stuðn- ingur Sjálfstæðisflokksins við félags- lega húsnæðiskerfið kemur ekki á óvart, miðað við þá stefnu sem þeir hafa haft í þessum málum," sagði Jóhanna Sigurðardóttir. Geir H. Haarde segir könnunina vera einkennilega og vinnubrögð við hana tæpast sæmandi Félagsvísinda- stofnun. Hann segir að spurt hafi verið rangra spurninga, sem gefi ekki rétta mynd af þeim breytingum sem hafa orðið. „Hvers vegna er til dæmis ekki spurt um hvað fólki fínnst um að fjárhagsgrundvellinum hafi verið kippt undan Byggingar- sjóði ríkisins með aðgerðarleysi stjórnvalda?" Þá segir Geir að það sé undarlegt að þegar spurt var hvaða kost í hús- næðismálum svarendur vilji leggja mesta áherslu á, sé einungis gefínn kostur á að taka afstöðu til þeirra þriggja málaflokka sem núverandi félagsmálaráðherra hefur lagt áherslu á, en hvorki gefinn kostur á að svara um hið almenna íbúðalána- kerfi né heldur um annað. „Mér sýn- ist að fingraför félagsmálaráðuneyt- isins séu augljós á þessari könnun," segir hann. Geir var spurður hvort það endur- speglaði stefnu Sjálfstæðisflokksins, að af þeim svarendum sem sögðust styðja þann flokk, vildu rúm 10% leggja mesta áherslu á félagslega íbúðakerfið, vilja sjálfstæðismenn þetta kerfi feigt? „Nei, það er fjarri því. Þessa niður- stöðu er alls ekki hægt að skilja á þann veg. Spurningin er um hvaða kost menn vildu leggja mesta áherslu á. 10% sjálfstæðismanna völdu þenn- an kost, það þýðir ekki að hin 90% sem vildu leggja mesta áherslu á aðra kosti vilji kasta burt félagslega kerfinu. Ef þannig ætti að skilja svör- in, þá væru sjálfstæðismenn reyndar í félagsskap með stuðningsmönnum Alþýðuflokksins, flokks félagsmálar- éðherra, þar sem 18% þeirra vildu leggja mesta áherslu á félagslega kerfið, en 82% annað. Sjálfstæðis- menn vilja að sem flestir geti eign- ast eigið húsnæði, en jafnframt að séð verði tryggilega fyrir hag þeirra sem minna mega sín í þeim efnurn."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.