Morgunblaðið - 30.09.1990, Qupperneq 20
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1990
20
HOFSJOKULL
i
•
Austurkvíslum
Þjórsár veitt í
Köldukvísl-
Þórisvatn
Þjórsárverin
fyrrum
10km
i
NÝJUM VÖTNUM
eftir Elínu Pálmadóttur
EINS GOTT er að nota ekki gamla kortið sitt ef maður
leggur leið sína um Sprengisand og hálendissvæðið með
Þjórsá austanverðri. Þar er allt orðið þakið vötnum. Og
eins víst að leiðinni loki ár eða skurðir, þar sem engir
voru áður. Ekki lenda menn þó almennt í neinum hremm-
ingum, því Sprengisandsvegur hefur verið lagaðar að nýj-
um aðstæðum. Þetta er mannanna verk. Til að hlífa þessu
einstaka náttúrufyrirbrigði sem Þjórsárverin eru, var tek-
inn sá kostur að veita öllu því vatni sem óhætt væri að
nýta til raforkuvinnslu úr kvíslum Þjórsár, austur í Köldu-
kvísl, sem þá þegar hafði verið beint af leið og inn í hið
mikla miðlunarlón Þjórsárvirkjananna, Þórisvatn. Og
hvert stöðuvatnið af öðru varð til, tengd saman með ám
og skurðum, hin svonefnda Kvíslaveita. Úr Kvíslaveitu
streyma nú þegar um 550 gígalítar vatns á ári til miðlunar
í raforkuverunum og brátt munu með kröfum um meiri
raforku vegna nýs álvers bætast við 800 gígalítrar á ári
úr síðasta áfanganum, Þjórsárlóni. Þannig mun Þórisvatn
fá 1300 gígalítra árlegan forða úr Kvíslaveitu, álíka mikið
og það fær annars staðar frá.
Ferðalangarnir með farangur sinn á bakinu á leið í Arnarfell. Þeir eru þarna komnir í laxapokana og strigaskó sína utan yfir, til að komast þurrum fótum
yfír ár og sprænur, sem urmull er af í Þjórsárverum.