Morgunblaðið - 30.09.1990, Síða 21

Morgunblaðið - 30.09.1990, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1990 21 að var einmitt erindi okkar, fulltrúa og starfsfólks Náttúru- verndarráðs, upp undir jökla síðla ágústmánaðar að huga að þeim vatna vegum, sem þegar eru komnir þarna og líta á stæði fimmtu og síðustu kvíslaveitunnar. Og fyrst við vorum komin þarna upp undir Hofsjökul, þar sem Arnarfell hið mikla skagar fram úr Hofsjökli og blasir við í ailri sinni dýrð, stóðust menn ekki þá freistingu að feija sig yfir Þjórsá á gúmmíbáti og ganga svo með farangur sinn á bakinu í tjaldstæði undir Arnarfelli. Enda eru Þjórsárver friðland sam- kvæmt náttúruverndariögum og í umsjá Náttúruverndarráðs. Og það er viðkvæmt svæði, sem þarf vel að veija nú þegar stífla kemur þarna innfrá á Þjórsá. Eftir að hafa ekið fram hjá virkj- ununum þremur, sem öll þessi lón þjóna með geymslu og miðlun á vatni á vetrum, Búrfellsvirkjun, Sigölduvirkjun og Hrauneyjarfoss- virkjun, beið okkar við Stóraver og syðstu kvíslastífluna Hjálmar Þórð- arson, starfsmaður Landsvirkjunar. En þetta er skammt frá þeim stað þar sem allt samansafnað kvísla- veituvatnið kemur í Köldukvísl fyrir norðan Sauðanes. Hjálmar ætlaði að verða leiðsögumaður okkar um þetta nýja virkjunarsvæði. En þar sem tók að skyggja settumst við brátt að í gömlum vinnubúðum Landsvirkjunar skammt ofan við Þúfuver. Þær koma nú væntanlega brátt aftur í góðar þarfir, þegar Búrfellsstöð verður stækkuð vegna nýs álvers og gerð stífla á 'Þjórsá til að hefta vatn úr efstu kvíslinni í enn eitt lónið, Þjórsárlón. Vegur- inn þarna norður eftir Sprengi- sandsleið er orðinn greiður, engir farartálmar, og maður minnist góða gamla bílakláfsins við Hald, þar sem þurfti fyrir daga stórvirkjan- anna á hálendinu að feija sig og farartækið með handafli og ærnu erfiði yfir Tungnaá og Kaldakvísl gat orðið vondur farartálmi. Þessir tilbúnu vatnsvegir þarna á hálend- inu eru orðnir 24 km á lengd. Þeg- ar eru menn farnir að veiða þar silung og kannski verður þar í fram- tíðinni skemmtileg siglingaleið fyrir báta á hálendinu. Virðist þessi að- ferð að veita nýtanlegu árvatni þannig í eitt stórt uppistöðulón, til að tryggja virkjunum vatn, hafa verið farsæl. Nú þegar eru tilbúnu vötnin orðin sem eðlilegur hlutiy landslagsins, eins og þau hafi alltaf verið þarna. Áreiðanlega betri að- ferð frá umhverfíssjónarmiði en margar smáar virkjanir. Þegar virkjanirnar vantaði meira vatn í vetrarforðann í Þórisvatni var valin þessi leið í góðu samkomu- lagi Landsvirkjunar og Náttúru- verndarráðs, sem er að veija Þjórs- árverin, að taka efstu kvíslar árinn- ar sem óhætt þótti og bæta í púkk- ið. Stíflurnar og skurðirnir eru mik- il mannvirki. Syðst komum við að Stóruverskvíslinni og síðan taka við vötnin hvert af öðru: Dratthalavatn, Kvíslavatn, Eyvindarlón og Hreys- islón og efst er komið að gríðarmikl- um 24 m djúpum skurði, sem ekki virðist hafa miklu hlutverki að gegna. En það á eftir að breytast. Þetta er skurðurinn sem á að taka við vatninu úr væntanlegu Þjórsár- lóni. Með honum er búið að vinna stóran hluta verksins, að því er Hjálmar segir okkur. Þá aðeins eft- ir 2 'U km leið og miklu auðveldara land í vinnslu. Þótt miklum undir- búningi sé þegar lokið, er samt tal- ið að þurfi tvö sumur í þennan fímmta áfanga, því botnrásir þurfa að geta látið vatnið fara í sinn fyrri farveg, ef eitthvað kemur upp á. Árið 1985 var búið að undirbúa þessa veitu, m.a. gera undirstöður fynr vinnubúðirnar, en þá kom aft- urkippur í virkjanamálin. Mesta verkið verður þó stíflan yfir Þjórsá norðan Hreysiskvíslar, sem á að veita vatninu um Hreysisskurðinn fyrrnefnda. Þangað kemur vatnið úr Bergvatnskvísl, Fjórðungskvísl og austustu kvíslunum úr Hofsjökli. Rannsaka umhverfisáhrifin Tvö stóru Þjórsárveranna eru austan Þjórsár: Eyvindarver, þar sem Fjalla-Eyvindur og Halla höfð- ust við um 1770 og voru 1772 tek- in höndum við Innra-Hreysi, Og Þúfuver. í Þúfuveri hittum við nú Þóru Ellen Þórhallsdóttur, líffræð- ing, sem í átta sumur hefur verið þarna í verunum við rannsóknir á vegum Landsvirkjunar. Hún er að fylgjast með breytingum á um- hverfisþáttum, bæði þeim sem kunna þegar að hafa orðið og jafn- framt að átta sig á hvort og hver áhrif mundi hafa stórt lón með stíflu við Norðlingaöldu neðan Þjórsárvera, ef af því yrði að Þjórsá yrði virkjuð þar. Með henni nú eru tveir ungir líffræðingar, Magnús Jóhannesson og Soffía Arnþórsdótt- ir. Segir Þóra Ellen að breytingar sem afleiðing af Kvíslaveitu séu an hefur reynst mjög breytileg. Getur munað allt að 70 sm milli ára í ágúst. Rústirnar svonefndar eru m.a. það sem gerir Þjórsárverin svo ein- stæð, en það eru stórar grónar þúfur með ískjörnum innan í, sem aldrei þiðna. Þóra Ellen hefur mælt þessar þúfur í verunum austan Þjórsár eftir að tilbúnu vötnin komu þarna. Hún segir að breytingar hafí orðið á nokkrum rústum síðan og sýndi okkur rústir sem hafa breyst, bæði vegna breytts um- hverfís og breyttrar vatnsstöðu með tilkomu Kvíslaveitu. Bæði hefur hún mælt rústir sem hafa fallið saman og aðrar sem hafa stækkað, hækkuðu um allt að 40 sm eftir að þær fengu meira vatn úr kvísla- vatninu. En rústir hafa einnig breyst á svæði þar sem Kvíslaveitu hefur ekki gætt. gönguna, hver með 15 kg af útbún- aði á bakinu. Skrifari þessi, sem ekki hefur borið útbúnað sinn í ára- tug að minnsta kosti og undanfarin tvö ár helst gengið út í bílinn sinn, hafði hikað við að leggja í hann með þessu vaska liði. Ekki síst með þá vitneskju frá fyrri tíð að blautt er í verum og vaða þarf ár og læki. En hann kom óskemmdur úr þolrauninni, harðsperrulaus og ríg- montinn. Þótt frá feijustað og í tjaldstað sé þriggja og hálfs til fjög- urra tíma ganga, er landið flatt og það skiptir sköpum. Blómabrekku undir Þjórsárverin munu ekki hafa hlotið þetta safnheiti fýrr en upp úr 1950, þegar þau voru mikið í umræðunni hér og úti í löndum vegna friðunarhugmynda og Finnur Guðmundsson, fuglafræðingur., setti verin þannig undir einn hatt. Fólk og farangur ferjað yfir Þjórsá. er yfír 1100 m og þaðan útsýni gott. í brekkunum munu fínnast yfir 90 tegundir blómjurta og þar er mikið litaskrúð á þessum árs- tíma. Allt stendur í blóma. Þegar horft er niður yfír múlana, má svo sjá breiður af gulum mosa með grænum víðiflekkjum og einni og einni hríslu og á eyrunum skarta fjólurauðar eyrarrósabreiður. Eyr- arrósin springur í svona mikilli hæð út í lok júlí. Verin eru skorin sund- ur af árkvíslum og með þeim sand- ar, en annars er landið allgróið. En lítið er orðið af hvönninni, sem áður prýddi verin. Sauðkindinni 'þykir hún gómsætust rétta. Enn kemur þarna eitthvað af fé, þótt því hafí mjög fækkað. Skammt austan við okkur kemur Múlakvíslin undan jökli í fallegum fossi. Þótt morgunn væri sáum við fljótt að hún yrði illa væð og farartálmi í hin verin, þótt fullhugar úr hópnum ætluðu lengi vel ekki að láta sig. Enda var nóg við að vera að skoða gróðurinn og ganga á Arnarfellið. Kvíslin var þó enginn far- artálmi hópi hestafólks, sem sást til þegar tók að líða á morguninn. Þar voru komnir bændur neð- an úr sveit og þeirra heimafólk. En hross eru ekki jafn hrifin af blóma- brekkum og mannfólkið, finna þar lítið við sitt hæfi, svo reiðfólkið brá upp rafmagnsgirðingu til að hemja þá meðan staðið var við. Enda hafði fyrr um morguninn fengist beit við hrossá hæfí í Nauthaga. Þarna um múlana liggur gamli reið- vegurinn í Amarfell. Ein- hveijir reyna þó sýnilega enn að böðlast þar um á farartækjum, þegar Þjórsá er stundum fær yfírferðar á haustin, og ekki fer hjá því að þeir skilji éftir ljót merki í við- kvæmum blautum gróðr- inum. Því er nauðsynlegt að með væntanlegri stíflu á Þjórsá verði búið svo um hnútana að farar- Náttúruverndarráðsfólk skoðar Þúfuver með Þóru Ellen Þórhallsdóttur, líffræð- ingi, sem hefur verið við rannsóknir á umhverfisbreytingum í Þjórsárverum í 8 sumur. Til luegri standa Sigurður Þráinsson, Gísli Már Gíslason og Jóhanna Magnúsdóttir. staðbundnar og á litlum blettum, þar sem verði vart breyttrar grunn- vatnsstöðu. En jafnframt segir hún ljóst að ef stóra lónið kæmi við Norlingaöldu, þá mundi gæta bak- vatnsáhrifa á breiðu belti út frá því. Þar yrði um að ræða stórt svæði, sem gengi upp í neðstu ver- in beggja vegna Þjórsár. Við göngum um Þúfuver í fylgd með líffræðingunum. Þúfuver er með flæðiengjum, þar sem vatn er yfir sverðinum. Verin eru þarna í svartri sandauðninni fagrar gróður- vinjar. Þóra Ellen segir að þar hafí orðið breytingar, en ekki miklar. Við Dratthalavatn hefur dáið gróð- ur og við Þúfuver komið upp lindir sem ekki voru þar áður. Vatnsstað- Á báti yfir Þjórsá Eftir að hafa skoðað Kvíslaveitu, feijuðum við okkur daginn eftir yfir Þjórsá ofan við verin og neðan fyrirhugaðs stíflustæðis. Farkostur- inn gúmmíbátur frá Líffræðistofn- un. Ain er þarna breið og í henni grynningar, en þeim Gísla Má Gísla- syni og Sigurði Þráinssyni varð ekki skotaskuld úr því að ferja mannskapinn og allt dótið yfir í tveimur ferðum með góðri hjálp fleiri ræðara. Að vísu vildi báturinn snúast í fyrstu eða sitja á sandrifi, en brátt höfðu skipstjórarnir áttað sig á feijustaðnum. Ekki leið á löngu áður en við stóðum öll á bakk- anum vestan Þjórsár, reiðbúin í Suður frá Hofsjökli breiðist þama geysimik- ið og vítt gróðurlendi, um 20 km leið, sundur skorið af ám frá jöklin- um og aurum. Landið er marflatt nema hvað rísa ávalar hæðarbung- ur nokkra tugi metra yfir umhverfið. Þar sem svo háttar heitir á sunn- lensku ver. Aðalverin eru sex, fjögur vestan Þjórsár og tvö austan, sem fyrr er sagt. Þama er mjög votlent og em sumar bungurnar vel grónar. Verin era Tjamarver, Oddkelsver, Illaver og Arnarfellsver, sem er austast. Þóra Elien og Gísli Már, sem var þama í veranum við rannsóknir upp úr 1970, þekkja vel til staðhátta. Svo hópurinn tók land neðst í Ámarfellsveri og gekk lengi upp eftir bakka Þjórsár áður en tekin var vinkilbeygja í vestur undir fjallinu. Sluppum þannig við að koma þvert á allar kvísl- amar í verinu. En við voram vel búin undir að vaða, með auka strig- askó utan á pokunum og laxapoka, sem mátti bregða sér í við ámar — innan í strigaskónum því annars höggvast þeir í sundur — og kom- ast þurrum fótum yfír. Af ánum var Arnarfellskvíslin sú eina sem orð var á gerandi, en hún kemur úr Amarfelli mikla og breiðir sig strax út, svo þarf að vaða nokkrar kvíslar hennar áður en komið er í tjaldstað í múlanum undir Arnar fellsbrekkum. Arnarfellsbrekkur eru fjölskrúð- ugustu blómabrekkur á íslandi í svo mikilli hæð. Tjaldstæðið er í 600 metra hæð og brekkan teygir sig gróin upp í 900 metra. Fjallið sjálft tækjum verði ekki gert auðveldara að komast í friðlandið, enda eru þau þar bönnuð. Þjórsárverin era friðland, vora friðuð samkvæmt náttúruverndar- lögum á árinu 1981, eftir samkomu- lagi við virkjunarmenn. Enda er þetta einn af merkustu stöðum á landinu og er ásamt Mývatni sá staður sem mikilvægastur þykir til verndunar á heimsvísu. Friðlandið er 37.500 hektarar að stærð. í Þjórsárveram er talið að stór hluti heiðagæsastofnsins í heiminum verpi, og berum við íslendingar því ábyrgðina á þessum fuglastofni. Hefur verið talið að 600 fullorðnir fuglar komi þangað til varps á vor- in en 20 þúsund hverfí á brott að hausti. Á seinni árum hefur heiða- gæs fjölgað og orðið þröngt um þær, svo þær hafa eitthvað breiðst út til annarra staða á hálendinu. Ekki sáum við ungana, enda era þeir gífurlega styggir. Því fengum við að kynnast ferðalangar sem dvöldust í verunum upp úr 1970 og gengum um þau í vikutíma, inn á jökulinn, í Arnarfell og niður í blaut verin. Áður fyrr voru þarna gæsaveiðar og eru þar leifar af gæsaréttum. Þegar gæsin er í sár- um hleypur hún upp í móti undan fólki og þannig var hægt að reka hana í rétt. Við þeim sem aka Sprengisands- leið blasir í góðu skyggni fögur sýn, hvítur Hofsjökull sem teygir jökulsporða sína niður á sléttuna og framan í jöklinum skaga Arnar- fell hið mikla, Hjartafell og Arnar- fell hið litla. Flestir verða að láta sér nægja að horfa úr fjarska til þessara fyalla handan Þjói'sár. En það er sannarlega þess virði að koma nær, ganga og vaða bleytur til að skoða í návígi þennan mikla og sérkennilega gróður. Þarna eig- um -við íslendingar dýrgrip, sem telst meðal merkustu náttúruvernd- arsvæða heims.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.