Morgunblaðið - 30.09.1990, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ VEROLD SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1990
Ódýrt að ferðast fljúgandi?
ÞAÐ ER GAMAN að ferðast.
Og hollt. Það eru raeira að
segja svo forn vísindi að í elstu
menningarheimildum okkar er
bent á þetta. í Hávamálum er
talið hverjum manni gagnlegt
að hverfa um sinn af heimaslóð-
um og fræðast um Iíf og starf
í öðrum héruðum og löndum.
Sá sem ekki gerði þetta var
kallaður heimskur — ekki í
þeim skilningi að hann væri
vitgrannur eða kjáni heldur af
því að hann þekkti ekkert nema
það sem var honum næst,
heima. Þessi forna merking
orðsins heimskur er löngu flest-
um gleymd rétt eins og að
sæmilegt var það kallað til
forna sem var svo gott að var
til sóma. Svona breytist málið
með tímanum.
Fró Sverri Póli
Erlendssyni ó
s
að er gaman að ferðast og
nútímamanni nauðsynlegt.
Sumir fara um langan veg vegna
starfa sinna eða útréttinga og til
að viðhalda ættartengslum og
vinaböndum. Aðrir ferðast til þess
að breyta út af hversdagsvana.
Sumir fara um hér innanlands og
kvarta oft undan því að það sé
óbærilega dýrt nema legið sé í
tjaldi og eldað á prímus. Miklu
dýrara en að fara í hótelferð til
útlanda. Þangað fara því margir
og skoða til dæmis sólfar og sand
í suðlægum löndum eða kynna sér
mannlíf og menningu, mat og
drykk á rólegri ferð um erlenda
slóð. Svo eru líka til ferðavíking-
ar, hetjur, sem leigja sér bíl og
keyra látlaust meðan krafta nýtur
og notfæra sér til hins ýtrasta að
þurfa ekki að borga kílómetra-
gjald eins og hjá bflaleigunum hér
heima.
Það er gaman að ferðast. En
það er dýrt, ekki síst ef farið er
fljúgandi. Ég held að flestir séu
sammála því. Það kostar til dæm-
is sem næst þijátíu þúsund krónur
að fara með flugvél frá Kefiavík
til einhverrar borgar í nálægu
Evrópulandi, til dæmis Parísar,
séu notuð ýtrustu afsláttargjöld.
Þetta er álíka mikið og að fara
þrisvar fram og til baka milli
Akureyrar og Reykjavíkur. Þann-
ig myndi það kosta mig rúmar
40 þúsund krónur að fara frá
Akureyri til Parísar. Og fyrir
þessa peninga fengi ég ekkert
nema flugferðimar einar. Ég skil
ekki af hveiju þetta er svona dýrt.
Og ég skil heldur ekki hvers vegna
það var ódýrara fyrir fólk, sem
ég þekki, að fara í vetur fljúgandi
til Noregs og þaðan til Ameríku
með viðkomu í Keflavík en að
fljúga héðan beint vestur! Ein-
hvers staðar hlýtur eitthvað að
vera mglað.
Þessar ferðahugleiðingar
spruttu sumpart af því að í vor
auglýstu Flugleiðir hversu lifandi
skelfing væri miklu betra og ódýr-
ara að fara fljúgandi milli Akur-
eyrar og Reykjavíkur en að aka
á eigin bfl. Ég staldraði við og fór
að reikna í huganum og fékk allt
aðra niðurstöðu. Flugfar fram og
aftur milli Akureyrar og
Reykjavíkur kostar nokkuð á ell-
efta þúsund krónur, um það bil
sama og dagsferð til Grænlands
með fararstjóm, skoðunarferðum
og tveimur máltíðum auk fijáls
aðgangs að fríhöfninni í Keflavík!
Rútuferð tekur að vísu nokkurn
tíma, en kostar fram og aftur
fimm þúsund krónur. Þegar ég
fór um daginn á bíinum mínum í
Reykjavíkurferð var ég ekki miklu
lengur á ferð en með þotu frá
Reykjavík til Akureyrar og bensín
báðar leiðir hefur kostað rúm ijög-
ur þúsund. En ég hafði bílinn
minn hjá mér óg gat farið ferða
minna á Reykjavíkursvæðinu,
skroppið til Keflavíkur og austur
að Laugarvatni. Ósköp var þetta
nú allt saman miklu ódýrara en
hefði verið að fljúga og leigja sér
bfl, ekki síst ef fjórir eða fímm
hefðu ferðast saman. Það er ekk-
ert ódýrt að fljúga, sérstaklega
ekki innanlands.
Ég sagði áðan að það tæki
ekki miklu lengri tíma að fara
akandi milli Akureyrar og
Reykjavíkur en að fljúga með
þotu. Venjuleg flugferð í gömlum
Fokker með sandblásnum glugga-
rúðum svo fátt sést af því sem
flugmaður lýsir glögglega á góð-
viðrisdegi tekur um það bil tvær
klukkustundir, sé reiknað með
stuttri ferð að og frá flugvelli, bið
fyrir brottför, sjálfu fluginu og
bið eftir farangri. Ég hef lent í
því fyrirvaralaust að fara þessa
leið með fullkomnustu og nýjustu
þotum. Sú ferð getur varað um
eða yfir íjórar stundir, sé reiknað
með því sama og áður að við-
bættri rútuferð milli Reykjavíkur
og Keflavíkur og bið í Keflavík.
Það er hins vegar ekki óeðlilegt
að reikna með því að ökuferð frá
dyrunum heima að húsdyrum í
Reykjavík taki fimm til fímm og
hálfan tíma — og þeir sem fara
ögn hraðar en má hafa farið þessa
leið á skemmri tíma en þotuferðin
tekur.
Það er dýrt að fljúga, og sífellt
dýrara, því verðið á flugmiðum
hækkar álíka ört og brennivínið,
helsta tekjulind ríkisins!
Köld eni kvennaráð
SKÓLAFÉLAGI minn, sænskur,
er mikið upp á kvenhöndina.
Hann elskar allar konur af öllum
stærðum og gerðum, og þær
elska hann. Hann er það sem
kallast kvennabósi. En það er
einn galli á gjöf Njarðar. Hann
hefur mjög fornar hugmyndir
um hlutskipti og stöðu kvenna i
þjóðfélaginu, sem i stuttu máli
má líkja við að hlýðni við konu
sé leiðin til helvítis.
Ég skal útskýra þetta nánar. í
vor var alþjóðlegur kvennadagur
um heim allan og í skólanum barst
þessi kvennadagur til tals. Var þar
rætt um jafnrétti kynjanna og stöðu
konunnar, á sænska vísu. Þessi
sænski kunningi minn tók þátt í
þessari umræðu og lýsti þeirri skoð-
un sinni að kona án karlmanns
væri eins og strengjalaus gítar, hún
væri sköpuð til þess að sinna heimil-
isstörfum og fengi mat fyrir að
koma börnum í heiminn.
Eins og við er að búast á kunn-
ingi minn ekki lengur upp á pall-
borðið hjá sænsku kvenþjóðinni eft-
ir þessi ræðuhöld. Skólasystur okk-
ar tóku hann í karphúsið og hefur
hann ekki borið þess bætur síðan.
Blessuð sé minning hans.
Þessi umræða um stöðu konunn-
ar í nútímasamfélagi varð ansi ijöug
og skemmtileg. Spjótin beindust
fljótlega að mér og ég var m.a.
spurður að þvi hvernig væri að búa
í konuríkinu íslandi. Ég varð eitt
spumingarmerki. Konuríkinu Is-
landi?
Jú, stúlkumar höfðu séð þátt í
sænska sjónvarpinu á síðasta ári
um íslenskar konur í stjórnmálum.
Þar hefði m.a. komið fram að einn
stærsti stjómmálaflokkur íslands
samkvæmt síðustu skoðanakönnun-
um væri Kvennalistinn, auðvitað
væri forsetinn kona og konur væru
á hraðri siglingu upp metorðastiga
í atvinnulífínu og pólitíkinni.
Ég sagði auðvitað að það væri
hrein unun að búa í konuríkinu Is-
landi. Sænskar stallsystur þeirra
mættu taka þær til fyrirmyndar.
Lyst íslenskra kvenna væri blómleg,
gáfur þeirra eigi síðri en karlmanna
og ástríðum þeirra væra engin tak-
mörk sett. Þar yrði engin kona
skækja af eins manns völdum og
meira að segja fengju íslenskar
konur að halda eftirnafninu þegar
þær gengju í það heilaga. Það
fannst sænsku stúlkunum stórkost-
legt, þetta væri allavega skref í
áttina að alvöra jafnrétti. En fyrst
datt andlitið af þeim þegar ég sagði
að í fjölskyldu þar sem foreldrarnir
ættu tvö börn, eitt af hvoru kyni,
hefði engin í íjölskyldunni nákvæm-
lega eins eftirnafn. Og steininn tók
úr þegar upp úr kafínu kom að
maður leitar að fornafninu í síma-
skrá íslendinga en ekki eftirnafninu
eins og tíðkast í flestum öðrum
löndum. Hvar endar þetta, spurðu
stúlkurnar og fannst mikið til
íslenskra stajlsystra þeirra koma.
— Við til íslands í sumar, sögðu
þær hver í kapp við aðra og a.m.k.
tvær þeirra sóttu um svokallað
Nordjobb á íslandi i sumar. Allt í
þágu kvenréttindabaráttunnar.
Þegar þarna var komið sögu var
ég vinsæll mjög meðal bekkjar-
systra minna, þökk sé áræðni kven-
fólksins á íslandi. Og til að auka
vinsældirnar gerðist ég skáldlegur.
Mundi eftir einhveijum gömlum
málshætti sem hljómar á þá leið
að maður án konu er eins og vasi
án blóma. Ég var kominn upp á
stjörnuhimininn.
Áfram spunnust umræðurnar um
jafnrétti kynjanna. M.a. áttu
sænsku stúlkurnar bágt með að
skilja hvers vegna það er ekki
blanda af konum og körlum í skák-
mótum þvi þær þóttust fullvissar
um að konur væru engir eftirbátar
karlanna á þeim vígstöðvum.
Ég sagðist hafa skýringu á
þessu. Ástæðan væri sú aðTtarl-
menn notuðu svo þunga taflmenn
að það þyrfti aflmikla vöðva til að
lyfta þeim, vöðva sem konur hefðu
ekki.
Þetta spaug mitt féll ekki í góðan
jarðveg hjá sænsku stúlkunum, og
ég var umsvifalaust skipaður á bekk
með öðrum karlrembusvínum.
En einn lærdóm dró ég af þessum
umræðum: Munnur kvenna er aldr-
ei nógu lengi kyrr til að skeggið
festi rætur.
VORUM
FRÁBÆ
of ullorefnum, einlitum, rósóttum og mynstruðum í kópur og dragtir.
Glæsilegt úrvol of einlitumog mynstruðum blússu- og kjólaefnum.