Morgunblaðið - 30.09.1990, Side 34

Morgunblaðið - 30.09.1990, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ATVINIMA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1990 ATVINNUALGÍ YSINGAR LANDSPÍTALINN Barnaspítali Hringsins Aðstoðar- deildarstjórar óskast nú þegar eða eftir samkomulagi á eftirtaldar deildir: Barnadeild 1, 12-E, sem er lyflækningadeild fyrir 11 sjúklinga upp til 16 ára aldurs. Barnadeild 3, 13-E, sem er handlækninga- deild fyrir 13 sjúklinga frá 2ja—16 ára aldurs. Unnin er þriðja hver helgi. Boðið er upp á góðan aðlögunartíma. Umsóknarfrestur um báðar stöðurnar er til 15. október 1990. Upplýsingar veitir Hertha W._ Jónsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 601033 eða 601000. Reykjavík, 30. september 1990. RÍKISSPÍTALAR Geðdeild Landspítalans Sjúkraliðar óskast til starfa nú þegar. Starfshlutfall fer eftir samkomulagi. Vaktavinna. ★ Starfsmenn óskast til starfa nú þegar. Um er að ræða 100% starf. Vaktavinna. Nánari upplýsingar veitir Guðrún Guðnadótt- ir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 602600 eða 602649. *Blóðbankinn Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa sem fyrst. Um er að ræða 50% starf við blóðtöku eftir hádegi. Upplýsingar veitir Sigurbjörg Jóhannsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 602027. \ Reykjavík, 30. september 1990. M B A Bandaríkin Óskum að ráðá mann, sem lokið hefur „Mastersnámi" frá háskóla í Bandaríkjunum. Fyrirtækið er stórt fyrirtæki með viðskipti innanlands og erlendis. Starfssvið: Ýmiss sérfræðileg verkefni unnin með æðstu stjórnendum fyrirtækisins. Mat á ýmsum fjárfestingamöguieikum. Þátttaka í samningagerð innanlands og erlendis. Skýrslugerð og greinaskrif. Við leitum að manni með a.m.k. 2-3 ára starfsreynslu að loknu „mastersnámi", sem hefur þekkingu á íslensku viðskiptalífi og áhuga á fyrirtækjarekstri. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Farið verður með allar fyrirspurnir og um- sóknir sem algjört trúnaðarmál. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „MBA 341“ fyrir 10. október nk. Hagva nsurhf Grensásvegi 13 Reykjavík Sími 83666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Saumastörf Verslunin Áklæði og gluggatjöld óskar eftir fólki til sníðastarfa á saumastofu. Vinnutími eftir samkomulagi. Allar frekari upplýsingar eru veittar á staðn- um, ekki í síma. Áklæði og gluggatjöld, Skipholti 17A, Reykjavík. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA REVKJANESSVÆÐI Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Reykjanesi óskar eftir að ráða til starfa: . 1. meðferðarfulltrúa Um er að ræða 50% starf á dagvinnutíma við sambýli Svæðisstjórnar, Hrauntungu í Kóp. Starfið felst í aðstoð við umönnun og þjálfun fatlaðra heimilismanna. 2. deildarþroskaþjálfa og meðferðarfulltrúa á vistheimili fatlaðra barna í Hafnarfirði. Starfshlutfall eftir samkomulagi. 3. Þroskaþjálfa/meðferðarfulltrúa í 65% starf við hæfingarstöð Svæðisstjórn- ar, Hnotubergi í Hafnarfirði. 4. Kona óskast til að aðstoða fatlaða stúlku við daglegar athafnir frá kl. 11-13 virka daga í tengslum við skólagöngu. Umsóknarfrestur um ofangreind störf er til 5. október. 5. þroskaþjálfa og meðferðarfulltrúa til starfa við nýtt sambýli fyrir fatlaða í Njarðvík. Um er að ræða vaktavinnu, mest kvöld og helgar. Umsóknarfrestur er til 18. október. Upplýsingar um ofangreind störf veitir fram- kvæmdastjóri í síma 641822. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Svæðisstjórnar Digranesvegi 5 í Kópavogi. Ráðgjafi (P.R.) Fyrirtæki, sem starfar við kynningar- og fjöl- miðlaráðgjöf (PR), óskar að ráða reyndan og fjölhæfan ráðgjafa til starfa. Viðkomandi þarf að hafa góða þekkingu á íslensku athafna- og þjóðlífi. Háskólamennt- un dða sambærileg menntun er nauðsynleg. Góð íslenskukunnátta, viðkomandi þarf að geta skrifað og talað vel ensku, þekking á öðru Norðurlandamáli, þýsku eða frönsku nauðsynleg. Fjölmiðlareynsla æskileg. Viðkomandi þarf að geta starfað sjálfstætt og hafa stjórnun- ar- og skipulagshæfileika. Verður að eiga mjög auðvelt að umgangast viðskiptavini og fjölmiðla. Starfið er krefjandi og skemmtilegt fyrir þann, sem býr yfir hugmyndaauðgi, skapandi krafti og hefur þörf fyrir að takast á við lausn vandamála og annarra úrlausnarefna. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Farið verður með allar fyrirspurnir og um- sóknir sem algjört trúnaðarmál. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „Ráðgjafi,.(PR)‘‘ fyrir 10. október nk. Hárgreiðsla - afgreiðsla Ein af þekktustu hárgreiðslustofum í Reykjavík óskar eftir að ráða í afgreiðslu- starf, sem er mjög fjölþætt. M.a. er hér um að ræða afgreiðslu- og sölustörf á snyrtivör- um og smávarningi fyrir konur, móttöku við- skiptavina, skráningu tímapantana, innkaup á vörum o.fl. Við leitum að manneskju sem er glaðvær og á gott með að umgangast fólk, hefur þjónustulund og er viljug að gera öðrum til hæfis, er áreiðanleg, samviskusöm og með nokkra skipulagshæfileika. Viðkom- andi þarf að geta hafið störf fljótlega. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „Vilji - 9982“. ISfRÍKISSPÍTALAR Kópavogshæli Aðstoðarmenn óskast til starfa við endurhæfingadeild nú þegar eða eftir samkomulagi. Um er að ræða störf við sjúkraþjálfun og sundlaug staðar- ins. Upplýsingar eru gefnar í símum 602725 og 602727 milli kl. 10-15 virka daga. Þroskaþjálfi óskast til starfa við sundlaug Kópavogshælis. Upplýsingar eru gefnar í símum 602700 og 602725. Reykjavík, 30. september 1990. Kerfisfræðingar - forritarar Hugbúnaðarhúsið hf. óskar eftir að ráða fólk með góða menntun eða reynslu til starfa við hugbúnaðargerð og þjónustu við viðskipta- vini okkar. Leitað er eftir samstarfsfúsu og samviskusömu fólki sem er tilbúið að starfa við krefjandi verkefni. Við bjóðum: Góð laun Sveigjanlegan vinnutíma Góða starfsaðstöðu Skapandi verkefni Þeir sem áhuga hafa vinsamlegast leggi inn skriflega umsókn. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu okkar. Allar umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og öllum svarað. H rr——"Ý B HUGBÚNAÐARHÚSIÐ % SÍÐUMÚLA 21 106 REYKJAVÍK S. 68 88 11 FJÖLBRAUTASKÓLINN VIÐ ÁRMÚLA ARMULA 12 ■ 108 REYKJAVIK SIMI 84022 Frá Fjölbrauta- skólanum við Ármúla Óskum að ráða starfsmann með menntun og starfsreynslu á sviði læknaritunar til að skipu- leggja nám og námsefni fyrir læknaritara. Umsækjandi þarf að geta hafið störf nú þegar því kennsla á brautinni hefst á vorönn 1991. Umsóknum með upplýsingum um nám og fyrri störf sé skilað til skólans fyrir 10. október. Nánari upplýsingar veitir skólameistari. Skólameistari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.