Morgunblaðið - 30.09.1990, Page 41

Morgunblaðið - 30.09.1990, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1990 41 Magndís Anna Ara- dóttir - Kveðjuorð Fædd 13. september 1895 Dáin 16. ágúst 1990 Magndís Anna Aradóttir frá Hólmavík og Jón Pétur Jónsson, Drangsnesi, Strandasýslu, gengu í hjónaband 16. ágúst 1919. Annað barn þeirra, Jón, fæddist þremur árum síðar á þeirra brúðkaupsdegi 16. ágúst. Brúðurin frá 16. ágúst 1919 andaðist 16. ágúst 1990. Fyrst barn var Laufey, þriðja Dýrleif og fjórða barn þeirra Guð- rún. Jón Pétur Jónsson var sonur Jóns Jónssonar barnakennara í Kald- rananeshreppi og konu hans, Önnu Sigríðar Árnadóttur. Þau bjuggu á Drangsnesi, jörð sem þorpið dregur nafn af. Jón P. Jónsson kirkjuorganisti og frú Magndís eru mjög minnis- stæð á sínu athafnaskeiði. Þau voru áberandi fríð og þekkileg og eins börn þeirra. Mest var þó vert um þeirra mannkosti. Móðir Magndísar hét Guðrún Ólafsdóttir. Hún bjó á Geirmundar- stöðum í Selárdal, Strandasýslu. Hún varð ung ekkja með átta börn. Hreppsnefndin kom og bauð henni að hjálpa henni með allan hópinn til Ameríku. Hún sagðist ekki skulda hreppnum neitt og afþakk- aði boðið. Hún var dugmikil og kjarkmikil kona. Hún fékk ráðs- menn, en líkaði ekki við neinn fyrr en Staðarprestur útvegaði henni Ara Magnússon, sem var duglegur og útsjónarsamur. Þau gengu í hjónaband. Magndís Anna var dóttir þeirra. Son áttu þau, en misstu hann 12 ára gaml- an. Hann hét Jón. Ari var mikill sjósóknari. Þau fluttu sig til Hólmavíkur þar sem hann stundaði sjó. Magndís Anna ólst því upp frá sjö ára aldri sem kauptúnsbarn. Barngóð læknishjón í Hólmavík föluðu Magndísi litlu til eignar en fengu hana ekki. Magndís sá mikið eftir þeim þegar þau fóru. Hún sagðist myndi hafa mátt velja hvaða menntun sem hún vildi, ef þau hefðu fengið sig. Þá hefði hún áreiðanlega fengið að læra hjúkrun, sagði Magndís, námið sem hugur hennar stóð fyrst og fremst til. Einn vetur fór Magndís til Reykjavíkur og lærði fatasaum. Hún lagfærði sjálf öll snið sem hún fékk, ef henni líkaði þau ekki. Enda vom föt sem hún saumaði áberandi svipfríð. Frú Magndís var af atgjörvisfólki komin og kunni þær ættir að rekja ásamt skemmtilegri lýsingu af sum- um persónum í framætt, einkum af Önnu hinni þingeysku formóður sinni. Foreldrar Magndísar fluttu um skeið til Bolungarvíkur. Þar hefur hún gengið í barnaskóla. Hún var fermd í Bolungarvík. En leið for- eldra hennar lá aftur til Hólmavík- ur. Þau voru meðal þeirra fyrstu sem byggðu sér hús á verslunar- staðnum. í Hólmavík kynntust þau Jón Pétur Jónsson og Magndís Anna. Ungu hjónin settust að á jörðinni Drangsnesi. Hann hafði á fyrstu ámm þeirra þar útgerð. En í innsta eðli sínu var hann hljómlistarmaður. Á þeim tíma sem séra Ingólfur Ástmarsson varð sóknarprestur í Staðarprestakalli var Jón Pétur símstjóri, íshússtjóri, sóknarnefnd- arformaður, skólanefndarformaður og kirkjuorganisti á Kaldrananesi. Það var hann frá æskuárum. Hann æfði á Drangsnesi fjór- raddaðan kirkjukór, allir góðir söngmenn gátu því komist þar að, hver eftir sínu raddsviði. Þar var margt gott söngfólk. Kórinn var æfður heima á heimilinu þar til barnaskólinn var byggður. Af öllu þessu sést að mjög gest- kvæmt var á því gestrisna heimili. Þeir unnu að því saman Jón Pét- ur, Einar Sigvaldason og Ingólfur að barnaskóli var byggður á Drangsnesi og kapella við. Útgerð og fiskvinna var í þorp- inu. En hvorki var þar læknir eða ljósmóðir. Það kom sér því vel að húsfreyjan á Drangsnesi, Magndís Anna, var hneigð tjl að fást við meiðsli og hjúkrun. Það var sjálf- sagt ef sjómenn, fiskvinnslufólk eða aðrir meiddu sig, fengu flís eða ígerð, að fara til Magndísar. Hún gerði að sámm, örugg og kjarkgóð. Hún gat ákveðið hvort sækja þurfti lækni. Hún hafði alltaf gott sam- band við Hólmavíkurlækni og hafði með höndum ýmis meðöl, smyrsl og plástra. Hún var ólaunuð hjúkr- unarkona þorpsins. Þau hjónin bjuggu í mjög snotru einbýlishúsi, með garði og túni kring. Húsið var ekki stórt. En húsrými virtist óendanlegt. Heimilið var fágað og fallegt, þrátt fyrir sífelldan straum af fólki bæði út og inn. En óskiljanlegast var hve glaður hlátur, léttleiki og skemmti- legt viðtal húsfreyjunnar, alltaf gat fylgt öllum góðgjörðunum í því mikla annríki. Og ekki komið raf- magn til hjálpar. Ég man þegar maðurinn minn kom úr Drangs- ness- og Kaldrananessferðum, hvað hann dáði alla þá alúð og gestrisni sem hann varð þar aðnjótandi, hvort sem hann kom einn messudag, ell- egar til að gista. Ég man líka að Ingólfur talaði um þennan yndis- lega mann og góða kórstjóra og organista, sem alltaf var glaður og hugrór, þrátt fyrir allt annríkið. Það var ævinlega gleði og uppörvun að hitta þau, böm þeirra og heimili. Þangað komu allir aðkomumenn, eins og t.d. biskup, fylgdarmaður hans, prófasturinn og sóknarprest- ur, þegar kapellan við barnaskólann var vígð og skólahúsið. Og voru allar þær viðtökur með afbrigðum. Magndís saumaði altarisklæði úr rauðu velúr og hökul. Gaf líka hvítan dúk á altarið. Hún saumaði falleg gluggatjöld fyrir skólagluggana. Þau voru úr rauðu Álafosstaui. Allt var þetta tilbúið og komið upp fyrir vígsluna með öllu öðru annríki húsmóðurinnar. Efnið í gluggatjöldin gaf barnakennarinn Guðbjörg Jóhannesdóttir. En alla hæfði eins og góðu valdi á máli og fallegri rithönd. Hann tók þátt í starfi ungmennafélagsins í sveitinni sem aðrir á þeim tíma og var því ekki ósnortinn af hugsjónum þess með aldamótaljómann í baksýn. En mesta ævintýri Jóns á ungum aldri var þó það, er hann réðst til Noregs- ferðar haustið 1918 ásamt Helga Kjartanssyni frá Hruna. Það ævin- týri lifði með honum alla tíð, skær bjarmi frá æskuárum sem ekki fölskvaðist allt til elliára. Þeir félag- ar unnu þar saman á búgarði um veturinn. Um vorið komu svo tveir ungir menn úr Biskupstungum, þeir Þorsteinn Sigurðsson á Vatns- leysu og Sigurður Greipsson frá Haukadal, og unnu með þeim um sumarið. Árið 1932 giftist Jón eftirlifandi konu sinni Elísabetu Kristjánsdótt- ur frá ísafirði Einarssonar og konu hans Elínbjartar Hróbjartsdóttur. Þau hafa eignast 8 böm. Jörðinni var skipt og gerð að ættaróðali, afkomendur þeirra búa þar og enn er þar stórbýli. Á góðum aldri eða upp úr sex- tugu fór heilsu Jóns að hraka. Hann hafði tekið að sér viðhald vega í sveitinni og stundaði því miklar bílkeyrslur, það mun hafa átt ríkan þátt í því, að hann fór að bila í mjöðmum. Við því fékk hann ekki nægjanlega bót og varð því lítt fær til vinnu eftir það. Andlegir kraftar og lífsorka harís hefur því verið mikil að ná svo háum aldri. Erí þegar ekki var annað fyrir hendi fór hann að lesa meira og skrifa niður ýmsan fróðleik og minningar vinnuna við þau gaf Magndís og þau voru falleg. Kristján Einarsson, stórkaupmaður og frú hans, gáfu tvo stóra silfurstjaka á kapellualt- arið. Eftir vígsluna voru haldnar guðs- þjónustur í skólanum fyrir þorps- búa. Leiðin til Kaldrananeskirkju var löng. Fjallvegur, ekki bílfær. Minnisstætt er mér brúðkaup, sem ég var boðin í hjá þeim hjónum Jóni og Magndísi, þegar tvö börn þeirra voru gift í einu. Jón og Dýr- leif. Brúður Jóns var Lovísa Jóns- dóttir frá Drangsnesi. Brúðgumi Dýrleifar var Kristinn Kolbeinn Al- bertsson, ungur bakarameistari frá Reykjavík. Þá var vor, bjartur sól- skinsdagur, mikil veisla, fagur söngur og gleði án víns. Brúðhjónin voru gift í kapellunni nýju. Það hefur orðið sjónarsviptir á Drangsnesi þegar það heimili, sem hefði mátt kalla eins konar félags- miðstöð þorpsins, fluttist þaðan til Reykjavíkur árið 1955. Frú Magndís og Jón Pétur héldu ókeyp- is gistihús og voru ókeypis veiting- ar, allt heimalagað, matur og kaffi- brauð í fyrsta gæðaflokki. Aldrei heyrðist að þetta hótel bæri sig ekki. Hver getur reiknað það dæmi? Eitt er víst að þau hjón Magndís og Jón P. Jónsson uppfylltu boðið „Gleymið ekki gestrisninni". (Hebr. 13. k. 1.-3. v.) Þannig voru þau samhent í höfð- ingsskap og hjálpsemi. Hann hafði milda ró yfir sér en hún var af heimi hraðans. Þau áttu um tuttugu ár í Reykja- vík. Góð ár. Þau voru alltaf söm að hitta. Jón Pétur setti upp bóka- verslun í Reykjavík. Hann æfði líka Strandamannakór fyrir sunnan. Þau sóttu sína sóknarkirkju, Lang- holtskirkju, sem þá var í byggingu. Frú Magndís gekk strax í Kvenfélag Langholtskirkju. þar munaði að venju um það manns lið, sem hún var. Hún var síðar kosin heiðursfé- lagi í kvenfélagi kirkjunnar, eftir allt sem hún vann þar. Það var mikil sorg í ljölskyldunni þegar Magndís missti mann sinn í mars 1974. Þótt hún bæri sorgina vel var missir hennar mikill. hún bjó fyrst ein í nokkuð mörg ár. Laufey, dóttir þeirra, var þá löngu gift og búsett í New York. Ralph, maður hennar, var sjón- varpsdagskrármaður. Magndísi varð það mikil upplifun að heimsækja þau og tvær dætur þeirra. Gagnkvæmar heimsóknir urðu á milli ijölskyldunnar á Long Island í New York og nánustu ætt- ingja á íslandi. Magndís bjó nokkur ár ein í frá liðinni ævi, en sjóndepra var farin að baga hann verulega undir lokin. Aðalinntak þeirra skrifa var um kirkjuna, sem honum virðist hafa verið sérlega annt um síðan hann barn að aldri horfði á hana fjúkaafgrunniífárviðriárið 1908. Svo var því háttað að höfundur þessara lína kom í heimsókn til Jóns á síðasta ári. Talið barst að skrifum hans og tjáði hann mér að hann bæri þá ósk í brjósti að koma þeim á framfæri helst í blað eða sagnfræðirit þar sem það ætti heima. Jafnframt fór hann þess á leit að ég annaðist að yfirfara það og koma því á rétta leið. Ég vildi ekki bregðast trausti hans í því, né heldur að rita þessar línur, hvernig svo sem það færi úr hendi. Jón Sigurðsson var einn af síðustu fulltrúum aldamótakynslóð- arinnar, þeirrar sem nú er, að mestu, til moldar hnigin. Hann var borinn barn 19. aldar og lifði fram á síðasta áratug þeirrar næstu og þá er enn farið að hilla undir nýja öld. í uppvexti hans höfðu búnaðar- hættir í engu verulegu breyst frá fyrstu öldum íslandsbyggðar. Hann Reykjavík. Þegar heilsa hennar dvínaði og hún fann elli nálgast tryggði hún sér vist á elliheimili. Hún fékk viðkunnanlega smáíbúð á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hún var þar mjög ánægð og tók þar af lífi og sál þátt í öllu félagslífi. Hún vann þar feiknin öll í vinnu- stofu heimilisins. Hún var komin yfir áttatíu og fimm ára aldur þeg- ar hún lét á herðar mér langsjal sem hún var nýbúin að ptjóna úr örsmáu bandi. Vandasamt útprjón, falleg litaröðun sauðalita, fögur vinna. Ótal gjafir af eigin handa- vinnu gaf hún afkomendum sínum og vinum, eftir að hún kom á Hrafn- istu. AHt lék í höndum hennar, hvort sem hún var hinn smágjörvasti út- saumur, hekl eða pijón. Hún gekk stundum í gegnum mikil veikindi á efri árum, sem hún reis upp úr aftur þótt staðið hefði tæpt. Hún var sem vænta mátti mikill umhyggjumaður um börn sín og barnabörn og þeirra fjölskyldur og naut hins sama af þeirra hálfu. En umhyggja hennar náði langt út fyr- ir þann hring. Hún var fljót að hugsa og fljót að framkvæma. Hafði lifandi og skarpa hugsun og mikill höfðingi í lund. Langlífi fylg- ir margvísleg reynsla, missir vina og ástvina. Á undan Magndísi dóu í innsta hring eftir lát manns hennar, tengdasonur hennar á besta aldri, Kristinn K. Albertsson í júlí 1983. Jón, sonur hennar, 1986, og ekkja hans þremur árum seinna. Frú Laufey, hennar maður og önnur dóttirin komu heim til að kveðja. Yngsta dóttir Jóns Péturs og Magndísar, er frú Guðrún, hennar maður er Ólafur Egilsson loft- skeytamaður í Gufunesi. Þau búa í Hafnarfirði. Frú Dýrleif býr í Reykjavík. Barnabörn Magndísar og Jóns Pét- urseru 14 en barnabarnabörnin 30. Útför Magndísar Önnu Aradóttur var gerð frá Langholtskirkju föstu- daginn 24. ágúst. Ari Elvar Jóns- son, sonarsonur hennar, söng ein- söng yfir kistu ömmu sinnar eftir hennar ósk. Hann söng vers Guð- mundar Geirdals, „Ég krýp og faðma fótskör þína“. Fegurst í allri athöfninni fannst mér rödd barna- barnsins hennar sem fylgdi henni síðast. Jesús sagði: „Sjúkur er ég og þú vitjaðir mín.“ Ég vona að Magndís Anna hafi nú mætt því fagra fýrir- heiti, sem fylgir þeim orðum. Friður Guðs umvefji hana. Kveðja frá húsi mínu. Rósa B. Blöndals horfði á og tók þátt í allri þeirri tæknibyltingu sem öldin bar í skauti sínu. Ævi hans spannar yfir meira breytingaskeið en nokkurn hefði órað fyrir. Og þarna sat hann virðulegur öldungur í fallegri stofu við skrif- borð sitt og leit yfir farinn veg. Umönnun konu hans var frábær. Hann er orðinn sáttur við lífið, skin þess og skugga og óskar nú eftir að fara að kveðja og hann kvíðir í engu umskiptunum. Það má ætlast á um hugarfar hans: — Hann lítur í anda víðlenda jörð sína, nýjar byggingar rísa og tún breiðast út, því að ræktun var honum hugstæð- og velvirkur í besta lagi. Hann sér glitrandi laxa byltast á eyrunum við Stóru-Laxá, stuðlabergið upp í Hnjúkum sem nýtt var í legsteina og minnisvarða og síðast en ekki síst kirkjuna sem hann frá barns- aldri batt mikilli tryggð og annaðist um með alúð og kostgæfni. í garð- inum við hlið hennar var hann nú lagður til hinstu hvíldar. Sigurður Sigurmundsson frá Hvítárholti. Jón Sigurðsson bondi - Fæddur 5. apríl 1899 Dáinn 31. ágúst 1990 Fagra haust þá fold ég kveð faðmi vef mig þínum bieikra laufa láttu beð að legstað verða mínum. (Steingr. Thorst.) Þessar fögru ljóðlínur gerði skáldið frá Arnarstapa að graf- skrift sinni. Þær verða sígildar fyr- ir hvern og einn, en þó ekki síst fyrir búandmanninn, sem helgar móður náttúru krafta sína, elst upp við barm hennar og hlúir að mold og gróðri. Haustið var líka að ganga í garð þegar bænda-öldungurinn Jón Sigurðsson í Hrepphólum kvaddi þetta jarðlíf þ. 31. ágúst sl. á 92. aldursári. Jón Sigurðsson fæddist í Hrepp- hólum 5. apríl 1899. Voru foreldrar hans Sigurður Jónsson frá Stóra- Núpi og kona hans Jóhanna Guð- mundsdóttir frá Ásum í Gnúpveija- hreppi. Þau höfðu búið í Hrepphól- um frá 1883. Sr. Valdimar Briem tók við prestakallinu 1880 og sat í Hrepphólum. En 1883 fluttist hann að Stóra-Núpi og Sigurður Jónsson að Hrepphólum. Mmnmg Hrepphólar eru landnámsjörð og kirkjustaður um aldir, eitt af höfuð- bólum íslenskra sveita. Þar hafa setið margir nafnkunnir prestar svo sem sr. Jón Egilsson síðar ritari Odds biskups Einarssonar í Skál- holti, höfundur Biskupa-annála. Það er ekki ofmælt, að stórbænd- urnir hafi oft og tíðum verið máttar- stólpar þjóðfélagsins fyrr á tímum og stórbýlin þá oft í hallærum forða- búr heilla sveita. Sigurður Jónsson hafði stórt bú, hefur sett metnað sinn í það, að sitja jörðina svo sem henni bar. Það má ætla, að hann hafi verið stór í sniðum, höfðinglegur ásýndum, sterkur persónuleiki eftir mynd að dæma. Börn Sigurðar og Jóhönnu urðu sjö. Auk þess eignaðist Sigurð- ur síðar son, Hermann, nú bónda í Langholtskoti. Snemma hneigðist hugur Jóns til búskapar, stórbónda-hugsunin hon- um í blóð borin. Skólamenntunar naut hann lítið utan barnaskóla. Faðir hans bauð honum þó skóla- göngu en hann hafnaði því, vildi heldur ala aldur sinn þar heima í Hrepphólum, sem hann vissi að fað- irinn óskaði eftir. Hann náði þó góðri menntun svo sem stöðu hans LEGSTEINAR GRANÍT- MARMARI Helluhrauni 14, 220 Hafnafjörður, pósthólf 93,. símar 54034 og 652707.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.