Morgunblaðið - 30.09.1990, Síða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1990
KARLAR
Traustvekj-
andi
*
Eg var spurð að því um dag-
inn, afhverju íslenskir karl-
menn eru eiginlega alltaf í jakka-
fötum. Gráum í vinnunni, bláum
þegar þeir eru „kasjúal," og svört-
um, þegar þeir
eru formlegir, al-
varlegir eða hát-
iðlegir.
Það hefur
reyndar alltaf
slegið mig, þegar
verið er að sjón-
varpa beint frá
Alþíngi, að nær
undantekninga-
laust eru þingmenn í gráum
jakkafötum. Þetta er eins og að
vera komin til Kína; allir skulu
vera eins. Annað sem er dálítið
skrýtið, er að flestir þingmenn
eru með hliðarskiptingu í hárinu.
Auðvitað er til sá möguleiki að
búið sé að markaðssetja þessa
hollingu sem traustvekjandi.
Persónulega vantreysti ég mönn-
um í gráum jakkafötum. Þau eru
svo yfirmáta hlutlaus að mér
finnst menn sem klæðast þeim,
hafa eitthvað að fela; mér finnst
þeir vera litlir strákar í feluleik
í Stórkallalandi. Þeir falla líka
svo vel inn i hvunndaginn, að
manni dettur í hug að þeir vilji
ekki láta konur horfa á sig. En
það er náttúrulega tóm vitleysa
- þeir halda bara að þeir vilji það
ekki; hluti af traustvekjandi og
áreiðanlegri sjálfsímynd.
En þetta er hálf þreytandi og
prugglega hluti af því að alltaf
er talað um að konur á Isiandi
séu svo fallegar - en aldrei
minnst á karlmennina, sem þó
eru af sama stofni. Og þar sem
fötin skapa manninn, segir það
okkur að að upp til hópa eru
íslenskir karlmenn litlausir per-
sónuleikar.
Það er hinsvegar eitthvað hlý-
legt við karlmann í gallabuxum,
fallegri peysu eða marglitri
skyrtu, jafnvel þótt hún sé í þeim
litum sem karlmenn virðast ekki
hræðast; bláum, svörtum, brún-
um, ryðrauðum, ólivu- og flösku-
grænum - meir að segja eitthvað
grátt, ef þeir eru mjög öryggis-
lausir. Það er svo mikið tii af
fiottum peysum og skyrtum og
?ég er svo heppin að eiga unglings-
son, sem loksins er vaxinn upp
úr djogging-göllum. Þar sem ég
er stjórnsöm að eðlisfari, er ég
ailtaf að reyna að fá hann til að
kaupa eitthvað sem mér finnst
huggulegt - og stundum tekst
það. En ég sé það á honum og
vinum hans, að það eru einhver
önnur, óræð öfl búin að ákveða
hvað er leyfilegt í litum - og hann
vinnur ailtaf. Ég $kil það ekki,
því hann er lika stjórnsamur og
vill til dæmis ekki að ég sé í drögt-
um. Ég beygi mig undir það, þótt
ég segi honum ekki að ég vilji það
ekki heldur.
í rauninni ber ég leyndan ótta
í bijósti við að allir þessir dreng-
ir eigi eftir að enda uppi í gráum
jakkafötum, í hinum ýmsu stofn-
unum samfélagsins; ganga inn í
kerfið, sem ógnar þeim ekki, gef-
ur þeim stöðuheiti, sem segir
ekkert um það hvers konar per-
sónur þeir eru, eða hvernig þeim
líður, en er eins og stimpill upp
á að þeir séu vel lukkaðir og
traustir. Svo fara þeir í feluleik
í gráa kerfinu og gráa hvunndeg-
inum, verða lífsleiðir vegna þess
að þeir eru svo öruggir og þurfa
svo sjaldan að takast á við tilver-
una. Svo verða þeir heiialatir og
konurnar þeirra verða leiðar á
þeim - því þeir eru svo einlitir...
! ...og allan timann halda þessi
grey að þeir séu traustvekjandi.
Auðvitað á maður ekkert að
fárast yfir þessu. heldur á maður
að hafa fulla samúð með þeim
og ósjálfstæði þeirra, sem er'eitt-
hvað svo upprunalegt og fallegt
- nær alveg aftur til Adams og
Evu.
'1 Adam gat ekki einu sinni feng-
ið sér einn bita af epli, án þess
að vera sagt að gera það.
ÁRSTÍÐASKIPTI
Islensk
módel á
Borginni
Morgunblaðið/Þorkell
Fyrir nokkru var haldin
' lýsna viðamikil
tískusýning á Hótel Borg
á vegum „Icelandic
sem er
upprennandi tískubákn
hér á landi. Var bæði
kynntur fatnaður og fólk,
en mörg ný andlit skipa nú
þessi módelsamtök.
Þorkelsson sérfræð-
Morgunblaðsins í
tískuljós myndun var á
staðnum og ljós hans skín
hér á meðfylgjandi
myndum frá Borginni
umrætt kvöld. Myndirnar
tala sínu máli, en kvöld-
stundin var ein af vísbending-
unum um að sumri er lokið,
dagar styttast óðum og vetur
er á næsta leiti. Þá byija aftur
af krafti alls konar menningar-
viðburðir, leikhús og skemmt-
anir sem miðast við að fara
fram innanhúss.
VISINDI
Mólíkúlin dansa
og krystall-
inn syngur
Á ráðstefnu um svokölluð nýaldarmál
fyrir skömmu, svo og vestur á
Snæfellsnesi síðastliðið sumar, á
Snæfellsáshátíðinni, kynnti Hilmar Orn
Hilmarsson tónlistarmaður vægast sagt
nýstárlega tónlist. Þetta var tónlist
krystalla sem Hilmar framkallaði með
sérstakri tækni ásamt samstarsfmanni
sínum, David Tibet. Morgunblaðið ræddi
við Hilmar um krystallasönginn og
sitthvað honum tengt.
Hilmar Örn Hilmarsson krystallatónlistarmaður og nýaldarspekingur.
Hilmar sagði að upptaka kryst-
allasöngsins ætti rætur að
rekja til manns sem heitir Harry
Oldfield og ýmissa verkefna sem
hann hefur gefið sig að. Það sem
hann er að smíða um þessar
mundir sé til dæmis myndbands-
tæki sem sýni orkusvið líkamans
og nemur breytingar þess við hin-
ar ýmsu kringumstæður. „Oldfield
er elektrónískt séní og ýmsir
framsæknir læknar eru farnir að
nota tæki sem hann hefur smíðað
til þess að auðvelda sjúkdóms-
greiningu.
Ef við förum aðeins út í kry-
stallatónlistina, þá eru átta ár síð-
an að ég kynntist tækninni hvern-
ig rafsegulsvið getur haft hvetj-
andi eða letjandi áhrif á líkamann.
Ein hliðarafurð af þessu er að
pumpa rafsegulbylgjum í hluti
eins og krystal. Þá gefur krystall-
inn frá sér sinn eigin hljóm, mólík-
úlin dansa og gefa frá sér hljóð.
Fyrir tveimur árum komu fram
tæki sem ráða við tíðnina sem
kemur af þessu og við fórum að
taka upp söng ýmist iðnaðarkry-
stalla eða stórra kvarsklumpa.
Við notuðum nokkurs konar lins-
umíkrafón sem getur „súmmað“
á einstök hljóð og tókum hljóðin
upp á stafrænt segulband og fiutt-
um þau þaðan yfir á tölvu, þar
sem við gátum átt við hljóðin og
búið til hljóðkokteila sem voru
ýmist örvandi eða hvetjandi. Með
ýmsum bylgjum er hægt að hafa
ýmiss konar áhrif á heilastarfsem-
ina og er með ólíkinaum hve ein-
föld tæk-ni getur haft mikil áhrif,
góð eða slæm allt eftir því hvern-
ig tekið er á málunum.
Þegar við David Tibet höfðum
tekið upp þessa söngva settum
við þá á hljómplötu og geisladisk
og settum 7.000 eintaka upplag
á Bretlandsmarkað með það fyrir
augum að ágóði rynni til styrktar
Harry Oldfield. Það fór nú svo,
að þetta seldist upp og nýtt upp-
lag er væntanlegt."
En hvernig „söngur“ er þetta
eiginlega? Hilmar ræskir sig og
svarar: „Þetta er samansafn af
hljóðum, vel völdum hljóðum sem
virka „ballanserandi" á hugann.
Þetta er tónverk, en ekki samið
samkvæmt strangri tónfræðilegri
hefð. Þó er þetta tónlist í þeim
skilningi að um skipuleg hljóð er
að ræða. Tónlist er mótuð á
ákveðnum bylgjusviðum og þessi
tónlist sem við erum að tala um
er á 8 hertsa púlsum. Það 'gerist
ekkert á augabragði,
það tekur tónlistina 5
til 15 mínútur að hafa
áhrif á heilann."
Hilmar segir að
lokum; „Við stöndum
í dag á þröskuldi
nýrra tíma. Við upp-
lifum í fyrsta skipti
svokallaða rafsegulm-
engun, líkamar okkar
verða stöðugt fyrir
alls konar bylgjum
sem margar hveijar
eru okkur ónáttúru-
legar ogjafnvel skað-
legar. Á sama tíma
vita menn æ meira um
vitundina og hvernig
unnt er að hafa ýmiss
konar áhrif á hana
með einföldum leið-
um. Og eftir því sem
fleiri svör fást, þeim
mun fleiri spurningar vakna og
fræðin verða skemmtilegri," segir
Hilmar Örn Hilmarsson.
KVÖLDNÁMSKEIÐ í SJÁLFS-DÁLEIÐSLU
HUGEFLI
Bolholti 4
4. okt. kl. 19.00.
Námskeiðið byggir á nýjustu
rannsóknum í dáleiðslu,
djúpslölcun og NLP, Neuro
Linguistic Programming
aðferðafræðinni.
Með Hugefli getur þú m.a.;
A Hætt að reykja án taugaspennu.
A Aukið innri styrk og sjálfstraust.
A Losnað við offitu án megrunarkúra.
A Aukið minni og einbeitni.
A Náð djúpri slökun á 3 mín.
A Losnað við fælni og ofhræðslu.
A Bætt samskipti og árangur í starfi.
A Aukið líkamlega vellíðan.
A Bætt lærdómsgetu og námsárangur.
Námskeiðið verður haldið á
hverju fimmtudagskvöldi í 4
vikur. Leiðbeinandi er Garðar
Garðarsson. Hann útskrifaðist
með NLP gráðu frá Grinder,
DeLozier & Associates í
Bandaríkjunum árið 1988.
Innritun og nánari uppl. hjá
Mannræktinni í síma:
62 57 17