Morgunblaðið - 30.09.1990, Page 48
MOItGUNBLAÐIÐ, ADALSTRÆTI 6. 101 REYKJAVÍK
TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: IIAFNARSTRÆTI 85
SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1990
VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR.
Ungur mað-
ur lést í um-
ferðarslysi
23 ARA maður lést í umferðar-
slysi á Tjörnesi í fyrrinótt. Annar
maður slasaðist mikið og var flutt-
ur á sjúkrahús í Reykjavík.
Mennimir voru á leið akandi í
fólksbíl frá Raufarhöfn til
Akureyrar. Skammt austan Gerði-
brekku lenti bíll þeirra út af vegin-
um. Farþeginn kastaðist úr bílnum
og er talinn hafa látist samstundis.
Ökumaðurinn slasaðist mikið en
komst upg á veg og gat gert vart
við sig. Óvíst er hve lengi hann
þurfti að bíða þar til næsti bíll kom
að. Hann var fluttur með sjúkrabíl
til Akureyrar og þaðan á sjúkrahús
í Reykjavík.
Alhvít ijúpa
á rúmsjó
Siglufirði. W
ALHVÍT rjúpa settist á Hafþór
RE þar sem skipið var statt um
60 mílur út af Siglufirði nýlega,
og þáði far með skipinu til iands.
Tjegar komið var til hafnar hafði
fuglinn skamma viðdvöl á
Siglufirði áður en hann flaug til
fjalla. Ekki er ljóst á hvaða ferðalagi
ijúpan var en hennar er jafnan víðast
von annars staðar en úti á rúmsjó.
MJ
Síðasta áning sumarsins. Nú eru útreiðarnar að baki og haustbeitin tekin við.
Hamar SH hefur fundið síld í Berufjarðardýpi.
Hamar SH finnur síld
HAMAR SH fann talsvert magn af síld í Berufjarðardýpi í gærmorg-
un og búist var við að hún yrði veiðanleg í nótt, að sögn skipvérja
á Hamri en síldin verður fryst um borð í skipinu. Síld, sem fundist
hefur í haust, hefur ekki verið veiðanleg í nót.
Hamar SH fann einnig síld við I síldveiðar í þessari viku en þessi
Dyrahólaey en hún var ekki skip frysta síldina, eða landa henni
veiðanleg. Halldóra HF, Röst SK til frystingar. Síldveiðar mega hins
og Stafnes KE fara væntanlega á | vegaralmennthefjastlO.október.
Lögreglan mælir hraða og þunga umferðar á götum borgarinnar:
84% á löglegum hraða
KÖNNUN sem lögreglan í Reykjavík gerði nýlega með nýjum bún-
aði á þunga og hraða umferðar um Langholtsveg, við gönguleið
barna í Langholtsskóla, leiddi í ljós að af 9221 ökutæki sem þar
fóru um á einum sólarhring var 84% ekið á löglegum hraða en 16%
hraðar en lög leyfa. 10 ökutækjum var ekið á yfir 90 kílómetra
hraða og tveimur á 120-135 kílómetra hraða.
Mestur var hraðaksturinn að
kvöld- og næturlagi og var
áberandi að bifhjól áttu þar oft hlut
að máli. Ökumenn fjögurra bíla óku
á 90-100 kílómetra hraða, hraði
tveggja mældist 100-110 kílómetr-
ar og og aðrir tveir óku á milli 110
og 120 kílómetra hraða.
Mest var umferð um Langholts-
veg frá klukkan 16-17 síðdegis
þegar þar fóru um 772 ökutæki og
litlu færri voru á ferðinni frá klukk-
an 17-18. Milli klukkan 8 og 9 að
morgni voru 552 bílar á ferð og í
hádeginu óku rúmlega 520 bílar
um Langholtsveginn við Holtaveg.
Lögreglan mun halda áfram
mælingum á þessu tagi víðs vegar
um borgina, að sögn Omars Smára
Ármannssonar aðstoðaryfirlög-
regluþjóns, ekki síst á stöðum þar
sem vænta má mikillar umferðar
barna og annarra gangandi vegfar-
enda. Niðurstöðurnar verða meðal
annars notaðar til að skipuleggja
hvar og hvenær hraðamælinga sé
helst þörf. Einnig er borgaryfirvöld-
um jafnóðum gerð grein fyrir niður-
stöðum mælinganna ef að gagni
mætti koma við endurbætur á
gatnakerfinu.
Flugleiðir vilja aðra
hækkun á næstu vikum
„VERÐ á þotueldsneyti hefur hækkað úr 160 dollurum í 486 dollara
tonnið frá því í júlí síðastliðnum, eða um rúmlega 200% og það er
Uóst að við verðum að biðja um aðra hækkun á fargjöldum innan
eins mánaðar," segir Einar Sigurðsson blaðafulltrúi Flugleiða en
fargjöld Flugleiða frá landinu hækka um 3% 1. október næstkomandi.
Nafnvextirnir lækkað-
ir nú um mánaðamótin
Einar Sigurðsson segir að elds-
neytiskostnaður Flugleiða sé
10-12% eftir leiðum og flugvélateg-
undum, þannig að þumalputtaregl-
an sé sú að 10% verðhækkun á elds-
neyti þýði fargjaldahækkun upp á
1-1,2%. Á móti komi hins vegar
fall á Bandaríkjadal undanfarið, þar
sem hann hafi áhrif á eldsneytis-
verðið, varahlutakaup og vaxta-
byrði. „Verð á þotueldsneyti hefur
hækkað vegna ástandsins fyrir
botni Persaflóa og flugherir NATO
og Saudi-Araba hafi verið að birgja
sig upp af eldsneyti undanfarið.
Flugfélög eru víða að búa sig undir
niðurskurð á ferðum og aðhald á
öllum sviðum,“ segir Einar.
BANKAR og sparisjóðir lækka nafnvexti um mánaðamótin. Meðal-
vextir af skuldabréfum lækka úr 14% í 12,9%. Forvexir víxla lækka
að jafnaði úr 13,3% í 12,7%. Þá lækka vextir á klmennum sparisjóðs-
bókum úr 3% í 2,3% að jafnaði. Hins vegar hækka vextir lítið eitt
á gjaldeyrisreikningum.
Svo nefnd séu dæmi um vexti
einstakra banka, eru vextir á
almennum sparisjóðsbókum 2,5%
hjá Búnaðarbanka, Landsbanka og
Samvinnubanka, en 2% hjá Islands-
banka og sparisjóðunum. Þá eru
forvextir víxla 12,75% hjá Lands-
banka og Samvinnubanka en
12,25% hjá Búnaðarbanka, íslands-
banka og sparisjóðum. Kjörvextir á
A-flokki almennra skuldabréfa
.verða 11,25% hjá. íslandsbanka,
11,75% hjá Búnaðarbanka, 12,25%
hjá Landsbanka, 12,5% hjá spari-
sjóðunum og 13,5% hjá Samvinnu-
banka, en þar lækka skuldabréfa-
vextir um 1,5% þann 11. október.
í samtölum við bankastjóra í gær
kom fram, að við ákvörðun vaxta
nú var miðað við verðbólgu síðasta
mánuð og verðbólguspá fyt'ir næstu
tvo mánuði. Þar er gert ráð fyrir
að verðbólguhraði aukist síðustu
mánuði.ársins..........