Alþýðublaðið - 23.01.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.01.1959, Blaðsíða 4
/mmmmmm ^LÍtgefandi: Alþýötiflokkurinn. Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ást- jþórsson og Helgi Sæmundsson (áb). Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmars- son. Fréttastjóri: Björgviil Guðmundsson. Auglýsingastjóri Pétur Féturs- son. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslu- sími: 14900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Prentsmiðja Alþýðubl. Hverfisg: 8—10. Skásti kosturinn ENGUM hugsandi manni blandast víst hugur iim' nauðsyn þess að íslendingar reisi rönd við dýr- ttíðinni og verðbólgunni. Og þess vegna hlýtur al- ..menningur að fagna þeim ráðstöfunum, sem nú- verandi ríkisstjórn leggur til, en meginatriði þeirra ,or það, að launþegar og bændur gefi eftir 10 vísi- tölustig og fái jafnframt í aðra hönd verðfækkun, jsem nemi 17 vísitölustigum. Þannig er unní; að stöðva dýrtíðarskriðuna með sameiginlegu átaki landsmanna. Ella fer vísitalan upp í 270 stig á þessu ári. Þá yrði ekki við neitt ráðið. Hrunið væ-ri lcomið. Auðvitað verður reynt að rangtúlka þessa við- leitni. Sagt mun við þessa stéttina og síðan hina að skerða eigi kaupið og lífskjörin. En vissulega ber íið líta á þetta mál í heild með hag lands og þjóðar fyrir augum. Niðurstaða þeirrar athugunar verður sú, að þetta sé skásti kosturinn af þeim, sem fyrir hendi eru. Þess vegna beitir Alþýðuflokkurinn sér fvrir ráðstöfunum þeim, sem hér um ræðir. Verð- foólgan er slíkur þjóðarvandi að hann verður ekki leystur fyrirhafnarlaust. En íslndingar hljó.ta að liorfast í augu við þann háska, ef vísitalan fer vpp í 270 stig og dýrtíðarskriðan skellur yfir landið. Af- ieiðingar þeirrar óheillaþróunar yrðu ægilegar, Alþýðuflokkurinn vill umfram allt koma í veg íyrir þau ósköp. Meginásökun kommúnistá í tilefni af efnahags jmálafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fær ekki stað- izt. Kaupmáttur launanna samkvæmt því verður meiri 1. marz en hann var 1. október í haust. Síð- asta Alþýðusambandsþing lagði áherzlu á, að verkalýðurinn nyti áfram þeirra lífskjara, sem Ihann hafði tryggt sér 1. október. Það er unnt með ráðstöfunum ríkisstjárnarinnail. En hvað munu þau lífskjör lengi tryggð, ef verðbólgan og dýrtíð- in fá að leika lausum hala? Reynsla undanfarinna ára er ótvírætt svar við þeirri spurningu. Kornm- únistum væri hollt að hyggja að þessum stað- reyndum, ef fyrir þeim vakir að tryggja atvinnu ■og afkomu verkalýðsins í landinu. Um það er að ræða að halda áfram að trúa á foíekkingu dýrtíðarinnar eða taka upp raunhæfa Ætefnu með lausn vandans fyrir augum. Óábyrg stjórnarandstaða álítur sennilega fyrirhaínar- minna að velja fyrri kostinn. En Alþýðuflokkur- inn kýs síðari kostinn, hvort sem hann er í stiórn- araðstöðu eða stjórnarandstöðu. Og með þeirri stefnu ætlar hann að standa eða falla. HVfNÆR VERDUR ÞYZKA- iAND SANEINÁÐ? UnDANFARIN . þrjú ár hefur ekki ve'rið mikið talað ; om Þýzkalandsmálið, en nú er það á ný orðið mál nr. 1 á ■' alþj.óðlegum vettvangi. Til- laga Krústjovs um að Beriín : yrði gerð að frjálsu borgríki - og allur erlendur her fluttur 4 jíaðan brott, kom af stað um- 4 23, jan. 1959 — Alþýðublaðið ræðunum. í fyrstu voru for- ustumenn Vesturveidanna uggandi vegna hins ógnvekj- andi orðavals í orðsendingu Krústjovs ,en brátt létu Rúss- ar í það skína að hér væri ekki um neina úrslitakosti að ræða. Vesturveldin svöruðu orðsendingu Rússa um nýáriö (Framhald á 10. síðu). Á þennan stað í hejUamim var geislanum beint og losnaði mað- urinn, sexn var 55 ára við langyarandi kvalir. Geislunin tók nokkra tíma, en árangurinn kom ekki þegar í stað í ljc-s. Fyrst cftir fjórtán daga komu áhrifin fram. InNAN tíðar mun sjúkl- ingur ganga undir aðgerð á sjúkrahúsi í Uppsöl- um. Hann er annar í röð þeirra, sem gangast undir þess konar uppskurð, sem hér um ræðir, geislaaðgerð. Sjúkl ingurinn losnar við ígerðina án svæfingar, blóðs eða upp- skurðarótta. Hér er um að ræða heila- aðgerðir, en hér eftir sem hingað til er álitið að skurð- aðgerðir annars staðar í lík- amanum verði einfaldari og áhrifaríkari með hníf, en í heilanum, og annars staðar, þar sem erfitt er að komast að, hefur þessi aðferð gevsi- mikið gildi. Þegar um er að ræða upp- skurð vegna alvarlegra geð- biiana er álitið að hætíu- minna verði að nota geislana, sem mögulegt væri að beina að einu afmörkuðu svæði, án þess að hætta geti verið á að skaða nálæga heilbrigða vefi. Hvernig eftirköstin verða, hvort með þessu er siglt fram hjá möguleikanum, að sjúkl- ingurinn fái hjartaslag eða taugaáfall meðaii á uppskurð- inum stendur, eins og stund- um á sér stað, er enn ekki fullreynt. Nánari rannsókn er þá fyrst unnt að gera, þegar sjúklingur, sem gengizt hef- ur undir slíkan uppskurð hef- ur látizt. Með beitingu geislanna á vissar heilafrumur er áætlað að unnt verði að yinna bug á ýmsum sjúkdómum sálarlífs- ins án þess að skadda aðrar frumur, sem heilbrigðar eru, þannig að engin hætta sé á deyfð, sljóleika né skapgerð- arbreytingum, sem orðið geta ef margar fínustu taugar heilans eru nokkuð hrærðar. Sænskur prófessor, sem lát ið hefur uppi álit sitt um þetta mál, segist ekki búast við að unnt verði að nota þessa aðferð við krabbamein þar eð greinar meinsemdar- innar liggja yfirleitt það dreift að ekki er mögulegt að eyðileggja allan þann vef, sem með þyrfti til þess að komast fyrir krabbann. Brotizt inn í sœlgœtisgerð. BROTIZT var í fyrrinótt inn í nýja sælgætisgerð að Lauga- yegi 27. Stolið var þar mjög verðmætum rammamótum, er notuð eru við sælgætisgerðina. Hafði þjófurinn orðið að brjót- ast í gegnum tvennar dyr, til þess að komast inn. Skemmdir voru nokkrar, m.a. mölbrotinn dvrakarmur. Framhald af 1. síðu. að unda.iförnu og er annar hv.er bær, af 30 í sveitinni, orðinn vatnslaus, Allar ár og lækir eru þurrar og verða menn að sækja vatn hundruð metra sumir hverjir, í uppsprettur og lindir. Aldrei hefur jörð orðið hvít í vetur, en mikill kl-aki. Fé er stöðugt á beit. Talsverð- ur ís er á sjónum. Fært er til Patreksfjarðar, nema á einum stað er mikil s.vellbunga. Þar er skipt um bíla. — K.Þ. Loks sneri blaðið sér til Skipaútgerðar ríkisins og spurð ist fyrir um það, hvort sam- göngur á sjó hafi eitthvað taf- izt. Ekki heíur borið á því enn þá, enda lokast þær hafnir, er sjglt er á, mjög sjaldan. Allar skipaferðir úigerðarinnar hafa því gengið sinn vanagang til þessa. ■ —utm 89 þús. flug- farþegar ÁRIÐ 1958 nam tala flug- farþega í heiminum samtals 89.000.000. Hér eru taldir þeir farþegar, sem flugu með flugvélum atvinnuflugfélaga eingöngu, en ekki þeir, er kunna að hafa flogið með her flugvélum eða einkaflugvél- um. Upplýsingar þessar eru frá Alþjóðaflugmálastofnun Sam eniuðu þjóðanna í Montreal — ICAO. Aukning flugfarþega reynd ist ekki eins mikil á s, 1. ári eins og hún hafði verið á ár- unum þar á undan er hún var að jafnaði 12% á ári. Farþegaaukningin í fyrra reyndist nema um 4%, það er að 3 milljónir fleiri farþegar tóku sér far með flugvélum árið 1958 en áríð 1957. Washington, janúar (UPI). FUNDIZT'hefur forn vél í rykföllnum afkima í grísku safni. Þessi vél er svo fullkom- in, að eftir henni að dæma hef- ur menning fornaldarinnar staðið ótrúlega stutt að baki okkar nýtízku menningu. Vélin, sem gerð er úr eir eða kopar er nú mjög ryðguð og illa farin eins og búast má við, þar eð ætlað er að hún hafi verið notuð við útreikning brauta himinhnattanna um 65 árum fyrir Krist. í henni er mjög flókið verk með ýmis- konar hjclum og öðru slíku sömuleiðis var þar ritað spjald með grískum bókstcfum þar sem skýrt var eðli og gangur vélarinnar og sýndar voru ýmsar hringbrautir sólarinnar og mánans. Fundur þessi var gerður af dr. Derek J. Price, sem er fornleifafræðingur, sem hefur elnkum kynnt sér forn áhöld og tæki. Dr. Price hefur greint frá því, að hann hafi fyrir um það bil tíu árurn rekist á óör- uggar heimildir um vél þessa. Loks á þessu ári gafst honum tækifæri til þess að leggja leið sína til Aþenu og leita í forn- leifum geymsluherbergja þjóð minjasafnsins. Fornleifafundurinn var raun verulega gerður árið 1900 af hóp grískra svampkafara frá Antikytheraeyju, sem rákust á skipsflak hlaðið marmara og bronsstyttum. Enda þótt fund- ur þessi væri gerður heyrum kunnur, var vélinni lítil athygli veitt. Fimmtíu og átta árum síðar endurfann Dr. Price hana. Hann segir, að fundur þessi væri eins og að opna pýramída og finna þar inni atóm- sprengju. Hann hefur látið þá skoðun í ljósi, að vél þessi sé svo flók- in vélfræðilega séð, að líklega hefði enginn getað búið hana til fyrr en Edison og hans lík- ar. Grikkir voru á hápunkti menningar sinnar, þegar þessi vél var gerð og. þá stóðu þeir okkur ekki langt að baki. Grikkirnir vissu að jörðin var kringlótt. Þeir vissu um tilveru Mer.kúrusar, Venusar, Marz, Júpiters og Satúrnusar eins vel og þeir vissu um sól og mána. Þeir höfðu gert þá uppgötvun, að þessir hnettir höfðu fasta braut í kringum sólina. Þeir höfðu rétt fyrir sér hvað tunglið snerti, en það var þó ef til vill mest heppni, fremur en góð og gild stjörnu- vísindi. (Framliald á 10. síðu).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.