Morgunblaðið - 07.10.1990, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 07.10.1990, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTOBER 1990 C 7 Halim stóð enn í þeirri trú að hann væri að ræða við kaupsýslu- .menn og stóðst ekki freistandi til- boð þeirra um að launa honum ríku- lega. Hann var heldur ekki beðinn um upplýsingar um smíði kjarnork- usprengju. Mossad hafði opinber- lega ráðið hann í sína þjónustu, þótt hann gerði sér ekki grein fyrir því sjáifur. Donovan greiddi honum 8.000 dollara fyrir hjálpina. Mennirnir frá Mossad voru ýtn- ari en Donovan og báðu Halim um uppdrátt af íraska kjarnorkuverinu, nákvæmar upplýsingar um hvar það væri og framleiðslugetu þess og tímasetningar i byggingaráætl- uninni. Halim lét undan og allt gekk vel í fyrstu. Halim útvegaði fleiri uppiýsingar og fékk ríflegar greiðslur. Egypzki visindamadurinn Síðan varð Halim taugaóstyrkur og bað Donovan um aðstoð. „Ég hef verið gabbaður," sagði hann og viðurkenndi að hafa gert „leyni- samning" við þýzka fyrirtækið í Amsterdam. „Peningarnir freistuðu mín og konan er alltaf að heimta peninga." Fimm mánuðir voru síðan aðgerðin hófst. Næst þegar þeir hittust reyndi Donovan að sannfæra Halim um að bandaríska leyniþjónustan CIA stæði á bak við „kaupsýslumenn- ina“ í Amsterdam og kvaðst hafa samið við hana. „Þeir vilja aðeins fá að vita eitt í viðbót, svo láta þeir þig í friði" sagði hann._ „þeir vilja komast að því hvernig írakar muni bregðast við, þegar Frakkar bjóðast til að útvega þeim „karam- ellur“ í staðinn fyrir efnastyrkt úr- an ..." Halim kvað íraka aðeins vilja efnastyrkt úran, en sagði að von væri á egypzka eðlisfræðingnum Yahia E1 Meshad, sem mundi yfir- fara áætlunina og taka ákvörðun í málinu fyrir íraka. Að kröfu Donovans bauð Halim egypzka vísindamanninum í veit- ingahús til þess að Donovan gæti hitt hann „óvænt“. Halim kynnti þá, en Meshed hafði ekki áhuga á að kynnast Donovan og Halim var of taugaóstyrkur til að spyrja hann um „karamellurnar". Daginn eftir sagði Donovan Hal- im að ef hann gæti útvegað áætlun um flutninga _frá Sancelles-verk- smiðjunni til íraks mundi „CIA“ telja að hann væri laus allra mála. Þá hafði annar útsendari Mossads upplýst að írakar hefðu ekki áhuga á karamellum í staðinn fyrir efna- styrkt úran. Þó var talið mikilvægt að reyna að ráða Meshed í þjónustu Mossads, þar sem hann var yfir- maður allrar áætlunarinnar. U_m líkt leyti kom Samira aftur frá írak og Halim sagði henni frá Donovan og erfiðleikunum í sam- bandi við CIA. Salima brást reið við og sagði að hann hefði líklega lent í klónum á ísraelsku leyniþjón- ustunni. Kjarnaofninn eyóilagóur Snemma í apríl 1979 óku tveir vörubílar með hreyfla í Mirage- orrustuþotur frá Dassault Breguet- verksmiðjunum að flugskýli á bann- svæði í La Seyne-sur-Mer nálægt Toulon. Ekkert athugavert þótti við það að þriðji vörubíllinn bættist við á leiðinm. I honum var gámur/þar sem ísraelsmenn höfðu falið fimm skemmdarverkamenn og kjarn- orkuvísindamann. Vísindamaðurinn átti að ákveða hvar í kjarnaofnin- um, sem tók þrjú ár að smíða, koma ætti fyrir sprengjum svo að þær yllu sem mestu tjóni. Einn af vörðum verksmiðjunnar hafði nýlega verið ráðinn, en hafði óaðfinnanleg meðmæli. Enginn vissi að hann hafði tekið lykilinn að geymslurýminu, þar sem íraski búnaðurinn beið þess að verða send- ur eftir nokkra daga. Að ráði vísind- amannsins komu Israelsmenn fyrir fimm plastsprengjum á mikilvæg- um stöðum. Athygli varðanna við verksmiðju- hliðið beindist að umferðaróhappi fyrir utan. Bifreið virtist hafa ekið á unga, laglega konu. Hún virtist Árásin í Beirút 1983: Mossad lét CIA ekki vita. Lögðu kjarnorkuver í rúst: ísra- elsk F-16-orrustuþota (við Masada). lítið meidd, en hrópaði ókvæðisorð að bílstjóranum. Hópur fólks safnaðist saman. í hópnum voru ísraelsku skemmdar- verkamennirnir, sem höfðu klifrað yfir girðingu bak við verksmiðjuna o'g gengið að framhliðinu. Einn þeirra kveikti laumulega í flóknum sprengiþræði með handvirku tæki og sex tíundu hlutar kjamaofnsins eyðilögðust í gífurlegri sprengingu. Tjónið var metið á 23 milljónir punda og áætlun íraka tafðist í nokkra mánuði. Verðirnir þutu inn í flugskýlið. Bíllinn, sem ekið hafði á ungu kon- una, ók á brott og unga konan hvarf inn í hliðargötu. Áður óþekkt samtök franskra umhverfisverndarsinna sögðust hafa staðið fyrir sprengingunni, þótt lögreglan vísaði því á bug. Lögreglan varðist allra frétta og frönsk blöð veltu því fyrir sér hveij- ir bæru ábyrgð á árásinni. „Ég verð hengdur," sagði Halim örvilnaður þegar hann hitti Donov- an næst Hann sagðist vilja fara aftur til íraks. Kona hans vildi það og þar yrði hann óhultur. Donovan reyndi að róa hann og sagði að sennilega væri um iðnað- arnjósnir að ræða. Hann reyndi að eyða öllum hugmyndum Halims um að ísraelsmenn hefðu staðið á bak við sprenginguna og sagði að ef hann vildi í raun og veru byija nýtt Iíf skyldi hann setja sig í sam- band við þá. „Þeir borga þér vel. Þú færð nýtt nafn. Þeir hefðu áhuga á því sem þú veizt um kjarnorkuverið," sagði hann. Halim var á báðum áttum. Moróió ó hételinu Meshad, egypzki eðlisfræðingur- ihn, olli enn erfiðleikum. Mossad gerði sér enn vonir um að ráða hann í sína þjónustu, því að hann var einn fárra virtra kjarnorkuvís- indamanna Araba og handgenginn íröskum ráðamönnum. Nokkrum spurningum var enn ósvarað, þótt Halim hefði verið hjálplegur. Hinn 7. júní 1980 fór Meshad til Parísar til að skýra frá lokaákvörð- unum um viðskiptin. ísraelsmenn höfðu komizt að því að hann mundi gista á Meriden- hótelinu og komu fyrir hlerunarútbúnaði í herbergi Meshad: varð að ryðja úr vegi. hans. Seinna sagði Zamuba, kona hans, að fjölskyldan hefði verið í þann veginn að fara í frí, þegar embættismaður hefði hringt í hann frá Sarcelles-verinu. Hún heyrði Meshad segja: „Af hveiju ég? Ég get sent sérfræð- ing.“ Upp frá því hefði hann verið taugaóstyrkur og reiður og hún taldi að ísraelskur útsendari í frönsku stjórninni hefði lagt snöru fyrir hann. „Auðvitað var hætta á ferðum," sagði hún. „Hann sagði mér að hann mundi halda áfram að vinna að smíði sprengjunnar, þótt það kostaði hann lífið." Samkvæmt opinberri fréttatil- kynningu gaf vændiskona sig á tal við Meshad í lyftunni þegar hann sneri aftur til hótelherbergis síns kl. 7 e.h. eftir stormasaman fund. Vændiskona, sem hann hafði hitt að staðaldri, átti að koma til hans hálftíma síðar. Hún var engin önnur en Marie-Claude Magal, sem Donovan hafði útvegað Halim, og var á taunum hjá Mossad, þótt hún vissi ekki nákvæmlega hveijir vinnuveitendur hennar væru. Mossad ákvað að snúa sér beint til Meshads. „Ef hann samþykkir er hann ráðinn," sagði yfirmaður Mossads í París. „Ef hann neitar er hann dauðans matur.“ Saddam Hussein: draumurinn sem brást. Arabískur útsendari Mossad var sendur til herbergis Meshads rétt áður en Magal kom. „Ég er frá ríki, sem mun greiða þér stórfé fyrir svör þín,“ sagði maðurinn. Meshad skipaði honum að hypja sig í burtu og hótaði að hringja í lög- regluna. Magal var' hjá Meshad í tvo tíma. Meðan hann svaf laumuðust tveir menn inn í hótelíbúðina. Her- bergisþerna fann blóðugt líkið dag- inn eftir. Engu var stolið. Magal sagði lögreglunni að Meshad hefði bölsótast út af manni, sem hefði boðið greiðslu fyrir upplýsingar. Hún trúði einnig vinkonu sinni fyrir þessu og hún kom vitneskjunni óafvitað á fram- færi við Mossad. Síðla kvölds 12. júlí 1980 lagði maður nokkur svartri Mercedes-bif- reið í Boulevard Saint Germain og bauð Magal upp í bílinn til sín. Þau tóku tal saman og í sömu svifum kom önnur svört Mercedes-bifreið æðandi. Væntanlegur viðskiptavin- ur Magals gerði sér lítið fyrir og ýtti henni út úr bíl sínum í veg fyrir bílinn, sem nálgaðist. Magal lézt samstundis. Báðar bifreiðarnar brunuðu í burtu. Flugferóin til Bagdad Tæpu ári síðar, kl. 4 e.h. 7. júní 1981, á björtum og sólríkum sunnu- degi, hófu 24 ísraelskar F-15- og F-16-orrustuflugvélar sig til flugs frá Beersheba. Ferðinni var heitið til Tuwaitha rétt hjá Bagdad og tilgangurinn var að sprengja íraska kjarnorkuverið í loft upp. Flugvél- arnar þurftu að fljúga 650 mílna vegalengd yfir óvinalönd og ferðin tók eina og hálfa klukkustund. Með í ferðinni var eldsneytisflug- vél af gerðinni Boeing 707, sem leit út fyrir að vera leiguflugvél frá írska flugfélaginu Aer Lingus. Orr- ustuþoturnar flugu þétt saman og Boeing-flugvélin beint fyrir neðan þær, eins og hún væri ein á ferð í venjulegu áætlunarflugi. Orrustu- flugvélarnar sendu engin skilaboð, en fengu boð um fjarskiptaflugvél, sem truflaði aðrar merkjasendingar og ratsjá óvinanna. Eldsneytisvélin fyllti geyma orr- ustuflugvélanna á miðri leið yfir iraskri grund. Of hættulegt var að bíða með það þar til eftir árásina, þar sem þeim kynni að verða veitt eftirför. Síðan yfirgaf Boeing-þotan flug- sveitina snögglega og flaug í fylgd með tveimur orrustuflugvélum norðvestur yfir Sýrland til Kýpur, þar sem hún lenti rétt eins of hún væri að koma úr venjulegu áætlun- arflugi. Orrustuflugvélarnar yfir- gáfu ekki Boeing-þotuna fyrr en hún var komin út úr óvinalofthelgi og flugu því næst aftur til Beersh- eba. Alger eyóilegging Á meðan héldu hinar orrustuflug- vélarnar ferð sinni áfram, vopnaðar Sidewinder-eldflaugum, járn- sprengjúm og 2.000 pundum af leysisprengjum, sem fara eftir ljós- geisla beint að skotmarkinu. Vegna upplýsinga Halims vissu ísraelsmenn nákvæmlega hvar þeir áttu að hæfa skotmarkið til að valda sem mestu tjóni. Aðalatriðið var að fella hvolfþakið yfir kjarna orkuversins. ísraelskur hermaður á svæðinu vísaði ísraelsku flugmönn- unum leiðina að skotmarkinu með þar til gerðum búnaði. Stefnutæki var ísraelsku flug- mönnunum til leiðbeiningar fyrir utan kjarnorkuverið, en til frekari öryggis var útsendari Mossads beð- inn að koma fyrir skjalatösku með öðru slíku tæki inni í byggingunni. Þessi útsendari var franskur tækni- fræðingur, Damien Chassepied, og af einhveijum ástæðum tafðist hann inni. Hann var eini maðurinn, sem lét lífið í árásinni. Flugvélarnar flugu í lítilli hæð að skotmarkinu til að forðast ratsjá óvinanna, en kl. 6.30 e.h. hækkuðu þær flugið í 2.000 fet. Svo snöggar voru þær að það ruglaði ratsjá óvin- anna og geislar kvöldsólarinnar blinduðu írösku loftvarnaskytturnar umhverfis kjarnorkuverið. Orrustu- flugvélarnar steyptu sér niður hver af annarri á svo mikilli ferð að ír- ösku skytturnar gátu ekki rhiðað og skutu út í loftið. Engi-i loftvarnaflaug var skotið og engar íraskar flugvélar veittu ísraelsku árásarvélunum eftirför þegar þær héldu heim á leið eftir árásina. Flogið var í mikilli hæð beint yfir Jórdaníu. Árásin hafði heppnazt: draumur Saddams Huss- eins um að gera írak að kjarnorku- veldi voru að engu orðnir. Kjarnorkuverið geryðilagðist í árásinni. Hvolfþakið á bygging- unni, þar sem kjarnaofninni var, hrundi. Veggirnir splundruðust og miklar skemmdir urðu á tveimur öðrum byggingum. ísraelsku orrustuflugvélarnar komu heilu og höldnu aftur til ísra- els aðeins þremur tímum eftir flug- tak. Menachem Begin försætisráð- herra hafði beðið frétta í tvo tíma á heimili sínu við Smolenskin- stræti ásamt öllum ráðherrum sín- um. Laust fyrir kl. 7 e.h. hringdi Rafael Eitan hershöfðingi, yfirmað- ur ísraelska hersins, í Begin. Hann tilkynnti að árásin hefði heppnazt og allir flugmennirnir væru heilir á húfi. Begin sagði: Buruch hashant (guði sé lof). Um viðbrögð Saddams Husseins er ekki vitað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.