Morgunblaðið - 07.10.1990, Page 9

Morgunblaðið - 07.10.1990, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ m: MAIMNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 7. OKTOBER 1990 C 9 UIVIHVERFISIVIÁL//fe*r á eftirlit meb mengun og hollustuvemd ab vera? VaUldreifing - miðstýríng EIN AF ályktunum á XIV. lands- þingi Sambands íslenskra sveit- arfélaga sem haldið var 27.-28. sept. síðastl. var á þessa leið: „Landsþingið mótmælir harðlega þeirri forræðishyggju ogtil- hneigingu til ofstýringar er iðu- lega kemur fram við setningu laga og reglugerða um málefni sem falin eru sveitarfélögum til úrlausnar, þrátt fyrir skýlaus ákvæði í sveitarstjórnarlögum um sjálfsforræði sveitarstjórna í eigin málefnum." Um þetta eru menn sammála en ríkisvaldið lætur sér oft fátt um finnast. Tökum t.d. eftirlitsþáttinn að því er varðar mengunarmál og holl- ustuvernd. Ymislegt bendir nú til að miðstýringaráráttan verði ofan á og þessir málaflokkar verði fluttir frá sveitarfélögun- um til ríkisins. A Igrein sem birtist ekki alls fyrir löngu í „Sveitarstjórnarmálum", tímariti Sambands íslenskra sveit- arfélaga eftir Þórhall Halldórsson, forstöðumann heilbrigðiseftirlits Hollustuverndar ríkisins um heil- brigðis og um- hverfismál sveit- arfélaga, fjallar hann um hlutverk heilbrigðisnefnda, framkvæmd eftir- lits í þessum mál- um og verkefnin eftir Huldu Voltýsdóltur framundan. Samkvæmt núgildandi skipan um hollustuhætti og heilbrigðiseft- irlit er gert ráð fyrir að skipaðar séu 46 heilbrigðisnefndir sem skipt- ast á 13 eftirlitssvæði. í lögunum eru ákvæði um að ekkert sveitarfé- lag skuli vera án viðhlítandi heil- brigðiseftirlits. Hlutverk nefndanna er fjórþætt. Þeim er ætlað að vinna að 1. bættri heilbrigðisvernd í héraðinu, 2. bætt- um mengunarvörnum, 3. fræðslu um hollustumál og 4. samvinnu við önnur yfirvöld og aðila sem vinna að þessum málum. Reglugerðir sem heiibrigðisnefndum er falið að sjá um að framfylgt sé, undir yfirum- sjón Hollustuverndar ríkisins, eru mjög yfirgripsmiklar og auka verk- svið heilbrigðisnefnda til mikilla muna frá því sem áður var, segir Þórhallur Halldórsson í grein sinni. Framkvæmd eftirlitsins er í höndúm heilbrigðisfulltrúa í umboði heilbrigðisnefnda en fulltrúar eru nú 27 talsins í 23 stöðugildum. Þórhallur varpar fram þeirri spurn- ingu hvort nefndunum hafi verið gert kleift að sinna verkefni sínu og svarar játandi, því sennilega hafi engin nefnd á vegum sveitarfé- laga meiri völd en heilbrigðisnefnd- ir. Þeirra samþykktir þurfi t.d. ekki að fara fyrir sveitarstjórnir til stað- festingar. Samkvæmt lögum geta heil- brigðisnefndir : 1. veitt áminningu, 2. veitt áminningu og tilhlýðilegan frest til úrbóta, eða 3. stöðvað við- komandi starfsemi með öllu eða að hluta. Af því má ljóst vera að meg- inmáli skiptir hverjum er trúað fyr- ir þeim þýðingarmiklu málaflokkum sem eru á sviði heilbrigðisnefnda og hveijir fara með jafn víðtæk völd og hér um ræðir. Þórhallur Halldórsson fjallar og um verkefni sem bíða heilbrigðis- nefnda. Hann minnir á að sérstök mengunarvarnareglugerð hafi tekið gildi í fyrsta sinn hérlendis og fjöl- mörg stórverkefni á sviði umhverf- is- og mengunarmála bíði úrlausn- ar. Hann bendir á að augu manna séu að opnast fyrir þeirri staðreynd að það skipti sköpum fyrir lífsskil- yrði landsmanna og Islands sem matvælaframleiðanda að tekið verði af festu á þeim málum. Hann minnir á það alvarlega til- vik sem upp kom vegna salmonellu- sýkingar svo folöld drápust og að sýkilsins hafi orðið vart í sauðfjáraf- urðum hér á landi. Þá segir hann og réttilega að hér sé um að ræða forgangsverkefni sem mun rnæða hvað mest á heilbrigðiseftirliti og heilbrigðisnefndum, en að sjálf- sögðu þurfi fleiri að leggja hönd á plóginn svo framfylgt verði ákvæð- um heilbrigðis og mengunarvarna- reglugerðar. Fræðsla til almennings skipti þar auðvitað miklu máli. I greininni nefnir hann að frá- gangur vatnsbóla hér hafi verið stórlega bættur á undanförnum árum enda verði að gera þá kröfu til sveitarstjóma að íbúum þéttbýl- isstaða sé tryggt ómengað og gott neysluvatn. Tryggari förgun úrgangs er í athugun t.d. á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi og vaxandi skiln- ingur annars staðar á samvinnu sveitarfélaga um þau mál. Frá- rennslismál eru hins vegar mjög illa á vegi stödd og nær engar útrásir uppfylla ákvæði heilbrigðis- og mengunarvarnareglugerðar. Hafn- ar hafa þó verið markvissar endur- bætur og þá fyrst og fremst á höf- uðborgarsvæðinu, en hér er um afar kostnaðarsamar framkvæmdir að ræða. Að lokum fjallar Þórhallur um framtíðarskipan þessara mála í stjórnkerfinu en sá þáttur skiptir raunar sköpum. Þessi mál eru ofar- lega á baugi í þjóðfélaginu vegna tilburða um viðamiklar breytingar og-tilflutnings einstakra málaflokka milli ráðuneyta vegna stofnunar umhverfisráðuneytis. Því miður virðist þar gæta um of tilhneigingar til miðstýringar í stað þess að flytja eftirlitshlutverkið til þeirra stjórnaraðila sem næstir standa og eru í nánustum tengslum við íbúa. Gefum Þórhalli orðið: „Núverandi skipan byggist á þeirri grundvallar- reglu að þessum málum sé best borgið með því að heilbrigðis og mengunarvarnaeftirlit sé á vegum sveitarfélaganna. Öðru hvoru skýt- ur sú skoðun upp kollinum að eftir- litið þurfi að vera meira miðstýrt, helst að eftirlitið í heild flyttist til ríkisins. Af reyslu minni við heil- brigðiseftirlit undanfarna áratugi er ég á annarri skoðun. Miðstýrt eftirlit úr Reykjavík verður aldrei virkt. Eftirlitið krefst mikillar stað- þekkingar og á að vera úti í héruð- unum þar sem sjálf starfsemin fer fram. Sveitarfélögunum . er það meira kappsmál að bætá stað- bundnar aðstæður en ríkisvaldinu. Hins vegar er ljóst að ef sveitarfé- lögin hafa ekki áhuga á að koma þeim málum er mest varða daglegt líf íbúanna og undirstöðuatvinnu- vegi landsmanna í viðhlítandi horf, getur það leitt til þess að eftirlitið verði fært úr höndum þeirra. Sveitarstjórnarmenn þurfa að vera vel á verði ... og sporna gegn lítt hugsuðum breytingum á yfir- stjórn þessara mála byggðum á pólitískri niðurstöðu fremur en fag- legri. Heilbrigðis og mengunar- varnaeftirlit eru mjög náskyldir málaflokkar. Það yrði skref aftur á bak ef yfirstjórn og framkvæmd yrðu aðskilin til frambúðar.“ aukne cht ÞÝSK GÆÐATÆKIÁ GÓÐU VERÐI KÆLISKÁPAR FRYSTISKÁPAR OG MARGT FLEIRA ELDAVÉLAR OG OFNAR UPPÞVOTTAVÉLAR ÞVOTTAVÉLAR ÞURRKARAR JtMMlh 0 SAMBANDSINS KAUPFELOGIN HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50 UM LAND ALLT VID MIKLAGARÐ A+K ^ (***“* myndvarpar • Niðurfellanlegur armur • Hæðarstilling á borði • Frábær myndgæði TEIKNIÞJÓNUSTAN SF,, Bolholti 6,105 Rvk.S. 91-82099. Gríptu tækifærið! GoldStar síminn m/símsvara á aðeins kr.9.952.- (stgr..m/vsk). • Sími og símsvari í einu tæki • Fjarstýranleguránaukatækja úröllum tónvalssímum - hvaöan sem er • 10 númera skammvalsminni • Fullkomnar leiðbeiningar á íslensku • 15 mánaöa ábyrgð • Póstsendum. KRISTALL HF. SKEIFAM 11B - SÍMI 685750 Minnum á GoldStar tölvurnar og símkerfin HITAMÆLAR Allar stærðir 09 gerðir SMaagiBiiir Jðm»»B)ira §> ©® M. Vesíurgðtu 16 - Simai 14680-132» Á VEGGI, LOFT OG GÓLF TRAUSTARI HUÓÐEINANGRUN, ÞYNGRI OG STEINULL ÞVÍ ÓÞÖRF. A FLOKKUR ELDTRAUSTAR VATNSHELDAR ÖRUGGTNAGLHALD KANTSKURÐUR SEM EGG HOLLENSK GÆÐAVARA Þ.ÞORGRfMSSON&CO ÁRMÚLA29, SÍMI 38640

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.