Morgunblaðið - 07.10.1990, Page 10

Morgunblaðið - 07.10.1990, Page 10
í 10 c MORGUNBLAÐIÐ MANIMLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1990 Fullkomin stillitölva. Önnumst allar bflaviðgerðir. Undirbúum bflinn fyrir skoðun. Önnumst endurskoðun fyrir Bifreiðaskoðun íslands. Mótorstilling með fullkomni tölvu ásamt vetrarskoðun. BíLMPimum KAPLAHRAUN 9 HAFNARFIRDI SÍMI 54332 Gleðigjafarnir eru allt í kringum okkur. UMBODSMENN Vegna breytinga og endurskipulagningar á sölukerfi okkar út um landið leitum við að umboðsmönnum til að selja hinar heims- þekktu vörur, svo sem Furuno siglinga- og fiskiiéitarísski Skantl talstöðvar I.E.S.M. neyðarbaujur Thrane & Thrane telexbúnað o.fl. Sölunámskeið verður haldið fyrir nýja umboð- semnn í Skiparadió hf. Upplýsíngar ekki velttar f síma Umsóknir sendist fyrir 20. okt., merktar: Trún- aðarmál", til Skiparadió h.f. Pósthólf 146, 121 Reykjavík. (Aðllar með samskonar vöru koma ekki tll grelna). FJÁRMÁLANÁM ■ UPPBYGGING FJÁRMÁLASTJÓRNUNAR ■ FORSENDUR ÁÆTLUNARGERÐAR ■ AÐ FYLGJAST MED ÁÆTLUNUM ■ KYNNING ■ UPPRIFJUN Á UNDIRSTÖÐUATRIÐUM BÓKHALDS || HYERNIG GETA FYRIRTÆKI HAGNASTÁ FJÁRFESTINGUM? ■ NÚVIRÐISÚTREIKNINGAR ■ LESTUR OG TÚLKUN ÁRSREIKNINGA NÝTT NÁMSKIIÐ HIPST 1 S. OKTÓBIR IIPPLÝSINOAR i SÍMA 631066 A Stjórnunarfétag Islands Ananaustum ta • reykjavIk SÁLKRF'RÆÐl/Kanntu að hlakka til? Að gleðjastyfirþví smáa STUNDUM hef ég orðið var við það að fólk telur það sér til áfell- is að geðbrigði þess, gleði og hryegð eiga sér oft rætur í litlum og að því er virðist iítiivæguni tilfellum. Þeir teþ’a það vott um jafnaðargeð og andlegan þroska að halda jafnlyndi sínu í daglegri önn og atburðum, en hrærast einungis við þegar um hin stærri mál er að tefla, þau sem varða framvindu lífs manns sjálfs eða náinna vandamanna eða önnur þau málefni sem skipta sköpum. Svo einfalt er það vitaskuld ekki. Það er eitt af meinum manna hversu gjarnt þeim er að setja sér alls konar reglur, gera sér fyrir- mæli og reyra sig f þröngan stakk boða og banna, oft raunar furðu ^^^mmmmm óljósra og lftið grundaðra. Þetta er mein ef það gengur úr hófí, því að það truflar eðli- lega rás lffsins og frystir þá náttúru- legu lffsgleði sem annars streymir fram eins og tær eftir Sigurjón Björnsson og heilsusamleg lind fái hún að vera óáreitt. Maður sem er sæmilega óþving- aður og fijáls innra með sér og í góðum tengslum við tilfinningalíf sitt gleðst og hryggist yfír því smáa ekki síður en því sem stærra er. Þannig er mannlegt eðii. Hann kann að hlakka til. Hin barnslega til- hlökkun yfir næsta hversdagslegum tilvikum er náðargjöf sem menn eiga að reyna að varðveita og rækta með sér. Þegar að er gáð eru gleðigjafarn- ir allt I kringum okkur. Góð máltíð er f vændum, skemmtilegur vina- fundur, óvænt bros, hlýleg orð, lofs- yrði, sólardagur eftir langvarandi rigningar, smágjöf eða jafnvel kveðja og ótal, ótal margt fleira. Alls staðar eru tilefnin. Við þurfum að temja okkur að taka á móti þeim með opnum huga og við þurfum líka að temja okkur að vera gjöful og vera öðrum gleðigjafi. Velferð mannlegra samskipta og þá um leið vellfðan manna er ótrúlega mikið undir þessu komin, Við finnum það best að f návist sumra einstaklinga líður okkur ávallt vel. Það eru þeir sem dreifa gleðinni frá sér, anda henni frá sér, ef svo má segja. Og vel að merkja: Það eru síður en svo alltaf þeir sem best eru settir fjár- hagslega, félagslega eða heilsufars- iega. En þeim hefur einhvem veg- inn tekist að varðveita náðargjöf gleðinnar þrátt fyrir ýmislegt and- streymi. Margir þeirra eru lýsandi fordæmi, sem margt má læra af. „Hýstu aldrei þinn harm,“ sagði Einar Benediktsson forðum. Þó að lausn hans væri nokkuð önnur en hér er getið má kannski minna á það að á sama hátt og best fer á þvf að greiða götu gleðinnar er einn- ig heilusamlegt að gefa vonbrigðum sínum og sársauka útrás. Sá einn er raunverulegur vinur sem tekur á móti slfkum trúnaði. Og oft hverf- ur eða dvínur raunar dapurleikinn ef honum er deilt með öðrum. Mikil- vægt er þvf f samskiptum manna að geta gefið og þegið í þessu til- liti. Og eins og áður var minnst á þurfa tilefnin ekki alltaf að vera stórvægileg, Þetta eru ævagömul sannindi sem ástæða er til að minna á öðru hveiju. MATUR OG DRYKKUR /Hvemigmá hyrja nýtt ogbetra lífmeb litlum tilkostnaði? Biskupstungm basilíka Soupe au pistou NÚ ER ekkert þvl til fyrirstöðu að byija nýtt og betra llf með nýrri basilfku úr Biskupstungum. Gróðrarstöðin Engl hefur bæn- heyrt mig: líf með þurrkaðri bas- iliku er óttalega bragðdauft. Aft- ur á móti jafnast ekkert á við ilm- andi basiliku, beint úr gróðurhús- inu. Basillka er viðkvæm jurt og nokk- uð dyntótt. Mönnum gengur þvf misjafnlega að rækta hana t stofu- gluggum uppi á íslandi, hún þarf hlýju og talsverðan raka og er því mikið ræktuð i gróðurhúsum f sæmiiega hlýjum löndum, s.s. Frakklandi og !t- alfu þar sem hún er höfuðnauðsyn f höfuðsósur, salöt og súpur. Að auki hefur basilfkan frá aldaöðli verið notuð sem náttúru- lækningameðal, m.a. gegn tauga- spennu, svefnleysi og meltingar- truflunum. Pesto genovese Þetta er rómaðasta pastasósa ít- ala, kennd við hafnarborgina Genúu, I sumar birti ég steinseljutilbrigði við þessa sósu, sökum skorts á nýrri basilíku. Hér kemur sú upprunalega. Skammtur fyrir fjóra. 1 askja ný basilíka u.þ.b. 160 g furuhnetur (og/eða valhnetur) 4 hvftlauksrif u.þ.b. 100 g parmesanostur u.þ.b. 2 Va dl jómfrúrolía Myljið basilikublöðin og setjið þau f hnffakvörn ásamt öllu hinu. Bragð- ið ykkur áfram með hráefnahlutföll. Sósan verður hnausþykkt mauk. Hún geymist vel f lokaðri krukku í fsskáp. Góð út á nýsoðið pasta, en einnig fyrirtak út á tómatasalat, soðið blómkál, stoikta sveppi eða fisk, soðinn eða glóðaðan, Só pestó- sósan notuð út á grænmeti fer betur á að þynna hana með meiri oliu. Þetta er afar saðsöm súpa með mergjuðu baslfkubragði, enda fer í hana mauk, mjög áþekkt pestósós- unni, sem er afar hentugt að eiga f fsskápnum til að krydda með fleiri rétti. Pistou-súpan er oft kennd við Provence-hérað eða Nissuborg sem er hér um bil næsti bær við Genúu. Súpan minnir nokkuð á minestrone, þvf að f henni er pasta og græn- meti. Þessi uppskrift nægir handa tfu sem heil máltfð ásamt brauði, en hún er svo góð að ekki sakar að eiga hana í nokkra daga. 126 g hvítar baunir, bleyttar 8 stórar gulrætur 4 stórar kartöflur 8 möndlukúrbftar (courgettes) 600 g nýir tómatar 100 g grænar belgbaunir 2 (blaðlaukar) 100 smágert pasta salt og pipar Leggið baunirnar f bleyti sólar- hring fyrir notkun. Sjóðið þær sfðan eftir Jóhönnu Sveinsdóttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.