Morgunblaðið - 07.10.1990, Page 11

Morgunblaðið - 07.10.1990, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ MANINILIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1990 C 11 MT ^ VIN /Eru Islendingar meö einhcefustu vínneyslu í heimi? Fimrn tegundir 43 % rauðnnsneyslu eftir Steingrím Sigúrgeirsson ÁFENGIS- OG TOBAKS- VERSLUN ríkisins hefur stund- um legið undir ámæli fyrir að vera með mjög einhæfan v'arn- ing á boðstólum. Fjöldi tegunda er ekki ýkja mikill og úrvalið af léttvínstegundum í útsölum einkasölufyrirtækisins álíka og í sæmilegri hverfisverslun á meginlandi Evrópu. Þegar litið er á sölutölur Áfeng- is- og tóbaksverslunar ríkisins yfir vín kemur hins vegar margt athyglisvert í ljós. Fyrstu sex mán- uði ársins 1990 voru alls seldir 410.198 lítrar af víni (árið 1989 seldust 942.036 lítrar). Skiptist salan þannig að fyrsta helming þessa árs var rauðvínssala 47% heildarsölu (50% árið 1989), hvítvínssala 37% (35%), rósavíns- sala 6% (6%) og sala á kampavíni og freyðivíni 10% (9%). Hvað rauðvín varðar þá virðast íslendingar hafa nokkuð stað- fastan smekk, að minnsta kosti benda sölutölur ársins 1989 og fyrstu sex mánuði ársins 1990 til þess. Ogþað semmeiraer, smekk- ur landans virðist vera meira en lítið einhæfur. Hið litla úrval virð- ist því varla há hinum almenna viðskiptavini. Frönsk rauðvín eru greinilega í langmestu uppáhaldi hjá íslend- ingum. Fyrstu sex mánuði þessa árs voru seídir um 123.429 lítrar af rauðvíni frá Frakklandi sem er 64% af heildarsölu rauðvína. Ítalía er í öðru sæti, en 40.564 lítrar af ítölskum rauðvínum seldust á tíma- bilinu sem jafngildir 21% af heild- arsölunni. Síðan koma Kali- forníuvín með 5,9% (11.336 lítrar), spænsk vín með 5,4% (10.386 lítrar), portúgölsk vín 1,6% (2.992 lítrar), áströlsk vín 1,1% (2.161 lítrar) og vín frá öðrum löndum mynda svo loks 1% af rauðvínssölu ÁTVR. Mest selda rauðvínstegundin á íslandi jafnt árið 1989 sem fyrstu sex mánuði þessa árs er beaujolais- vín frá fyrirtækinu Piat. Hefur þetta vín töluverða yfirburði á rauðvínsmarkaðinum. Ef litið er á söluna árið 1989 lítur hún svona út: 1. Piat de Beau- jolais (62.773,5 lítrar), 2. Valpolic- ella í tveggja lítra flöskum (58.334 lítrar), 3. Vin de pays de l’Hérault - þ.e. sveitavín frá franska Miðjarð- arhafshéraðinu Hérault (það hérað Frakklands sem framleiðir mesta vínmagnið) en það er selt í þriggja lítra kössum (35.565 lítrar), 4. Chateau Fontareche, sem er vín frá vínhéraðinu Corbiéres í Suður- Frakklandi (23.521 lítrar) og loks 5. St. Emilion (Bordeaux) frá A. Bichot (21.536 lítrar). Árið 1989 voru alls seldir 466.619,77 lítrar af rauðvíni á ís- landi og þar af 201.730,25 lítrar af þessum fimm efstu tegundum eða 43,2% af heildarsölunni. Á tímabilinu janúar til júní 1990 voru fímm efstu tegundirnar: 1. Piat de Beaujolais (24.771,37 lítrar), 2. Vin de pays de l’Hérault (23.496 lítrar), 3. Valpolicella (14.992 lítrar), Chateau Fontarec- he (12.259 lítrar) og 5. St. Emilion (9.018 lítrar). Á tímabilinu seldust alls 192.562,63 lítrar af rauðvíni, þar af 84.537,62 lítrar af fimm vinsæl- ustu tegundunum eða 43,9% af heildarsölunni. Ef litið er á sölu frá einstökum vínræktarhéruðum Frakklands kemur í ljós að tvö héruð virðast öðrum fremur eiga greiða leið að bragðlaukum Islendinga: Borde- aux og Beaujolais. Rúmlega tutt- ugu mismunandi tegundir Borde- aux-vína voru seldar af ÁTVR fyrstu sex mánuði ársins, alls 29.728,43 lítrar. Þetta þýðir um 15% af heildarsölu rauðvína og um 24% af sölu franskra rauðvína. Frá Beaujolais var boðið upp á fimm tegundir og seldust alls 29.504,62 lítrar. Þetta þýðir einnig um 15% af heildarsölu rauðvína og 24% af sölu franskra rauðvína. Samtals Smekkur landans virðist vera meira en lítið einhæfur — menn kjósa það sem þeir þekkja og eru ekki að prófa neitt nýtt. hafa því þessi tvö héruð 30% af íslenska rauðvínsmarkaðinum og sjá fyrir tæpum helming af sölu franskra rauðvína á íslandi. Vin- sældir Beaujolais byggjast að mestu á mikilli sölu á vini frá Piat en sala á þeirri tegund er hvorki meira né minna en 12% af heildar- sölu rauðvína á íslandi og 19% af sölu franskra vína. Héruðin Corbiéres og Hérault eru einnig ofarlega á blaði en sala frá þeim byggir aðeins á einni teg- und. Corbiéres er með 6% af heild- arsölunni og Hérault með 12%. Af öðrum héruðum má nefna að Cote de Rhone-vín mynda 5% heildarsölu fyrstu sex mánuði árs- ins og 8% af sölu franskra vína. Sala af vínum frá öðrum héruðum er umtalsvert minni. En hver er skýringin á þessari einhæfni í neysluvenjum Islend- inga hvað rauðvín varðar? Hvað varðar tveggja lítra flöskurnar af ítalska Valpolicella-víninu og þriggja lítra kassana af sveitavín- inu frá Hérault er það örugglega buddan sem ræður. Þetta eru lang ódýrustu vínin hjá ÁTVR og ef miðað er við 75 cl (það er venju- lega flösku) þá myndi sveitavínið kosta 532,5 krónur en Válpolicella 570 krónur. Vinsældir hinna vínanna þriggja byggjast líklega á vanafestu. Engin kynning eða lýs- ing á söluvörum ÁTVR auk hás verðs eru eflaust stór þáttur í því að menn kjósa það sem þeir þekkja og eru ekki að prófa neitt nýtt. í vatni í klukkustund. Afhýðið kartöflurnar og skerið í teninga ásamt gulrótunum, saxið kúrbíta og lauk, afhýðið tómatana með því að hella á þá sjóðandi vatni. Eftir nokkrar mínútur er stungið á hýðið með hvössum hníf, og það losnar þá mjög auðveldlega af. Bætið grænmeti út í pottinn þeg- ar baunirnar hafa soðið í klukku- stund og látið malla í 45 mín. Bragð- ið á súpunni og setjið í stóra súpu- skál. Hellið basilíkusósunni út í og berið fram með parmesanosti. Basilíkusósa: 20 basilíkublöð 100 g parmesanostur 5 hvítlauksrif 6 msk ólífuolía Setjið basilíku, hvítlauk og olíu í hnífakvörn. Bæðið ostinum saman við. Gegn streitu, svefnleysi og meltingartruflunum Basilíkan er upprunnin á Indlandi þar sem hún hefur tengst helgisiðum hindúa á ýmsa lund. Þá kemur hún mjög við sögu náttúrulækninga í Evrópu og Afríku. Þannig mælti Plinius með henni gegn flogaveiki og á síðmiðöldum sögðu læknar hana „bæta skapið, hreinsa heilann og styrkja blóðið", enda telja náttúru- lækningamenn 20. aldar það engum vafa undirorpið að basilíkan hafi bæði róandi og krampaeyðandi áhrif, fyrir nú utan það að vera meltingar- bætandi. Þeir mæla með henni gegn streitu, þ. á m. svefnleysi af völdum kvíða, meltingartruflunum, svima, mígreni — í stuttu máli mæla þeir með henni sem náttúrulegu róandi lyfi. Ýmist er hægt að laga seyði af ' 3-5 g af basilíkublöðum út í 100 g af vatni og drekka það eftir mat 2-3 á dag, eða búa til kryddvín á eftirfar- andi hátt: Meijið/saxið smátt hand- fylli basilíkublaða og setjið út í lítra af rauðvíni. Látlð standa í þrjá sólar- hringa, síið blöðin frá og sykrið vínið ef vill. Drekkið lítið vínglas eftir hveija máltíð. Við slæmri hægðatregðu á síðan að vera óbrigðult að blanda bas- ilíkuvínið til helminga með ólífuolíu og taka inn 3-4 msk daglega. E.s. Hin ljúffenga Tungna- basilíka fæst alltént í verslunum Hagkaups ásamt mörgvim fleiri kryddjurtum úr sömu sveit: þ. á m. majóram, timjan, oregano, salvíu og rósmarín. Furuhnetur fást í Heilsu- húsinu. Aukaferðir til Mallorka 23.- 30. okt.- 8 dagar Verð frá 28.900* \ | / SKEMMTUN VERSLUN '/fY' GOLF 30. okt. - 3. nóv. - 5 dagar Verðfrá 26.100* * Miðáð er við 2 í Stúdíó á Royal Jardin del Mar. Tilvalið fyrir t.d. SAUMAKLÚBBA SKIPSHAFNIR VINNUSTAÐAHÓPA DAGFLUG FERÐASKRIFSTOFAN (VTKMfTIK HALLVEIGARSTÍG 1, SÍMI 28388 OG 28580 ^Sn=M=l?T*l=LJf3Íl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.