Morgunblaðið - 07.10.1990, Side 26

Morgunblaðið - 07.10.1990, Side 26
26 C MORGUNBLAÐIÐ MYNDASOGUR SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1990 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) (HS Þér helst illa á peningum í dag, en þú ert á réttri leið í starfi þínu og nærð að auka tekjumar. Láttu heilbrigða skynsemi ráða ferðinni hjá þér. Naut (20. apríl - 20. maí) í/fö Fólk íþyngir þér með vandamál- um sínum svo að þú kemur ekki öllu í verk sem þú ætlaðir þér. Hugur þinn er opinn og skapandi í dag. Tvíburar (21. maí - .20. júní) J» Láttu áhyggjur af fjármálum ekki sliga þig í dag. Líttu á mál- ið frá sem flestum sjónarhomum. Þú átt auðveldast með að koma góðum hugmyndum fram í kvöld. Krabbi (21. júni - 22. júlí) Félagslífið veldur þér vonbrigð- um. Þú hefðir meiri ánægju af lestri góðra bóka. Þér líður vel andlega og innsæi þitt er upp á sitt skarpasta. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Hugsaðu ekki um viðskipti í bili. Taktu þátt í hópstarfi og njóttu þess að skiptast á skoðunum við góða vini í dag. Meyja (23. ágúst - 22. september) Ferðamenn geta orðið fyrir töfum í dag og neyðst til að snara út fé fyrir aukakostnaði. Gefðu þér nægan tíma til að ná markmiði þínu. Þú færð góðar hugmyndir í tengslum við starf þitt. (23. sept. - 22. október) i$& Óvænt útgjöld sem tengjast heimilinu falla á þig í dag. Þú átt vel heppnaðan fund með ráð- gjafa þínum. Þér gengur vel að koma hugmyndum þinum á fram- færi. Sþorödreki (23. okt. - 21. nóvember) Cj|j§ Það er heppilegra fyrir þig í dag að kynna þér málin en fá aðra til að fallast á skoðanir þínar. Smá snurða hleypur á þráðinn heima fyrir. Bogmaöur (22. nóv. -21. desember) Ásetningur þinn er góður, en það er ekki víst að þér takist að koma eins miklu í verk og þú óskaðir þér. Þú kannt allt eins að láta reka á reiðanum og eyða deginum í einhvers konar félagsvafstri. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ert á báðum áttum um það hvort þú eigir að fara á ákveðið stefnumót í dag. Samband þitt við bamið þitt er ekki eins gott að það ætti að vera. Framahorfur þínar fara batnandi. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Það er betra fyrir þig að fara út að skemmta þér með vinum þínum en halda samkvæmi heima hjá þér. Þú færð góðar hugmynd- ir sem koma þér að góðu haldi við verkefni sem þú hefur með höndum. Farðu í kvikmyndahús eða hlýddu á fyrirlestrahald í kvöld. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Hyggðu að hei'milisbókhaldinu og öðru smálegu heima fyrir. Þú og einn vina þinna eruð ekki á sömu bylgjulengd núna. Smávægilegur misskilningur getur komið upp. AFMÆLISBARNIÐ kann því betur að vinna eitt og sér en í samvinnu við aðra. Lögfræði, rit- störf og kennsa eru starfssvið sem mundu veita því fullnæg- ingu. Það er talsvert metnaðar- gjarnt og býr yfir þekkingu sem það getur gert sér mat úr. Það mundi einnig ná lángt í rannsókn- arstarfsemi, trúmálum og sái- fræði. Það er ekki sérlega heima- kært. Stjörnuspána á aó lesa sem dægradvöt. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staóreynda. DÝRAGLENS FERDINAND BRIDS Umsjón: Guðm. Páll .Arnarson Norski Evrópumeistarinn í flokki 25 ára og yngri, Ame Flaatt, sýndi margoft snilldar- takta á EM í Þýskalandi í sum- ar. Hér er eitt dæmi: Vestur gefur, NS á hættu. Norður ♦ K972 VÁ64 ♦ ÁDG 4K103 Vestur 4DG10853 VD9 ♦ 62 ♦ D85 Austur ♦ Á V G87 ♦ 10985 ♦ ÁG962 Suður ♦ 64 V K10532 ♦ K743 ♦ 74 Vestur Norður Austur Suður 2 tíglar Dobl Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Útspil: spaðadrottning. Opnun vesturs á 2 tíglum sýndi veika tvo í spaða, 6-lit og 6—10 punkta. Eftir útspilið var Flaatt viss um að austur ætti ásinn blankan og lét lítinn spaða úr borðinu. Austur skipti yfir í tígul í öðrum slag. Sem benti óneitanlega til að hann ætti lauf- ásinn. Flaatt hafnaði því þeirri blátt áfram spilamennsku að spila laufi að kóngum. Þess í stað tók hann ÁK í trompi, tígulás, yfir- drap drottninguna með kóng og trompaði síðasta tígulinn í blind- um. Spilaði svo spaðakóng og austur var varnarlaus. Fyrr eða síðar yrði hann að spila frá iauf- ásnum og gefa 10. slaginn. Það var nauðsynlegt að yfirdrepa tíguldrottninguna, því annars gæti austur stungið spaðakóng- inn og spilað tígli. Stökkið í 4 hjörtu var gróf yfirmelding, en þeir sem spiia eins og Flaatt hafa vissulega efni á að segja einum meira. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlegu móti í New York, sem haldið er til upphitunar fyrir heimsmeistaraeinvígið, kom þessi staða upp í skák enska stórmeist- arans Jonathan Speelman (2.605), sem hafði hvítt og átti leik, og sovézka stórmeistarans Juri Averbakh (2.450), sem var á meðal beztu skákmanna heims á sjötta áratugnum. (stöðumynd) Db6, 24. Rxd5! - Dxd4, 25. Rxe7+ — Kh8, 26. Rxd4 — Bg4, 27. Be3 — Hd7, 28. Bf4 og svart- ur gafst upp, því hann hefur tap- að manni bótalaust. í næstu viku hefst heimsmeistaraeinvígið og verður teflt í Hudson-leikhúsinu á Manhattan. Teflt verður á mánu- dögum, miðvikudögum og föstu- dögum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.