Morgunblaðið - 07.10.1990, Page 32

Morgunblaðið - 07.10.1990, Page 32
i2 C MORGUNBLAÐIÐ VELVAKAIMDI sunnudagur 7. OKTOBER 1990 ... að hafa vevkaskipti. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved ° 1990 Los Angeles Times Syndicate cAim Og það sem meira er. Ég rak líka ráðningarsljór- ann... HÖGNI IMÍKKKVISl „þETTA /MIPNÆTURSNARI- HONU/M eR ALVBG rARIOÓT í ÖFGAR." Á FÖRNUM VEGI Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi: Alúð og sköpunar- gleði einkenna safnið segir Hildur Hákonardóttir formaður Félags safnmanna Blönduósi. IJM ÞRJATIU manna hópur úr Félagi íslenskra safnmanna var á ferðinni um Húnavatnssýslur og Skagafjörð um síðustu helgi. Til- gangur þessarar ferðar var m.a sá að starfrækja farskóla safn- manna og var skólahald að þessu sinni á Húnavöllum við Reykja- braut. Meginviðfangsefni farskólans að þessu sinni var að útbúa kennsluverkefni fyrir söfnin í landinu. Einn af viðkomustöðum safn- manna var Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi, safn sem m.a. hefur að geyma muni sem hin þjóðkunna kona Halldóra Bjarnadóttir hef- ur gefið. H ildur Hákonardóttir er formað- Félags íslenskra safn- ur manna og sagði hún að þetta væri annað árið sem farskóli safnmanna væri starfræktur. Að sögn Hildar var megináherslan að þessu sinni lögð á útbúa kennsluverkefni fyrir söfnin. Þetta væri fyrst og fremst hugsað fyrir skólanemendur þannig að þeir hefðu einhver verkefni að leysa í tengslum við heimsókn í söfnin. Með þessum hætti taldi Hildur líklegra að eitthvað sæti eft- ir í hugum þeirra sem söfnin heim- sækja. Gamla sýslumannshúsið á Kornsá flutt á Blönduós? Auk þess að stunda námið á Húnavöllum sóttu safnmenn nokkur söfn í Húnavatnssýslum og Skaga- fírði. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi var eitt þessara safna. Þetta er mjög sérhæft safn og hef- ur fyrst og fremst að geyma hand- verk kvenna fyrr á tímum. Hildur Hákonardóttir sagði að þetta safn væri eitt hið besta sinnar tegundar hér á landi og það sem einkenndi það helst væri alúðin í uppsetningu þess og sköpunargleðin sem munir safnsins endurspegla. Rekstur heimilisiðnaðarsafnsins hefur ætíð verið í höndum Sam- bands austur-húnvetnskra kvenna og yfírumsjón með safninu hefur Elísabet Sigurgeirsdóttir. Elísabet sagði að efst á óskalista þeirra sem um safnið hugsa væri að fá gamla íbúðarhúsið á Kornsá í Vatnsdal flutt á Blönduós næsta sumar. Þetta hús byggði Lárus Blöndal fyrrum sýslumaður um miðja síðustu öld og er það gjöf til safnsins frá Gesti Guðmundssyni og börnum. Ef þetta gæti orðið, yrði það mikil lyftistöng fyrir safnið en þá þarf að koma til aukinn stuðningur frá opinberum aðilum, sagði Elísabet að lokum. Jón Sig. Þetta er mjög sér- hæft safn og hefur fyrst og f remst að geyma handverk kvenna fyrr á tímum Safngripur skoðaður. Hildur Hákonardóltir formaður Félags íslenskra safnmanna er til hægri á myndinni. Yíkyeiji skrifar V [ndanfarið hafa verið þættir í Ríkissjónvarpinu einu sinni í sem heita „Ef að er gáð.“ Þar er íjallað um börn og ýmsa sjúk- dóma sem þau fá og leiða til fötlun- ar, eða sagt frá ýmissi fötlun sem börn kunna að fæðast með. Sýndar eru myndir af þeirri þjálfun sem oftast er unnt að veita börnunum eftir þvi á hvaða stigi fötlunin er, rætt við foreldra og aðstandendur og reynt að bregða upp hvernig þeim vegni í lífinu. Þetta eru stutt- ir þættir og hávaðalausir en vand- virknislega gerðir og skilmerkilegir. Þeir eru verðir allrar athygli, bæði sem fróðleikur og upplýsandi og þeir eru ekki síður lærdómsríkir og hollir foreldrum heilbrigðra barna. xxx Tvær kunningjakonur Vík- veija fóru fyrir skömmu til Benidorm með böm sín, þijár telpur á aldrinum 6-12 ára. Auglýst hafði verið sérstaklega hjá viðkomandi fjölskyldu að alls konar uppákomur og leikir væru í boði fyrir börnin af hálfu ferðaskrifstofunnar og minnist Víkveiji raunar auglýsinga í blöðum og sjónvarpi um það. Vegna þessara auglýsinga um hversu líflegt og ljúft fjölskyldufólk gæti haft það undir handleiðslu ferðaskrifstofunnar völdu konurnar tvær ferðina og ferðao' ..±stofuna. Skemmst er svo frá því að segja að ekkert var gert fyrir börnin nema það sem foreldrar sáu um sjálfir. Fararstjórar voru vingjarnlegir en allltof fáir og sögðust engan tíma hafa til að útbúa barnadagskrá enda væri það ekki í þeirra verka- hring. Þetta olli litlu ferðalöngunum vonbrigðum sem höfðu búist við því sem sjónvarpsauglýsingarnar sýndu. Menn eiga vitanlega alltaf að taka auglýsingar frá ferðaskrif- stofum með fyrirvara og það er greinilega full þörf á að leita ræki- lega upplýsinga áður en farið er, hvort það sé í bóði sem boðað er. Prjónað í heimilisiðnaðarsafn- inu á Blönduósi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.