Morgunblaðið - 07.10.1990, Page 34

Morgunblaðið - 07.10.1990, Page 34
34 C MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFIMIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1990 ÆSKUMYNDIN... er afHallbimi Hjartarsyni verslunarmanni og hljómlistarmanni Heldur baldinn sem krakki „HELDUR var hann nú baldinn sem krakki. Hann var ekkert sérlega hlýðinn, gat verið ósköp stífur á sinni meiningu og fór sínu fram nokkuð mikið. Það var þó ekki svo að ekki hafi verið hægt að róa hann, en það þurfti á hann sérstakt lag. Það voru hlýlegheitin sem giltu,“ segir Ge- org Hjartarson um bróðir sinn Hallbjön Hjartar- son kántrý-söngvara á Skagaströnd. Nú er von á sjöttu kántrý-plötu Hallbjarnar á markaðinn innan tíðar, en sú plata var hljóðrituð í hinni frægu kántrý-borg Nashville, Tennessee í Bandaríkjunum. Hallbjörn er 55 ára að aldri, fæddur 5. júní árið 1935 á Blönduósi. Hann er yngstur sextán systkina, en foreldrarnir voru Ásta Þórunn Sveinsdóttir og Hjörtur Jón- as Klemensson. Halibjörn hefur nánast alla sína tíð búið á Skaga- strönd. Þegar að því kom að Hall- bjöm færi að vinna fyrir sér sem unglingur, hóf hann störf hjá verk- taka að nafni Hamilton á Keflavík- urflugvelli. Þaðan flutti hann sig til Reykjavíkur og vann hálfan dag- inn hjá'Björnsbakarí og hálfan dag- inn hjá Hótel Vík. Jafnframt stund- aði hann píanónám í Tónlistarskóla Reykjavíkur. Hallbjörn kynntist eiginkonu sinni í Reykjavík sem er færeysk að ættum og heitir Amy Engilbertsdóttir. Fljótlega fluttu þau norður á Skagaströnd þar sem Hallbjörn hefur lengst af stundað verslunarstörf. Frægastur er hann þó fyrir stofnun kántrýbæjar á Skagaströnd sem hann rak hátt á fjórða ár auk þess sem hann gekkst fyrir tveimur kántrýhátíðum. Hallbjörn segir að þrátt fyrir all- an barnaskarann á heimilinu hafi systkinunum ávallt komið ágætlega saman. Sum systkina hans voru þó farin að heiman þegar hann fædd- ist enda er aldursmunurinn á honum og elstu systurinni um 25 ár. Hall- björn segist hafa verið haldin mik- illi bíladellu í æsku. Ýmist hafí hann verið að keyra einhveija heimatil- búna trukka á sjávarbökkunum eða Hallbjörn Hjartarson ímyndað sér að hann væri lang- ferðarútubílstjóri. Svo voru krakk- arnir auðvitað í leikjum sem þá gengu, fallin spýtan og yfir. Jónína Hafsteinsdóttir bjó í næsta húsi við Hallbjörn þegar hann var lítill snáði. „Hann var svona ósköp venjulegur ungur maður. Eins og gengur með nágranna var töluverður samgangur á milli heim- ilanna og ég minnist ekki annars en að hann Hallbjörn hafi verið prýðispiltur.“ Ekki þótti Hallbjörn neinn prakk- A unglingsaldri stalst Hall- björn Hjartarson í hljóðfæri systkina sinna. ari að eðiisfari og ekki var hann heldur mikið fyrir íþróttirnar. Músík var mikil á heimilinu og tíu ára gamall fór Hallbjörn að æfa sig á orgel hjá einni nágrannakonunni, sem veitti honum tilsögn. Faðir Hallbjarnar var harmonikuleikari og bömin kunnu vel flest á einhver hljóðfæri. Þegar systkinin voru að heiman við vinnu stalst Hallbjörn gjarnan í hljóðfærin enda átti hann strax gott með að spila eftir eyr- anu. Um tvítugt eignaðist Hallbjörn svo sitt fyrsta hljóðfæri, sem var píanó. Hann var einnig forsprakki nokkurra hljómsveita fyrir norðan sem hlutu nöfn eins og Villikettirn- ir, Sundrung og Gallon. SUNNUDAGSSPORTID... KARATE Karate er íþrótt sem mikillar ein- beitni og íhugunar því margir sem stunda hana leggja ekki síöur áherslu á hinn andlega þátt kar- ate en hinn likamlega. Þeir sem stunda karate eru ekki fyrst og fremst að hugsa um að vera gjald- gengir í slagsmálum, heldur á hér við hugsunin að byggja upp heil- brigða sál í heilbrigðum líkama eins og í öllum öðrum íþróttum. Kári Breiðfjörð hefur lagt stund á karate síðan 1983, fyrst hjá Karateféiaginu Þórshamar en nú síðari árin hjá Karatefélagi ur keppt í karate, síðast á Evrópu- mótinu í London 1987, en varð síðan að gera hlé á keppni fram til 1989, vegna vinstri handarinnar og að- gérða sem gerðar voru á henni á þessum tíma. „Það sem gaf mér styrk til að halda áfram var að í London 1987 sá ég einhentan mann keppa og sá varð í þríðja sæti í sínum flokki,“ segir hann. Kári ætlar utan til Japan í vetur, til náms og æfinga í íþrótt sinni. Hann segir að hann ætli að dvelja um sex mánaða skeið í Okinawa og nema hjá frægum þjálfara í gojuryu-karate og fá þar kennslu- réttindi. „Þetta er búið að vera gamall draumur hjá mér lengi og nú sé ég fram á að hann geti orðið að veruleika,“ segir Kári. Reykjavíkur. Hann segir að hann hafi valið að æfa þessa íþrótt öðrum fremur vegna vinnuslyss sem hann lenti í og hafði þær afleiðingar að hann fatlaðist á vinstri hendi. „Það eru til mörg afbrigði af karate og ég lít á íþróttina ekki síður sem andlega líkamsrækt en líkamlega, karate hefur gefið mér mjög mikið," segir Kári. Hann hef- BÓKIN ÁNÁTTBOKDINU Satt að segja hef ég lítið lesið undanfarið. Annars er ein bók í miklu uppáhaldi hjá mér, það er Halla og Heiðarbýlið eftir Jón Trausta, bók sem ég hef lesið tvisv- ar sinnum og hugsa að ég lesi í þriðja sinn bráðlega. Þetta er svo góð bók á þessum árstíma, í henni er mikil stemmning og mér fínnst hún minna mig skemmtilega á að ég er íslendingur. Bjarni Felixson íþrótta- fréttamað- ur. Eg er með sögu skruddur á nátt- borðinu hjá mér, heilmikinn doðrant á ensku með frétta-ann- álum frá síðustu aldamótum til 1989. Svo hef ég verið að lesa bækurnar um Reykjavík — sögu- stað við Sund, sem mér finnast afar fróðlegar og skemmtilegar. Ég er áhugamaður um sögu og les lítið af skáldsögum, nema þá sögulegar skáldsögur og stundum reifara. ÚR MYNDAS AFNINU ÓlafurK. Magnússon Aldnir öðlingar áferð Ioktóber 1954 hafði dr. Konrad Adenauer, kanslari Vestur- Þýskalands, viðdvöl hér á landi á leið sinni vestur um haf. Hann var þá farinn að nálgast áttrætt en bar aldurinn vel og var til þess tekið hversu hress hann var til sálar og líkama. Ólafur Thors var þá forsætisráðherra og einnig kominn af léttasta skeiði, en þeim þótti svipa saman um margt, dr. Adenauer og Ólafi, enda fór afar vel á með þeim. Dr. Adenauer hafði meðal annars á orði að honum þætti verst hversu seint á lífsleið- inni hann kynntist Ólafi. Þýski kanslarinn lét vel af dvöl sinni hér, en hann hafði sérstaklega óskað eftir því að heimsækja Þingvelli, þar sem fyrsta þjóðþing Vestur- Evrópu var grundvalj- að. I kveðjuræðu sinni minntist hann sérstak- lega hinnar áhrifaríku dvalar sinnar að Þing- völlum. Þar var skýrð fyrir honum saga íslensku þjóðarinnar. Sú saga var, sagði Ade- nauer, sem betur fer ekki saga styijalda heldur frásögn af menn- ingu þjóðarinnar, lífsanda hennar og bókmenntum. Hann kvaðst hafa heyrt ýmislegt áður um sögu ís- lands, en það hefði verið sérstaklega áhrifamikið að hlýða á hana á þess- um stað. í Þingvallabæ færði dr. Adenauer Ólafi Thors, forsætisráðherra, að gjöf styttu af rómverska guðinum Vulcanus. Maðurinn með gleraug- un, við hlið ráðherranna, er dr. W. Hallstein, aðstoðar-utanríkisráð- herra Vestur- Þýskalands. PLATAN ÁFÓNINUM HeiðarÁst valdsson danskenn- ari Vegna starfs míns hlusta ég á tónlist allan daginn. Núna eru Hip-hopp og Soca-dansar vinsælir og það er sú tónlist sem ég heyri mest. Þegar ég kem heim til mín set ég aldrei plötu á fóninn og kveiki ekki einu sinni á útvarpinu! Ragnhildur Gísladóttir tónlistar- maöur Núna var ég að hlusta á nýjustu plötuna með Prince, „Grafitti bridge", annars hlusta ég mest á rapp-tónlist þessa dagana en hún finnst mér alveg æðisleg. MYNDIN ÍTÆKINU Kolbrún Halldórs- dóttir leik- ari með meiru. Myndbands tækið er mikið notað á mínu heimili og undanfarið hef ég mest horft á danskt kennslu- efni. Maðurinn minn kennir nefni- lega dönsku og notar danskar myndir meðal annars í kennslunni. Ég sá síðast myndina um Palla sig- urvegara, en síðasta myndin sem ég leigði var„Forbidden planet" sem mér fannst stórkostleg. Steinunn Þórarins- dóttir myndlistar- maður. Það er langt síðan ég horfði síðast á myndband, en það var myndin „Dad“ með Jack Lemmon í aðalhlutverki sem ég sá síðast. Þetta þótti mér falleg mynd um samskipti föður og sonar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.