Morgunblaðið - 07.10.1990, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 07.10.1990, Qupperneq 35
Otl MOKGUNBli r ? i' *>*•% s „Það var kannski eins gott að við kynntumst ekki í menntaskóla — þá hefði eflaust ýmislegt verið brallað," sagði dr. Adenauer og Ólafur hló. Það fór afar vel á með þeim Ólafi Thors og dr. Konrad Adenauer. Hér eru þeir við útsýnisskífuna á Þingvölluin. SÍMTALID... ER VIÐ HUGO ÞÓRISSON SÁLFRÆÐING Kennum foreldrum, kennum þeim ekki um 626632 Halló! - Er þetta hjá Samskiptum, fræðslu og ráðgjöf? Já. - Góðandaginn,þettaerBrynja Tomer blaðamaður á Morgunblað- inu, við hvern tala ég? Hugo heitir hann Þórisson. - Þið hafið verið að auglýsa námskeið fyrir foreldra um sam- skipti þeirra við afkvæmi sín. Eru foreldrar hættir að geta alið upp börnin sín án þess að fá fyrirmæli um aðferðirnar hjá sálfræðingum eða öðrum sérfræðingum? Það er ekki raunhæft að bera saman uppeldi á börnum núna og fyrir 50 árum. Þjóðféiagið hefur mikið breyst á þeim tíma og for- eldrar búa að mörgu leyti við erfið- ari aðstæður en afar okkar og ömmur. Nú eru börn til dæmis mikið ein heima og ef vandamál koma upp hjá börnum eða ungling- um hefur foreldrum verið kennt um, þeim hefur hins vegar ekki verið kennt. Nú er aftur á móti verið að fræða fólk, kenna því. - Hvað er kennt á námskeiðun- um hjá ykkur? Við fræðum fólk í fyrsta lagi um þarfir barna og hvemig má koma á móts við þær, þannig að bæta megi samskiptin. Við kennum að- ferðir til að hjálpa börnum að bera ábyrgð á eigin lífi, bendum á hvernig best sé að bregðast við ef börn gera eitthvað sem for- eldrar eru ósáttir við, og hvernig hægt er að leysa ágreining á þann hátt að bæði barn og foreldri standi uppi sem sigurveg- arar. - Bjóðið þið uppá annars konar námskeið líka? Já. Við erum með annað nám- skeið núna sem heitir Ákveðni: mannleg samskipti, og er fyrir ai- menning. Svo höfum við haldið mörg helgarnámskeið fyrir ýmsar starfsstéttir, bæði um innri sam- skipti og þjónustu. Lengri nám- skeiðin eru alls 30 stundir sem skiptast niður á 10 vikur, þijár klukkustundir í senn. Á þeim er miðað að því að kenna fólki aðferð- ir til að skilja sjálft sig og aðra, og vera öruggari í mannlegum samskiptum. - Hvað kostar svo fróðleikur- inn? Verðið er misjafnt eftir nám- skeiðum, en foreldranámskeiðið, sem er í 24 klukkustundir, kostar 14.500 krónur. í verðinu eru innif- alin námsgögn, þar á meðal bók sem kostar 2.600 krónur út úr búð. Við erum með kynningarverð á samskiptanámskeiðinu, þar kost- ar 30 tíma námskeið núna 13.800' krónur. - Verður allt þetta námskeiða- hald sem er í gangi í þjóðfélaginu núna ekki bara tii þess að auka þörfina enn frekar á námskeiðum, framhaldsnámskeiðum og fram- haldsnámskeiðum á framhalds- námskeiðunum? Það er náttúrulega ævilangt garantí á þessum námskeiðum, fólk býr að þessu alla ævi. Við erum ekki með neins kon- ar framhaldsnám- skeið, en þeir sem hafa einu sinni ver- ið á námskeiði hjá okkur geta komið aftur ef þeir vilja og nánast því frítt. - Sem ger- Hugo Þórisson blessuð. Um þúsund kall. - Já, já. Það er nefnilega það. Þakka þér kærlega fyrir upplýsingam- ar og vertu blessað- ur. Ekkert að þakka, Bjarni Guðmundsson, blaðafulllrúi ríkisstjórnarinnar (lengst til hægri), segir sögu þjóðarinnar á Þingvölluin. Maðurinn í Ijósa frakk- anum, örlítið fjær, er Sverrir Þórðarson, blaðamaður Morgunblaðs- ins. Þessi mynd birist á forsíðu Fálkans að lokinni fegurðarsamkeppninni Elín Sæbjörnsdóttir við vinnu sína í dag. börn og nú eru barnabörn komin til sögunnar. Elín segir að í dag sé hún sátt og ánægð með lífið og til- veruna. Hún lítur á fegurðarsam- keppnina fyrir tæpum fjörutíu árum sem skemmtilegt hliðarspor í lífi sínu. Allavega varð keppnin til þess að hún komst utan til Kaupmanna- hafnar án þess að þurfa að kosta miklu til þess. Ein af fyrstu fegurðardrottn- ingunum hérlendis var Elín Sæbjörnsdóttir sem valin var ungfrú Reykjavík 1951, þá 19 ára gömul. Um sumarið þetta ár var hún að vinna í fatabúð- inni Gefjun þar sem útsendar- ar Fegrunarfélag Reykjavík- ur komu auga á hana og báðu hana um að vera með í keppn- inni en þetta félag stóð að fyrstu fegurðarsamkeppnun- um hérlendis. Hún sló til en segir að hún hafi séð mjög eftir því enda búin að gefa ömmu sinni loforð um að taka ekki þátt í keppni af þessu tagi. En hvar ætli Elín ali manninn í dag? HVAR ERU ÞAU NÚ? Hvar eruþau ttú? Elín Scebjömsdóttir fegurdardrottning Reykjavtkur 1951 Vinnur á tann- læknastofu Elín Sæbjörnsdóttir mun vinna í vetur á tannlæknastofu eigin- manns síns Guðmundar Árnasonar en þar hefur hún oft tekið til hend- inni áður. Að öðru leyti sér hún um heimili þeirra hjóna eins og verið hefur frá því hún lauk stúdents- prófi frá MR árið 1952. „Eg var í fimmta bekk MR þegar keppnin fór fram og ég man að ég var staurblönk en langaði utan. Því fór ég í keppnina því það var utan- landsferð í verðlaun. Þetta var eins og happadrætti fyrir mig,“ segir Elín. “Fjölskylda mín tók þessu hinsvegar mjög illa enda hafði ég gleymt loforði mínu um að gera svona ekki.“ Verðiaunin sem Elín vann voru ferð til Kaupmannahafnar. Hún dvaldi þar um 2ja vikna skeið í góðu yfirlæti en hafnaði því að koma þar fram sem ungfrú Reykjavík. Að loknu stúdentsprófi skráði Elín sig í læknisfræði í Háskól- ann.„Bæði pabbi og afi voru læknar og ég ætlaði að fylgja þessari hefð í fjölskyldunni. En á þessum tíma voru engin námslán komin til sög- unnar, ég þar að auki gift og börn- in farin að koma til sögunnar þann- ig að ég ákvað að helga mig frekar heimilinu," segir Elín. Hún starfaði síðan um 8 ára skeið í Útvegsbank- anum eftir MR en hefur síðan aðal- lega séð um heimili þeirra hjóna ásamt því að aðstoða mann sinn á tannlæknastofunni á seinni árum. Þau Guðmundur eignuðust þijú

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.