Morgunblaðið - 07.10.1990, Side 36

Morgunblaðið - 07.10.1990, Side 36
36 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1990 BAKÞANKAR Af hveiju eru engar mynd- ir eftir konur í Louvre- safninu? Það er dálitið skemmtilegt hvað sakleysislegar spurningar eins og þessi geta velt þungu hlassi. Forsaga málsins verður að fylgja. Við vorum stödd um borð í tveggja hæða rútu og rúntuðum um Parisarborg. Ég var fararstjórinn og mér leið eins og stoltri unga- mömmu með far- þegana mína á fyrsta degi, þær eftir Heigu Lúllu og Oldu úr Thorberg húsinu mínu, hann Jónda minn og Vigni sem siðar varð aðstoðárfararstjóri, Önnu frænku mína, elskulegu apó- tekarahjónin austan af fjörðum og alla hina. Venjulega er farinn sami rúntur- inn í svona skoðunarferð um borg- ina og fararstjórar koma sér upp ákveðnum „frösum" á ákveðnum stöðum. Þegar búið er að aka hjá Eiffelturninum er komið að siðasta vígi Frakka i siðari heimsstyrjöld- inni, þ.e herskólanum og þá er ekið að Invalid höllinni, þar sem áður var sjúkrahús fyrir særða her- menn. Það er þá sem ekið er fram hjá Rodin höggmyndasafninu og þar í garðinum sést hin fræga stytta „Hugsuðurinn". Og þar sem ég er gamansöm að endemum, lika sem fararstjóri, þá segi ég eftirfarandi frasa þarna: „og hér á hægri hönd má sjá „Hugsuðinn", enn að hugsa sitt" og svo bæti ég við; „ég hef nú reyndar aldrei skilið af hveiju þetta er stytta af karlmanni!! Ho, ho, hooo"!! Venjulegakemurþarnagóð- ur hlátur . . . og það brást heldur ekki í þetta sinn. Nema hvað, nokkrum dögum síðar kemur apótekarinn að austan að máli við mig og segir mér að hann og frúin séu búin að fara og skoða Louvre safnið og bætir við, „að það hafi slegið sig að engar myndir var þar að finna eftir kon- ur“ og það vottaði fyrir strákslegu glotti. Mér var bæði ljúft og skylt að svara þessu og gaf almenn svör sem fararstjóri á að hafa í handrað- anum um alla mögulega og ómögu- lega hluti. Jú, jú, konur máluðu líka myndir. reyndar í minna mæli en karlarafskiljanlegum ástæðum, þær væru t.d. að finna í kjöllurum safna þar sem myndir þeirra standa í röðum því karlar ráða hvaða myndir hanga uppi á veggj- um, koriur máluðu einnig undir dulnefni karlmanna og svona fleira „smálegt" tíndi ég til í fljótheitum. Þessi svör mín féllu í góðan jarðveg. Næst síðasta daginn fórum við til Versala. í þá ferð fengum við franskan fararstjóra, unga og glæsilega stúlku méð sítt og mikið hár. Hún var afskaplega vel að sér í hinni flóknu og merku sögu Ver- sala. Hún teymdi okkur um hallar- salina og hélt langar ræður um teppi, húsgögn, byltingu, kónga og drottningar og m.a. staldraði hún við málverk af Mariu-Antoinette og sagði það málað af Elisabetu vin- konu Mariu, sem hafi verið hirð- málari í Versölum. Þegar út var komið leitaði ég apótekarann uppi til að fá staðfestingu á svari mínu forðum en þá hafði hann misst af þessari frásögn. Til að bæta úr þvi bið ég fararstjórann að endurtaka það sem hún sagði um Elisabetu hirðmálara þvi einn farþeganna hafi misst af þeim hluta og sá hafi einmitt spurt mig: „Af hveiju eru engin málverk eftir konur í Louvre safninu?" Sú franska fuðraði upp við þessa bón. hvessti á mig augun og úr svip hennar mátti lesa að þetta ætti ég nú að vita! Þannig fengum við langan og ítarlegan fyr- irlestur um stöðu kvenna í Frakk- landi sem entist alla leiðina heim. Hún var ekki síður vel að sér þar stúlkan! Jú. franskar konu hefðu verið þrælar langt fram á þessa öld og höfðu ekki aðgang að mennta- skólum, listaskólum og háskólum. Þær fengu ekki kosningarétt fyrr en eftir seinni helmsstyrjöldina og eru þvi nýkomnar til áhrifa í franska stjórnkerfinu ... Ég sá hvernig Austfjarðaþokan þrengdi sér smám saman inn í rútuna og endanum lét ég mig hverfa líka! GLÆSIBÆ-SlMI 82966 GOODYBAR 6EFUR ÖRYGGI GOOD^YEAR HEKLA. Laugavegi 170 -174 Sir HF Simi 695500 Njóttu þess besta -útilokaðu regnið, rokið og kuldann íslensk veörátta er ekkert lamb að leika við. Þess vegna nýtum við hverja þá tækni sem léttir okkur sambúðina við veðrið. LEXAN ylplastið er nýjung sem gjörbreytir möguleikum okkar til þess að njóta þess besta sem íslensk veðrátta hefur að bjóða - íslensku birtunnar. LEXAN ylplastið er hægt að nota hvar sem hægt er að hugsa sér að Ijósið fái að skína, t.d. í garðstofur, yfir sundlaugar, yfirbyggingu gatna, yfir húsagarð, anddyri og húshluta. Möguleikarnir eru óþrjótandi. LEXAN ylplast Flytur ekki eld. Er viðurkennt af Brunamálastofnun. Mjög hátt brotþol. DIN 52290. Beygist kalt. Meiri hitaeinangrun en gengur og gerist. Hluti innrauðra geisla ná í gegn. GENERAL ELECTRIC PLASTICS LEXAN ylplast - velur það besta úr veðrinu. SINDRI BORGARTÚNI 31 • SÍMI 62 72 22 1 Ht»&NÚ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.