Morgunblaðið - 16.10.1990, Blaðsíða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1990
ÍÞRÓmR
FOLX
■ BJARNI Sigurðsson, mark-
vörður Vals, var útnefndur besti
leikmaður liðsins síðasta keppn-
istímabil. Þetta var tilkynnt í loka-
hófi knattspymudeildar Vals að
Hlíðarenda á sunnudaginn.
■ AXEL Nikulásson, leikmaður
KR-liðsins í körfuknattleik, lék
ekki með liðinu gegn Snæfelli.
Hann er meiddur á hné.
■ ENSKA knattspyrnusambandið
íhugar að sækja um að halda úr-
slitakeppni HM 1998, en frestur til
að sækja um keppnina rennur út í
júní á næsta ári. Umsóknaraðili
verður að geta boðið upp á átta
velli, sem taka 40.000 áhorfendur
í sæti og að minnsta kosti einn
völl með rými fyrir 80.000 áhorf-
endur í sæti. Frakkland, Marokkó
og Sviss hafa þegar sótt um, en
staðarval verður ákveðið í júní
1992.
■ ANDREA Carnevale, ítalski
landsliðsmaðurinn í knattspyrnu hjá
Roma, sem var ásamt Angelo
Peruzzi dæmdur í árs bann eftir
að hafa fallið á lyfjaprófi ætlar að
áfrýja — segist aðeins hafa tekið
megrunartöflur.
■ GIULIO Andreotti, forsætis-
ráðherra Ítalíu og stuðningsmaður
Roma, vonast til að málið fái far-
sælan endi. „Ég neita að trúa að
þessir knattspyrnumenn, sem taka
íþrótt sína alvarlega, geri slík mis-
tök.“
Bjarni Sigurðsson.
■ FERNANDO, miðjumaður frá
Valencia, sem fékk skurð í andlitið
í landsleiknum gegn íslandi, reynd-
ist vera meira meiddur en talið var.
Hann er kinnbeins-
Atli brotinn og leikur
Hilmarsson ekki næsta mánuð-
skrífar jnn>
fráSpáni g BERND
Schuster lék mjög vel í fyrsta leik
sínum með Atletico Madríd í 2:1
sigri í Gijon. Hann náði þremur
æfingum með liði sínu fyrir leikinn.
■ JULIO Gardenoso, þjálfari
Betis Sevilla, var rekinn frá félag-
inu um helgina eftir jafntefli Betis
gegn Zaragossa. Betis vermir
botnsætið í 1. deild.
BLAK / ISLANDSMOTIÐ
Nevtuðu að
samþykkja
dómarann
Leikmenn 1. deildarliðs karia í
Fram neituðu að samþykkja
settan dómara á leik ÍS og Fram í
íþróttahúsi Hagaskóla á sunnudag-
inn. Leikmenn Fram
Guðmundur vildu meina að þann
Heigi væri hliðhollur ÍS og
Þorsteinsson vær; þvl- hlutdræg-
skn,ar ur. Eftir orðaskipti
dómarans, Kjartans Páls Einars-
sonar (formanns Blaksambands-
ins), og forsvarsmanna Fram lauk
viðskiptunum þannig að dómarinn
fór heim, og á tímabili leit út fyrir
að leikurinn færi ekki .fram enda
nokkur hiti í mönnum. En eftir
nokkuð þóf sættust liðin á að leika
eftir að annar dómari fannst.
Úrslitin urðu Frömurum ekki
hagstæð þrátt fyrir það; þeir töpuðu
í þremur hrinum í slökum leik. ÍS
vann 16:10, 15:11, 15:10.
Það vakti undrun að lið Fram
skyldi ekki samþykkja dómarann
sem settur var á leikinn því Kjartan
Páll Einarsson hefur í gegnum
tíðina verið þekktur fyrir að inna
störf sín vel af hendi og enginn
hefur efast um heiðarleik hans í
þeim efnum. Það hlýtur að vera
áhyggjuefni ef leikmenn ætla sér
að ráðgast með dómaramál hverju
sinni eins og Framarar gerðu á
sunnudaginn. Þetta var ekki rétti
vettvangurinn til að mótmæla, held-
ur hefðu þeir átt að fara eftir form-
legum leiðum.
Góð ferð Þróttara
Þróttarar úr Reykjavík gerðu
góða ferð á Neskaupstað um helg-
ina. Lögðu nafna sína tvívegis á
sannfærandi hátt. 3:0 í bæði skipt-
in; fyrst 15:11, 15:6, 15:12 og í
seinni leiknum 15:7, 15:10, 15:10.
Það var mest áberandi hjá heima-
mönnum hve þeim gekk illa með
uppgjafirnar, en á meðan þær
ganga ekki yfir netið þá fær liðið
ekki stig. Þróttarar úr Neskaupstað
hafa oft veitt meiri mótspyrnu en
þeir gerðu um helgina, en liðið hef-
ur tapað öllum leikjum sínum til
þessa og búast má við þeim grimm-
um í komandi leikjum.
1. deild kvenna
Völsungsstúlkur komu til
Reykjavíkur og töpuðu tveimur
leikjum. Fyrst 1:3 fyrir Víkingum
(15:4, 15:2, 7:15, 15:6) og síðan
0:3 gegn ÍS (15:8, 15:8, 15:9).
Völsungsstúlkurnar áttu ekkert
svar við leik Víkingsstúlkna. Þær
voru betri á öllum sviðum og skelltu
Húsavíkurliðinu á 60 mínútum.
Ekki gekk betur gegn ÍS, en ef lið
Völsungs nær að fínpússa leik sinn
betur og nær um leið meiri stöðug-
leika þá er það líklegt til afreka í
komandi leikjum.
Þá fór kvennalið Breiðabliks á
Neskaupsstað og vann Þróttar-
stúlkur tvívegis. Úrslitin urðu sem
hér segir:
Þróttur N - UBK..............2:3
.(17:15,6:15,6:15,15:13,13:15)
Þróttur N - UBK..............1:3
........15:10,5:15,4:15,6:15)
KNATTSPYRNA
Frá Evrópuleik Vals og Juventus í Tórínó 1986. Þorgrímur hefur hér betur í baráttunni við Michael Laudrup, sem
nú leikur með Barcelona á Spáni. Hann lék fjölmarga Evrópuleiki á 12 ára ferli sínum hjá Val.
ÞORGRÍMUR ÞRÁINSSON
„Laug til um
aldur til að
komast á æfing-
ar hjá Val“
- segir Þorgrímur Þráinsson, íyrirliði bikarmeistara Vals,
sem nú hefur lagt skóna á hilluna
Þorgrímur er fæddur í Vestur-
bænum í Reykjavík, fluttist í
Kópavoginn sjö ára og lék þar
fyrsta knattspyrnuleik sinn með
Breiðabliki gegn V al
Eftir árið eftir. Ellefu ára
ValB. fluttist hann búferl-
Jónatansson urn yj Ólafsvíkur.
Hann lék með yngri
flokkum Víkings frá Ólafsvík og
eini árangurinn sem hann státar
af með félaginu er annað sætið í
íslandsmóti 3. flokks og þá undir
stjórn Ásgeirs Elíassonar, núver-
andi þjálfari Fram. Hann lék þrjú
ár með meistaraflokki Víkings Ól-
afsvík, þá sem kantmaður. „Þetta
var mjög skemmtilegur tími í Ól-
afsvík og margir þessara stráka,
sem voru með mér þar, hafa leikið
í 1. deildinni. Það hefði verið gaman
HANN er knattspyrnumaður, ritstjóri, rithöf-
undur og kastar spjóti sér til gamans.
Þorgrímur Þráinsson hefur, sem fyrirliði Vals,
hampað öllum bikurum, sem hægt er að vinna
til í íslenskri knattspyrnu og leikjahæsti leik-
maður félagsins í 1. deild frá upphafi. Hann
laug til um aldur til að geta æft með Val
veturinn 1978 til 1979 og síðan eru liðin tólf
ár og ferill hans sem knattspyrnumanns orð-
inn litríkur. Hann gaf út þá yfirlýsingu eftir
landsleikinn við Spánverja í Sevilla í síðustu
viku að nú ætlaði hann að taka sér frí frá
knattspyrnunni.