Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1990næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 16.10.1990, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.10.1990, Blaðsíða 8
KNATTSPYRNA ; i i i i i j : t „Skokka barameð íkomum úti í skógi“ - segirÁgúst MárJónsson, sem meidd- ist í landsleik gegn Austur-Þjóðverjum tyrir ári og hefur ekki leikið síðan ÁGÚST Már Jónsson var fastamaður í íslenska landsliðinu, þeg- ar hann meiddist í landsleik gegn Austur-Þjóðverjum í september í fyrra og meiðslin hafa heldur betur sett strik í reikninginn — hann hefur ekki leikið síðan. í rúmt ár hefur hann farið í hverja læknismeðferðina á fætur annarri án árangurs og fyrir skömmu ákvað hann að hætta í knattspyrnunni eftir að hafa fengið ráð- leggingu þess efnis frá íslenskum lækni í Svíþjóð. Ágúst Már gerði þriggja ára samning við sænska liðið Hácken fyrir tveimur árum. Báðir aðilar gátu sagt honum upp að tveimur árum liðnum og hann verður ekki framlengdur. Landsliðsmaðurinn fyrrverandi gerir ráð fyrir að flytja heim með fjölskyldu sinni fyrir jól. Agúst Már meiddist um miðjan seinni hálfieik í fyrrnefndum leik. „Ég var að hlaupa aftur á bak, þegar ég þurfti að skalla. Til að ná boltanum varð Eftir ég að teygja vel á Steinþór hálsinum og meira Guðbjartsson en venjulega vegna stöðunnar. Þá fann ég að eitthvað gerðist, fann örlítið til í hnakkanum, en þetta háði mér ekkert út leikinn. Skömmu fyrir miðnætti fór ég hins vegar að fínna fyrir hálsríg, svimaði og krampa- gangur fylgdi í kjölfarið. Síðan hef ég meira eða minna verið með ríg í hálsinum, sem hefur leitt niður í handleggi og jafnvei fætur.“ Oft er erfítt að átta sig á hvenær fullum bata er náð. Ágúst Már fór í meðferð strax eftir landsleikinn og fljótlega virtist hann betri. Hann æfði með Háeken síðast liðinn vetur og fram á sumar, en þegar höfuðið varð fyrir hnjaski, sagði verkurinn til sín. að gera það gott, tryggðu sér efsta sætið í suðurriðli 1. deildar um helg- ina og leika um sæti í úrvalsdeild- inni, „Allsvenskan", gegn GIF Sundsvall. „Það er alltaf gaman þegar vel gengur, en svekkjandi að vera ekki með. En svona er þetta og það verður bara að hafa það. Heilsan er fyrir öllu og það verður vonandi uppgangur seinna — á eft- ir rigningu kemur sól.“ Tekjutap Ágúst Már hefur orðið fyrir tekjumissi vegna meiðslanna, en hann hefur ekki kannað rétt sinn á bótum, hvorki hjá Knattspyrnusam- bandi íslands né Hácken. „Ég hef ekkert hugsað um peningamálin, heldur fyrst og fremst um að verða frískur og fá mig góðan. Hins veg- ar þarf ég að skoða þessi mál og athuga rétt minn. Ég held að leik- menn séu alltaf slysatryggðir, en spurningin er hver ber skaðann." Margs konar meöferð „Þetta hefur alltaf háð mér. Ég tók þátt í æfíngunum, en þegar ég skallaði fór allt í baklás. Þá hætti ég að skalla og fór í margs konar meðferð. Ég fór 15 eða 17 sinnum til hnykkjara, ég hef reynt nálar- stungumeðferð, farið í geisla og endaði hjá hálfgerðum skottulækni, sem hafði reynst mér vel áður, en nú varð engin umtalsverð breyting. Læknar hafa skoðað mig og einn sagði að eina ráðið væri að hætta að spila fótbolta og fá hvíld. Ég ákvað að fara að ráðum hans.“ Samheijamir í Hácken hafa verið Til KRaðþjálfa Ágúst Már sagðist ætla að taka sér góða hvíld frá boltanum, en hann væri ekki hættur afskiptum af knattspyrnu. „Ég er aðeins þrítugur og á þess vegna nóg eftir. Maður veit aldrei hvað gerist og vissulega væri skemmtilegra að ljúka ferlinum á annan hátt. Tíminn einn leiðir í Ijós hvemig fer, en þegar heim verður komið byrja ég á því að þjálfa einhvern yngri flokk KR og síðan er ekki annað að gera en að sjá til. Nú verð ég hins vegar að láta hveijum degi nægja sína þjáningu og skokka bara með íkom- um úti í skógi.“ Ágúst Már Jónsson í leik með c KR á stærri myndinni og í búningi Hácken á hinni. Ágúst Már Jónsson Aldur: 30 ára, fæddur 17.8. 1960. Eiginkona: Guðný Rósa Þorvarðardóttir. Atvinna: Ágúst Már er íþróttakennari að mennt, en starfar sem íslenskukennari í Gautaborg. Landsleikir: 23 A-landsleikir og 3 með U-21 þar sem hann var jafn- framt fyrirliði. Fyrsti landsleikurinn gegn Bahrain á útivelli 1986 og sá síðasti gegn Áustur-Þjóðveijum í undankeppni HM á Laugardals- velli 6. september 1989. Félagsleikir: 190 leikir með meistaraflokki KR, þar af 134 í 1. deild. Hóf að leika með mfl. 1979 og gerði alls 16 mörk, þar af 13 í 1. deild. Fór til Hácken í Svíþjóð fyrir tveimur árum, en hefur ekkert leikið í rúmt ár vegna meiðsla. Helsta viðurkenning: Yar kjörinn íþróttamaður KR 1988. GETRAUNIR: 22X 11X X X 1 2 X X LOTTO: 2 6 9 18 33 + 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B - Íþróttir (16.10.1990)
https://timarit.is/issue/123550

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B - Íþróttir (16.10.1990)

Aðgerðir: