Morgunblaðið - 16.10.1990, Síða 4

Morgunblaðið - 16.10.1990, Síða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 1990 HANDKNATTLEIKUR Þá varfjörí Firðinum Þurftum að leggja okkur alla fram - sagði Þorgils Óttar Mathiesen, þjálfari FH Eftir Ágúst Ásgeirssort Þetta var mjög erfiður leikur og því ánægjulegt að standa uppi sem sigurvegari," sagði Þorgils Óttar Mathiesen, þjálfari og leik- maður FH, sem náði að Ieggja Hauka, 20:18, í leik Iiðanna í 1. deildarkeppn- inni. Mikil stemmn- ing var í Kaplakrika þegar liðin mættust. „Haukarnir eru með mjög sterkt og gott lið og voru því mjög erfíðir. Það var líka mikil spenna fyrir leik þessara nágrannaliða sem voru að leika saman í fyrsta sinn í 1. deild í þtjú ár og setti það mark sitt á þessa viðureign. Ég hygg þó að þessi spenna hafi bitnað meira á Haukunum, þeir hafa líklega ver- ið með hugann við þennan leik frá því mótið byrjaði." „Við þurftum að leggja okkur alla fram og þetta var ströng og erfið viðureign þar sem menn urðu að halda haus allan tímann. Mér leið ekki sérstaklega vel þegar Haukar jöfnuðu í seinni hálfleik og var ekki viss um að við hefðum sig- ur fyrr en Stefán skoraði úr víta- skoti (18:16) þegar hálf þriðja mínúta var eftir.“ „Þetta var góður leikur, varnir beggja liða mjög sterkar og mark- varslan afbragðsgóð. Leikurinn er okkar besti í vetur, sérstaklega var varnarleikurinn góður hjá okkur,“ sagði Þorgils Óttar en hann var án Óskars Ármannssonar sem var slas- aður og önnur FH-skytta, Guðjón Árnason, var í strangri gæslu og skoraði aðeins eitt mark. Haukarnir okkur alltaf erfiðir „Þetta var hörkugóður leikur og því er ég ánægður að við skyldum vinna," sagði Bergsveinn Berg- sveinsson, markvörður FH. „Mér fannst þetta erfiður leikur en er þokkalega ánægður með eigin frammistöðu. Það var mikil pressa á mér og þegar maður fær jafn fá skot á sig til að moða úr og nú þá krefst það mikillar einbeitni af manni. Það er alltaf mikil barátta í leikj- um þessara liða. Haukar eru okkur STANS! FH-ingar taka á móti Steinari Birgirssyni, leikmanni Hauka. Mikil stemmning var á áhorfendapöllunum. Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, stjómar sínum mönnum. Hér tilkynnir hann sínum mönnum að þtjár mínútur væri t:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.