Morgunblaðið - 16.10.1990, Side 3
MORGUNBLAÐH) IÞROI IIR liRttXJljDACiiJR 16. OKTÓBER 1990
B 3
Þorgrímur Þráinsson
Þorgrímur fæddist, 8. janúar 1959, í Reykjavík.
Foreldrar: Þráinn Þorvaldsson og Soffía Margrét Þorgrímsdóttir.
Atvinna: Ritstjóri íþróttablaðsins.
Giftur: Ragnhildi Eiríksdóttur.
Arangur knattspyrnu: Þrisvar sinnum íslandsmeistari með Val,
1980, 1985 og 1987. Bikarmeistari með Val_1988 og 1990. Sigur-
vegari í Meistarakeppni KSÍ 1979 og 1988. íslandsmeistari innan-
huss 1980. Reykjavíkurmeistari 1979 og 1987. Hefur leikið alls
268 leiki með Val, þar af 179 leiki í 1. deild og skoraði í þeim 9
mörk. Hann hefur leikið 17 A-landsleiki fyrir Island. Hann hefur
tvívegis verið kjörinn leikamaður ársins hjá Val og hefur verið
fyrirliði meistaraflokks síðustu fimm árin.
Annar árangur: Bikarmeistari með FH í fijálsum íþróttum 1988.
UMSK-meistari í glímu í sínum aldursflokki 1970. Sigurvegari í
60 metra hlaupi á Andrésar andar-leikum 1971. HSH-meistari
unglinga í spjótkasti 1977. Sigurvegari í spjótkasti í 2. deild bikar-
keppninnar 1987, þá með Ármanni.
aftur í liðið í sumar.
Frekar forseti Bandaríkjanna
Ferillinn hjá Val hefur verið ein-
staklega eftirminnilegur og þegar
maður lítur til baka get ég þakkað
fyrir að hafa fengið að taka þátt í
þessu. Ég hef náð að vinna alla titla
sem hægt er að vinna til og náð
að hampa þeim sjálfur sem fyrir-
liði. Ef einhver forspár maður hefði
sagt við mig, þegar ég var hjá
Víkingi á Ólafsvík, að ég ætti eftir
að vera fyrirliði Vals og spila með
íslenska landsliðinu, hefði ég sagt
að frekar yrði ég forseti Banda-
ríkjanna, svo fjarlægt var þetta á
þeim tíma.
Ég held að þrátt fyrir að hafa
verið að vinna til titla með Val þá
held ég að ég hafi fagnað mest er
við björguðum okkur frá falli 1983
er við unnum Vestmanneyinga. Ég
man eftir fyrirsögn í einu dagblað-
anna fyrir leikinn; „Falli Valur fell-
ur borgin“.
Besta Valsliðið 1988
Auðvitað eru margir leikir mjög
eftirminnilegir eins og þátttaka í
Evrópukeppninni. Leikurinn gegn
Mónakó hér heima 1988 var mjög
góður, unnum 1:0. Eftir á að hyggja
held ég að Valsliðið 1988 hafi verið
það besta sem ég hef leikið með,
þó svo ég hafi leikið með sterkari
einstaklingum áður og eftir.“
Þorgrímur segist hafa kynnst
mörgum frábærum leikmönnum hjá
Val þessi tólf ár. „Ég hef leikið
með körlum eins og Hermanni
Gunnarssyni, Matthíasi Hallgríms-
syni, Guðmundi Þorbjörnssyni og
Magnúsi Bergs. Guðmundur Þor-
björnsson var alltaf í miklu uppá-
haldi hjá mér. Hann er einn sterk-
asti persónuleiki sem ég hef kynnst
á knattspyrnuvellinum. Hann studdi
alltaf við bakið á mér og eins var
Magnús Bergs mér mjög innan-
handar."
Með tíu ferðatöskur
Þorgrímur fór í fyrstu utanlands-
ferðina 1979 er hann fór með Val
til Þýskalands til að leika gegn
Hamborg. „Ég var að fara til út-
landa í fyrsta sinn á ævinni, 20 ára
gamall. Heimurinn var ísland þá.
Það var mikið grin gert af mér er
gamli sveitamaðurinn mætti út á
flugvöllinn með tíu ferðatöskur, var
með fatnað fyrir hvert einasta hita-
stig upp í 30 gráður. Á bakaleið-
inni stoppuðum við í Englandi og
þá tók ég gömlu Álafossúlpuna með
bara fyrir þann eina dag. Ég lenti
með Guðmundi Þorbjörnssyni á her-
bergi í Hamborg á flottasta hóteli
sem ég hef nokkru sinni verið á,
eitt besta hótel í Evrópu. Fyrsta
morguninn eftir að við vöknuðum
velti ég því lengi fyrir mér hvernig
ég ætti að búa um rúmið og sagði
við Guðmund: „Ég get aldrei búið
um þetta rúm.“ Það var það flókið
mál fyrir óreyndan sveitamann sem
hafði aldrei séð þessu líkt áður. Það
var mikið hlegið að þessu og er
gert grín að því enn þann dag í
dag. 1 flugvélinni á leiðinni út var
ég beðin að opna glugga og athuga
hitastigið og allt í þessum dúr.
Maður fékk að finna fyrir því að
vera nýliði."
Bikarmeistari í frjálsíþróttum
og knattspyrnu sama ár
Á Ólafsvík var Þorgrímur í nán-
ast öllum íþróttum. „Mín aðalgrein
í gamla daga var spretthlaup. Fyrsti
gullpeningurinn sem ég vann mér
inn var hins vegar fyrir glímu hjá
UMSK í Kópavogi." Hann kynntist
spjótkastinu þegar hann var í sveit
sem krakki og hefur m.a. orðið
Bikarmeistari með FH í fijálsum
íþróttum 1988, sama ár og hann
varð bikarmeistari með Val í knatt-
spyrnu.
Laumaðist út til að kasta spjóti
„í sveitinni var til gamalt spjót
og ég var að kasta því svona mér
til gamans. Þegar ég kom suður
1975, sextán ára, bjó ég á Klepps-
veginum hjá ömmu minni. Ég laum-
aðist oft út á kvöldin og kastaði
spjótinu á túninu fyrir aftan blokk-
irnar. Þegar maður hugsar um það
eftir á var þetta algjört bijálæði,
en áhuginn var mikill og maður
notaði þann tíma sem gafst.
Eftir á að hyggja hefði ég viljað
láta reyna á það hvað ég hefði get-
að náð langt í spjótinu með réttri
þjálfun. Ég fékk aldrei neina til-
sögn. Hef kastað rúma 60 metra,
en er ákveðinn í því að gefast ekki
upp og ætla mér að kasta spjótinu
70 metra næsta sumar. Með því
að læra ákveðna tækni ætti ég að
ná því.“
„Tár bros og takkaskór“
Þorgrímur gaf út sína fyrstu bók
fyrir síðustu jól; „Með fíðring í tán-
um“ og nú er önnur á leiðinni; „Tár
bros og takkaskór“. Jafnframt er
Þorgrímur ritstjóri íþróttablaðsins,
sem Fróði gefur út. Um ritstörfm
segir Þorgrímur: „Ég kann ekki að
slappa af og verð því alltaf að hafa
eitthvað fyrir stafni. Ég hef ofsa-
lega gaman að því að skrifa. Systir
mín hvatti mig til þess að fara að
skrifa bækur og sagði við mig, af
hveiju ekki þú eins og einhver ann-
ar. Ég get ekki verið annað en
ánægður því bókin „Með fiðring í
tánum“ var söluhæsta íslenska
skáldsagan fyrir síðustu jól. Úr því
að ég er byijaður að skrifa á ég
eftir að gera það áfram og ég er
með mjög margar hugmyndir sem
ég á eftir að láta rætast á næstu
áratugum.
Skemmtilegast við það að skrifa
unglingabækur er að láta söguhetj-
urnar upplifa eitthvað sem maður
upplifði ekki sjálfur. Ég hef of-
boðslega gaman að unglingum og
bömum þótt ég hafi ekki verið í
nánum tengslum við börn. Það erf-
iðasta við að skrifa unglingabækur
er að setja sig inn í hugsunargang-
inn og orðalagið hjá þeim. Ég hef
skrifað þessar bækur á kvöldin og
um helgar, en auðvitað væri gott
að geta einbeitt sér meira að því
og hafa þetta sem aðalstarf. Ef
árangur á að vera góður verður
maður að gefa sér góðan tíma eins
og í svo mörgu öðru í lífmu.“
Morgunblaðið/KGA
Þorgrímur ásamt eiginkonu sinni, Ragnhildi Eiríksdóttur. Þau giftu sig í sumar og ætla í brúðkaupsferð til Indlands
næsta sumar.
„Okkur var sagt í sturtu eftir æfíng-
una að við þyrftum ekkert að mæta
aftur. Ég þrjóskaðist við og hétt
áfram en félagar mínir gáfust upp“
ef við hefðum haldið hópinn heima
í Ólafsvík og Víkingur þá hugsan-
lega getað orðið „alvöru“ lið.“
Þorgrímur fór suður í Mennta-
skólann í Reykjavík 1975, æfði þá
með Breiðabliki og síðan Fram en
lék með Víkingi Ólafsvík á sumrin.
Það var svo um háustið 1978 að
hann fór á fyrstu æfínguna hjá Val.
Lá beinast við að fara í KR
„í M.R. voru flestir minna bekkj-
arfélaga úr KR; Ágúst Már, Sæ-
bjöm Guðmundsson, Jósteinn Ein-
arsson og Erling Aðalsteinsson og
hefði því legið beinast við að ég
færi í KR. En einhverra hluta vegna
þá höfðu þeir ekki áhuga fyrir því
að fá mig í KR, alla vega gerðu
þeir ekkert til þess. Veturinn 1978
laug ég mig inná æfíngu hjá Val.
Sagðist vera tvítugur til að fá að
æfa með meistaraflokki. Við fórum
þangað þrír Ólafsvíkingar og stóð-
um okkur eins og við var búist,
mjög illa. Okkur v.ar sagt í sturtu
eftir æfínguna að við þyrftum ekk-
ert að mæta aftur. Ég þijóskaðist
við og hélt áfram en félagar mínir
gáfust upp. Síðar um veturinn
komst það upp að ég væri ekki
nema 19 ára og hafði því ekki ald-
ur til að æfa með meistarflokki.
En ég fékk að vera áfram.
„SveHö“
Eftir þennan vetur lék ég með
Víkingi Ólafsvík en kom síðan í
bæinn 1979 og lék þá mitt fyrsta
tímabil með Val. Var mest vara-
maður, en lék tvo leiki í 1. deild
og var fyrsti leikurinn gegn Hauk-
um sem við unnum 6:1. Kom inná
sem varamaður. Albert Guðmunds-
son var þá í Valsliðinu og hann
kallaði mig aldrei annað en
„Sveitó“. Þegar hann kallaði á bolt-
ann: „Hei þú „Sveitó“, gefðu hing-
að.“ Þannig að það var ekkert ver-
ið að vægja manni.
Þegar ég skipti yfír í Val var það
fyrsta sem ég heyrði frá kollegum
mínum á Ólafsvík að ég væri bara
að fara í Val til að geta æft með
þessum stjörnum, sem voru þá í lið-
inu. Valsliðið var stjörnum prýtt á
þessum árum og því hámark bjart-
sýninar að fara í Val því það var
nánast landsliðsmaður í hverri ein-
ustu stöðu.“
I landsliðið eftir sjö leiki
1980 var Þorgrímur orðinn fasta-
maður í Valsliðinu og var aðeins
búinn að leika sjö heila leiki með
því áður en hann var valinn í fyrsta
sinn í íslenska landsliðið. „Þá var
Guðni Kjartansson, landsliðsþjálf-
ari, og hann virtist hafa einhveija
tröllatrú á mér þó ég væri óreynd-
ur. Ég var nú reyndar svo óheppinn
að meiðast í síðasta deildarleik gegn
Skagamönnum nokkrum dögum
fyrir landsleikinn og gat þvf ekki
verið með. Guðni valdi mig aftur í
landsliðið árið eftir er við lékum við
Tékka í Bratislava og töpuðum við
6:1. Ég lék ekki aftur með landslið-
inu fyrr en 1984 undir stjórn Tony
Knapp og síðan tók Sigfried Held
við og þá var ég ekki inní í mynd-
inni. Bo Johansson, núverandi
landsliðsþjáflari, valdi mig síðan
i