Alþýðublaðið - 28.01.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.01.1959, Blaðsíða 4
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Hitstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ást- þórsson og Helgi Sæmundsson (áb). Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmars- son. Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri Pétur Péturs- son. Ritstjórnarsímar: 14001 og 14902. Aug'lýsingasími: 14906. Afgreiðslu- sími: 14900. Aðsetur: Albýðuhúsið. Prentsmiðja Alþýðubl. Hverfisg. 8—10. JJrslitin í Dagsbrún DAGSBRÚN hefur lengi verið aðalvirki kommúnista í verkalýðshreyfingunni, og þar hugð ust þeir vinna mikinn sigur við stjórnarkjörið um helgina. Aðalstefnumálið var að rangtúlka þá við- leitni núverandi ríkisstjórnar að færa niður verðlag •og kaupgjald til að tryggja atvinnu og afkomu þjóð arinnar. Kommúnistar spöruðu ekki stóryrðin. Þeir hrópuðu um kauplækkun, en þögðu vandlega um verðlækkunina. Og svo voru reykvískir verka- menn hvaftir lögeggjan að sýna ríkisstjórninni í tvo heimana með sem myndarlegustum sigri kommún- ista. Slík og þvílík voru tilmæli Þjóðviljans dag- ana fyrir stjórnarkjörið. Úrslitin í Dagsbrún urðu hins vegar þau. að kommúnistar fengu þar að þessu sinni færri at- kvæði en nokkurn tíma áður um langt árabil. Reyk vískir verkamenn létu áróður þeirra eins og vind um eyru þjóta. Alþýða höfuðstaðarins metur at- vinnuna og afkomuna réttilega mikils. Henni finnst engin ósvífni þó að til þess sé mælzt, að hún gefi eftir í kaupi sínu tíu vísitölustig gegn verð- lækkun, sem nemur seytján vísitölustigum. Og nú mundi áreiðanlega skammgóðan ávinning síðuslu samninga Dagsbrúnarmanna, þegar fallizt var á al menna verðhækkun samtímis því, sem kjarabæt- ■cimar fengust eftir áúk og disk. Verkalýðurinn í Reykjavík hefur ekki þá trú á verðbólgunni og dýrtíðinni, sem kommúnistar að hyllast. Honum dettur heldur ekki í hug að van- meta verðlækkunarstefnu núverandi ríkisstjórnar. Nú þegar segja til sín áhrif þeirrar viðleitni, að rík- isstjórnin byrjaði á að lækka vöruverð með niður- greiðslum um áramótin og gekk þannig til móts við fólkið. Kommúnistum er þess vegna hollt að gera jsér ljóst, að alþýðusamtökin ljá ekki máls á því á- byrgðarleysi, sem einkennir stjórnarandstöðu þeirra. Það sýna og sanna úrslitin í Dagsbrún. j 2 herbergi ti! feigu á j Hverfisgötu 116 (Hús Sveins Egilssonar). ] Upplýsingar á staðnum. áj» ] Samband íslenzkra byggingafélaga. Sími 17672. W:' Byggíngafélag verkamanna ASalf undur félagsins verður haldinn í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu sunnud. 1. febrúar n.k. kl. 2 e. h. II Dagskrá: V 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2 . Onnur mál. Stjórnin. FYRSTA þing Alþjóðasigl- ingamálastofnunarinnar — Int- ergovernmental Maritime Con- sultativa Organisation, skamm stafað IMCO — var haldið í London dagana 6. til 19. jan- úar. Aðalskrifsíofa þessarar nýju stofnunar, sem er 12. sér- stofnun Sameinuðu þjóðanna, verður í London. TÍU ÁR í ÐEIGLUNNI. Stofnskrá IMCO var samin á siglingaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem haldin var í Genf 1948 og hefur því verið 10 ár í deiglunni. Það stóð á helztu siglingaþjóðum heims- jns, að samþykkja stofnskrána, þar á meðal Norðurlandaþjóð- unum, sem m.a. óttuðust, að IMCO yrði meira en „ráðgef- andi“ í siglingamálum. En nú hafa alls eftirfarandi 31 ríki gerzt aðilar að stofnuninni: Argentína, Ástralía, Banda- ríkin, Belgía, Bretland, Burma, Dominiska lýðveldið, Equa- dor, Frakkland, Grikkland, Haiti, Holiand, Honduras, Ind- land, íran, írland, ísrael, Ítalía, Japan, Kanada, Kína, Libería, Mexikó, Noregur, Pakistan, Panama, Svissland, Tyrkland, Sameinaða Arabiska lýðveldið, Sovétríkin og Vestur-Þýzka- land. Tilkynnt var á þinginu, að stjórnir Danmerkur og Sví- þjóðar heíðu gert ráðstafanir til þess að fá þing þjóðanna til þess að samþykkja stofnskrá IMCO og myndu bæði þessi lönd væntanlega vera orðin að- ilar að IMCO innan tveggja mánaða. Danskur maður, Ove Niel- sen, sem áður var skrifstofu- stjóri í siglingamálaráðuneyt- inu og nú síðast ráðunautur í skipafélagi A. P. Möllers, var kjörinn fyrsti framkvæmda- stjóri IMCO. Á milli þinga í IMCO, sem haldin verða annað hvort ár, fer sérstakt ráð með stjórn stófnunarinnar. í þessu ráði eiga sæti fulltrúar f*á tólf að- ildarþjóðum. Þetta ráð skipa nú til næstu tveggja ára: Arg- entína, Ástralía, Belgía, Kana- da, Fx-akkland, Grikkland, Ind- land, Holland, Noregur, Sví- þjóð Bretland og Bandaríkin. Er þetta í samræmi við ákvæði H a n n e s á h o r n i n u ★ Ósveigjanlegur kjarni. . ★ Útreikningar, sem ekki stóðust. ★ Staðreynd, sem ckki má gleymast. ★ Hannibal veifar skúf af brenninetlum, KOMMÚNISTAR eru ákaf- lega vonsviknir af Dágsbrúnar- kosningunum. Þeir héldu að þeim myndi takast að sprengja andstöðuarminn á eínahags- málafrumvarpi ríkisstjórnarinn- ar. Þeir ætluðu að láta kosn- inguna verða yfirlýsingu reyk- vískra verkamanna um það, að þeir væru í vaxandi mæli and- snúnir þeim aðgerðum, sem nú er verið að gera til þess að stöðva og draga úr dýrtíðinni. ÞETTA MISTÓKST gjörsam- lega. Útkoman hjá þeim sjálfum er verri en hún var í fyrravetur við stjórnarkosninguna. And- staðan er styrkari eri hún áður var — og það er fyrir öllu. Hins vegar er rétt að minna á það, að það er erfitt að vinna þá, sem hafa vopnin í höndum hér, fara alls ekki að lögum og semja sér reglur sjálfir við hverjar kosn- ingar og níðast í krafti þeirra á andstæðingunum. AÐEINS 2600 erú á kjörskrá í Dagsbrún. Stjórnendurnir njóta tómlætis verkamanna. Þeir láta starfsmenn sína gæta þess vel og dyggilega, að ekkert fráfall verði vegna greiðslu fé- lagsgjalda. Þeir láta hina af- skiptalausa þar til kosningar eru afstaðnar, þá er fyrst farið að krefja þá. Allir, sem vanir eru félagsmálum, vita hvað þetta heíur að segja. KOMMÚNISTAR TAPA Dags brún að lokum. Þeir tapa félag- inu þegar boginn verður spennt- ur á þann hátt, að sundrung verður í þeirra eigin liði. Þann- ig unnu þeir Dagsbrún upphaf- lega, því mega andstæöingar þeirra aldrei gleyma. Það á að marka starfsaðferðir andstæð- inga þeirra fyrst og fremst. En jafnframt er nauðsynlegt, að styrkja andstöðukjarnann — og hann er sannarlega fyrir hendi. MARGIR TÖLDU að komm- únistum myndi nú takast með blekkingum sínum að magna ótta og hræðslu út af lausn efna hagsmálanna. Og þeir ætluðu sér að gera það. Einn af kunn- ustu starfsmönnum þeirra sagði við andstæðing sinn: „Nú fáum við um 1600 atkvæði, en þið ekki nema 400. Það skuluð þið sanna. Við skulum sýna ykkur það, hvað verkamenn segja um efnahagsfrumvarpið.“ EN ÚTKOMAN varð önnur. Úrslitin eru ósigur fyrir komm- lúnista. Baráttan um stöðvun dýrtíðarinnar, stefnu Alþýðu- flokksstjórnarinnar, stendur sem hæst nú. Síðan hún hófst hafa allir, sem reynt hafa að sprengja stefnuna, orðið að láta undan síga: Kommúnistar, sem reyndu að æsa upp bátasjómenn, — og kommúnistarnir í Færeyjum.— Nú veltur á alþingi. Hversu lengi ætla þingmennirnir að velta málinu milli sín? Hverju taka fulltrúar einstakra hags- munahópa upp á? VERÐUR REYNT að sundur- lima frumvarpið? Verður reynt að sprengja glufur í varnargarð inn gegn dýrtíðarflóðinu? Þjóð- in fylgist vel með. Frumvarpinu verður ekki breytt nema til tjóns fyrir þjóðarheildina. Á byrgðin hvílir á stjórnmálaflokk unum á alþingi. Þetta eru ör- lagaríkir tímar fyrir þjóðina. Og þetta eru örlagaríkir tímar fyrir stjórnmálaflokkana og einstaka íorustumenn þeirra. HEFÐI HANNIBAL haldið fast við stefnu síná frá því er hann var ráðherra, þá hefði hann staðið með pálmann í höndunum í dag. Nú veifar hann aðeins skúf af brenninetlum -— og skaðar sjálfan sig. Hannes á horninu. stofnskrárinnar, en auk þess voru kjörnir í ráðið fullti'úar frá Vestur-Þýzkalandi, Ítalíu, Japan og Sovétríkjunum. VAFAATRIÐI LAGT FYRIR ALÞJÓÐADÓMSTÓLINN. Miklar umræður og deilur urðu um skipan Siglingaörygg- isnefndar stofnunarinnar. Sam kvæmt 28. grein stofnskrárinn- ar skal þessi nefnd skipuð full- trúurn þeirra 8 þjóða, er stærst an skipastól eiga. Nú er það hins vegar svo, að samkvæmt skipaskrám Lloyds eru Liberia og' Panama í þessum flokki, Fulltrúi Breta og annarra ríkja á IMCO þinginu vildu hins vegar ekki viðui'kenna, að Libería og Panama „ættu“ eins stóran skipastól og siglir undir fánum þessara þjóða. Var því m.a. haldið fram, að það vrði að fara efiir þjóðerni hinna raunverulegu eigenda sikpa til hvaða þjóðar þau teldust frek- ar en eftir því, hvar þau væru skráð í það og það skiptið. Málamiðlunartillaga frá Banda ríkjafulltrúanum, sem gekk út a, að kjörinn yrði öryggismála- nefnd til bráðabirgða til tveggja ára og í henni gætu átt sæti öll aðildai'ríki, sem þar vildu vera, var felld með 14 atkvæð- um gegn 12, en tvær þjóðir sátu hjá við atkvæðagreiðsl- una. Samþykkt var að skjóta á- greiningsmáli þessu til Alþjóða dómstólsins í Haag og fá úr- skurð hans um, hvei'nig skilja bæri ákvæðin frá 1948 um skip an nefndarinnar. Meðal þeirra máia, sem IMCO mun láta til sín taka, Framliald á 11. síðu. Fornindíána \ borg á íjallstindi j RANNSÓKNARLEIÐANG ■ UR frá háskólanum í Los An- í geles fann nýlega borg á; fjallstindi í Mexikó, senx yf-I irgefin hefúr ve'rio mjög; snögglega fyrir um það bil í eitt þúsund árum. ; Borg þessi er á fjallstindi; um 1200 metrum yfir sjáv- * armáli. Talið er að íbiiar; hennar hafi verið 4—5 þús- j undir og 1500 hús hafa fund-; izt, og eiga þaú sér enga hlið-' j stæðu annars staðar í heimin-; um. Húsin eru byggð á inet- ; ers háum grnni hlöðnum úr; torfi og grjóti og liggja tröpp ■ ur upp áð húsunum. Sjálf éru ; húsin gerð af bambus og þak- • in leir. : Þarna hefur blómgazt ■ glæsileg steinaldarmenning.: íbúarnir hafa stundað nokkra ■ alcuryrkju og híaðið stalla i: hlíðum fjallshis undir akr- ■ ana. í miðju þorpinu er vatns: þró ein mikil. Bogar og örv- j ar voru helztu veiðitækin. í-: búarnir stunduðu eins konar ■ körfuknattleik, sem reyndax-; er þekktur frá ýmsum lönd- ■ um Ameríku. : Fyrir um það bil 1000 ár- ■ um virðast allir íbúarnir hafa : yfirgefið þorpið, hvort sera ■ þeir hafa verið herteknir eða : einhverjar aðrar ástæður • hafa legið fyrir hinu skyndi-: lega hvorfi þeirra. Þaö vekur j athygli að engar grafir hafa: fundizt í grennd við þessa jj dularfullu borg á f jallstind- : inum. ■ 28. jan. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.