Alþýðublaðið - 28.01.1959, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 28.01.1959, Blaðsíða 6
Agnar Mykle gcrist lcib ritahöfundur og leikari Kvenfélk er | ólypara en 1 karlmenn NÝLEGA hefur farið fra'm í Leiden í Hollandi og í Vín -sálfræðileg rann- . sókn, sem gaman er að velta fyri'r sér. Rannsókn- arefnið var: Hvers vegna lýgur fólk? Niðurstöður leiddu meðal annars í ljós, að kvenfólk er yfirleitt ó- lygnara en karlmenn, að . undanskildum st.elpum á aldrinum 10—14 ára. Mestu lygalauparnir eru strákar á aldrinum 15—18 ára. En hvers vegna lýgur fólk? * 41% til þess að komast hjá óþægindum. * 14% til þess að svala óskhyggju sinni. % 8% til þess að vekja á sér athygli. * 6 % til þess að hjálpa öðrum. 4% til þess að verða ekki að athlægi. 3% til þess að hafa á- h rif á aðra. Rannsóknin leíddi einnig í ljós, að taugaveiklað og óhamingjusamt fólk lýgur meira en annað. Ástfangið og hamingjusamt fólk gríp- ur mjög sjaldan til ósann- inda. Börn byrja fyrst að segja ósatt á 5—6 ára aldri, eða öllu heldur þegar þau fara sjálf að verða fyrir barðinu á lyginni. AGNAR MYKLE hefur samið leikrit, sem verður sýnt á Allé-Scenen í Kaup- mannahöfn í haust. Það vek ur athygli, að leikritið verð- ur frumsýnt í Kaupmanna- höfn, en ekki í Osló, og sannast þar enn einu sinni, að enginn er spámaður í heimalandi sínu. Mykle mun hafa samið þetta leik- rit er hann dvaldist í North Carolina háskólanum í Bandaríkjunum fyrir nokkr um árum. í>ar var leikritið sýnt í æfingaleikhúsi nem- enda og. lék hann þar sjálf- ur aðalhlutverkið. Og það sem mesta athygli vekur er enn ótalið: Mykle ætlar sjálfur að leika aðalhlut- verkig á frumsýningunni í Höfn. Leikstjóri verður Arne Weel og segist hann hafa komizt yfir verkið af einstakri heppni. Konung- lega leikhúsið í Höfn hafði það til yfirlestrar í nokkra daga, en hafnaði því af ein- hverjum ástæðum, og var þá Arne Weel ekki lengi að grípa tækifærið. Hann seg- ir, að leikritið sé óvenju- lega djarft og skáldlegt. Það fjallar um dómsdag. Persónur eru miðstéttarfjöl skylda og eru sýnd vig- brögð hennar við hinum furðulegustu atburðum. Til dæmis eru persónur leiks- ins vaktar upp frá dauð- um. Guð almáttugur mun reyndar ekki koma fram á sviðinu, eii hins vegar heyr ist í Gabriel og fleiri erki- englum. Verður vissulega fróðlegt að frétta meira af þessu nýjasta uppátæki Agnars Mykle. iiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiniKiimiiiiiiiiiiiiiniii Játiiinpr GANGSTERINN Harry the Killer situr við bana- þeð konu sinnar. Rödd hennar er orðin að lágu hvísli. •— Elsku Harry, stynur hún, — ég þarf að játa svo- lítið áður en við skiljum. Það var ég, sem tók 10 þús. dollara úr •peningaskápnum þínum. Og ég eyddi þeim meg bezta vini þínum-, Ar- tie Bullmeda. Og það var ég, sem neyddi ástmey þína til að yfirgefa borgina. Og það var ég, sem gaf skatta- yfirvöldunum upplýsingarn ar um tekjur þínar, og . . . — Þetta er allt í lagi, elskan, taktu það bara ró- lega, sagði Harry, — hugs aðu ekki meira um þetta. Það er ég, sem hef gefið þér inn eitur. Fór sjálfur sömu leiö LÖGREGLUÞJÓNN í Horsens í Jótlandi, sem oft og einatt hefur sett þjófa og aðra misyndismenn bak vig lás og slá, hefur nú sjálfur hafnað „hinum meg in við grindurnar". Mála- vextir eru þannig, að nokkr um dögum fyrir jól voru hafðir samskotabaukar fyr- ir sjúka og fátæka við jóla tré bæjarins. Baukarnir voru opnir, og var því hafð- ur lögregluvörður við þá að næturlagi. Einn morgun, þegar að var gáð, þótti mönnum undarlega lítið í einum bauknum, og þar sem lögregluþjónn hafði staðið yfir honum alla nóttina, var ekki nema um tvennt að ræða. Annaðhvort hafði hann sofnað eða stolið fénu sjálfur. Lögregluþjónninn játaði að hafa liaft það sér til dundurs um nóttina að tína peninga upp úr baukn- um, en síðan gleymt að láta þá aftur. Þessu var náttúrlega ekki trúað og vesalings lögregluþjónninn hefur nú verið sviptur emb ættinu og situr af sér sekt- ina. IIIIIIIIIIIIIII!IIIIII|IUIIII!||IIII|||||||||||||||||I||||||||I1||||||Í||||||II||1I|UIIII||||||||I||„I,I„ „IHU, ,11, UHUIil Ul IUUIIHIHHiiiUHUHIIUHIIIUUmillUIIIUIIIifnuiHHUIIUiiUUiHIUlHUUmmiHiHiHHUUUiUUiiiiUim,, EKKERT ER NÝTT UNDIR SOLINNI SlðHViRP ÁRIÐ 1890 birti bandarískt tímarit þessa ’eikningu. Höfðinglegur maður situr mak- indalegur á stól og reykir vindil meðan hann -horfir á óperusýningu á kringlóttu tjaldi. Við hliðina á tjaldinu er hátalari svo unnt sé að njóta tónlistarinnar um leið. Það var fyrst tíu árum seinna, að menn fundu upp kvikmyndirnar, hvað þá sjón- varpið. Blaðið getur þess, að höfundur teikn ingarinnar vilji ekki láta nafns síns getið, enda sé það hyggilegast fyrir hann. ÞAÐ eru vissulega orð að sönnu, að ekkert er nýtt undir sólinni, Sjónvarp og kjarnorkuver eru fyrir- brigði, sem ætla mætti, að enginn hefði látið sér detta í hug á nítjándu öld. En jafnvel þá létu . menn sig dreyma um' svo fjarstæða hluti og hlutu auðvitað háð og spé að launum, ef þeir hafa þá ekki verið taldir bilaðir á geðsmunum. Til er teikning frá árinu 1913, þar sem teiknarinn ímynd- ar sér hvernig styrjaldir verði háðar í framtíðinni. Efst á myndinni er risastórt loftfar með oddhvössum vængjum, og er það engan veginn ólíkt loftförum nú- timans. Neðar á myndinni er ’ herskip búið fallbyssu, sem beint er að loftfarinu. En hinn hugkvæmi teiknari hefur ekki áttað sig á hraða hinna nýju flugvéla, sem ekki er von. Ári síðar en myndin er teiknuð brauzt heimsstyrjöldin fyrri út, og þá þega var farið að beita flugvélum. Þess þarf vart að geta, að teikningin vakti geysimikla athygli á sínum tíma og voru menn sam- mála um, að myndin. væri fjarstæð og óhugnanleg og hugdetta þessa furðulega teiknara gæti aldrei orðið ag veruleika. Til hliðar hér á síðunni eru birtar tvær gamlar teikningar, sem sýna hversu ímyndunarafl manna getur verið ótrúlegt. TEIKNING þessi er gerð árið 1905 og á að sýna kjarnorkuver. Á þessum tíma kom íyrir, að rithöfundar og aðrir hugvitsmenn ímynduðu sér geisla, sem mundu verða til mikils gagns í heiminum. Englendingurinn Bulwer-Lytton, sem samdi bókina „Síðustu dagar Pompei“, lét sér fyrst detta í hug geisla, sem væru notaðir til tortímingar í styrjöldum, en síðar lét hann sögupersónur sínar komast að þeirri niðurstöðu, að þessa sömu geisla mætti einnig nota í baráttunni tyrir eilífum friði. iiiiiiimiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiuiii Z. u’ I Eilíff sólskin | | eftir 40 ár. I | EFTIR 40 ár verð- | I ur alltaf blíðskapar- 1 I veður í Moskvu og sól 1 1 búin til af mannavöld = = um mun að eilífu i = skína yfir Rauða torg- i 1 imi. | i Þessar upplýsingar i i er að finna í nýút- = = kominni metsölubók i i í Sovétríkjunum, sem i i nefnist: „Skýrsla um i | 21. öldina.“ í bók þess | i ari kennir margra = | furðulegra grasa. Til | i dæmis munu íbúar i = Moskvu aðeins þarfn- i | ast tveggja tíma | i svefns á sólarhring i i eftir 40 ár. Að sjálf- = i sögðu verða bifreiðir i i þá með öllu úr sög- i i unni, en í þeirra stað i i komnar þyrilvængjur i i og hreyfanlegar gang i i stéttir. Í UIIHIIIIIIIHIIHIUUUIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIU Og. svo var það soldáninn, sem alltaf kvongaðist tví- burum. Þannig eignaðist hann nefnilega færri tengda mömmur. ☆ Enn eitf f ntef. AMERÍKUMA Stev.ens hefur heimsmet í köJ hélt sig 31 kluki tíu mínútur nið laug í New Jerse hann stytti sér : tafl. Mótleikarar aðrir kafarar, s€ á um að tefla við vens var með geymi, blýbelti Þegar hann að I upp úr vatninu : ,,Ég hefði vel. lengur niðri, en inn leiður á að fyrir utan var ví uð kalt.“ ÞRÍR drukkn stöðvuðu leigubí artorg og stigu i — HverÞá að : bílstjórinn. -— Á Lækjarh — En við eri artorgi. — Þakka þér aði svarið, — þi ið andskoti hr£ Síðan borguc stigu út. KROSSGÁTA NR. 21. Lárétt: 2 rannsaka, 6 tíðartenging, 8 sjávarguð 9 smábýli, 12 auðir blett ir, 15 í fuglum, 16 dýr (þf.), 17 vera hrif- inn af, 18 forfeðurnir (þf.). Lóðrétt: 1 kvenvargar (ef.), 3 ryk, 4 til smíða (þi:), 5 nafnlaus, 7 ó- veður, 10 skrá, 11 æ.ttar- nafn skálds, 13 stilla, 14 gróði (þf.), 16 skilyrðis- tenging. / '2 $ l y 8. 9 fo /2 ■j /s // /4- Lausn á krossgátu nr. 20. Lárétt: 2 lepur, 6 as, 8 rrr, 9 gól, 12 ágætsta, 15 vetur, 16 lím, 17 RM, 18 masar. Lóðrétt: 1 sag prest, 5 úr, 7 soj 11 karma, 13 te: 16 la. .'■aBtieíoaBBaBaaBUOHaBnBBBanoaBR* Kafbáturinn siglir: á fullri ferð og nú ' ofan á vatninu. Orustuskipin hafa áugljóslega gefizt upp á eltingaleiknum, því ekkert skip er sjáanlegt svo langt sem augað eygir og í rat- sjánni virðist ekki heldur vera um neina kafbáta að ræða. Yfirmaðurinn hefur orðið þess áskynja gegnum talstöð frá Alaska, hvað gerzt hefur og hann veit því um alla málavöxtu. Hann situr nú og ígrundar hvað gera ska þið,“ segir hann stöðina, ,,ég: si r.eyna að leysa Nú veit ég nokk hvernig í þessu. er Juan, sem h ® 28. jan. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.