Alþýðublaðið - 28.01.1959, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 28.01.1959, Blaðsíða 9
ll?róttir ^ Viðtöl við handknattléiksmenn. - I.s rÞet!a werliír erfið för, en liðið er vel æff og allir munu gera siff bezfa' 1 segir Guniilaugur Hjálmarsson. UM ÞESSAK MUNDIR cr liandknattleikur vinsælasta í- þróttagreinin hér í Reykjavík, enda ekki að furða, hver keppn in rekur aðra og eftir hálfan mánuð mun íslenzka landslið- — Fyrstu kynni mín af hand knattleik voru 1949 í barna- skólanum, en fyrsta keppnin var seint á því ári í marki Vík- ings. Þjálfari Víkings í þann tíð var núverandi formaður landsliðsnefndar, Hannes Þ. Sigurðsson. Ég lék með Víking í þrjú ár, en fór í Val 1952 og keppti með Val í handknatt- leik í tvö ár. Þegar ég gekk upp í 2. flokk 1954, gekk ég í ÍR og hef leikið með því félagi síðan, hæði í meistaraflokki og 2. flokki. Þið liafið haldið vel saman síðan, þessi ÍR-flokkur, er ekki svo? Já, satt er það, við erum orðnir anzi samrýmdir, Her- mann, Matthías, Pétur, Þorgeir, Ólafur og Böðvar. í vetur hafa svo nokkrir ungir og efnilegir piltar bætzt í meistaraflokk félagsins. Hvað finnst þér skemmtileg- ast við handknattleikinn? —• Mér finnst meira gaman að keppa í handknattleik en knattspyrnu, sérstaklega vegna hins mikla hraða og hinna skemmtilegu augnablika, sem eru óteljandi í handknattleikn- um, það er meira um dauða kafla í knattspyrnunni að mínu áliti. Getum við náð lengra í hand knattlcik við nfiverandi aðstæð ur? — Ég held að það sé útilok- að, það sem fyrst og fremst vantar er stærra hús og er leið- inlegt og sorglegt, ef satt er, að forystumenn íþróttamálanna standa gegn slíku framfara- og nauðsynjamáli. — Einnig finnst mér, að hingað vanti fyrsta flokks þjálfara, sem kann allt fyrir sér í handknattleik. Hvað ætlar þú að æfa lengi, ef heilsa og ástæður leyfa? — Ekki skemur en til 35 ára aldurs. Handknattleiksmenn hér og íþróttamenn yfirleitt, hætta alltof snemma. Erlendis hætta fáir íyrir þrítugt. Hvernig leggst utanförin í þig? — Fyrst vil ég þakka Ásbirni Sigurjónssyni, formanni HSÍ, ásamt stjórn hans og Hannesi Þ. Sigurðssyni og Frímanni Gunnlaugssyni fyrir dugnað- inn, að hafa gert þessa vænt- anlegu för að veruleika. Þeir hafa allir verið mjög áhuga- samir Um þetta mál og gert sitt bezta, til þess að vel fari. Einn- ig vil ég leggja áherzlu á fjár- framlög landsliðsmannanna til fararinnar, án þeirra hefði ekkert úr förinni orðið. Um væntanleg úrslit í leikj- unum vil ég sem minnst scegja, þetta verður erfið för og and- stæðingar okkar eru beztu handknattleiksþjóðir heimsins, svo að ekki er ráðizt á garð- inn, þar sem hann er lægstur. Eitt vil ég þó fullyrða að lok- um, að allir leikmennirnir munu áreiðanlega gera sitt bezta og vel það í væntanleg- um leikjum og meira er ekki hægt að krefjast af okkur. Valbjörn slökk 1(1 í hástökki án alrennu. FRJÁLSÍÞRÓTTADEILD ÍR hélt innanfélagsmót í ÍR-hús- inu sl. mánudagskvöld. Keppt var í þrem flokkum, fullorð- inna, drengja og sveina og náð- ist góður árangur. Valbjörn Þorláksson náði sínum bezta og næstbezta árangri íslend- ings í hástökki án atrennu, met Vilhjálms er 1,66 m eins og kunnugt er. Helztu úrslit: Hástökk án atr.: Valbjörn Þorláksson, 1,61 m. Karl Hólm, 1,51 m. Drengir: Jón Þ. Ólafsson, 1,45 m. Seindór Guðjónsson, 1,46 m. Sveinar: Jón Þormóðsson, 1,35 m. Langstökk án atr.: Björgvin Hólm, 3,10 m. Valbjörn Þorláksson, 3,07 m. Drengir: Jón Þ. Ólafsson, 2,92 m. Tómas Zoéga, 2,82 m. Sveinar: Jón Þormóðsson, 2,69 m. Friðrik Friðriksson, 2,48 m. Hástökk m. atr.: Björgvin Hólm, 1,76 m. Valbjörn Þorláksson, 1,61 m. Drengir: Jón Þ. Ólafsson, 1,71 m. Kristján Eyjólfsson, 1,61 m. Steindór Guðjónsson, 1,61 m. Samkvæmt upplýsingum ÍR inga eru æfingar mjög vel sótt- ár og nýir félagar bætast stöð- ugt í hópinn. Hér sezt Gunnlaugur Hjálmarsson í keppni, hann er í skot- færi í Heimsmeistarakeppninni í fyrra. ið í handknattleik þreyta þrjá landsleiki. íþróttasíðan hefur ákveðið að eiga stutt viðtöl við nokkra , af landsliðsmönnunum, en sá sem rætt verður við fyrst, er Gunnlaugur Hjálmarssón, ÍR. Gunnlaugur er aðeins tvítug ur, fæ.ddur 22.' júlí 1938, en hefur þó iðkað handknattleik í 10 ár. Iþróttir erlendis EINS OG skýrt hefur verið frá hér á íþróttásíðunni, stend- ur yfir heímsméistafakeppni í körfuknattleik í Santiago í Chile um þessar mundir. Mótið héfur verið ailsögu- legf, ]>ví aö Rússar og Búlgar- ar hafa neitað að leika gegn F ormósu-'Kína. Er búizt við, að þessar tyær þjóðir verði að greiða 2000 dollará sekt, og yerða auk þess dæmdir úr mót- inu og eitt ár frá allri keppni. —o— OL-meistarinn frá 1957, Lee Calhoun, er nú aftur farinn að keppa, cn hann var dæmdur frá keppni í eitt ár í fyrra, þar scm hann tók þáít í sjónvarps- dagskrá. Caihoun sigraði í 45 yds grind á móti í Boston ný- h'ga á 5,6 sek. , —o— Betty Cuthbert jafnaði f.vrir nokkru hcimsnietið í 440 vds, hljóp á 55,6 selc. Metið á Molly Hiscox, Englandi. Belgíumenn liafa nú valið 22 konur og karla iil sérstakra æfinga fyrir Olympíuleikana í Róm næsta ár. Einn ai' þeim er heimsmethafinn í 800 m lilaupi, Koger Mocns. Allar stærðir af Sólks- og vörulyítum úlvegum vé fré STROJEXPORI í Prag. * ■' Yeitum alla tæknilega aðstoð við val og uppsetningu. HEÐINN Sími 2-42-60 — (10 línur)- Alþýðublaöið — 28. jan. 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.