Alþýðublaðið - 29.01.1959, Blaðsíða 1
FRAMSOKNARMENN SAIU HJA
FRUMVARP ríkisstjórnar-
innar um niðurfærslu verð-
lags og launa var samþykkt við
aðra umræðu í neðri deild í
gærdag með 19 akvæðum gegn
5, en 10 sátu hjá. Með friim-
varpinu greiddu atkvæði Al-
þýðuflokksmenn og Sjálfstæð-
ismenn, en á móti kommúnist-
ar. Framsóknarmenn greiddu
ekki atkvæði, og verði afstaða
þeirra hin sama í efri deild,
þegar máliö kemur þangað, er
framgangur þess tryggður.
Allmargar breytingatillögur
höfðu borizt við frumvarpið,
arni”
Á FUNDI bæjarráðs s. 1.
þriðjudag, var samþykkt að á-
burður sá, sem sorpeyðingar-
stöð bæjarins mun væntanlega
selja, skuli nefnast „Skarni“.
Telja sérfróðir meiin, að á-
burður þessi sé mjög góður, og
að mörgu leyti mun betri held-
ur en húsdýraáburður.
bæði frá meiri- og minnihlut-
um fjárhagsnefndar og ein-
stökum þingmönnum. Tvær
slíkar tillögur frá kommúnist-
um, sem hefðu gjörbreytt
kjarna frumvarpsins um nið-
urfærslu, voru felldar með
miklum atkvæðamun, 19:5 og
18:5.
Hins vegar víxlaðist nokkuð
afstaða flokkanna í sambandi
við breytingatillögur viðkom-
andi landbúnaðinum. Var þar
deilt aðallega um 3,3% grunn-
Iaun, sem bændur hefðu orðið
á eftir Dagsbrún í grunnkaups-
hækkunum, en forsætisráð-
Jicrra sagði í umræðum í fyrra-
dag, að slík leiðrétting mundi
valda miklum glundroða í mál
inu í heild og hafa margvís-
legar afleiðingar. Stóð fram-
sókn ein að þessu máli, þegar
til atkvæðagreiðslu kom, en
hinir flokkarnir allir á móti.
Hins vegar voru samþykktar
aðrar leiðréttingar fyrir bænd-
ur, aðallega sú að breyta mætti
verði á landbúnaðarafurðum 4
sinnum á ári, og er það til sam-
Framhald á 2. síðu.
Emil Jónsson forsœtisráðherra á alþingi í <?œr
PARÍS: Raoul Salan, áður
hæstráðandi í Algier, hefur ver
ið skipaður yfirmaður hersins
í París. Jaques Massu hefur
verið skipaður starfandi yfir-
maður hers í Algicr.
Emil Jónsson, forsætisráðherra
Gylfi Þ. Gíslason.
Ræða hans er rakin á baksíðu.
Launþegar myndu 10 vísitölustigum
á eftir í áframhaldandi kapphlaupi
kaupgjalds og verðlags
NIÐURFÆRSLAN er tilraun Alþýðuflokksins að
leysa vanda allrar þjóðarinnar, sagði Emil Jónsson
forsætisráðherra í útvarpsumræðumum á alþingi í
gærkvöldi. Engin lausn er til, sem ekki verður nokk-
ur fórn fyrir almenning, en niðurfærsla vísitölunn-
ar er engan veginn sú árás á lífskjör launþeganna,
sem kommúnistar vilja láta, þar eð hækkun, ef dýrtíð-
arkapphlaupið héldi áfram, myndi að meðaltaii 10
stigum á eftir hækkun verðlagsins samkvæmt áliti
sérfræðinga.
Allar aðrar ráðstafanir hefðu bersýnilega kostað almenn
ng' meira, sagði forsætisráðherra ennfremur, og því er cng-
im vafa bundið, að úrræði ríkisstjórnarinnar séu skásti kost-
iriiin. Kaupmáttur launanna verður heldur meiri 1. marz,
ægar niðurfærslan er komin til fullrar framkvæmdar, en hann
vTar 1. október í haust, og með þessu rnóti verður komizt hjá
nýjtun álögum og jafnvægi náð í rekstri atvinnutækjanna og
þjóðarbúsins,
F orsætisráðherra svaraði
:purningunni um, hvort k:omr
zt verði hjá nýjum álögum, —
neð eftiirfarandi upplýsingum:
Auknar bætur til sj'ávarút-
/egsins og landibúnaðarins sam
’ívæmt frumvarpi ríkisstjórnar-
innar nema alls 77,7 milljónum
króna. Niðurgreiðslurnar, sem
-gripið var tix um áramótin, —
munu' ko-sta 75 milljónir á ár-
inu. Ennfremur mun útgjalda-
aukning ríkissjóðs vegna grunn
kaups- Og vísitölubreytinga
nerna 22,2 m-illjónum króna. —-
Framhald á 2. síðu.
Fébæfur fyrir ólögiega hand-
töku og gæzsluvist á Kleppt
Hæstiréttur dæmir ríkissjóð til að
greiða Bandaríkjamanni 15. þús. kr.
DVIK ÍOSKPSSONS PATENTLMERTIMA.
j-n
t- WriihíOWr
' I . i • .Knkrntii-
< ‘t > ' • *
Pi'iMÍnlirhki'itt n.
\mmmy
Etwa* ö-'tv»tt þaþfr ich twnxi-n EíúecctHcií cisgsrlctea «n<!
túc kaiic iclt f/m zíoIcís Ffeisch
1 hlHA
Fbwíu»»;ifetvr híainkt
Ötem$>: OI yéíét ‘ iítc vorzi|gli<*Iin -t Etcts dar. Ivh
siécktc »'íi! p.títr TtUpfchen itt mewe Tðsdhe hmein, wo és wfe
élo Zfoitefjóiltc! wirfetc, itiiiu- niriti: Wirksanicn*?; g«f«aden,
urti mm; Itærtc Wölmirtg tn cutr Woiclte «áó*uæaala;r».
SíINAIt OL'tI-ÚEESSON, VœwttJúsadéir dcf Kt»nr»tun»«ltm:h«4a
...............
I’a o i I lait t
Hi>» • <*uitjí«- IVopíon iwitr «h imt ,uií tjt »i •'rólJtfe 1 u\>i ~
íVCÍOícr íKtforT tvciclt wurtit*.
PLAGGIÐ á meðfylgjandi
mynd kom úr böggli, sem
hafði að geyma lýsissýnis-
horn á glasi. Móttakandi —
reykvískur borgari — skaut
því tij okkar. Kunnum við
svo þessa sögu ekki lengri,
nenia hvað ailt bendir til
r r
þess, að hér sé um þýzka
auglýsingabreliu að ræða —
með íslenzkri hjálp. — Við
birt-um til gamans skilmerki
lega þýðingu textans:
Patenílýsi Lúð-
víks Jósefssonar
Gjörið svo vcl að lesa* eft-
irfarandi lof frægra manna,
áður en þér reynið þetta
mýkjandi kraftaverkalýsi:
HERMANN JÓNASSON, for
sætisráðherra Islands:
Ég nuddaði nokkru af því
á æðarkollur mínar, og aldr-
ei hef ég borðað eins meyrt
kjöt.
EYSTEINN JÓNSSON, fjár-
málaráðherra Islands:
Þetta lýsi er hin ágætasta
verzlunarvara. Ég lét nokkra
dropa í vasa minn, þar sem
það verkaði eins og undra-
lyf. Ég lief aldrei fundið neitt
áhrifaríkara til þess að
breyta hörðum gjaldeyri í
linan.
EINAR OLGEIRSSON, for-
maðux ko n f m ú n i s t af 1 o kk s
Islands:
Aðeins fáeinum dropum
nuddaði ég á hauskúpu mína
sem varð samstundis mjúk.
WVWW*WWWVWMMiWWWWMVWWWMWWWW*iVMMWVmwmWWW»WWVWW»l
HÆSTIRÉTTUR hefur kveð-
ið upp dóm í málinu Fjármála-
ráðherra f. h. ríkisjsóðs gegn
Robert P. Walsh og gagnsök.
Er ríkissjóður dæmdur til að
greiða honuni 15 þúsund krón-
ur, ásamt 6% ársvöxtum frá
22. okt. 1955 íil greiðsludags
og málskostnað í héraði og fyr-
ir Hæstarétti kr. 6000,90.
Einar Arnalds, borgardóm-
ari, hafði kveðið upp undir-
réttardóm, þar sem fjármála-
ráðherra f. h. ríkissjóðs hafði
verig dæmdur til að greiða R.
P. Walsh 10 þúsund kr. auk
6% ársvaxta og 1700 kr. í máls
kostnað. Eysteinn Jónsson,
fjármálaráðherra, áfrýjaði og
krafðist þess, að kröfum R. P.
Walsh yrði hrundið. Walsh
höfðaði málið og krafðizt 100
þúsund kr. skaðabóta með 7%
ársvöxtum frá 22. okt. 1955.
SKÝRT FRÁ GEÐVEIKI.
Málavextir eru þeir, að 12.
okt. 1956 komu fimm Banda-
ríkjamenn oo eiginkona stefn-
anda, Bergljót WaLh, til lög-
reglustjórans á Keflavíkurflug
velli. Biörns Ingvarssonar.
Skýrðj yfirlæknir varnarliðs-
ins frá því, að frúin hefði leit-
að til sín og greint frá geðveiki
manns síns og að hún vaeri ekki
óhult ura líf sitt og barna sinna.
tlaft var samband við næst-
æðsta mann varnarliðsins, en
hann vísaði málinu til íslenzkra
yfirvalda, þar eð R. Walsh
væri ekki stairfsmaður varnar-
liðs.
NÓTT Á KLEPPI.
Leitað var til sakadómara-
embættisins í Reykjavík og
fluttu tveir rannsóknarlögreglu
menn R. Walsh á Kleppsspítala
kl. 6 um kvöldið sama dag.
Vildi hann hafa samband við
bandaríska sendiráðið, en var
Framhald á 2. síðu.
Islenzkur sjó-
maður hverfur
erlendis
■ Fregn til Alþýðublaðsins.
ísafirði í gær. •
ÍSAl JAIÍÐARTOGARINN
Sólborg seldi afla sinn í Cux-
hafen þriðjudaginn 20. þ. m.
og fór sama dag í slipp. S. 1.
sunnudag fékk útgerðarfélagið
skeyti frá umboðsmanni sínum
í Cuxhafen, þar sem frá því
var skýrt, að einn hásetanna,
Gunnar Guðmundsson, Mána-
götu 6, ísafirði, hefði ekki kom-
ið um horð frá því á þriðju-
dagskvöld. Á þriðjudag vann
Gunnar við að korna skipinu í
slipp. Um kvöldið fór hann á-
samt félögum sínum upp í bæ.
Sást síðast til hans laust fyrir
miðnætti þá um kvöldið. Er
Sólborg fór úr höfn eftir há-
degi í gær, hafði enn ekkert
spurzt til hans. — Birgir.