Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 1
HLUTABRÉF: Sérfræðingar segja jafnvægi vera að komast á markaðinn?/6 FLUG: Gunnar Björgvinsson kaupir þotur eins og aðrir kaupa bíla/8 VIDSKIPn/JaVINNUUF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990 BLAÐ B Hlutabréfamarkaður Hlutabréf að nafnvirði 33 milljónir í UA á markað Hagnaður 160 milljónir fyrstu 9 mánuði ársins AKUREYRARBÆR hefur ákveðið að fela Utgerðarfélagi Akur- eyringa að annast sölu á hlutabréfum sem bærinn keypti í nýaf- stöðnu hlutafjárútboði fyrirtækisins. Boðið var út nýtt hlutafé að nafnvirði 50 milljónir króna en þar af nam hlutur bæjarins 33 miHjónum króna. Sala bréfanna hefst á mánudag og ákvað stjórn Utgerðarfélagsins á fundi sínum í gær að selja þau í áskrift. Kaup- endur mun fá vikufrest til skrifa sig fyrir hlutafé en hámarkskaup eru 1 milljón króna. Verði um umframeftirspurn að ræða mun hlutur hvers og eins skerðast hlutfallslega sem því nemur. Gengi bréfanna hefur verið ákveðið 3,6. Samkvæmt uppgjöri fyrir fyrstu 9 mánuði ársins var hagnaður Útgerðarfélagsins um 160 milljón- ir króna sem er mun betri afkoma en á síðasta ári þegar hagnaður tímabilsins nam um 92 milljónum. Þessi bati í afkomu stafar einkum af lækkun fjármagnskostnaðar en nettó fjármagnstekjur námu 4 milljónum á tímabilinu samanborið við 155 milljóna fjármagnsgjöld á sama tíma í fyrra-, Rekstrartekjur Útgerðarfélags- ins fyrstu 9 mánuði ársins vora um 1.450 milljónir og rekstrargjöld 1.160 milljónir. Rekstrarhagnaður, þ.e. hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði, var því 290 milljónir króna en var 344 milljónir á sama tímabili 1989. Lækkun rekstrar- hagnaðar stafar m.a. af því að greiðslur úr verðjöfnunarsjóði sjáv- arútvegsins 1989 námu 36 milljón- um á tímabilinu en á árinu 1990 hefur verið greidd 1 milljón í verð- jöfnunarsjóð á tímabilinu. Gengi dollarans hefur einnig lækkað á þessu ári og haft óhagstæð áhrif á rekstrartekjur. Þá hefur fyrir- tækið þurft að kaupa aflakvóta á þessu ári til að vega upp á móti skerðingu á úthlutuðum kvóta und- anfarin ár en hann hefur minnkað um 2.800 tonn frá árinu 1988._ Gunnar Ragnars, forstjóri Út- gerðarfélags Akureyringa, segir lækkun fjármagnskostnaðar m.a. stafa af bættri eiginijárstöðu. „Greiðslur fyrir afurðirnar hafa verið hraðari þ.e. greiðslufrestur hefur verið styttri frá því við af- skipum vörunni þangað til við fáum hana greidda. Þetta hefur gert það að verkum að við höfum ekki þurft að taka afurðalán í sama mæli og áður og sparað okkur þarafleiðandi allmikla vexti. Skuldir okkar sem að hluta til eru í erlendri mynt hafa jafnvel lækkað vegna gengis- breytinga. Beinn vaxtakostnaður er einnig talsvert lægri.“ Endanlegur hagnaður Útgerðar- félagsins fyrstu 9 mánuði ársins jókst um 68 milljónir króna miðað við sama tíma í fyrra. Arðsemi eigin fjár nam á tímabilinu 14% samanborið við 12% í fyrra. Eigið fé nam i lok september um 1.141 milljón króna og eiginfjárhlutfall var 41% samanborið við 36% á sama tíma í fyrra. Að sögn Gunnars stefnir í að afli skipanna á þessu ári verði á bilinu 22-23 þúsund tonn og fram- leiðslan í frystihúsinu 6.400-6.500 tonn, saltfiskframleiðsla tæplega 500 tonn og framleiðsla skreiðar- hausa tæplega 250 tonn. Heildar- afli á síðasta ári varð rúmlega 22 þúsund tonn og framleiðsla frystra afurða 6.900 tonn. Framleiðsla frystitogarans Sléttbaks var 2.350 tonn, saltfiskframleiðsla rúmlega 600 tonn og skreiðarframleiðsla tæplega 200 tonn. „Við höfum nokkuð haldið sjó þrátt fyrir kvóta- skerðinguna síðastliðin tvö ár og hefðum náð svipaðri framleiðslu og í fyrra ef ekki hefðu verið ein- dæma léleg aflabrögð frá því i september,“ sagði Gunnar Ragn- ars. 50 - FRAMFÆRSLUViV 40- 30- 20- 10- Mánaðarbreyting /i reiknuö til árs Spá '** l. Seðla- T. bankans A 11 1 W|/ Þriggja mán. breyting 4 12 mán' br^n9 7 1 1 J’88 A O J’f i9 Á j Ó J’ 90 A J O J’91 A J O J'92 [ LÁNSKJARAVÍSITALA 50 I Mánaðarbreytíng reiknuð til árs Spá Seðlabankans TÚ — Þriggja mán. breyting 30- 12 mán. breyting 10- J’89 J’90 w J’92 MbUGÓt SEÐLAÐANKINN hefur gert nýja veröbólguspá fyrir næsta ár þar sem gert er ráö fyrir aö hækkun framfærsluvísitölu veröi aöeins 6,1% frá upphafi til loka næsta árs. Þá er reiknaö með aö lánskjaravísitala hækki um 7,7% á sama tímabili. Þegar spáin var gerö var oröiö Ijóst hverjar launabreytingar yröu á næstu mánuöum. Gert er ráð fyrir einhverjum áhrifum af hugsanlegri benstnveröshækkun (janúar. Vegna launabreytinganna ( desember er því spáö aö verðbólguhraöi á mæiikvarða lánskjara- vísitölunar veröi 9,7% f febrúar. Lánskjaravfsitaian miöaö viö þriggja mánaða hækkun á ársgrundvelli mun sýna enn meiri verðbólgu (ágúst og september samkvæmt spánni vegna launa- breytinga í júlí. Línuritin hér aö ofan sýna þróun framfærslu- og lánskjaravtsitölu frá 1988 og spá Seðlabankans fyrir næsta ár. HLUTABRÉF VIÐ KAUPUM: Hlutabréf í neöangreindum félögum eru keypt og seld gegn staðgreiðslu hjá Landsbréfum h.f. og umboðsmönnum Landsbréfa um allt land. 6/12 6/12 • Sölugengi/ Félag Kaupgcngl Sölugengi Innra vlröl Ehf. Alþýöubankans 1.35 1.42 113% Eimskipafélag Islands 5.47 5.70 170% Flugleiðir 2.27 2.45 118% Grandi 2.19 2.30 165% Hampiöjan 1.69 1.78 112% Ehf. lönaðarbankans 1.81 1.89 105% íslenski hlutabrófasjóöurinn 1.04 1.08 102% Olluverzlun íslands 2.02 2.10 94% Olíufólagið 6.29 6.55 128% Sjóvá-Almennar 5.76 6.00 326% Skagstrendingur 4.00 4.20 78% Skeljungur 6.38 6.65 110% Tollvörugeymslan 1.05 1.10 93% Útgerðarfólag Akureyringa 3.14 3.30 139% Ehf. Verslunarbankans 1.33 1.39 98% < * Áskilinn er róttur til aö takmarka þá upphæö, sen? keypt er fyrir. un .q Kaup- og sölugengi er sýnt miðað við nafnverð að lokinni útgáfu jöfnunarhlutabrófa. oð Miðað er viö innra virði 31.12.1989. VIÐ SELJUM HLUIABRÉF í EFTIRTÖLDUM FÉLÖGUM: Eimskipafélag íslands hf. Flugleiðir hf. Hlutabréfasjóðurinn hf. íslenski hlutabréfasjóðurinn hf. li LANDSBRÉF HLF Landsbankinn stendur meö okkur ' Suðurlandsbraut 24,108 Reykjavík, sími 91-606080 Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.