Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990 Utflutningsráð Þróunarverkefninu Ut- flutningsaukning og hagvöxtur lokið Össur hf. hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir vel framsetta markaðsáætlun Á fimmtudag í síðustu viku lauk þróunarverkefninu Útflutningsaukn- ing og hagvöxtur sem staðið hefur yfir síðan í desember á síðasta ári. Við það tækifæri var haldin brautskráningarhátíð í Hótel Lind í Reykjavík. Þar fluttu m.a. Steingrímur Hermannsson forsætisráð- herra og Ingjaldur Hannibalsson framkvæmdastjóri Útflutningsráðs og formaður stýrinefndar verkefnisins ávörp. Verkefnið var ætlað litlum og meðaistórum fyrirtækjum í framleiðslu og þjónustu sem áhuga hafa á að hefja útflutning eða auka takmarkaðan útflutning. Átta fyrirtæki luku verkefninu og var þeim afhent viðurkenning fyrir þátttökuna. Þá hlaut stoðtækjaverslunin Össur hf. sérstaka viðurkenningu fyrir vel unna markaðsáætlun. í ávarpi Ingjalds Hannibalssonar var í stuttu máli rakin forsaga þess að verkefnið var sett af stað, en það er framkvæmt að írskri fyrir- mynd. Útflutningsráð íslands stóð að verkefninu ásamt Iðnlánasjóði sem sá um fjármögnunina. Öll framkvæmd var hins vegar í hönd- um Markaðsskóla íslands sem er samvinnustofnun Útflutningsráðs og Stjórnunarfélags íslands. In- gjaldur sagði í ávarpi sínu að írsk fyrirtæki hefðu aukið hagnað sinn og útflutning verulega eftir þátt- töku í slíku verkefni og eins hefði útflutningsmörkuðum þeirra fjölg- að. Hann sagðist því hafa komist að þeirri niðurstöðu að verkefni sem þetta ætti mikið erindi til íslenskra fyrirtækja. Verkefnið var samsett úr námskeiðum, ráðgjöf, markaðs- rannsóknum og kynnisferðum á markaði og var tilgangurinn að fræða þátttakendur um markaðs- setningu og kenna þeim að nota þá þekkingu á skipulegan hátt í fyrirtækjum sínum til að hefja eða auka útflutning og bæta með því arðsemi rekstarins. í upphafi árs 1989 var skipuð stýrinefnd sem í sátu Ingjaldur Hannibalsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs, Árni Sigfússon framkvæmdastjóri Stjórnunarfé- lags íslands og Þórður Valdimars- son forstöðumaður vöi-uþróunar- og markaðssviðs hjá Iðnlánasjóði. Haukur Björnsson, forstöðumaður Markaðsskóla íslands var skipaður verkefnisstjóri. I maí sama ár sendi Útflutningsráð bréf til banka, sjóða, stofnana, samtaka og annarra þjón- ustuaðila lítilla og meðalstórra fyr- irtækja í framleiðslu og þjónustu, kynnti fyrir þeim verkefnið og bauð þeim að tilnefna fyrirtæki í það. Alls var haft samband við um 100 fyrirtæki. Af þessum hundrað sóttu 25 fyrirtæki um aðild að verkefninu og var níu fyrirtækjum gefinn kost- ur á þátttöku. Átta þeirra luku verk- á viðráðanlegu verði Hver vill ekki hafa geislaprentara út af fyrir sig? Verðið á LZR 650 gerir biðraðir við sameiginlegan skrifstofu- prentara óþarfar. auðveldur í notkun LZR 650 má stjórna beint frá tölvunni með einföldum valmyndum sem hægt er að kalla fram á skjáinn þótt verið sé að vinna í öðru forriti. fjölhæfur LZR 650 tengist öllum algengum vél- og hugbúnaði og prentar sex blaðsíður á mínútu. Með aukabúnaði má til dæmis fjölga leturgerðum og prenta beint á umslög. VIÐURKENNING — Ingjaldur Hannibalsson afhendir hér Tryggva Sveinbjörnssyni framkvæmdastjóra Össurar hf. sérstaka við- urkenningu fyrir vel unna markaðsáætlun fyrirtækisins. efninu síðasta fimmtudag, en loka- þátturinn fólst í að gera ítarlegar markaðsáætlanir og leggja fyrir þar til skipaða dómnefnd. Skipuleg og fagleg vinnubrögð Fyrirtækin átta eru lítil eða með- alstór fyrirtæki sem að mati stýri- nefndar höfðu útflutningshæfa vöru eða þjónustu að bjóða. Þessi fyrir- tæki eru Aries hf. sem sérhæfir sig í gerð tölvuhugbúnaðar, Fínull hf. sem vinnur fatnað úr angóraull, Klaki sf. sem framleiðir fiskvinnslu- kerfi, strandeldisstöðin Miklilax hf., Samey sem sérhæfir sig í sjálfstýri- búnaði, hafbeitarstöðin Silfurlax hf., fiskvinnslufyrirtækið Vogar hf. og Össur hf. sem framleiðir stoð- tæki og leggur megináherslu á tvær vörutegundir sem hafa verið þróað- ar hjá fyrirtækinu. Þær eru silicon- hulsur til nota milli stúfs og gervi- lims og gerviökklar. Fyrir lokaathöfnina síðasta fimmtudag kynntu þátttakendur í verkefninu markaðsáætlanir sínar sem þeir höfðu unnið að í tæpt ár. Ingjaldur sagði að ánægjulegt hefði verið að hlusta á kynningarnar því þær hefði borið vitni um skipuleg og fagleg vinnubrögð. Hann sagðist vonast til þess að framhald yrði á þessari vinnu og takast mætti sam- starf við banka og sjóðakerfi um ijármögnun fleiri verkefna af þessu tagi. Áætlaður kostnaður við verk- efnið var 9 milljónir, en þátttakend- ur greiddu tæplega 25% af honum. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra flutti ávarp í braut- skráningarhófinu og afhenti þátt: takendum viðurkenningarskjal. í ávarpi Steinsgríms kom fram að hann er hlynntur því að áhersla sé lögð á að efla útflutning lítilla og meðalstórra fyrirtækja á íslandi. Jlann hrósaði framtaki Útflutn- ingsráðs og sagðist vonast til þess að framhald yrði á þessari þróun. I.CjUÐMUNDSSON 8.C0. hf UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN CX>91 - 24020 ÞVERHOITI 18 KAUPMENN, KAUPFÉLÖG. VÖNDUÐ LEIKFÖNG Á Æ.VINTÝRALEGU VERÐI.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.