Morgunblaðið - 06.12.1990, Blaðsíða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990
Verðbréfamarkaður
VÍB stofnar nýja sjóði
Sjóðir fyrir erlend verðbréf munu fylgja hlutabréfavísitölum
VERÐBRÉFAMARKAÐUR íslandsbanka hf. hefur stofnað tvo verð-
bréfasjóði, Sjóð 7 og Sjóð 10 sem fjárfesta munu í erlendum verð-
bréfum. Erlendar eignir Sjóðs 7, Þýskalandssjóðs, munu fylgja hluta-
bréfavísitölu í Frankfurt en eignir Sjóðs 10, Evrópusjóðs, munu
fylgja hlutabréfavísitölu Evrópulanda utan Bretlands. Síðar munu
bjóðast sjóðir sem fylgja hlutabréfavísitölum í London og í New
York. VÍB hefur samið við Barbican Capital Management Ltd. sem
er dótturfyrirtæki Landerbank í Austurríki, um daglegan rekstur
sjóðanna. Þá hefur verið stofnað hlutafélagið Hlutabréfasjóður VÍB
hf. sem mun fjárfesta í innlendum hlutabréfum og skuldabréfum.
Hinir nýju verðbréfasjóðir nefn-
ast vísitölusjóðir (Index Funds) þ.e.
hlutabréfaeignin er tengd við vísi-
tölu markaðs, að því er segir í frétt
frá VÍB. Hlutabréfaeign vísitölu-
sjóðs er höfð í sem líkustum hlutföll-
Fyrirtæki
25 sóttu forvalsgögn
Pósts og síma
25 AÐILAR sóttu forvalsgögn til Verk- og kerfisfræðistofunnar
vegna fyrirhugaðrar heildartölvuvæðingar Pósts og síma sem sagt
var frá í viðskiptablaðinu- fyrir stuttu. Verk- og kerfisfræðistofan
sér um útboð vegna verksins og þurfa þeir aðilar sem áhuga hafa
að senda inn upplýsingar þangað fyrir 17. desember.
Síðari hluta desember verða upp-
lýsingar um viðkomandi fyrirtæki
skoðaðar og út frá þeim ákveðið
hvaða aðilum verður gefínn kostur
á að taka verkið að sér. Stefnt er
að því að ljúka forvalinu 7. janúar
og þá mun liggja fyrir hveijir vænt-
anlegir þátttakendur í útboðinu
verða.
Endanleg kostnaðaráætlun ligg-
ur ekki enn fyrir að sögn Daða
Jónssonar hjá Verk- og kerfisfræði-
stofunni, en verður væntanlega
unnin í þessum mánuði. Samkvæmt
forvalsgögnunum er verkið boðið
út í áföngum og er gert ráð fyrir
því að 1. áfangi verði boðinn út í
lok janúar.
Einmenningstölvur
Myndræn framtíð!
Skýrslutæknifélag íslands
boðar til jðlaráðstefiiu að Höfða - Hótel Loftleiðum,
föstudagmn 7. desember, 1990 klukkan 1300
Dagskró
13°°-1315 Skráning
1315-1330 Setning: Einmenningetölvur • myndræn framtíd
HaUdór Kristjánsson, formaður Sl
1330-1355 Afkött: Eru einmenningetölvur etórtölvurt
Hjálmtýr Guðmundsson, kerfisfirœðingur hjá IBM
1355-1420 Tölvunotkun: Einkatölvur hjá Odda
PáU Bjömsson, tölvunarfrœðingur, Prentsmiðjunni Odda
I42O-I445 Notendaumhverfi: Framtíd DOS tölva
Stefán Hrafhkelsson, tölvuverkfrœðingur, TVl
1445-1615 Kaffi.
1615-1640 Netherfú Notendakönnun á neemetum
Sveinbjöm Högnason, viðskiptafrœðingur, Eimskip
1640-16°5 Stýrikerfi: Syetem 7.0 - neeeta kynelóð etýrikerfa
Ámi G. Jónsson, deildarstjóri, Apple-umboðinu
1605-1630 Framtið: Myndlíkingar, nýjung við frameetningu
gagna
Guðmundur Sverrisson, lœknir, Hjama hf
1630-1650 Umræóur um erindin
1650"18°° Ráðetefnuelit og jólafagnaður SÍ
Bomar verða fram veitingar í boði félagsins og félögum
Sl gefst færi á að skiptast á jólakveðjum f lok
árangursrfks starfsárs.
Ráðstefnustjóri: HaUdór Kristjánsson, formaður SÍ
Þátttökugjald fyrir félaga SÍ er krónur 3.900,- en 4.700,-
fyrir utanfélagsmenn. Þátttöku skal tilkynna í sfma 2 76 77
eigi síðar en fimmtudaginn 6. desember 1990.
um og hlutabréf eru í viðkomandi
hlutabréfavísitölu. Verðbreytingar í
slíkum sjóðum eru því samstíga vísi-
tölunni eða því sem næst. Meðal-
skekkju er unnt að meta fyrirfram
en hún ræðst af því hve hlutabréfa-
flokkar sjóðsins erú margir í saman-
burði við hlutabréfaflokka í viðkom-
andi vísitölu.
Fjárfestingarstefna vísitölusjóð-
anna byggist á því að færa sér í
nyt allar þær þær upplýsingar sem
aðrir fjárfestar á markaðnum hafa
samtals. Einn kostur við vísitölu-
sjóði er því sá að þar kemur hlut-
lægt mat manna hvergi við sögu
við val hlutabréfa. Fyrirfram er
búið að reikna út hve mörg prósent
eigi að vera í fyrirtæki A, hve mörg
í fyrirtæki B ci.s.frv. Samkvæmt
upplýsingum VÍB eru tveir þriðju
hlutabréfasjóða sem ekki eru vísi-
tölubundnir að jafnaði með lakari
ávöxtum en sem nemur vísitölunni
og aðeins þriðjungur þeirra með
betri ávöxtun. Þá er það næsta
fátítt að einn tiltekinn hlutabréfa-
sjóður beri hærri ávöxtun en sgm
svarar til hækkun vísitölunnar í
mörg tímabil í röð.
Grundvöllur fjárfestingarkenn-
inga að baki vísitölusjóða eru skrif
prófessoranna Markowitz og Shar-
pes sem nú í haust hlutu Nóbels-
verðlaun fyrir framlag sitt til fræð-
anna.
Hlutabréfasjóður VÍB hf. var
stofnaður í síðustu viku af íslands-
banka og Verðbréfamarkaði ís-
landsbanka. VÍB mun annast fram-
kvæmdastjórn sjóðsins og sölu
hlutabréfa. Stofnhlutafé er 20 millj-
ónir en stjórn félagsins hefur heim-
ild til að auka hlutafé í 500 milljón-
ir. Megintilgangur sjóðsins er að
gera viðskiptavinum VÍB og öðrum
fjárfestum kleift að fjárfesta í
hlutabréfum án þess að taka óþarf-
lega mikla áhættu.
Verðbréfamarkaður
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson.
FRAMLEIÐSLA — Óskar Jónsson í Tjaldborg með kerrupo-
kann og göngulegghlífar sem hann var að vinna við frágang á.
Iðnaður
Stærsta sumarhótelið fer
ígegnum okkarhendur
Tjaldborg á Hellu með tjaldviðgerðir og nýsaum
Hellu.
„VIÐ þjónum öllum helstu ferðaskrifstofunum með nýsaum og við-
gerðir á tjöklum. Þetta er haustvinnan hjá okkur og hérna er unnið
við hátt í þúsund þriggja manna tjöld. Það má segja að stærsta sumar-
hótelið fari í gegnum hendurnar á okkur hérna,“ sagði Óskar Jóns-
son, verkstjóri Tjaldborgar á Hellu.
Fyrirtækið fékk nýlega það verk-
efni að sauma 110 tjöld til fjalla-
ferða næsta sumar. Auk tjaldanna
framleiðir fyrirtækið svefnpoka,
tjalddýnur, tjöld á tjaldvagna, legg-
hlífar og bakpoka. Einnig er ýmis-
legt framleitt fyrir hjálparsveitir svo
sem sjúkratöskur.
Nýjasta framleiðslan eru kerru-
pokar fyrir börn sem þykja sérlega
hentugir og hlýir. Á sýningu sem
haldin var á Selfossi í sumar vöktu
þessir pokar mikla athygli barna-
fólks.
Aðalsöluaðili Tjaldborgar er
Skátavörubúðin og sportvöruversl-
anir víða um land. Að staðaldri
vinna 5-6 manns við framleiðsluna
í Tjaldborg á Hellu.
— Sig. Jóns.
Lífeyrissjóðir semja við VÍB
Bauð sjóðunum 7,35% raunávöxtun
AÐILDARSJÓÐIR Sambands
almennra lífeyrissjóða og
Landssambands lífeyrissjóða
keyptu sameiginlega skulda-
bréf á verðbréfmarkaði fyrir
107 milljónir í nóvember. Sjóð-
irnir óskuðu eftir tilboðum í
þessa fjárhæð frá verðbréfafyr-
AUK DAGATALIÐ
í BJARTSÝNI 1991
Sendu bjartsýniskveðjur til
erlendra viðskiptavina,
tilbúnar í traustum póstumbúðum!
Almenna útgáfan:
ÍSLENSK
BÓKADREIFING
S. 68 68 62
Sérprentun fyrirtækja:
AUKhf.
Auglýsingastofa Kristínar
S. 688 600
irtækjum og var ákveðið að taka
tilboði frá Verðbréfamarkaði
Islandsbanka sem bauð 7,35%
raunávöxtun á þessa fjárhæð.
Hrafn Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Sambands almennra
lífeyrissjóða, sagði í samtali við
Morgunblaðið að ákveðið hefði
verið að efna til sameiginlegra
skuldabréfakaupa í desember eins
og undanfarna mánuði. Frestur
sjóðanna til að tilkynna um kaup
rennur út þann 15. desember og
kvaðst Hrafn eiga von á að keypt
yrði fyrir um 100 milljónir. Þannig
gætu sameiginleg kaup sjóðanna
á verðbréfamarkaði numið um 400
milljónum á þessu ári. Hann sagð-
ist hafa trú á að sjóðirnir héldu
samstarfinu áfram á næsta ári en
ákvörðun þar um verður tekin um
áramótin.