Morgunblaðið - 06.12.1990, Page 5

Morgunblaðið - 06.12.1990, Page 5
MÖRGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990 B 5 Erlent SAS tapar nær 5 millj- örðum á greiðslu- stöðvun Contineutal Kaupmannahöfn. Frá Nils Jorgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. Skandinavíska flugfélagið SAS tapar að minnsta kosti 500 milljónum danskra króna (um 4,8 í milljörðum ísl. kr.) á greiðslu- stöðvun bandaríska flugfélagsins Continental Airlines. Tapið stafar af því að verðmæti hluta- bréfaeignar SAS í bandaríska flugfélaginu lækkar úr 600 í 100 milljónir danskra króna. Pjármálastjóri SAS, Steffen Harpoth, segir að hlutabréfaeignin sé „ekki margra króna virði“ nú um stundir. SAS á 17% heildarat- kvæðamagnsins í Continental Air- lines. Hefur forstjóri SAS, Jan Carlzon, nú sent út tilkynningu um að ákvörðun Coninental um að taka upp samninga við lánardrottna sína muni í engu hafa áhrif á samvinnu flugfélaganna tveggja eða farþega þeirra. Continental haldi áfram að fljúga samkvæmt áætlun. Continental hefur notfært sér ákvæði í bandarískum lögum, sem verndar félagið gagnvart lánar- drottnum þess. Félagið hefur fengið 120 daga frest til fjárhagslegrar endurskipulagningar. Á þeim tíma ákveður dómstóll, hvaða lánar- drottnar fá greiðslur. Vandamál félagsins stafa meðal annars af hækkun eldsneytis- kosntnaðar að undanförnu. Á síðustu fjórum mánuðum hefur Continental orðið að greiða 230 milljónum dollara meira fyrir elds- neyti en ráð var fyrir gert í rekstr- aráætlun félagsins sem samin var áður en Persaflóadeilan upphófst. Maxi er í Lúxen ekki á Islandi ■ / VIÐSKIPTABLAÐINU síðasta fimmtudag segir frá nýaf- staðinni vörusýningu í Lúxemborg þar sem tvö fyrirtæki í eigu Islend- inga voru með sýningarbása. Ann- að fyrirtækið var Maxi sem er umboðsfyrirtæki í Lúxemborg í eigu Halldóru Ásgeirsdóttur, Jennýjar Matthíasdóttur og Sól- veigar Stefánsdóttur. Fyrirtækið er með umboð í Lúxemborg fyrir sænsku snyrtivörumar frá Maija Entrich sem seljast undir vöm- merkinu Græna línan. Nokkurs misskilnings hefur gætt síðan frétt- in birtist og vildi Guðný Guðmunds- dóttir sem rekur verslunina Grænu línuna á Laugavegi 46, koma því á framfæri að hún er enn með einkaumboð fyrir þessar snyrtivör- ur á íslandi. AM. UÓSRITUNARVÉLAR NYR VALKOSTUR ★ Heimsþekkt framleiðsla á lægra verði. ★ Sérþjálfaðir tæknimenn. ★ Lægra verð á rekstrarvörum tryggir ódýrari Ijósrit KOMIÐ SJAIÐ - SANNFÆRIST NorskData á íslandi hf. Dvergshöfða 27 - Sími 673711 Ertu á milli f járf estinga ? Kaup á ríkis- víxlum er einn besti millileikur- inn sem þú getur leikið ef þú átt handbært fé til að fjárfesta fyrir á næst- unni en vilt ávaxta það vel og örugglega þangað til. ... . þér kleift að skipu- leggja nýja fjárfest- ingu með fullkomnu öryggi um að féð sé til reiðu þegar á þarf að halda. Auk þess gilda um þá mjög hagstæð tekju- og eignarskatts- ákvæði. Þú færð ríkisvíxla í Þjónustu- miðstöð ríkisverðbréfa, Hverfis- götu 6, og í Seðlabanka íslands. Einnig er hægt að panta þá í gegnum síma, greiða með C-gíróseðli og fá þá síðan senda í ábyrgðarpósti. Ríkisvíxlar bera mjög góða forvexti eins og sést á töflunni. Þá er hægt að fá fyrir hvaða upphæð sem er en lágmarks- fjárhæð þeirra er 500.000'kr. Lánstíminn er frá 45 til 120 dagar eftir eigin vali, sem gerir Lánstími / binditími Ríkisvíxlar: 45-120 dagar Ávöxtun á ári 10,59% -10,71% RIKISSJOÐUR ISIANDS Seölabanki Islands, Kalkofnsvegi 1, sími 91 - 69 96 00. Þjónustumiðstöö Ríkisverðbréfa, Hverfisgötu 6, 2.hæö, sími 91 - 62 60 40.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.