Morgunblaðið - 06.12.1990, Page 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990
4
Ráðstefna
Hvíið er fram undan á
íslenskum hlutabréfamarkaði?
Á ráðstefnu Verðbréfamarkaðs Islandsbanka var fjallað um þróunina á íslenska hlutabréfamarkaðnum
„ÍSLENSKUR hlutabréfamarkaður" var yfirskrift ráðstefnu sem
Verðbréfamarkaður íslandsbanka hélt í síðustu viku í tilefni af fimm
ára afmæli fyrirtækisins. Þar héldu þeir Þorkell Signrlaug-sson, fram-
kvæmdastjóri þróunarsviðs Eimskips, Svanbjörn Thoroddsen, deild-
arstjóri hlutabréfaviðskipta VÍB, Sigurður B. Stefánsson, fram-
kvæmdasljóri VlB og Styrmir Gunnarsson, ritsljóri Morgunblaðsins
erindi um hlutabréfamarkaðinn út frá ýmsum sjónarhornum.
§■&% f fr&p,k 199Q
50-60% m Í20QQ?
Syi«
BjuyfwíUf)
Á#4*
y-pýskaind
iiiiie
" " p ' 1 ; 1 : ■. 1 I i
,////
Wk
^abdarikin
tetowií
Þýekniand
Qwnbfr
nr : I
;
•wxmuif.’i iSf im.rfffi*’ i . !
|
j
k Í9 19 w & .99 Jk
,////
Hkwí* .ymoantc* c-.ip'i
ÁTfY-íiwy
■Mmi
ííí;-s sæf
níff om im rto 4r w jVq m
» «s .«
Þorkell Sigurlaugsson fjallaði um
fjármögnun fyrirtækja í sínu er-
indi. Hann sagði að eitt það fyrsta
sem gera þyrfti, áður en ákveðið
væri hversu mikið hlutafé eða eigið
fé fyrirtækis skyldi vera, væri að
skilgreina hlutverk þess, móta
stefnu um reksturinn, setja fyrir-
tækinu markmið og gera áætlanir
fram í tímann. Það skipti miklu
máli fyrir eiganda fyrirtækisins,
lánardrottna og reyndar fjölmarga
aðra aðila að þessi atriði lægju fy-
ir, því þau hefðu áhrif á hvernig
fyrirtækið skyldi fjármagnað. Þor-
kell sýndi með myndum eiginfjár-
hlutfall fyrirtækja í ýmsum grein-
um. Þar kom fram að eiginfjárhlut-
fall íslenskra einkafyrirtækja fyrir
utan banka er um 25% og hefur
undanfarin ár verið á bilinu 25-30%.
Vegna þess hve eiginfjárhlutfall
bankanna er lítið draga þeir eiginlj-
árhlutfallið verulega niður. Sam-
göngufyrirtækin hafa verið að auka
eigið fé sitt undanfarin ár og sagði
Þorkell að telja yrði að eigið fé
þeirra væri hæfilegt á bilinu
35-40%, þótt hugsanlega mætti
fara neðar í vissum tilvikum t.d. í
flugrekstri. I byggingariðnaði sem
hefði haft svejflukennt eiginfjár-
hlutfall þyrfti eigið fé að vera all-
nokkurt eða um 30-40% til að
mæta sveiflum.
Of lítið eigið fé í útgerð og
fiskvinnslu
Þorkell benti á að útgerð væri
með lítið eigið fé. „Hafa þarf í huga
að bókfært verð skipa er oft langt
undir vátryggingarverði, en margir
telja að vátryggingarverðmæti sé
nærri markaðsvirði a.m.k. eins og
staðan er í dag. A sama tíma eru
fasteignir fiskvinnslunnar líklega
ofmetnar. Útgerð og fiskvinnsla eru
almennt með of lítið eigið fé. Af-
koma hefur verið misjöfn og það
er ekki fyrr en árið 1990 sem hún
fer að lagast að einhverju marki.
Þessi grein þarfnast áframhaldandi
uppstokkunar, afla þarf aukins eig-
in fjár, ekki frá sjóðum heldur frá
fyrirtækjum og almenningi. Þessi
grein verður áfram það, sem skipt-
ir okkur meginmáli og því mikil-
vægt að hún átti sig á því, hvernig
hún ætlar að vera með á hlutabréfa-
markaðnum. Ég spái því að breyt-
ingar og uppstokkun í fiskvinnsl-
unni séu varla hafnar miðað við það
sem við eigum eftir að sjá á næstu
árum,“ sagði Þorkell.
Olíufélögin hafa mikið eigin fé
eða um 50%. Þorkell benti hins
vegar á að hafa þyrfti í huga' að
eignirnar væru sérhæfðar. Hvers
virði væru olíuleiðslur, tankar og
bensínstöðvar ef selja þyrfti þessar
eignir. Eiginfjárhlutfall í iðnaði að
undanskilinni stóriðju hefur farið
Iækkandi og sagði hann að auka
þyrfti eigið fé á mörgum sviðum.
Þorkell benti hins vegar á að í versl-
un virtist rfkja stöðugleiki hvað
snerti eigið fé. Sömuleiðis á það við
um tryggingarfélögin en sú grein
einkennist af litlu eigin fé. Hótel
og veitingahús hafa hins vegar al-
gjöra sérstöðu og eigið fé ekkert í
greininni þegar á heildina er litið.
Kvað hann alvarlegt að þessi grein
sem væri framtíðaratvinnugrein
skyldi ekki hafa meira eigið fé eða
stefriumörkun.
í erindi sínu reifaði Þorkell ýms-
ar hugmyndir um eignarhald fyrir-
tækja en vék síðan að spurningunni
um hvort fyrirtæki ættu að vera
opin eða lokuð. „Ég er þeirrar skoð-
unar að við eigum núna stórkost-
lega möguleika á að nýta okkur
hlutabréfamarkaðinn tii að flytja
fjármagn frá fyrirtækjum með mik-
ið eigið fé, almenningi, sjóðum og
frá ríkisvaldinu inn í fyrirtækin sem
þurfa að auka sitt eigið fé, eru í
þróunar- eða nýsköpunarverkefn-
um. Bankakerfið er í mörgum tilvik-
um óþarfur milliliður. Hvers vegna
á almenningur að leggja milljarða
inn í bankakerfið, sem síðan lánar
fjármuni til allskonar fyrirtækja á
hærra verði, þar sem í besta falli
er hugsað um að fasteignaveð sé
til staðar, sem síðan er lítils virði.
Horfa þarf miklu ákveðnar á það
hveiju reksturinn á að skila.“
Markaðsvirði skráðra bréfa
um 28 milljarðar
í erindi Svanbjöms Thoroddsen,
deildarstjóra hlutabréfaviðskipta
VÍB, kom fram að verðbréfafyrir-
tæki skrá kaup- og sölugengi hluta-
bréfa í 24 almenningshlutafélögum
og er markaðvirði þeirra nú um 28
milljarðar króna. Hlutabréfamark-
aður hérlendis er nú um-fjórfalt
stærri en hann var fyrir aðeins einu
ári, og um tífalt stærri en fyrir
þremur árum. Svanbjörn benti á
að þessi vöxtur kæmi til af tvennu.
í fyrsta lagi hefði þeim fyrirtækjum
sem skráð væru á markaðnum
fjölgað nokkuð á síðustu misserum
en á þessu ári hafa 5 fyrirtæki og
tveir hlutabréfasjóðir bæst í hópinn.
í öðm lagi hefðu mörg fyrirtækj-
anna boðið út nýtt hlutafé á árinu.
14 alménningshlutafélög hafa selt
ný hlutabréf fyrir tæplega 3 millj-
arða á árinu.
í þriðja lagi sagði Svanbjörn að
stærð hlutabréfamarkaðar hefði
aukist gífurlega vegna mikilla verð-
hækkana á hlutabréfum að undanf-
örnu. Hlutabréfavísitala HMARKS
sem mælir vegið meðaltal á verði
þeirra hlutabréfa sem HMARK
skráir, hefur hækkað um 80% frá
síðustu áramótum.
Við mat á hlutabréfum hér á
landi er mest notuð aðferð sem
byggir á bókfærðu eigin fé fyrir-
tækjanna. Nótað hefur verið svo-
kallað Q-hlutfall sem ber saman
verð hlutabréfanna og verðmæti
þeirra eigna sem bundnar eru í fyr-
irtækinu samkvæmt bókfærðu eigin
fé. Það er fundið þannig að innra
virði (þ.e. eigið fé deilt með hlut-
afé) er deilt upp í sölugengi hluta-
bréfanna á markaðanum. Fram
kom hjá Svanbimi að Q-hlutfallið
fyrir íslenskan hlutabréfamarkað í
heild er nú um 1,16 sem þýðir að
markaðurinn er tilbúinn að greiða
16% hærra verð fyrir hlutabréfin
en sem samsvarar bókfærðum eign-
um fyrirtækjanna. Hlutfallið er
lægst 0,78 í Skagstrendingi og
hæst 1,74 í Sæplasti. Svanbjörn
sagði hins vegar að Q-hlutfallið
gæfi ekki endilega rétta mynd af
raunverulegu verðmæti eigna sem
bund.nar væru í fyrirtækjunum. Það
sýndi ekki hvernig fyrirtækinu tæ-
kist að ávaxta þá fjármuni sem í
því eru bundnir. Þar sem flestir fjár-
festu í hlutabréfum til langs tíma
skipti mestu máli líklegur hagnaður
fyrirtækisins í framtíðinni. Hlutfal-
lið milli verðs hlutabréfanna og
hagnaðar fyrirtækjanna eðá
„Price-earnings ratio" kemst næst
þessu. Hlutfallið er þannig fundið
að hagnaði er deilt upp í markaðs-
verð hlutabréfanna. A íslensku hef-
ur þetta hlutfall verið nefnt V/H
hlutfallið og er nú um 13,2 á mark-
aðnum í heild. Álgengast er að þetta
hlutfall í nágrannalöndunum liggi
á bilinu 10-12. Þegar miðað er við
Q- hlutfallið í nýjum útboðum
reyndust hlutabréfin í Sæplasti dýr-
ust og hlutabréfin í Ármannsfelli
næst dýrust. Hlutabréfin í Olís
reyndust hins vegar ódýrust. Miðað
við V/H hlutfallið snýst dæmið við.
Hlutabréfm í Olís reyndust hafa
verið dýrust, en hlutabréfin í Sæ-
plasti og Ármannsfelli ódýrust.
Jafnvægi að komast á verð
hlutabréfa
Svanbjörn kvaðst telja eðlilegast
að miða við V/H hlutfallið þegar
verð hlutabréfa væri metið. Þannig
gæfist kostur á því að miða verðið
við það sem hluthafar hlytu að
sækjast helst eftir — raunveruleg-
um afrakstri fyrirtækjanna og
væntanlegum framtíðarhagnaði. „I
öðru lagi er verð hlutabréfa hér á
landi orðið svipað og á þróuðum
hlutabréfamörkuðum erlendis, ef
ekki ögn hærra. Þetta kallar ekki
á þá ályktun að verð hlutabréfa hér
á landi sé orðið háskalega hátt og
verðhrun sé yfirvofandi. En þetta
hlýtur að þýða að nú sé að komast
jafnvægi á hlutabréfamarkaði hér-
lendis og draga taki úr þeim gífur-
Iegu hækkunum sem verið hafa á
verði hlutabréfa að undanförnu.
Þetta hlýtur einnig að leiða til þess
að markaðurinn — hluthafar — taki
H