Morgunblaðið - 06.12.1990, Qupperneq 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNVLÍF FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1990
Flug
Gunnar Björgvinsson keypti
18 þotur ogfórífrí
„ÉG HEF minnkað við mig og einbeiti mér nú að flugvélaviðskiptun-
um,“ sagði Gunnar Björgvinsson, flugvélakaupmaður, þegar Morgun-
blaðið heimsótti hann nýlega á skrifstofu hans í Liechtenstein.
„Það er ekki gott að vera í of
mörgu. Þá getur maður ekki fylgst
nógu vel með hveiju og einu og það
getur verið hættulegt.“ Sérstaklega
þegar maður'vill gera góða samn-
inga, til dæmis um kaup á 18 Lock-
heed-júmbóvélum eins og Gunnar
gerði í fyrra í félagi við einn Aust-
urríkismann. „Ég hafði verið í sam-
bandi við Cathai Pacific flugfélagið
í Hong Kong í nokkurn tíma þegar
það kom upp að það vildi selja allan
Lockheed-flotann. Það voru fleiri
vélar en ég hafði hugsað mér en
við gátum klofið þetta með fjár-
mögnun frá American Express
Bank. — Ætli maður þurfi ekki að
hafa visst hugmyndaflug, eða vera
nógu vitlaus, til að standa í svona
viðskiptum," sagði Gunnar, sem tók
sér gott frí í Nizza og Karíbahafi
eftir þessi kaup.
Gunnar stofnaði einn fyrirtækið
Pacifíc Asset Co. í Liechtenstein,
þar sem hann á lögheimili, til að
standa að samningnum við Cathai.
Hann og félagi hans, sem Gunnar
sagði að væri óþarfi að nefna, fengu
8 vélanna strax en gerðu framtíðar-
kaupsamning um 10. Þeir seldu
American Express-bankanum 4 vél-
anna og nýju fyrirtæki nokkurra
einstaklinga úr þessari viðskipta-
grein hinar 4 en Cathai tók allar á
leigu og mun væntanlega halda
Lockheed-vélunum, sem eru svipað-
ar og DC-10-10, þangað til fyrir-
tækið fær Airbus-30-vélarnar sem
það hefur fest kaup á afhentar
1994-1995.
Gunnar sagði að flugvélar gætu
verið góð fjárfesting. „Vextir, eða
leigan af vélunum, eru góðir og það
er enn víða hægt að afskrifa þær
UJX BWI
LUXEMBOURG BALTIMORE
GOT UAK
GAUTABORG NARSSARSSUAK
GLA FRA
GLASGOW FRANKFURT
Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir
KAMPAKATUR — Gunnar með samninginn að kaupum á
18 Lockheed júmbóþotum. „Pappírsvinnan er álíka mikil hvort sem
um fáeinar eða 18 vélar er að ræða,“ sagði hann.
á skömmum tíma og fá þannig
góðan skattafrádrátt.“
Fjöldaafsláttur á flugvélum
Gunnar sagði að það væru um
20 til 30 fyrirtæki í heiminum sem
stunda sams konar viðskipti og
hann. Stærstu aðilarnir kaupa yfír-
leitt nýjar vélar og leigja þær út.
Það komu því ekki mjög margir til
greina þegar Cathai vildi selja allar
Lockheed-vélarnar sínar í einu.
„Það er auðvitað kostur að kaupa
svona stóran pakka því þannig fæst
betra verð og pappírsvinnan er ekki
miklu meiri en þegar um fáeinar
vélar er að ræða,“ sagði Gunnár.
„American Express-bankinn fær
ákveðna prósentu af ágóðanum sem
við fáum við ændursölu vélanna til
viðbótar við vextina sem við greið-
um af láninu sem hann veitti okk-
ur. Við teljum að ágóðinn af þessum
viðskiptum verði góður í lokin. Ann-
ars myndum við varla standa í
þeim.“
„Þú ætlast ekki til að ég svari
því,“ sagði Gunnar, þegar hann var
spurður hversu háa prósentu hann
fær af hverri flugvélasölu. Lock-
heed-vélarnar eru nokkrum milljón-
um dollara ódýrari en notaðar DC-
10-30 en þær kosta á milii 35 og
40 milljóna dollara (1,8—2,1 millj-
arða ÍSK). Gunnar keypti tvær
slíkar af Swissair í fyrrasumar í
nafni Menzana-fyrirtækisins, sem
hefur þrjá hluthafa en hann á bróð-
urhlutann í, og hefur þegar selt þær
Northwest-flugfélaginu í Banda-
ríkjunum. Það fær þær afhentar
1991. Og nú vantar ekkert nema
nöfnin undir samning um kaup hans
á DC-10 af Balair, dótturfyrirtæki
Swissair, sem verður afhent 1992.
Eftir góðu árin...
Gunnar á hlut í 7 vélum sem
SAS, Aviaco og Northwest eru með
á leigu en annars hefur hann beint
kröftum sínum inn á eina braut,
eins og fyrr segir. Höfuðstöðvar
CPH AMS
KAUPMANNAHÖFN AMSTERDAM
INNFLUTNINGUR
Sími:
690101
Fax:
690464
UTFLUTNINGUR
Simi:
672824
Fax:
672355
Ferðaþjónusta
Flugleiðir seija á fót
velvildarklúbb
Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands,
verður heiðursfélagi
ÞÚ HEFUR HEIMINN í HENDI ÞÉR MEÐ
FLUGLEIÐIR hafa sett á stofn
svokallaðan velvildarklúbb, Ice-
landair Business Club, fyrir við-
skiptavini sem ferðast oft með
félaginu. Klúbbfélagar eiga kost
á sérstakri fyrirgreiðslu og af-
slætti af verði ýmiss konar þjón-
ustu. Þeim er þannig gert léttara
um vik með að bóka gistingu eða
bílaleigubíl með stuttum fyrir-
vara og fá t.d. forgang á biðlistum
hjá Flugleiðum. Innganga í klúbb-
inn er háð því skilyrði að farþeg-
ar hafi ferðast a.m.k. 5 sinnum á
Saga Class rými á 12 mánaða
tímabili eða 15 sinnum á afsláttar-
fargjöldum. Ennfremur gefst far-
þegum sem ferðast hafa 45 sinn-
um innanlands kostur á þátttöku.
Ásdís Ásgeirsdóttir, sem hefur
umsjón með klúbbnum, segir að
klúbbar á borð við Icelandair Busi-
ness Club, séu til hjá flestum flugfé-
lögum. Markmiðið sé að veita bestu
viðskiptavinunum betri þjónustu t.d.
þeim sem ferðist mikið vegna vinnu
sinnar. Klúbbfélagar hafa aðgang
að biðstofum í flugstöðvum á
áfangastöðum Flugleiða og fá sér-
staka heimild fyrir yfirvigt. Þeir fá
handbók með nöfnum hótela og bíla-
leiga sem veita afslátt og betri þjón-
ustu en ella en auk þess munu sölu-
skrifstofur félagsins erlendis veita
ýmsa fyrirgreiðslu. Gerðir hafa verið
samningar um afslætti og önnur
fríðindi við 10 hótel innanlands og
17 hótel á helstu áfangastöðum
Flugleiða erlendis. Tvær erlendar
bílaleigur veita afslátt auk Bílaleigu
Flugleiða. Jafnframt gefst klúbbfé-
lögum kostur á akstri frá höfuðborg-
arsvæðinu til Keflavíkur án endur-
gjalds og Bílageymslan í Njarðvík
býður þeim afslátt af verði á þjón-
ustu.
hans eru Transreco-fyrirtækið þar
sem hann og einkaritari hans starfa
í tveimur rúmgóðum herbergjum,
steinsnar frá aðalgötunni í Vaduz.
Hann sagðist nú vera aðaleigandi
6 eða 7 fyrirtækja en 4 þeirra væru
vlrk. Hann var með fingurna í fleiru
þegar Morgunblaðið talaði við hann
fyrir fimm árum, þótt hann vildi
þá sem minnst um viðskipti sín
segja. Hann seldi nýlega sinn hlut
í Air Export sem rak flugskýli á
flugvellinum í Brussel og verslar
með flugvélavarahluti. „Ég dró mig
út úr því eftir að við seldum Sab-
ena-flugfélaginu flugskýlið með
góðum ágóða og fluttum þjón-
ustuna til Sviss og Bandaríkjanna,"
sagði Gunnar. „Eg held að ég hafi
gert þetta á góðum tíma því það
er mikil óvissa á flugmarkaðnum
framundan.
Árin eftir 1983 voru góð og upp-
sveifla í þessum viðskiptum en nú
er komið að leiðréttingu og það
má búast við niðursveiflu. Flugfé-
lögin hafa endurnýjað flotana og
það er orðið erfitt að finna notend-
ur fyrir gamlar vélar. Óvissan í
Mið-Austurlöndum hafa haft sin
áhrif. Fargjöld hafa hækkað í kjöl-
far hækkana á eldsneyti og það
má búast við að farþegum fækki
þar af leiðandi. Auk þess sem efna-
hagsástandið í Bandáríkjunum er
slæmt og ferðalög eru eitt af því
fyrsta sem fólk hættir að leyfa sér
þegar það þarf að herða ólina,"
sagði Gunnar.
Hann sagði að nýleg ákvörðun
Bandaríkjastjórnar að banna inn-
flutning á þotum sem fara yfír
ákveðið hámarks hávaðastig, en
það er megnið af vélum sem eru í
notkun í dag, myndi hafa sín áhrif
á flugvélaviðskipti. „Ákvörðunin
var tekin yfír eina helgi. Hún kom
svo flatt upp á alla að það tekur
tíma að jafná sig og átta sig á
hvað hún mun hafa í för með sér,“
sagði Gunnar. „Markaðurinn með
þessar vélar mun þrengjast veru-
lega en það var vitað að innflutning-
ur á þeim til Evrópu yrði bannaður
um þessi áramót. Bandaríkjamenn
ákváðu að grípa til sömu ráðstafana
til að hindra að þeir sætu uppi með
gamlar vélar sem aðrir vildu ekki
eins og gerðist síðast þegar nýjar
hámarkshávaðareglur voru settar."
Engin fjárumsvif á íslandi,
enn sem komið er
Gunnar hefur hagnast vel á við-
skiptum sínum og það lá því beint
við að Arnarflugsmenn hefðu sam-
band við hann þegar þá skorti fé í
fyrirtækið. En Gunnar hafði ekki
áhuga á að fjárfesta í Arnarflugi
ÞIÓNUSTUKLÚBBUR —
Ásdís Ásgeirsdóttir, hefur um-
sjón með Icelandair Business
Club. Með klúbbnum hyggjast
Flugleiðir veita sínum bestu við-
skiptavinum betri þjónustu með
ýmiss konar fríðindum og af-
sláttarkjörum.