Alþýðublaðið - 31.01.1959, Side 5

Alþýðublaðið - 31.01.1959, Side 5
menntamáíaráðherra r Ulvarpsrœða um niðiirfœrsluí nimuarpið? VANDI sá, sem nú er við að etja í íslenzkum eínahags- málum, er ekki nýr af nál- inni, — hami hefur ekki skap azt skyndilega um þessi ára- mót og hann er ekki heldur síðán í fyrra eða hitteðfyrra. í aðalatriðum er um að ræða sama vandamálið og glímt hefur verið við allar götur síðan í stríðslok. Stundum er sagt, að undirrót erfiðleik- anna sé, að fjárfesting hafi verið of mikil, ■— stundum er sagt, að orsökin sé sú, að þjóð in hafi tamið sér of góð lífs- kjör. Hvorugt er réít út af fyrir sig-, — og þó er nokkur sannleikur í hvoru tveggja. Vöxtur þjóðarteknanna síðan í stríðsbyrjun hefur verið svo mikil, að þjóðin hefði með éðlilegum og heilbrigðum hætti getað leyft sér þau lífs- kjör, sem hún hefur notið, ef hún hefði ekki jafnframt.vilj- að verja jafnmiklu til fjár- festingár og gert hefur verið. Og hún hefði einnig getað haft fjárfestinguna jafnmikla og hún er orðin, án þess að stofna til verðbólgu, ef hún hefði viljað sætta sig við nokkru lægri lífskjör. En hitt hefur verið ómögulegt, að gera hvort tveggja samtímis að njóta þeirra lífskjara, sem við höfum notið, og halda uppi þeirri fjárfestingu, sem hér hefur verið framkvæmd, — nema þá að 'efna til mikill- ar verðbólgu, eyða gjaldeyris forða og stofna t.l mikilla lausaskulda og svipta þarmig atvinnu- og viðskiptalífið traustum og heilbrigðum grundvelli og valda öryggis- leysi um afkomu bæði fram- leiðenda og launþega. Það er einmitt þetta, sem gerzt hef- ur. í sannlsika sagt hefur verðbólgan og söfnun lausa- skulda síðan í stríðslok þó verið minnj en búast hefði mátt við með tilliti til neyzlu þjóðarinnar og fjárfestingar hennar, og er ástæðan sú, að á árunum 1948—1953 nutum við mikdlar terlendrar fjár- hagsaðstoðar, síðan iiafði þjóðin um skeið mjög miklar óvenjulegar gjaldeyristekjur og nú um nokkur ár hefur hún fengið óvenju mikið af föstum erlenöum lánum til Jangs tíma. Ef gera á annað hvort, að stöðva verðbólguna eða draga úr notkun. erlends láns fjár, að ég ekkj tali um, ef gera ætti hvort tveggja, þá verða menn að horfast í augu við, að það er alls ekki hægt að halda hvoru tveggja- ó- breyttu, fjárfestingumii og neyzlunni, — annað hvort eða hvort tvteggja verður að minnka. Eg er þeirrar skoð- unar, að fyrst og fremst fjár- festing.n eigi að minnka, og að það sé hægt ao halda neyzlu þjóðarinnar, eins og hún er nú, óbreyttri með heil brigðum hætti. en þá verða menn að hafa kjark til þoss co draga Injög verulega úr fjárfestingunni, einkum þeirri, ssm ekki ve' ður talin arðbær og stendur ekki í sambandi við útflutningsfram leiðsluna. Þetta verður að sama skapi auðveldara sem frarnleiðsla þjóðarinnar er í örari vexti. Sem betur fer hefur vöxtur hennar verið ör undanfarin ár, og allt bendir t.l þess, að sá vöxtur geti haldið áfram, ef engin óhöpp koma fyrir og okkur tekst að stjórna efna- hagsmálunum sæmilega. En sá vöxtur getur aldrei orðið svo mik.ll, að hann leysi all- an þenna vanda, heldur get- hann rsðeins gs.t hann auðveldari viðfangs. krónur fara um h-endur manna en áður. 2. 1. Að öðru leyti er vandarnál- ið nú við þessi áramót tví- þætt. Þegar efnahagsmála- löggjöfin var samþykkt í maí s 1., var í raun og veru frest- að að gera ráðstafan'r vegna 10 stiga vísitöluhækkunar, sem vitað var, að verða mundi. Um það ieyti var rætt opinskátt um það í þáverandi ríkisstjórn og stuðnings- flokikum hennar, að þessi 10 vísitölustig væru vandamál, sem ræða þyrfti við stéttar- samtökin um að leysa. Þess vegna var málinu skotio á frest. Með hliðsjón af þsssu er það í rauninni alveg eðli- leg, að hv. 7. þm. Reykvíl inga. Hannibal Valdimarsso’ skuii hafa gsrt það að tillög - sinnl í grein í Vinnunni nóvember s.l., að launþega ásamt -bændum og öðrun framleiðendum, gæfu efti nokkur vísitölustig og að hann skuli hafa látið þau um- mæli falla í ræðu á Alþýðu- sambandsþingi, að til greina kæmi, að launþegar afsöluðu sér 10—15 vísitölustigum. En vandamáhð jókst mjög á síðari hluta nýliðins árs. eins og raunar er alkunnugt. Vegna 6—9 prósent grunn- kaupshækkunar þeirrar, sem varð síðari hluta .ársins, og tveggja st'ga hækkunar á vísitölu, var kaupgjald í nóv- ember sl. orðið 1—11% hærra en það kaup, sem bæt- ur til útflutningsframleiðsl- unnar voru miðaðar við í maí s.l. 1. desember varð síð- ann hækkun á kaupgjaldi vegna hækkunar kaupgjalds- vísitölu um 17 stig, þannig, að um síðustu áramót var kaup- gjaíd orðið 17—21% hærra en gert var ráð fyrir, þegar rtekstrargrundvöllur útflutn- ingsframleiðslunnar var á- kveðinn fyrir s.l. ár. Þessi einfalda staðreynd hlýtur að opna augu sérhvers skynsams manns fyrir því, í hve fjar- stæðukennt óefni fram- leiðslu- og fjármál þjóðarinn- ar voru komin um síðustu áramót. Á sex mánuðum hafði krónutala þess kaups, sem launþegar fsngu í hend- ur, vaxið um 17—21%. Eng- inn heilvita maður getur trú- að því. að þj óðarframleiðsLm hafi á s.l. ári vaxið um 17— 21%, þannig að lífskjör þ.jóð- artnnar geti í raun og veru batnað sem þessu nernur. Hvert mannsbarn hlýtur að skilja, að jafnstórkostlegar bretingar á krónutölu kaups hljóta að langmestu layti að leiða til samsvarandi hækk- unar á verðlagi, þannig, að breytingin er sú ein að fleiri Til lausnar á þeim vanda, sem við blasti um áramótin, er í raun cg veru aðsins um tvær leiðir að ræða. Hin fyrri er .sú, að fara eins að og gert hefur ver.ð mörg undanfarin ár, það er að segia að hækka bætur til útflutningsfram- • leiðslunnar svo rnikið sam nauðsynltegt reynist til þess að gera henni kleift að standa undir sannanlegum kostnað- arauka og afla síðan fjár til þess að .greiða þsssar bætur með nýjum álögum á lands- menn. Þetta mætti kalla hækkunarleiðina. Hin lsiðin er sú, að lækka tilkostnað útflutningsfram- leiðslunnar með niðurfærsía kaupgjalds og vterðlags svo mikið, að hægt sé að haida aðalútflutningsbótunum, það er að segja þeim, sem greidd- ar eru á útflutningsverð- m'æti, óbreyttum og komast þannig hiá því að hækka yfir- Gylfi Þ. Gíslason færslu- og innflunmgsgjöld. Þetta mætti kalla lækkunar- leiðina. Eg skal nú reyna að bera þessar leiðir saman í sem stytztu máli. Ef hækkunar- le.ðin væri farin. hefur verið áætlað, að fjárþörf útflutn- ingssjóðs og ríkissjóðs yrði. um 400 millj. króna, svo að afla hefði þurft þessarar upp- hæðar, hvorki meira né m’inna en 400 millj. króna msð því að leggja ný gjöld á landsmenn. Svo gífurleg hækkun yfirfærslu- og inn- flutningsgjalda hefði auðvit- að haft í för mteð sér mjög mikla hækkun á verðlagi. Bæð; kauphækkunin 1. des- ember og þessi hækkun inn- fluttrar vöru hefði hækkað innlent verðlag í janúar og febrúar mjög verulega. I mánuðunum desember, janúar og ftebrúar 'heíðu launþegar því þarft að búa við mjög ört hækkandi verðlag, en ó- breytt kaup. Kauphækkunin 1. desember hefð; þannig stná. eyðst í hækkandi verðíág. 1. marz hefði kaupið hins vegar hækkað aftur, en í mán uðunum marz, apríl og. maí hefði farið á sömu leið og í mánuðunum dssember, janu- ar og febrúar, verðlag.ð hefði stöðugt hækkað o.g án efa örar og örar. því að gera má ráð frir, að bændur hefðu krafizt þess, að fá af- urðaverði sínu breytt til fulls samræmis við h:nar öru kaupgjaldsbreytingar. Svona hefði þetta haldið áfram. Kaupg.jald og verðlag hefði enn hækkað um 2% á einu ári. Kaupgjaldið hefði breytzt á þriggja mánaða fresti, cn hver kauphækkun hefði fuðrað upp í verðbólgueldi, sem magnazt hefði rneð hverjum mánuðinum sem leið. í fyrsta lag; hsfðu laun- þegar alltaf þurft að bíða eft- ir að fá verðhækkunina jafn aða. í öðru -lagi hefðu orðið hækkanir á gjöldum. sem alls ekki er tekið tillit til í gamla vísitölugrundvellinum, svo sem á við um skatta og út- svör. Og í þriðja lagi liefði orð.ð mikil hækkun á verði ýmissar vörn, sem of. lítið tillit er tekið til í gamla vísi- tölugrundvellinum vegna þess hve þýðingarlítil hún var í reyndinni, þegar sá grundvöll- ur var fundinn. Af þessum sökum er hækk- unarleiðin launþegum tví- mælalaust óhagkvæm, jafn- vel séð frá þrengsta sérhags- unasjónarmiði þeirra. Þar við bætist, að hækkunarleið- in htefði leitt yfir þjóðina stór kostlegri og örari verðbólgu- þróun en nokkru sinni fyrr með ófyrirsjáanlegum aíleið- ingum fyrir vöxt og viðgang atvinnulífsins í landinu, auk þess sem hún hefði brennt upp til agna fjórðung af spari- fé manna, ungra og gamaila. Ef hins vegar farin er Iækkunarleið'.n, hafa athug- anir sýnt, að kaupgjaidsvísi- talan þarf að komast niður í 175 stig, til þess að tekki þurfi að hækka hinar almennu út- flutningsbætur og þar með ekki yfirfærslu- og innflutn- ingsgjöldin. Það svarar til 13% lækkunar í því kaupi, ssm mönnum hefur verið greitt í desember og janúar. Það er þó að sjálfsögðu stór- kostleg og raunar augljós bltekking, að þtessi 13 % lækk- un á krónutölu kaups eins og það hefur verið í tvo mán- uði, jafngildi 13% kjaraskerð- ingu. Kaupgjaldið lækkar að krónutölu sem svarar ti| 17 vísitölustiga. Verðlag vmist hefur lækkað eða mun llekka sem svarar 17 vísitlustigum, svo að það, sem gert er ráð fyrir, að launþagar, bændur og allar aðrar stéttir gefi eftir af kaupi sínu eða tekj- um, getur aldrei orðið meira en sem svarar 10 vísitölustig- um eða 5,4% af kaupgjaldinu eða tekjunum. En þao er líka rangt að tala um þessa lækk- un kaupgjalds sem 5,4% kjara skterðingu. Allar tölur, sem vitnað hefur verið í af hálfu málsvara og blaða Alþýðu- bandalagsins, um svo og svo mikla kjaraskerðingu vegna þessa frumvarps, eru byggð- ar á því, að launin hefðu get- að haldið þeim kaupmætti, sem þau höfðu eftir síðustu kauphækkun 1. desember sl. En hvtert mannsbarn á að vita, að þatta er ekki rétt. Strax fyrstu dagana í cies- ember, það er að segja begar í stað eftir kauphækkunina, var verðlag byrjað að hækka vegna kauphækkunarinr.ai. og kaupmátturinn þannig ao rýrna aftur, það er að segja krónufjölgunin ttekin að brenna í verðbólgubálinu. Ef hægt væri að sýna fram á, aci unnt hefði verið að stöðva alla hækkun alls verðlags eftir 1. desember s.l., þrátt fyrir kauphækkunina, sero. þá var orðin síðan 1. jún:í, mætti segia, að ráðstafanir þeSsa frumvarps hefðu í för með sér lcjaraskterðingu míð- að við það ástand. En hver einasti maður á íslandi veit, að þtessu er ekki svo farið. Og þar með er grundvell.num. kippt undan öllurn tölunuro sem inenn hafa heyrt og séð hampað um svo os svo mikla kjaraskerðingu af vcldum ráð stafana þtessa frumvarps. 3. Þetta verður raunar einnig augljóst, þegar bornar em saman meðalárstekjur ýmissa stétta á s.l. ári og væntan- legar tekjur þeirra í ár miðaci við að kaupgreiðsluvísitalan verði 175 stig frá 1. fébrúar. Árið 1958 hafði Dagsbrúnar- verkamaður, stem vann 8 tíma á dag alla virka dag'a og 5 tíma á viku í eftirvinnu, 56,- 100 krónur í árslaun. En miðað við kaupgreiðsluvísi- tölu 175 frá 1. febrúar og úl; árið munu árslaun hans 1959 verða 58.700 krónur eða um. 2.600 krónum hærri en þgu voru í fyrra. Kaup járniðnað- armanna mun í ár, miðað við sömu forsendur, verða 71.100 krónur. en var í fyrra 70.300 krónur. Opinber starfsmaður í VII. launaflokki mun nú í ár fá 74.600 krónur í laun, en hafði í fyrra 73.500 krónur Og opinber starfsmaður í X. launaflokki hafði í fyrra 60.- 100 krónur í laun, en mun nú í ár fá 61.000 krónur krónur. Laun allra þtessara starfs- stétta munu því í ár verða nokku5 hærri en þau voru á sl. ári, þótt kaupgreiðsluvísi- tala verði aðeins 175 frá 1. febrúar. Meðalframfærsluvísitalan var 1958 201 síig, en rði 203 stig 1959, éf miðað er við ó- hreytt ver'ðiag -frá 1. marzz, eins og miðað var við óbreyvi kaup frá sama tíma í launa tölunum, stem ég nefndi áðan. Hækkun árstekna verður frá 0.4—4.6 %, en hækkun fraro- færsluvísitölu aðsins IX. Það er því inikil blekking, að þetta frumvarp geri ráð fyrir lækkun á árslaunum manna miðað við árið 1958. Þest’ vegna er það á röngum1 for- sendum byggt, þegar reynt er að vekja ugg i ja þeim1, sem á síðustu árum hafa stofnað til skulda til þtess að koma upp fyrjr sig húsnæði, og telja þeim trú um, að nú muni þeir missa íbúðir sínar vegna þess, að skuldirnar standi í stað, en iaunin lækki. Það, sem agt er til í þessu frumvarpi, er alls ekki að lækka árstekj- ui' manna frá því, sem var á (Framhald á 10. síðu). Alþýðublaðið — 31. jan. 1959 !jjg|

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.