Morgunblaðið - 13.01.1991, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1991 C 9
—r.....—t'T .t, - íu i rT".1'! > ■'T f' 1 ' 'W"Tr------------------------------------------ ‘'Á r
alltaf hægt að ná augnaráði hans
í bakaleiðinni eftir Austurstræti.
Svo fylgdi hann manni kannski
heim,“ segir Ágústa. „Svo voru
menntaskólaböllin. Bókabúð Ey-
mundsen var auðvitað hluti af okk-
ar lífi. Þangað fór maður til að
sníkja aur hjá pabba. Búðin var í
miðjum bænum og þar hittust allir.
Unga fólkið í bænum var þar eins
og heima hjá sér. Allir stúdentar
voru þar í krít og pabbi rukkaði
þá lítið eða ekki. Ég var á skrifstof-
unni og skrifaði þetta inn. Seinna
fann ég bókina og sá að lítið hafði
verið borgað. Þó var einn, sem
seinna varð bankastjóri, rukkaður
um skuldina og sagði bara: Þetta
er fyrnt!“ Á sunnudogum stóð alltaf
uppdekkað borð heima á Túngötu,
því allir komu við í kaffisopa þegar
þeir fóru í göngutúr. Þar flæddi
fólk út og inn, fullorðnir og börn.
Á þeim árum komu allir öllum við.
Ekki á þann hátt að þeir væru að
bera á torg sín leyndustu mál. En
ef eitthvað bjátaði á hjá einhveijum,
þá kom öllum það við.“
Meðan við erum að tala um
gömlu Reykjavík segir Ágústa mér
að á 75 ára afmæli hennar í fyrra,
hafí þau Pétur maður hennar farið
að líta til baka, til þeirra daga þeg-
ar þau dönsuðu saman á Borginni.
Aage Lorange spilaði þar og þekkti
alla. Þegar hann sá þau koma inn
byijaði hann alltaf á laginu „Night
and Day“. Ágústa leitaði uppi heim-
ilisfang Aage Lorange og skrifaði
á kort þar sem hún þakkaði honum
fyrir hlutdeild hans í æsku hennar.
Svo fóru þau Pétur á Borgina í síð-
degiskaffi og minntust gömlu góðu
daganna. Þannig fagnaði hún af-
mælinu sínu.
List eða listiðn
Kunsthaandværkerskolen, sem
var til húsa í Kaupmannahöfn í
gamla Friðriksspítalanum þar sem
Jónas Hallgrímsson dó, var skipt í
deildir. Þar var hægt að velja um
silfursmíði, keramikgerð, arkitekt-
úr, tauþrykk og svo var þar auglýs-
ingadeild, sem Ágústa var í. „Mik-
ill styrr stóð um deildina þegar ég
kom þar, tekist á um tvær stefn-
ur,“ segir Ágústa. „Skólastjórinn
var alltaf að brýna okkur á því í
auglýsingadeildinni að við værum
handverksmenn, skyldum ekki
ímynda okkur að við værum lista-
menn. En forstöðumaður deildar-
innar var listamaður. Landflótta
gyðingur frá Þýskalandi eins og svo
margir á þeim árum. Hann var á
allt annarri skoðun. Og átökin voru
Thors og Jón Þorláksson að leggja
mjög hart að honum áður en hann
tók embættið að sér.„Fyrir okkur
var það áfall, okkur fannst að hann
hefði verið hrifinn frá okkur síðustu
árin sem hann lifði. Þijú síðustu
árin var hann mjög veikur, með
lungnakrabba og bijósklos í baki,
og hann var störfum hlaðinn fyrir
með bókabúðina og félagsstörf
margvísleg svo ekki var á bætandi."
Þegar Ágústa var búin að vera
í Kaupmannahöfn í 2 ár komu fleiri
íslendingar þangað til náms, Hall-
dór bróðir hennar Pétursson, Atli
Már Árnason, Ásgeir Júlíusson,
Jörundur Pálsson og Stefán Jónsson
og innrituðust í auglýsingadeildina.
Tveir þeir síðarnefndu fóru síðar í
nám í arkitektúr. Hin héldu áfram
og urðu frumkvöðlarnir í auglýs-
ingagerð á íslandi. Sjálf tók hún
til við hönnunarvinnu þegar hún
kom heim, hafði fyrst aðstöðu í
Eymundsonarhúsinu hjá pabba
sínum. Hún fór aftur utan og við
heimkomuna 1938 settu þau Halld-
ór bróðir hennar Pétursson upp
auglýsingastofu í húsi langömmu
hennar Ágústu Svendsen j Aðal-
stræti 12. Ráku þau þessa auglýs-
og Ágústu Pétursdóttur í mynda-
efnið. En blaðið varð aldrei nema
hugmýndin ein.
„Við höfðum næg verkefni í fag-
inu,“ segir Ágústa. „Á þeim árum
varð maður að handteikna hvern
staf nema settan texta, enda lærð-
um við margvíslegt letur í skólan-
um. Ég sá um daginn auglýsingu
frá Stálhúsgögnum sem ég kannað-
ist við og sá þá að enn er í notkun
firmanafnið sem ég gerði fyrir þá
1936 og kostaði 15 krónur. Én
gallinn var sá að við kunnum ekk-
ert að verðleggja vinnuna eða yfir-
leitt að reka auglýsingastofu. Það
tilheyrði ekki náminu í skólanum."
Ágústa var gift í Danmörku og
hafði komið heim 1938 til að fæða
elsta son sinn, en fór svö ekki aftur
út vegna stn'ðshættunnar. 1944
giftist hún Pétri Snæland, eignaðist
börn og var með stórt heimili, svo
hún hætti öðrum störfum um hríð.
En byijaði aftur þegar strákarnir
voru orðnir nógu stórir, eins og hún
segir. Þá var einmitt verið að aug-
lýsa samkeppni um merki Náttúru-
verndarráðs og þótt annað merki
yrði fýrir valinu, má sjá að frum-
drögin að kortum og veggspjaldi
Landverndar má rekja til þessara
tillagna. En hún sigraði í sam-
keppni um merki Landsvirkjunar.
Síðan kveðst hún hafa unnið heima
og tekið öðru hveiju þátt í slíkum
samkeppnum um merki og frí-
merki. I Túngötunni var hún seinni
árin búin að koma sér fyrir með
vinnu sína í bílskúrnum, sem Hall-
dór bróðir hénnar hafði áður fyrir
vinnustofu.
Árið 1961 byijaði hún á hausa-
veiðunum, eins og hún orðar það.
„Upphafið voru_ fiðrildaóróar sem
ég gerði,“ segir Ágústa. „Við vorum
að borða kinnar og strákurinn minn
lyfti upp beini úr þorskhausi og
sagði: Sjáðu! Ég sá að þetta voru
eins og fíðrildavængir. Síðan leiddi
það út í kríurnar, sem líka eru unn-
ar úr beinum úr þorskhausum. Jú,
þetta er ógurlega mikið verk, eink-
um að sjóða hausana. Maður kemur
með hrúguna heim, sýður og hend-
ir svo öllu nema bara 5 litlum fisk-
beinum, sem verða að einu fiðrildi
og einni kríu, ef vel tekst til. En
það er gaman hve víða kríurnar
hafa farið. Laxveiðimenn sem koma
til landsins sjá fallegar kríur sitja
á steini og langar til þess að fá þær
Á skrifstofu Landverndar þegar kort og veggmynd Ágústu komu út og henni var þakkað fyrir framlagið. Á
myndinni eru frá vinstri: María H. Haraldsdóttir, starfsmaður á skrifstofunni, Ágústa Snæland, Svanhildur
Skaftadóttir, framkvæmdastjóri Landverndar og Auður Sveinsdóttir, formaður samtakanna.
með sér heim til minja.“ Fjörulall-
arnir hennar Ágústu urðu þannig
til að hún kom í fjörunni auga á
steina með formi sem vöktu upp
einhveija mynd. Hún keypti í
Bandaríkjunum lítil augu og fór að
leita að réttu formunum. Segir að
ekki sé auðhlaupið að því að finna
réttu steinana. Ékki eru þetta einu
frumlegu listiðnaðarmunirnir henn-
ar. Til dæmis bjó hún til skemmti-
legar brúður. Eina þeirra, sem hún
kallaði Selmu, lét hún sitja í stól
við gluggann í stofunni þegar þau
fóru í sumarbústaðinn, svo fólk
sýndist vera í húsinu. „Þá sagði ég
einhvern tíma í gamni að nú ætlaði
ég að fara að búa til og selja inn-
brotsfælur. Mætti til dæmis útbúa
brúðurnar eins og lík á gólfinu, svo
að innbrotsþjófar legðu á flótta ef
þeir kæmu inn. Já, það er rétt,
- hugmyndirnar buna út um augun
og eyrun á mér. Verra að koma
þeim öllum í framkvæmd," segir
Ágústa kímin.
Dauðinn hluti lífsins
Það fer ekki á milli mála að
Ágústa Snæland er ekki í vandræð-
um með að drepa tímann og kann
að njóta hverrar stundar.
Þá minnist ég bréfs frá
henni fyrir nokkrum árum
í tilefni skrifa um dauð-
ann og bagalega feimni
fólks og hefðbundið bann
við að tala um þann óumf-
lýjanlega þátt lífsins.
Ágústa hafði tekið undir
að slík þögn væri skaðleg.
Hún er enn sama sinnis,
segir dauðann ekki vera
annað en hluta lífsins sem
hún hræðist ekki. Ég spyr
hana hvort hún sé trúuð
og eigi örugga von í fram-
haldslífi.
„Já, ég er trúuð, held
að það sé hluti af þessari
náttúrutilfinningu minni
og ég er sannfærð um
framhald lífsins,“ segir
hún.„Snemma gerði ég
mér ljóst að við gætum
ekki bara verið hold og
nein. Veit að svo er ekki.
Maður þarf að næra sál-
ina ekki síður en líkam-
ann til þess að komast
heill í gegnum lífið. Gam-
alt fólk þarf eins og aðrir
að hugsa um það sem
framundan er. Líka dauð-
ann. Tala um og bera
saman reynslu okkar af
lífinu og hugmyndir um
það sem við tekur. Ég er
viss um að flest okkar
hafa beig af umskiftunum og viljum
fá að tala um þau. En komumst
ekki upp með það. Það er þaggað
niður í manni eða snúið út úr. Ég
hræðist ekki dauðann, heldur hver
aðdragandinn muni verða fyrir mig
og mína.“ Ágústa segist stundum
þurfa að búa til ljóð til þess að láta
krystallast það sem hún skynjar og
er að hugsa um. Og hún sýnir mér
ljóð, sem hún gerði nýlega og nefn-
ir Til Dauðans. Segir að svona hugsi
hún til hans:
Ágústa Snæland í stofunni sinni.
milli þeirra. Sjálf hefi ég alltaf litið
á mig sem listiðnaðarmann. Mér
fínnst útilokað að segja: Ég er lista-
maður! Það getur maður þó stund-
um orðið án þess að ætla sér það
eða gera kröfu til þess. Kannski
stafar þetta viðhorf af uppeldinu.
Pabbi var alltaf að segja okkur að
vera ekki með neitt yfirlæti." Þegar
við skjótum hér inn í að faðir henn-
ar hafi þó verið frammámaður í
bænum og síðar borgarstjóri á ár-
unum 1935r40, svarar Ágústa um
hæl að það hafi hann verið gegn
vilja sínum, enda þurftu þeir Ólafur
Morgunblaðið/Sverrir
ingastofu þar til Halldór fór til
framhaldsnáms í Bandaríkjunum
1941.
Fyrsta bókakápan sem Ágústa
hannaði var á Beijabókina eftir dr.
Gunnlaug Claessen og hún útbjó
jólabókabækling fyrir Eymund-
sonarverslun, sem faðir hennar átti.
Einnig var hún fengin til þess að
teikna jólakort og jólamerki. Þá
vann hún að útlitshönnun á nýju
kvennablaði, sem þeir Gunnar Thor-
oddsen og Skúli Jóhannsson ætluðu
að hleypa af stokkunum og höfðu
ráðið Helgu Kalman í textaskrifin
Þrjár kríur á skeri. Þessar fínlegu kríur hennar Ágústu, sem hún
byijaði að vinna úr þorskhausabeinum fyrir 30 árum, eru víðþekktarj
Morgunblaðið/Svemr
Fjörusteina ummyndar Agústa af hugvitssemi í skemmtilega og oft
hugljúfa „fjörulalla".
Lát mig teyga lífið sjáift
af ljúfum vörum þínum.
Finna þér í faðmi
ferðum Ijúka mínum.
Heimi ljóss ég heilsa
hinn með trega kveð.
Rökkurslóð ég rakti
rís nú skir af beð.
„Annars vildi ég skilja við þetta
líf líkt og hún nafna nn'n og lang-
amma gerði,“ segir Ágústa og við
ljúkum samtalinu á þeim orðum.
„Hún vann þar til hún lagðist bana-
leguna. Sat í bakherbergi búðar
sinnar í Aðalstræti og saumaði slifsi
við peysuföt. Yrði hún þreydt hall-
aði hún sér í stólnum, lagði skúfínn
á skotthúfunni yfir augurt og fékk
sér smáblund. Þegar hún dó hafði
hún ráðstafað öllu jarðnesku góssi
sínu, meira að segja rúminu sem
hún dó í.“