Morgunblaðið - 13.01.1991, Page 15

Morgunblaðið - 13.01.1991, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JANUAR 1991 C 15 hvernig bandaríska stjórnkerfið virkar og ekki hefur það spillt'að hann nýtur óskoraðs trausts Bush forseta sem hefur kallað Powell „hinn fullkomna hermann“, eða „complete soldier", eins og forset- inn orðaði það. Hæfur herstjórnandi Líkt og Reagan gerði dáir Bush mjög Powell fyrir þá hæversku sem hann býr yfir og trygglyndi. Pow- ell hefur meiri völd en flestir fyrir- rennarar hans vegn aþess að árið 1985 samþykkti þingið lög sem gerðu formann herráðsins einnig að helsta hernaðarráðgjafa forset- ans. Áður fyrr var formaðurinn ein- ungis fremstur meðal jafninga. Þykir Powell vera blessunarlega laus við allan hroka ólíkt sumum fyrirrennurum hans. Powell er yngsti maðurinn sem hefur skipað þessa stöðu og höfðu menn áhyggjur af því að hann hefði ekki nægilega stjórnunarreynslu af umfangsmiklum hernaðaraðgerð- um. Á því rúma ári sem Powell hefur nú setið við stjórnvölinn hefur hann þó vissulega staðið fyrir sínu og þykir vera mjög hæfur herstjórn- andi. Hann hefur haft umsjón með sex ' hernaðaraðgerðum fyrir utan Persaflóadeiluna, allt frá björgun Bandaríkjamanna í Líberíu til að- gerða til stuðnings ríkisstjórn Filippseyja. Prófraunin var þó að- gerð „Just Cause“ sem var innrás Bandaríkjahers í Panama með það fyrir augum að steypa Manuel Nori- ega. Powell mælti með umfangs- mikilli innrás en gerði þó Bush fylli- lega grein fyrir áhættuþáttunum og því, að lítil von væri til að það tækist að handsama Noriega í fyrstu atrennu. Aðgerðin þótti tak- ast með ágætum og er óhætt að fullyrða að eftir þetta hafi óánægju- röddum í garð hershöfðingjans fækkað verulega. Það er sagt að Washington sé full af „haukum“, það er mönnum sem treysta á og vilja beita hernað- armætti Bandaríkjanna, en þeir eru fáir sem þora að standa undir því er á reynir. Powell er þar algjör undantekning. Sem formaður her- ráðsins hefur hann sýnt meiri vilja til að beita hernum en nokkur af forverum hans síðustu árin, þar með taldir þeir er þjónuðu undir Reagan, en það tímabil er almennt talið hafa einkennst af nokkurri „ævintýramennsku“ hvað þetta snertir. Powell hefur átt meiri þátt í mótun hernaðarstefnunnar við Persaflóa en nokkur annar. Það voru Powell og Dick Cheney, varn- armálaráðherra, sem kynntu fyrir Bush drög að aðgerð sem nú er kunn undir nafninu „Desert Shield“ eða „Eyðimerkurskjöldur", en þeir tveir hafa starfað mjög náið saman að allri skipulagningu aðgerðarinn- ar. Þeir eru báðir taldir mjög áreið- anlegir og þykja vinna einstaklega vel saman. Allt frá upphafi innrásar íraka í Kúvæt lögðu Cheney og Poweil mikla áherslu á skjóta og mikla uppbyggingu bandarísks herafla á' svæðinu, gagnstætt hinni hægu uppbyggingu sem átti sér stað í Víetnam. Margir héldu því fram að staðfestu Powells í þessum efnum mætti rekja til reynslu hans frá Víetnam. Hann svarar því til að það sé frekar þrjátíu og tveggja ára hernaðarreynsla hans og þjálfun sem þar hafi ráðið. „Ef bandarísk hernaðaruppbygging á að eiga sér stað, þar sem um hugsanleg átök og mannfall gæti verið að ræða, skal staðið rétt að málum,“ er haft eftir honum. Jafnskjótt og gengið hafði verið frá samningum við ráðamenn í Saudi Arabíu hrundu Cheney og Powell af stað þeirri aðgerð, sem nú stefnir í mestu hemaðarumsvif sem Bandaríkjamenn og banda- menn þeirra hafa staðið fyrir frá lokum síðari heimsstyijaldarinnar. Og nú, þegar fátt virðist geta kom- ið í veg fyrir átök, mun reyna á hæfileika Powells meira en nokkru sinni fyrr. Hann virðist þó hvergi banginn og beindi orðum sínum tii Saddams Husseins er hann sagði á fundi uppgjafarhermanna í Balti- more tæpum mánuði eftir innrásina að enginn íraskur leiðtogi skyldi halda að Bandaríkin hefðu ekki vilja eða getu til að standa undir því sem ætlast væri til af þeim: „Reynið ekki að hóta okkur eða hræða okk- ur. Það stoðar ekki og hefur aldrei gert.“ Gerir upp gamla bíla Þrátt fyrir að ævi Powells hafi verið samfelld barátta og ekki mik- ill tími gefist til tómstunda og §öl- skyldulífs hefur hann nú verið gift- ur Ölmu V. Johnson í 28 ár og eiga þau þijú börn. Til að losa um þá spennu sem myndast í kring um starfið á þessi fjögurra stjörnu hers- höfðingi það til að stefna á næsta brotajárnshaug og draga ónýtan Volvo heim til viðgerða. Hann hefur gaman af að grúska í vélum, taka þær í sundur og setja saman. Kynþáttamál hafa ætíð verið honum hugleikin. Skoðanir hans eru þó á engan hátt öfgakenndar. Hann hélt mikið upp á dr. Martin Luther King jr. og leggur stund á kenning- ar hans. Einnig studdi hann óopin- berlega við bakið á Jesse Jackson er hann bauð sig fram til forseta. „Ég ólst upp í hverfi minnihluta- hópa þar sem allir voru annaðhvort svartirs gyðingar eða frá Puerto Rico. Ég leit aldrei svo á að eitt- hvað væri að mér vegna þess að ég er svartur. Þegar fólk spyr mig spurninga eins og: „Var ekki haldið aftur af þér?“, eða: „Taka menn ekki minna mark á þér vegna þess"" að þú ert svartur?" svara ég því til að litarháttur minn sé einhvers ann- ars vandamál, ekki mitt. Takið mér bara eins og ég er.“ Powell hefur þó hlotið sinn skerf af kynþáttahatrinu. Honum hefur verið vísað út af veitingastöðum og á meðan hann þjónaði í Víetman stóðu tengdaforeldrar hans í ströngu vegna kynþáttaofsókna í bænum Birmingham í Alabama, en um þá atburði er meðal annars fjall- að í verðlaunamyndinni „Missisippi Burning". Tíma niðurlægingarinnar lauk heldur ekki með hækkandi tign. Fyrir aðeins þremur árum var hann sendur sem fulltrúi Reagans til að taka á móti virðulegum gesti á flugstöð einni í Washington. Þrátt fyrir að hann væri eini maðurinn í þessari litlu flugstöð hundsaði flug- félagsfulltrúinn veru hans þar og var það ekki fyrr en Powell kynnti sig, að maðurinn áttaði sig á að þessi „ósýnilegi“ svarti maður væri þriggja stömu hershöfðingi. Þessa sögu segir Powell með réttlætanleg- um hneykslistón. Meðal samstarfsmanna nýtur Powell að sjálfsögðu fullrar virðing- ar eða eins og einn fyrrverandi starfsmaður í Hvíta húsinu orðaði það: „Enginn lítur á Colin sem blökkumann; menn líta á hánn sem einn þann besta.“ Varaforsetaefni? í kjölfar flutninga hermanna á Persaflóasvæðið hafa sprottið upp umræður um hlutfall minnihluta- hópa í hernum og þess háttar. Slíkt hjal fer í taugarnar á Powell sem segir að það eigi ekki að standa í vegi fyrir aðgerðinni. Hann er sér þó fyllilega meðvitandi um það mis- rétti sem er við lýði sums staðar og leggur sig sérstaklega fram um að hvetja efnilega svarta hermenn og foringja. Fyrir tæpum tveimur árum gaf hann út bók tileinkaða minningu dr. Martins Luthers Kings jr. þar sem meðal annars stendur „... við getum ekki unnað okkur hvíldar fyrr en sérhver Bandaríkja- maður lítur á og dæmir annan Bandaríkjamann einungis á grund- velli hæfni og eiginleika." Til gam- ans má geta að af 407 hershöfðingj- um Bandaríkjahers eru 26 svartir og þar af tveir af þremur kvenhei-s- höfðingjum. Powell nýtur mikillar hylli flestra áhrifamanna í Washington. Hann þykir vera hæfilega sérvitur og hefur hann það jafnan í flimtingum að hann hafi komist áfram í hernum þrátt fyrir að hann spili ekki brids, tennis eða golf. Hann er fágaður í framkomu og yfirvegaður. Sumir repúblikanar gera sér í hugarlund að Powell komi í stað Dans Quayles sem varaforsetaefni Bush árið 1992. Þótt Powell hafi átt frama sinn mikið til repúblikönum að þakka hefur hann sjálfur aldrei gefið út neinar pólitískar yfirlýsingar og segist ekki hafa neinn metnað fyrir stjórnmál „eins og stendur", en þegar hann yfirgefur herráðið er lítill vafi á að bæði repúblikanar óg demókratar munu sitja um hanh. Háft er eftir nánum vini að eina hugmyndafræðin hans sé trú á föð- urlandið og þjónusta við það. Víst er að pólitísk framtíð hans mun að miklu leyti ráðast af niður- stöðu Persaflóadeilunnar. Hætta er á að löng, blóðug barátta rnuni skaða ‘feril hans ekki síður en for- setans. Á 20 ára ferli í stjórnunar- störfum hefur Powell reynst afar farsæll, en nú reynir á. í hugsanleg- um átökum við Persaflóa mun hann standa frammi fyrir þýðingarmesta og jafnframt vandasamasta hlut- verki lífs síns, og frammistaða hans þar mun ekki aðeins skipta sköpum fyrir framtíð hans sjálfs heldur einnig, ef að líkum lætur, fyrir allan hinn siðmenntaða heint.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.