Morgunblaðið - 13.01.1991, Page 24
24 C
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1991
LEIKLIST/i/^r á ab kenna leiklist í skólum?
Leiklistin sem hluti afmenntastefnu
eftir Hlín
Agnorsdóttur
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur nýlega sent frá sér plagg,
þar sem fram koma hugmyndir um menntastefnu í íslenska skóla-
kerfinu fram til aldamóta. I henni er m.a. gert ráð fyrir að verk-
og listgreinakennsla i grunnskólanum aukist að mun og verði 'A
hluti af allri námsskránni. Þessar greinar hafa löngum átt undir
högg að sækja i skólakerfinu, þar eð nægilegur skilningur hefur
ekki verið fyrir hendi hjá yfirmönnum skólamála á gildi þeirra
fyrir áframhaldandi þroska og námsgetu hvers einstaklings.
Þessi mikilvægi þáttur í skóla- og uppeldismálum okkar hefur
verið stórlega vanræktur. Okkur hefur skort vilja, fjármagn og
fólk til að hrinda raunverulegri list- og verkgreina kennslu í
framkvæmd með einhverjum glæsibrag.
Allir þeir sem kynnst hafa iðk-
un listgreina á borð við tón-
list, myndlist og leiklist vita hvers
hún krefst af viðkomandi einstakl-
ingi, ef einhver veruleg rækt er
við hana lögð og
þá jafnframt
þeirri gleði, sem
hafa má áf
henni. Einstakl- .
ingurinn fær út-
rás fyrir skap-
andi tjáningu og
hugsun, hann
verður sjálfur
þátttakandi í ferli sem færir hon-
um aukið sjálfstraust og ómetanr
lega lífsfyllihgu. Við endurtekn-
ingu skapandi æfingar eflist
sjálfsagi, einbeiting og úthald,
sem kemur mörgum einstaklingi
síðar að góðum notum, þegar
fengist er við úrlausnir erfiðari
og flóknari viðfangsefna og þá
ekki aðeins innan viðkomandi list-
greinar, heldur í öllu öðru námi.
Skólakerfi okkar hefur lagt
ofuráherslu á bóknám,' en ekki
hugað nógu vel að hinum skap-
andi þætti. Blindur er bóklaus
maður, segir máltækið, en hins
ber þó að gæta, að stundum hefur
einhliða bóknámsstaglið drepið
sjálfsprottinn lestraráhuga nem-
andans. Best af öllu væri ef heil-
brigð og fijó víxlverkun hlytist
milli bóknáms og hinna skapandi
námsgreina. Bóknámið eitt og sér
dugir flestum skammt, ef ekki
fylgir getan til að tjá sig munn-
lega, skriflega eða með öðrum
hætti um innihald þess, sem num-
ið er af bók.
Af öllum listgreinunum skipar
leiklistin lægstu virðingarstöðuna
innan skólakerfísins. Ein af
ástæðunum er ef til vill sú að leik-
listin er list augnabjiksins, hún
er að vissu leyti óhöndlanleg, er
aðeins til í huga þess sem sem
skapar og hins, sem tekur við.
Hún er lifandi tjáning tilfinninga,
hugsana, kennda og orða, hún
fæðist og deyr í líkamlegri tján-
ingu hvers og eins. Hún verður
oft til úr engu að því er virðist,
en segir oft allt og ekkert, hún
bara er. Það er erfitt að mæla
hana, taka próf í henni, gera vís-
indlega úttekt á innihaldi hennar.
Þessvegna á hún ef til vill erfítt
uppdráttar innan skólakerfisins.
Skólamönnum finnst hún ekki
nógu merkileg.
I Kennaraháskóla íslands hefur
um árabil verið byggð upp kennsla
og þjálfun væntanlegra tón- og
myndmenntakennara, en öll
kennsla í leiklist hefur verið af
skornum skammti og handahófs-
kennd. Þannig hafa kennaranem-
ar á undanförnum 10-20 árum
fengið að kynnast ýmsum leið-
beinendum og námskeiðum í því
sem kallað er „leikræn tjáning",
en ‘ í raun aldrei fengið nokkra
undirstöðuþekkingu í leikiist, sem
er þó forsenda þess að hin svokall-
aða „leikræna tjáning“ hafí eitt-
hvert gildi fyrir kennaranemann.
Það er enn hlálegra til þess að
hugsa að leiklist skuli ekki vera
skyldunámsgrein í jafn mikilvægu
námi og Kennaraháskóli býður
upp á, þar sem allt veltur á hæfni
kennarans til að tjá sjálfan sig
og hrinda aðferðum sínum í
kennslunni í framkvæmd með
nemendum sínum. Enn dapur-
legra er þó til þess að hugsa að
kennsla í framburði og framsögn
móðunnálsins sé ekki á náms-
skránni. Yfir 90% af starfi kenn-
arans felst þó í munnlegri tján-
ingu. Kennarinn er sá sem skipu-
leggur nán* og starf nemenda
sinna, miðlar og matreiðir þekk-
ingu ofan í þá, virkjar þá og hvet-
ur í átökunum við námsgréinarn-
ar. Það má með sanni líkja starfi
kennarans við starf leikstjórans í
leikhúsinu. Að vísu er tilgangur-
inn og markmiðin mismunandi -
leikstjórinn stefnir oftast að list-
rænum ár-
angri með
sínum leik-
hópi á meðan
kennarinn
leitast við að
uppfylla upp-
eldis- og-
kennslufræð-
ileg markmið
sem honum
eru sett í
námsskrá.
Og hér kom-
um við ein-
mitt að þeim
stað þar sem
menntun og
starf leikar-
ans og kenn-
arans skarast
hvað mest.
I áður-
nefndu
plaggi um
mennta-
stefnu er gert
ráð fyrir að kennarar beiti í aukn-
um mæli aðferðum leiklistar í
kennslu og kenni m.a. leiklist. Á
Norðurlöndum, Bretlandseyjum
og í Bandaríkjunum og jafnvel
víðar hefur verið til sérstakt nám
á háskólastigi (Drama in Educat-
ion) fyrir kennara .allra aldurs-
hópa, sem vilja sérhæfa sig í að
nota leiklist til kennslu, bæði sem
aðferð og tækni, en líka sem skap-
andi listtjáningu, listarinnar
vegna. Hér á landi er engin slík
námsbraut til, þótt oft hafi verið
rætt um að koma henni á fót,
m.a. í tengslum við námið í Leik-
listarskóla Islands. Þetta hefur
m.a. leitt til þess að bæði leikarar
og kennarar hafa tekið að sér leik-
listarkennslu víðsvegar um þjóð-
félagið, bæði í skólum og stofnun-
um, án þess að hafa fengið nokkra
leiðsögn við kennsluna’ aðra en
þá sem lýtur að þeirra sérlega
fagi. Markmiðin með hinni al-
mennu leiklistarkennslu eru
hvergi nægilega vel skilgreind og
meðan svo er heldur leiklistin
áfram að skipa lágan sess innan
menntakerfisins. Að öllu þessu
þarf að hyggja, áður en lagt er
af stað með nýja menntastefnu,
þar sem auka á þátt leiklistar.
LEIKLISTARNAMSKEIÐ
Spuni, leikur, slökun, radd- og talþjálfun.
Námskeiðið hefst 19. janúar. Kennt verður laugar-
daga og sunnudaga tvo tíma í senn.
Leiðbeinendur Olöf Sverrisdóttir og Alda Arnardóttir
leikkonur.
Nánari upplýsingar og skráning í símum 67941 2 og
676707.
KARATEDEILD FJOLNIS
Ný byrjendanámskeið hafin. Innritun í síma 672085 og
í íþróttahúsi Fjölnis, Viðarhöfða 4.
Þjálfarar: Eva Gabrielson 1. dan. Robert Howerth 3. dan.
Gojukai Karate
Sýning á gojukai karate
í íþróttahúsi Fjölnis sunnudaginn 13. janúar kl. 16.00.
ALLIR VELKOMNIR.
í Kaupmannahöf n
FÆST
í BLAOASÖLUNNI
Á JÁRNBRAUTA-
STÖÐINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁÐHÚSTORGI
„Kjarvalssafn komst á laggirnar með stórgjöf listamannsins, en...
MYNDLIST/Ilvaö þarfab breytast í
listheiminum ?
Fram til aldamóta
Allar helstu völur landsins hafa nú þegar sagt landsmönnum fyr-
ir um hvað muni gerast á nýbyrjuðu ári, og enn aðrir spákarlar
hafa lagt línurnar um alþjóðamálin, og því er til lítils að bæta í
dallinn, sem geymir allar þessar forspár. En það má líta lengra
fram í tímann og benda á ýmislegt sem þarf að lagfæra, til þess
að myndlistarlífið á íslandi nái á næsta áratug að dafna og efl-
ast, og megni að hrífa fleiri landsmenn og gera þá hreykna af
myndlist samtímans. Þetta er nauðsynlegt til að tryggja sjálf-
stætt menningarlíf hér á landi á komandi umbrotatímum, jafn-
fr-amt því sem myndlistin er mun öflugra tæki til að auka hróður
landans út á við en einstaka fótboltastrákar eða formúlufegurðar-
dísir geta nokkru sinni orðið.
eftir Eirík
Þorlóksson
Algengast er að formála af
þessu tagi fylgi langur listi
af kröfugerðum á hendur fjárveit-
ingavaldinu; þar með væri gefið í
skyn, að ef forsjáin væri alger,
þá hyrfu öll vand-
amái eins og dögg
fyrir sólu, og
myndlistin mundi
blómstra sem
aldrei fyrr. Slík
einföldun er ós-
amboðin hugs-
andi fólki, því
hvergi í samtím-
anum er að finna beint samhengi
milli peninga og blómstrandi
menningar. Hið opinbera hefur
vissulega hlutverki að gegna,,og
verður það rætt síðar. En það
þurfa fleiri þættir að koma til, s.s.
hvað varðar hlutverk listasafna og
sýningarstaða, viðhorf myndlistar- •
manna til listunnenda, almenna
listmenntun í þjóðfélaginu, og við-
horf atvinnuiífsins tii myndlistar.
Er rétt að líta nánar á nokkra af
þessum þáttum.
Sýningarstaðir fyrir myndlist
eru ef til vill nægilega margir á
höfuðborgarsvæðinu, en þeim þarf
að fjölga út um landið; og þeir sem
fyrir eru geta tæpast talist nægi-
lega öflugir. Flestir þeirra eru ein-
ungis húsnæði, sem listamenn
geta fengið leigt undir sýningar,
en slíkt pakkhúshlutverk dugir
ekki til lengdar. Fyrir aldamót
þurfa íslensk gallerí að eflast að
metnaði, og taka að sér svipað
hlutverk og þekkt listhús erlendis
gegna við kynningu einstakra list-
amanna. Þau þurfa að styðja vel
við bakið á listafólkinu, og jafnvel
gera í því skyni sölu- og vinnusam-
iuga við þá sem þau kjósa að veðja
á, eins og þekkist erlendis; þar
með væri ákveðin ábyrgð á fram-
gangi myndlistarinnar komin á
herðar listhúsanna, sem ekki er
þar í dag.
Listasöfn hér á landi þurfa að
eflast til muna frá því sem nú er.
Þó að þar hafi átt sér stað nokkur
vakning síðustu ár, eru þau enn
fyrst og fremst geymslu- og sýn-
ingarstaðir; fræðileg störf, varð-
veisla listmuna og heimildaskrán-
ing hafa setið á hakanum. Þó
menn finni ef til vill ekki mikið
fyrir því nú, verður þetta aðgæslu-
leysi í framtíðinni talið meiri hátt-
ar menningarslys, ef ekki verður
brugðist skjótt við, vegna þess að
heimildir glatast á hveiju ári. Sem
dæmi um það sem á vantar má
nefna dæmi af handahófi: Safn
Ásgríms Jónssonar hefur verið í
vörslu ríkisins um áratuga skeið;
væri ekki eðlilegt að heildarskrá
yfir verk listamannsins væri komin
út á þess vegum? Kjarvalssafn
komst á laggirnar fyrir um tveim-
ur áratugum með gjöf listamanns-
ins til Reykjavíkurborgar; hefði
ekki verið sjálfsagt að eitt fyrsta
verk þess safns hefði verið að birta
a.m.k. áfangaskýrslu um þau lista-
verk sem fólust í gjöfínni? — Þann-
ig liggja mikilvæg verkefni óunnin
víða á akri íslenskrar listasögu,
og það hlýtur að verða eitt af hlut-
verkum safnanna að takast á við
þau, eða gera öðrum það kleift.
Listamenn þurfa að temja sér
betri siði; til að efla áhuga á mynd-
list enn frekar og til að aðstoða
allan almenning við að njóta þess
sem þeir hafa skapað, þurfa lista-
menn að tileinka sér nokkuð sem
íslendingar hreykja sér oft af að
kunna ekki, þ.e. kurteisi. Það
gengur ekki til lengdar að fleygja
mislélegum fjölrituðum blöðum í
sýningargesti og telja að þar með
sé upplýsingaskyldu listamanna
fullnægt. Listamenn eiga að sjá
sóma sinn í að gefa listunnendum
nokkrar heimildir um feril sinn,
listsköpun og listhugsun; eins kon-
ar vegakort um víddir verka sinna.
Að birta aðeins einfalda nafnáskrá
og segja að listin eigi að skýra sig
sjálf er eins og að segja fólki að
læra erlend tungumál án orða-
bóka. Slíkt vekur engann áhuga.
Þessu þurfa listamenn að breyta
til að kynna sig og list sína betur,
og hér hafa samtök listamanna
ef til vill hlutverki að gegna.