Morgunblaðið - 13.01.1991, Page 33

Morgunblaðið - 13.01.1991, Page 33
toORGUKBLÁÐID VELVAKAmVmMM il: ‘j'aNöar' 'i'99'1 T5 38 Tompa á barnaballi á Húsavík ásamt Michael og tveimur barna- börnum hans. á Hólsfjöllum og þurfti nú að taka af honum tvær tær. Þetta gerði lækn- irinn í þessum vistarverum og það heppnaðist allt vel. Slíkt þætti ekki boðlegt nú til dags. Eftir ársdvöl á Þórshöfn keypti ég hálfbyggt hus, sem á hvíldu 2.000 kr. í sparisjóðn- um, hitt borgaði ég og fullgerði hú- sið.“ — Skuldir hafa ekki íþyngt þér um dagana? „Nei, ég hefi ávallt hagað fjármál- um mínum eftir getu og ekki lifað um efni fram eins og mér virðast ýmsir nú gera með þessum kortum og með því að framkvæma á stund- inni það sem þeim dettur í hug án þess að athuga fjárhagsliðina og getu.“ — Hvemig líður dagurinn? „Eg hefi nóg að gera, þá ég er frískur. Ég les dálítið og svo fer ég niður á verkstæði mitt, þar sem ég fæst við útskurð en útskurður hefur verið mitt tómstundastarf frá því að ég var 14 ára. Ég hefi alltaf verið mikið fyrir smíðar þó lífsstarfíð væri annað. Ég fékk áhuga fyrir út- skurði, þegar ég sá hann hjá Sigurði í Skógum og Helga á Hafursstöðum. En þeir lærðu þetta hjá móður þinni, (Lovísu Sigurðardóttur) sem þá var læknisfrú á Kópaskeri, svo segja má að hún hafi flutt þessa listgrein inn í héraðið. Svo þegar konan mín veikt- ist og þurfti að fara á Kristneshæli, dvaldi ég um tíma á Akureyri og fékk tilsögn hjá Geir Þormar út- skurðarmeistara á Akureyri." — Það er mikið til eftir þig. „Já, það eru margir hlutirnir sem ég hefi gert og þeir eru komnir vítt og breitt um landið og til útlanda. Þetta hefur aldrei verið mín atvinna, heldur tómstundavinna, sem veitir mér mikla ánægju nú í ellinni og styttir mér stundimar, ekki síst síðan ég missti konuna. Fyrst eftir að ég kom til Húsavíkur fengu kvenfélögin mig til að halda námskeið í útskurði og fór ég víða og kynntist góðu fólki. Ég vona bara að ég haldi hand- styrknum sem lengst," segir Sigurð- ur að lokum þegar þessu spjalli lauk Morgunbiaðið/Silli Sigurður Jakobsson við útskurð hjá hefilbekknum. Þetta hefur aldrei verið mín atvinna, heldur tóm- stundavinna, sem veitir mér mikla ánægju nú í ellinni og styttir mér stundirnar, ekki síst síðan ég missti konuna. við hefilbekkinn hans á neðri hæð Miðgarðs 1 á Húsavík. í fyrsta skipti á barnaball, sjötug „Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem á barnaball með syni mínum sem er 52ja ára gamall, en bamabömin eru á barnaballsaldri, og með þeim er ég hér,“ segir sjötug ungversk móðir, Tompa Sándomé, sem nú er stödd á Húsavík hjá syni sínum, Michael, sem þar hefur búið í 34 ár og unir sér vel. Mikki Ungveiji er hann ávallt kall- aður, en með íslenskum borgararétti fékk hann nafnið Michael Þórðarson og er giftur Aðalbjörgu Birgisdóttur. Hafa þau eignast 3 börn og 4 barna- börn og ávallt búið á Húsavík. Michael kom með ungversku flóttamönnunum til landsins 1956 og sámlagaðist fljótt íslenskum stað- háttum, lærði málið og hefur fengist við hin ýmsu störf og er harðdugleg- ur til vinnu. „Það var ástandið í landinu, sem gerði það að ég flúði land, þó ég hafi ávallt sterkar taugar til míns eldra föðurlands og hafi heimsótt það oft nú síðustu árin. Ég hefi oft viljað fá móður mína í heim- sókn, en það er nú í fyrsta skipti að hún lætur af því verða og mun dvelja hér í minnst tvo mánuði. Hún er orðin ekkja, en foreídrar mínir bjuggu í smábæ, sem heitir Ónod og fengust þar við búskap sem fór minnfcandi eftir að þau komust á eftirlaun. Þetta er fyrsta flugferð móður minnar í fyrsta skipti sem hún kem- ur á barnaball, en slíkar samkomur eru ekki haldnar í Ungverjalandi. Ég fór nú út fyrir jólin til að sækja hana og henni fannst gott að fljúga. Síðan komum við akandi frá Keflavíkurflugvelli, og þá leist henni svona miður vel á allar þessar beygj- ur, sem eru fleiri á íslenskum vegum en ungverskum, og svo fannst henni nóg um rokið og renninginn sem við mættum í Hvalfirði. Annars líst henni vel á land og.þjóð við þau litlu kynni sem hún hefur að því haft. Ég geri ráð fyrir að fylgja henni aftur heim, en hún er glöð yfir því að hafa séð hve vel ég bý og hjá I góðu fólki, og er ánægð yfir að hafa lagt í þetta langa ferðalag, sem hún var í upphafi treg til,“ segir Mikki Ungverji að lokum. Fréttaritari. Nú duga engar blekkingar lengur Kæri Velvakandi. Mig langar að biðja þig fyrir nokkrar línur sem oft áður, með þökk fyrir aðstoð af þessu tagi oftáður. Ég heyrði auglýst eftir sjálfboða- liðum, til eflingar friði í heiminum, mér er það lítt skiljanlegt hvernig það má gerast úr því sem komið er, þegar Sameinuðu þjóðirnar eru bún- ar að samþykkja að heyja stríð við íraka án nokkurra skilyrða. Friður verður aldrei saminn með stríði og ógnunum, heldur samningum. Víst er það svo að það er nauðsyn- legt að stöðva landvinningastefnu íraka, en þar kemur fleira til, því það eru margir, sem standa í land- vinningum og auðvitað þarf að stöðva það allt, ef sú hugsun á að vera trúverðug, og þar dugir enginn tvlskinnungur. Við vitum að um alla Afríku, víða um Suður-Ameríku og Rússland, einnig á hernumdum svæðum gyð- inga í Gasa og Jördan, standa land- vinningastríð, og þúsundir manna, ungra og gamalla, alsaklausra, eru drepnir daglega án þess að Samein- uðu þjóðimar geri nokkuð til að stemma stigu við þeirri þróun. Enda eru stórveldin, Rússland, Frakkland, England, Bandaríkin og aðrir þeir, sem hafa möguleika að beita neitun- arvaldi, reiðubúnir að nota sér þá aðstöðu sína hvenær sem er, og á meðan málin standa þannig, sé ég engan möguleika til að stöðva þetta bijálæði. En ef einhver hugsanleg leið er til, þá er ekki seinna vænna að hefj- ast handa, og þá heiti ég á alla þá, sem mega sín nokkurs, að taka sam- an höndum og gera eitthvað raun- hæft og þá dugar ekkert hálfkák, það dugar ekki að stöðva íraka eina, það verður að stöðva þá alla, og engum má haldast uppi með að troða á lýðrétti nokkurs annars, því með ofbeldi verður aldrei unninn friður. Öll veröldin stendur á öndinni yfir þeim áformum, sem Bandaríkin hafa hvað eftir annað og ítrekað yfirlýst að þeir munu hrinda í framkvæmd, ef Irakar fara ekki skilyrðislaust frá Kúvæt, en ljá þó alls ekki máls á þeirri sjálfsögðu kröfu, ekki bara Iraka, heidur allra vitiborinna manna um heim allan, að einnig fari ísraels- menn skilyrðislaust frá herteknu svæðunum og það án nokkurrar taf-' ar og þeir hætti þar með að myrða konur og böm svo sem þeir hafa gert að undanförnu. Einnig legg ég til að við veitum þeim þjóðum, sem standa í borgara- stríði og öðrum átökum enga aðstoð fyrr en þær hafa útkljáð sín mál, og þá án tillits til hvað þjóðin heitir eða hvar hún stendur í pólitík. Kannski er þessi tillaga of seint til komin, því ef til styijaldar kemur, þá er ekki víst að við þurfum að hafa svo miklar áhyggjur af fram- tíðinni, hún verður engin eftir að kjamavopnum verður beitt í þessum stríðandi löndum. Það verður gjö- reyðing um allan heim. Hundruð ferkílómetra verða eyðingunni að bráð strax í fyrstu atrennu, oggeisla- virkt ryk fer upp í háloftin og berst með loftstraumum umhverfis alla jörðina og veldur sjúkdómum og dauða um allan heim. Jafnvel þó ekki yrði um kjarna- sprengjur að ræða nema á tiltölulega litlu svæði til að byija með, þá yrði að öllum líkindum svarað með fleiri kjarnasprengjum á móti, og þá sjá allir hvaða afleiðingar það múndi hafa. Ef eitthvað á að gerast, sem að gagni mætti koma, þá verður það að vera í fullri alvöru og af fullri hreinskilni, því nú duga engar blekk- ingar lengur né lygar, það hefur verið, stundað allt of lengi, og menn trúa því ekki lengur. Jón Þ. Haraldsson DAGSKINNA LEÐURIÐJUNNAR inniheldurdagbók, minnisblöð, símanúmerablöð og ýmsar upplýs- ingar. A-5-vinnubókarblöð Fæst hjá Leðuriðju Atson, Hverfisgötu 52, Bókahöllinni Glæsibæ, Bókabúð Máls og menningar Síðumúla og Laugavegi 18. Sendum í póstkröfu Leðuriðjan Atson, Hverfisgötu 52, s. 91-21458. mn - mu Tvíbreið efni ó kr. 200,-, 300,- og 400,- pr. meter Oúmii- og herrabúóin, Laugavegi 55 STÓLPA DAGSKRÁ: • Nýja gluggakerfið og handbókin. • Nýjungar í STÓLPA. • Farið yfir öll kerfin. • Ársuppgjör og afstemmingar. • STÓLPI sem stjórntæki. • STÓLPI keyrir 0S/2 og Windows. • Framtlðarpróun. NÁMSKEIDIÐ VERÐUR HALDIÐ: Reykjavfk 15. janúar kl. 9-16:30 Akureyri 17. janúar kl. 9-17:00 Húsavlk 18. janúar kl. 13-17:00 Reykjavík 22. janúar kl. 9-16:30 Egilsstaðir 23. janúar kl. 13-18:00 Borgarnes 29. janúar kl. 13-'18:00 Reykjavfk 5. febrúar kl. 9-16:30 Sauðárkrókur 8. febrúar kl. 13-17:00 Þátttaka er án endurgjalds fyrir notendur með viðhalds- og þjónustusamning. Vinsamlega tilkynnið þátttöku til eftirtalinna ■ sölu- og þjónustuaðila: Borgarnes: Eyjólfur Torfi Geirsson S. 93-71117 Ólafsvík: Viðskiptaþjónustan sf. S. 93-61490 Sauðárkrókur: Stuðull sf. S. 95-36676 Akureyri: Tölvuvinnslan J.J. S. 96-22794 Húsavlk: Radfóstofa SBG. S. 96-41453 Egilsstaðir: Viöskiptaþj. Traust S. 97-11095 Höfn: Ásgeir Ágústsson S. 97-81779 Bkerfisþróun hf. SKEIFUNNI 17, 108 REYKJAVÍK Símar: 68 80 55 - 68 74 66

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.