Morgunblaðið - 17.01.1991, Síða 4
MÖRGÚNBLÁÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANUAR 1991
r-
SÍF flutti út saltfisk
á sl. ári fyrir 12 mill-
arða íslenskra króna
Saltfiskstonnið 31% verðmætara 1990 en 1989
VERÐMÆTISAUKNING á hvert saltfiskstonn milli áranna 1989
og 1990, sem Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda flutti út,
er um 31 prósent. Alls flutti SÍF út saltfisk á sl. ári fyrir 12 millj-
arða islenskra króna, eða 49 þúsund tonn, sem er 13% minna
magn en árið 1989.
Saltfisksbirgðir í upphafí 1990
voru mjög litlar eða 2.400 tonn
og urðu enn minni í árslok eða
aðeins um 1.400 tonp. Stærsta
viðskiptaland SÍF er Portúgal, en
þangað fóru 15.300 lestir af gæða-
saltfiski á sl. ári. Fast á hæla
Portúgals kemur Spánn með
13.700 tonn. Mikil aukning varð
í saltfiskssölu til Spánar í fyrra
eða um 32 prósent miðað við árið
á undan.
Söluaukning til Frakklands varð
um 10% á sl. ári og um 35% til
Þýskalands, en þar er um að ræða
söltuð ufsaflök. SÍF festi kaup á
franska fyrirtækinu Nord Norue á
sl. ári en það er sölu- og fram-
leiðslufyrirtæki sem sérhæfir slg
í saltfisksréttum fyrir franskan
neytendamarkað.
SÍF tókst ekki að anna eftir-
spurn eftir saltfiski á öllum mörk-
uðum á árinu sem var að líða.
Heildarframleiðsla dróst saman
um 11% milli ’89 og '90. Heildar-
framleiðsla á sl. ári varð 48 þús-
und tonn, sem er 6 þúsund tonna
minni framleiðsla en varð 1989.
VEÐURHORFUR í DAG, 17. JANÚAR
YFIRLIT í GÆR: Á vestanverðu Grænlandshafi er víðáttumikil 956
mb hér um bit kyrtstæð lægð en 1.040 mb hæð yfir sunnanverðri
Skandinaviu.
SPÁ: Suðlæg eða suðaustlæg átt, víðast gola eða kaldi. Dálítil él
sunnanlands og vestan en bjart veður að mestu á Norður- og
Austurlandi. Hiti yfirleitt nálægt frostmarki.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FÖSTUDAG: Suðlæg eða breytileg átt og él víða um
land, einkum sunnanlands og vestan. Hiti um eða undir frostmarki.
HORFUR A LAUGARDAG: Suðaustlæg átt og heldur hlýnandi í
bili um sunnanvert landið. Snjókoma en síðar slydda eða rigning
sunnanlands og vestan en úrkomulftið norðanlands.
TÁKN:
Alskýjað
y, Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
# * *
* * * * Snjókoma
* * *
■j 0 Hitastig:
10 gráður á Celsíus
\7 Skúrir
*
V H
= Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—-J- Skafrenningur
[T Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 i gær að ísl. tíma
hiti veður
Akureyri 2 snjóél
Reykjavik 1 haglélás. klst.
Bergen 3 léttskýjað
Helsinki +2 léttskýjað
Kaupmannahöfn vantar
Marssarssuaq *14 snjókoma
Nuuk +17 skafrenningur
Ósló +9 súld á s. klst.
Stokkhólmur +1 léttskýjað
Þórshöfn 8 rigningás. klst
Algarve 14 skýjað
Amsterdam 1 heiðskírt
Barcelona 10 mistur
Berlfn 1 mistur
Chlcago 1 rignlng
Feneyjar 4 heiðskfrt
Frankfurt 1 heiðskírt
Glasgow 1 mistur
Hamborg 0 I 1
las Palmas vantar
London 6 mistur
LosAngeles 18 heiðskfrt
Lúxemborg 1 heiSskírt
Madrfd 1 þokumóða
Malaga 10 alskýjað
Matlorca 13 rigníngás.klst.
Montreal +8 snjókoma
NewYork 3 þoka
Orlando 18 alskýjað
París 3 skýjað
Róm 7 rigning
Vín +1 heiðskirt
Washlngton 7 rignlng
Winnipeg +3 alskýjað
Gjaldþrot Stemmu hf. á Höfn:
Allar kröfur í búið
greiddar auk fjórð-
ungs dráttarvaxta
Breyttar forsendur réðu góðri niður-
stöðu skipta, segir skiptaráðandinn
GJALDÞROTASKIPTUM í búi Stemmu hf., sem rak m.a. síldarsöltun
og saltfiskvinnslu á Höfn í Homafirði, er nú lokið. Eigendur fyrirtæk-
isins töldu ekki hjá því komist að fara fram á gjaldþrotaskipti haus-
tið 19§6. Þrátt fyrir það vom allar kröfur í búið greiddar að fullu,
miðað við höfuðstól, og því til viðbótar rúmur fjórðungur dráttar-
vaxta. Skiptaráðandinn, Páll Björnsson, sýslumaður Austur-Skafta-
fellssýslu, segir skýringuna þá, að eftir að búið var tekið til gjaldþrota-
skipta hafi orðið mikil uppsveifla í fiskvinnslunni, m.a. hafi verð á
saltfiski hækkað mjög. Það hafi gert það að verkum að hægt var að
leigja eignir Stemmu og siðar selja á háu verði.
Lýstar kröfur í búið, sem skipta-
ráðandinn viðurkenndi, námu hátt í
87 milljónir króna. Til úthlutunar
úr' búinu voru rúmar 93 milljónir.
Því voru veðkröfur, tæpar 52,5 millj-
ónir, forgangskröfur, rúm 800 þús-
und, almennar kröfur, tæpar 26,4
milljónir og skiptakostnaður, tæpar
7 milljónir, greiddar að fullu. Þá
voru eftir til úthlutunar rúmar 6
milljónir, sem fóru til greiðslu á eftir-
stæðum kröfum, eða sem nam rúm-
um fjórðungi dráttarvaxta krafna
frá upphafsdegi skipta til skiptaloka.
Páll Björnsson, skiptaráðandi,
segir að þó svo virðist nú sem
ástæðulaust hafi verið að óska gjald-
þrotaskipta, þá hafi mál ekki horft
svo við þá. „Eigendurnir gátu ekki
lengur staðið í skilum við lánar-
drottna, enda var það rétt, að þeir
höfðu ekki lausafé handbært," segir
hann. „Það er líka alltaf erfitt að
meta hvað fæst fyrir eignir eins og
verkunarhús og vélar. Ef slikt er
selt þegar eftirspum er dræm þá
fæst oft hörmulega lítið fyrir. Hins
vegar varð mikil uppsveifla skömmu
eftir að gjaldþrotaskipta var óskað.
Það reyndist mjög hagkvæmt að
leigja fiskvinnsluhúsið á næstu
síldar- og vetrarvertíð og þannig
komu miklir peningar inn í þrota-
búið.“
Páll segir að tekist hafi að selja
eignir í heilu lagi, sem væri mun
hagkvæmará. Til dæmis hefði
Skinney keypt aðalhús Stemmu og
nær allar vélar á 38 milljónir króna.
„Við seldum ekki á nauðungarupp-
boðum og því fékkst meira fyrir
eignimar en ella,“ segir hann. „Út-
koman er því vissulega óvenju góð.
Hins vegar töpuðu eigendumir auð-
vitað hlutafé sínu og sumir þeirra
áttu kröfur í búið, sem þeir lýstu
ekki, því þeir töldu vonlaust að fá
þær greiddar. Þeim kröfum hafa
þeir því einnig tapað.“
Fleiri atvinniileysisdagar
í fyrra en nokkru sinni
Karlar í meirihluta atvinnulausra í desember
FLEIRI atvinnuleysisdagar voru skráðir á síðasta ári en nokkru sinni
fyrr frá því skráning hófst árið 1975. í deseniber voru, í fyrsta sinn
um árabil, skráðir atvinnuleysisdagar karla fleiri en kvenna. Þessar
upplýsingar koma fram í yfirliti um atvinnuástandið sem vinnumála-
skrifstofa félagsmálaráðuneytisins sendi frá sér.
Atvinnuleysisdagar síðasta árs
voru 586 þúsund og er það meira
atvinnuleysi en dæmi em um eftir
að skráning hófst árið 1975. Þetta
jafngildir því að allt árið í fyrra
hafi að meðaltali 2.300 manns verið
á atvinnuleysisskrá og er það um
1,7% af mannafla samkvæmt spá
Þjóðhagstofnunar. Minnst var at-
vinnuleysið í fyrra á Vestfjörðum,
að meðaltali 0,4%, en mest á Norður-
landi eystra og Austuriandi, 3,3%
af mannafla.
Atvinnuleysisdagar í desember
voru 47 þúsund á landinu öllu og
hafði þeim fjölgað frá því í nóvem-
ber um 13 þúsund, eða 38%. Karlar
voru skráðir atvinnulausir í 25 þús-
und daga en konur í 22 þúsund og
er þetta í fyrsta sinn um árabil sem
atvinnuleysi er meira hjá körlum.
Mest var atvinnuleysið í desember á
Austurlandi, eða 4,7% af mannafla,
en minnst á Vestfjörðum, aðeins
0,1%.