Morgunblaðið - 17.01.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.01.1991, Blaðsíða 13
MORGUNB^AÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANUAR 1991 Sýnir í Nýhöfn LÍSBET Sveinsdóttir opnar mál- verkasýningu í Listasalnum Ný- höfn, Hafnarstræti 18, laugar- daginn^lO. janúar kl. 14-16. Lísbet er leirlistakona auk þess sem hún hefur unnið að gerð steindra glugga. Á sýningunni í Nýhöfn sýnir Lísbet á sér nýja hlið því að þar gefur að líta málverk sem listakonan málaði á síðastliðnum tveimur árum í Portúgal. Lísbet er fædd í Reykjavík 1952. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1972-78 og Konstfacskolan í Stokkhólmi 1979-82. Hún kenndi við Konst- skolan í Stokkhólmi árin 1981-82 og við skúlptúrdeild Myndlista- og handíðaskóla íslands 1985-86. Árið 1987 starfaði hún við leikmynda- gerð fyrir Þjóðleikhúsið. Lísbet hlaut starfslaun listamanna árið 1986. Eitt af verkum Lísbetar. Þetta er þriðja einkasýning Lísbetar, en hún hefur einnig tekið þátt í mörgum samsýningum hér heima og erlendis. Nokkur verka hennar eru í opinberri eigu, svo sem Skandinaviska Enskildabanken og Reykjavíkurborgar. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga frá kl. 10-18 og um helgar frá kl. 14-18. Lokað er á mánudögum. Sýningunni lýkur 6. febrúar. (Fréttatilkynning) SIEMENS Uppbvottavélar í miklu úrvalí! SIEMENS uppþvottavélár eru velvirkar, hljóölátar og sparneytnar. Breidd: 45 og 60 sm. Verð frá 57.900,- kr. SMttH & NORLAND NÓATÚNI4 - SÍMI 28300 PEYSUDElLDiN er f lutt á Laixgaveg 84, sími 10756. IITSALA AMERÍSKU RÚMIN KOMin AFTUR! /\merísku „Sealy' -rúmin eru alveg ómótstæðileg. Þau eru hönnuð í samráði við færustu beinasérfræðinga Bandaríkjanna-. Tvær þykkar dýnur, undir- og yfirdýna, sem fjaðra saman og ná þannig að gefa þér góðan nætursvefrí án bakverkja að morgni. 15 ára ábyrgð. Marco hf., Langholtsvegi 111, sími 680690. FÆDDUR SIGURVEGARI ★ BÍLL ÁRSINS í NOREGI ★ GULLNA STÝRIÐ í ÞÝSKALANDI ★ BÍLL ÁRSINS í PORTÚGAL ★ BÍLL ÁRSINS í FINNLANDI ★ BÍLL ÁRSINS í DANMÖRKU BERÐU HANN SAMAN VIÐ ÞAÐ BESTA Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2, sími 674000. KVwínBt ’íBii.tar Et»«nwrannin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.