Morgunblaðið - 17.01.1991, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1991
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANUAR 1991
23
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Árvakur, Reykjavík
HaraldurSveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Útlenzk viðhorf um
gervihnetti
OJtöð 2 hóf fyrir nokkrum dögum
tilráunasendingar á fréttum
oandarísku sjónvarpsstöðvarinnar
CNN. Áskrifendur stöðvarinnar ná
þessum útsendingum. Þær eru hvorki
textaðar né er íslenzk þýðing lesin
með. Sverrir Hermannsson, þáverandi
menntamálaráðherra, setti sérstakar
reglur um þetta efni á sínum tíma. í
6. grein þeirrar reglugerðar segir
m.a.: „Efni á erlendu máli, sem sýnt
er í sjónvarpi, skal jafnan fylgja
íslenzkt tal eða neðanmálstexti á
íslenzku, eftir því, sem við á hverju
sinni. Það skal þó ekki eiga við, þegar
í hlut eiga erlendir söngtextar eða
þegar dreift er viðstöðulaust um
gervihnött og móttökustöð fréttum
eða dagskrárefni, er sýnir atburði er
gerast í sömu andrá. I síðastgreindu
tilviki skal að jafnaði fylgja kynning
eða endursögn þular."
Þorvarður Elíasson, sjónvarpsstjóri
Stöðvar 2, upplýsti í samtali, sem birt-
ist í Morgunblaðinu í gær, að sjón-
varpsstöðin hefði ekki sótt um undan-
þágu til útvarpsréttamefndar. Skýr-
ingar hans á því, að svo var ekki
gert eru eftirfarandi: „Eg held, að það
sé skoðun okkar og sumra í útvarps-
réttamefnd, að það sé ekki í samræmi
við anda laganna, ef þau eru notuð
til að stöðva svona fréttasendingar á
þessum tímum. Ef andi laganna og
reglugerðin stangist á, eigi reglugerð-
in að víkja. Reglugerðin byggist á
þeirri grein útvarpslaga, sem segir,
að íslenzkt mál skuli verndað. Við
teljum okkur ekki stofna íslenzku
máli í neina hættu með þessari út-
sendingu, sem er í tilraunaskyni og
óvíst hvað henni verður lengi haldið
áfram.“
Það er auðvitað ljóst, að með því
að sækja ertki um undanþágu frá
ákvæðum reglugerðarinnar hefur
Stöð 2 gerzt brotleg við hana og er
það eitt út af fyrir sig mjög ámælis-
vert hjá fjölmiðlafyrirtæki, sem liggur
ekki á gagnrýni á hendur öðrum aðil-
um, sem ekfi fara að settum reglum
eða eru taldir bijóta settar reglur.
Skoðanir sjónvarpsstjórans á reglu-
gerðinni og þeim rökum, sem liggja
að baki henni skipta engu máli í þessu
sambandi. Það er ékki hans að dæma
um, hver sé andi laganna eða hvort
reglugerðin gangi gegn þeim anda.
Hitt kann að vera rétt hjá Þorvarði
Elíassyni, að tilraunaútsendingar af
þessu tagi, sem standa einungis í
skamman tíma stofni einar út af fyr-
ir sig íslenzkri tungu ekki í hættu.
Hins vegar hafa þessar útsendingar
orðið til þess að varpa skýru ljósi á
þann vanda, sem smáþjóð á borð við
okkur íslendinga stendur frammi fyr-
ir og á eftir að magnast á næstu árum
og hefur raunar oft verið gerður að
umtalsefni í Morgunblaðinu.
Við íslendingar stöndum annars
vegar frammi fyrir því, að með slíkri
dreifingu á útsendingum erlends
gervihnattasjónvarps sem Stöð 2
framkvæmir nú komumst við í nánari
snertingu við alþjóðaviðburði en hins
vegar að slíkar sjónvarpssendingar,
sem ná inn á nánast hvert heimili á
landinu á erlendu máli eða erlendum
málum geta haft og munu óhjákvæmi-
lega hafa á löngum tíma afdrifaríkar
afleiðingar fyrir íslenzka tungu og
menningu.
Þau erlendu menningaráhrif, sem
streymt hafa inn í samfélag okkar
um nokkurt árabil hafa þegar haft
merkjanleg áhrif á íslenzka tungu og
eiga eftir að hafa meiri áhrif á lífsvið-
horf þjóðarinnar. Þessi áhrif koma
fyrst og fremst frá enskumælandi
þjóðum enda verða áhrif enskrar og
amerískrar tungu á orðaröð og setn-
ingaskipan í íslenzku máli stöðugt
meiri. Hömlulausar gervihnattasend-
ingar enskra og amerískra sjónvarps-
stöðva inn á hvert heimili í landinu
munu magna þessi áhrif mjög. Fari
svo fram sem horfir er mikil hætta á
því, að landsmenn tali jafn bjagaða
íslenzku, þegar fram í sækir og sagt
er, að sumir landsmanna hafi gert á
niðurlægingarárum danska tímabils-
ins.
Fari svo, að útsendingum á gervi-
hnattasjónvarpi verði haldið áfram til
frambúðar mun það tvímælalaust
hafa þau áhrif að draga mjög úr
áhuga fólks á fréttaútsendingum
íslenzku sjónvarpsstöðvanna beggja.
Sterkasta vopn þeirra er íslenzk
tunga, sem alþjóð skilur. En þess
gætir áreiðanlega um þessar mundir,
að fólk telur sig ekki þurfa jafn mik-
ið á fréttasendingum þeirra að halda
og áður. Þess vegna kunna sjónvarps-
stöðvar, sem hafa milligöngu um
slíkar erlendar útsendingar að vera
að grafa sína eigin gröf eða skipta
um hlutverk og verða eingöngu far-
vegur fyrir erlent sjónvarp inn í
landið.
Sú litla reynsla, sem við höfum af
gervihnattasjónvarpi sýnir okkar, að
þær sjónvarpsstöðvar eru alls ekki
alþjóðlegar eins og ætla mætti. CNN-
stöðin segir frá atburðunum við
Persaflóa nær eingöngu frá banda-
rískum sjónarhóli og .brezka gervi-
hnattasjónvarpið Sky segir frá sömu
atburðum fyrst og fremst frá brezku
sjónarhomi. Þetta sjónarhom er mjög
þröngt hjá báðum stöðvunum.
Á'hitt er að líta, að við getum ekki
lokað okkur af frá umheiminum og
viljum það ekki heldur. Framfarir í
fjarskiptatækni hafa brotið niður öll
landamæri og eiga áreiðanlega mik-
inn þátt í þeim breytingum, sem orð-
ið hafa í okkar heimshluta á síðustu
misserum.
En við þurfum að fara varlega. Það
væru mikil mistök hjá Svavari Gests-
syni, menntamálaráðherra, að bregð-
ast við þessari þróun nú með því að
hleypa þessum útsendingum hömlu-
laust inn í landið. Nú þarf fólk að
hafa fyrir því að ná í útsendingar
gervihnattasjónvarps og leggja í tölu-
verðan kostnað við það, Þá er það á
valdi hverrar fjölskyldu að ákveða
slíkt og það er hennar frjálsa val. Fái
sjónvarpsstöðvamar tvær hins vegar
leyfi til að dreifa þessum sendingum
um land allt án nokkurrar fyrirst^iðu
verður þess ekki langt að bíða, að
þjóðin fylgist með heimsviðburðum í
sjónvarpi nær eingöngu á erlendu
máli. Við þurfum að skoða vandlega
hvort betur muni gefast að skapa
tæknilega eða fjárhagslega fyrirstöðu
til þess að koma í veg fyrir, að erlent
sjónvarp flæði um landið.
• •
Orlagadagar
við Eystrasalt
Bann við lausagöngu búfjár:
Bændum á Hólsfjöllum
boðin landgræðslustörf
BÆNDUM á Hólsfjöllum hafa verið boðin störf við landgræðslu þar
þegar væntanlegt bann við lausagöngu búfjár á Hólsfjöllum tekur gildi
haustið 1992, og að sögn Nielsar Árna Lund, deildarstjóra í landbúnað-
arráðuneytinu, verður jafnframt reynt að bæta þeim það Ijón sem
þeir verða fyrir vegna bannsins. Fjórar jarðir á Hólsfjöllum eru nú I
byggð, og eru tvær þeirra í eigu ríkisins.
eftirJón Sigurðsson
Við lifum nú mikla örlagadaga.
Grimmdarverk Sovéthersins í Litháen
vekja ugg um að hinar sögulegu
sættir sem virtust vera að takast í
Evrópu séu tálsýn. Sovétríkin hafí
reynt að afneita sínu eðli sem ný-
lenduveldi byggt á ógnarstjórn en án
árangurs. í suðri vofir yfir hættan
frá Persaflóabardaganum. Á þessum
dægrum ræðst hvort stríð verður eða
friður helst.
Hin skelfilegu ofbeldisverk í Lithá-
en síðustu daga minna okkur á mikil-
vægi þess að efla hvarvetna lýðræðis-
lega stjómarhætti.
Liðsinni íslendinga
Það vakti athygli alþjóðar að á
örlagastundu sendi Landsbergis Lit-
háensforseti orð til Jóns Baldvins
Hannibalssonar, utanríkisráðherra,
með beiðni um að íslendingar hefðu
forgöngu um hjálp til litháísku þjóð-
arinnar sem er í nauðum stödd.
Þetta er ekki tilviljun. Islendingar
voru fyrstir þjóða til þess að senda
formlega stuðningsyfirlýsingu til Lit-
háa í tilefni af sjálfstæðisyfirlýsingu
þeirra í mars í fyrra.
Allar götur síðan hefur íslenska
ríkisstjómin fordæmt beitingu vopna-
valds og stutt málstað Eystrasalts-
ríkja í baráttu þeirra fyrir endurheimt
sjálfstæðis á grundvelli lýðræðis. Við
höfum jafnan minnt á að endurreisn
Evrópu frjálsra og fullvalda þjóðríkja
er ekki lokið fyrr en fengist hefur
viðurkenning á réttmætum kröfum
Eistlendinga, Letta og Litháa um
sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétt.
Forsetar Alþingis minntu enn á
þessi sjónarmið íslendinga í bréfi til
litháska þingsins í lok nóvember sl.
og á þetta var lögð áhersla í ályktun
Alþingis rétt fyrir jólin þar sem ítrek-
uð var óslitin viðurkenning íslendinga
frá árinu 1922 á fullveldi Eystrasalts-
ríkjanna þriggja.
Ályktunin staðfesti að íslendingar
em í fararbroddi þeirra ríkja sem
styðja málstað Eistlands, Lettlands
og Litháens í glímu þeirra við sov-
éska bjöminn.
Þessi einarðlega afstaða er enn
ítrekuð í harðorðri ályktun Alþingis
um fordæmingu á ofbeldisaðgerðum
sovésks herliðs í Litháen sem sam-
þykkt var 14. janúar 1991. Þar er
þeirri skoðun enn lýst að engin lausn
sé viðunandi á málefnum Eystrasalts-
ríkja önnur en fullt og óskorað sjálf-
stæði þeirra og skorað á þjóðir heims
að veita ríkjunum stuðning í baráttu
sinni.
Frá því að Alþingi samþykkti í
mars sl. stuðningsyfírlýsingu og ham-
ingjuóskir til þjóðþings Litháa í til-
efni af sjálfstæðisyfirlýsingu þeirra
hefur ríkisstjórnin notað hvert tæki-
færi til þess að sýna Eystrasaltsríkj-
unum stuðning. Stöðugt samband og
samvinna hefur verið við leiðtoga
ríkjanna, einkum forystumenn Lit-
háa. Stuðningur íslendinga hefur
komnið fram með ýmsum hætti, m.a.
á vettvangi Norðurlandaráðs, Atl-
antshafsbandalagsins, Evrópuráðs-
ins, Ráðstefnunnar um öryggi og
samvinnu í Evrópu (RÖSE), og á
vettvangi Sameinuðu þjóðanna.
Á alþj óðavettvangi
íslendingar hafa stutt málaleitan
Eystrasaltsríkjanna um að þau sendi
áheyrnarfulltrúa á þing Norðurland-
aráðs og þeir hafa tekið dijúgan þátt
í viðleitni Norðurlanda til að halda
málefnum Eystrasaltsríkja á lofti,
m.a. á vettvangi RÖSE. Jón Baldvin
Hannibalsson, utanríkisráðherra,
hefur talað máli Eystrasaltsríkja á
utanríkisráðherrafundum Atlants-
hafsbandalagsins. Eftir hernaðarað-
gerðir Sovétstjórnarinnar í Vilnius
sendi utanríkisráðherra auk þess
starfsbræðrum sínum í Atlantshafs-
bandalagsinu bréf þar sem hann
hvatti þá til aðgerða. Á sérstökum
utanríkisráðherrafundi Evrópuráðs-
ins er haldinn var í Lissabon í mars
á síðasta ári til að ræða samskiptin
við ríkin í Mið- og Austur-Evrópu
hélt Jón Baldvin Hannibalsson hlut
Eystrasaltsríkjanna sérstaklega á
loft. Um svipað leyti sendi hann bréf
til Shevardnadse, utanríkisráðherra
Sovétríkjanna, þar sem hann hvatti
Sovétríkin til þess að hefja viðræður
við rétt kjörna fulltrúa Litháen án
nokkurra fyrirfram skilyrða.
Málefni Eystrasaltsríkja hafa oft
komið til umræðu á vettvangi RÖSE
og í ávarpi utanríkisráðherra á ráð-
herrafundi þeirrar samkomu um
mannréttindamál í Kaupmannahöfn
fjallaði hann einmitt um réttmætar
kröfur Eystrasaltsríkja til viðurkenn-
ingar á sjálfstæði sínu. Fulltrúar
íslensku utanríkisþjónustunnar á
RÖSE-fundunum í Vín hafa unnið
mikið að því að afla stuðnings við
óskir Eystrasaltsríkja um beina aðild
að RÖSE-ferlinu. í ræðum sínum á
allsheijarþingi Sameinuðu þjóðanna
í september og utanríkisráðherra-
fundi RÖSE í New York 1. og 2.
október lýsti Jón Baldvin Hannibals-
son yfir fullum stuðningi íslands við
aðild Eystrasaltsríkjanna að RÖSE.
Steingrímur Hermannsson forsætis-
Jón Sigurðsson
„En endurreisn Evrópu
frjálsra þjóðríkja er
ekki lokið. Næsta skref-
ið verður að vera al-
menn viðurkenning á
réttmætum kröfum
Eystrasaltsríkjanna um
sjálfstæði og sjálfs-
ákvörðunarrétt.“
ráðherra talaði máli þeirra á leiðtoga-
fundi RÖSE í París 20. nóvember sl.
og ísland og Danmörk stóðil fyrir
blaðamannafundi utanríkisráðherra
Eistlands, Lettlands og Litháen í
sambandi við fundahaldið þar.
Gagnkvæmar heimsóknir
í júlí sl. tók utanríkisráðherra á
móti Endel Littma ráðherra í stjóm
Eistlands og í ágústmánuði tók hann
á móti Rasmunas Bodanas ráðgjafa
forseta Litháen. í ágúst bauð svo
Steingrímur Hermannsson Lands-
bergis, forseta Litháen, í heimsókn
til Islands sem varð af í október.
Eins og fram hefur komið hitti Lands-
bergis að máli flesta forystumenn
íslenskra stjórnmála um málefni þjóð-
arinnar og annarra Eystrasaltsríkja.
Hjörleifur Guttormsson, alþingis-
maður, heimsótti Eistland í júlí 1990
pg átti viðræður við stjórnmálamenn.
í september 1990 fór Þorsteinn Páls-
son, formaður Sjálfstæðisflokksins,
til Eistlands og Litháen í boði þar-
lendra stjórnvalda, hitti ýmsa
frammámenn þjóðanna og ávarpaði
litháska þingið.
Þann 20. desember sl. var haldinn
í Kaupmannahöfn sameiginlegur
fundur utanríkisráðherra Norður-
landanna fímm og Eystrasaltsríkj-
anna þriggja í tilefni af opnun upplýs-
ingaskrifstofu Eystrasaltsríkja í
Kaupmannahöfn. Það var sérstakt
ánægjuefni að á þeim fundi var hægt
að greina frá einróma samþykkt Al-
þingis íslendinga og afhenda fulltrú-
um Eystrasaltsríkja ályktunina.
Endurreisn frjálsrar Evrópu
Við höfum að undanförnu upplifað
umsköpun Evrópu sem í kjölfar seinni
heimsstyijaldar skiptist í tvær fylk-
ingar, gráar fyrir járnum. Mikilvægt
spor til þess að lækna sárin eftir hild-
arleik stríðsins var stigið með sameig-
inlegu Þýskalandi. En endurreisn
Evrópu frjálsra þjóðríkja er ekki lok-
ið. Næsta skrefið verður að vera al-
menn viðurkenning á réttmætum
kröfum Eystrasaltsríkjanna um sjálf-
stæði og sjálfsákvörðunarrétt.
Kúgun og ofbeldisverkum Sovét-
hersins í Litháen verður að linna. Það
er mikilvægt að sú samstaða sem
náðst hefur á íslandi milli allra stjóm-
málaflokka um einarðlegan stuðning
við málstað frelsis og lýðræðis í
Eystrasaltsríkjunum haldist og verði
kynnt á alþjóðavettvangi hvar sem
rödd íslands heyrist.
Jón Baldvin Hannibalsson, ut-
anríkisráðherra, hefur ákveðið að
fara til fundar við formenn jafnaðar-
flokka Eystrasaltsríkja, ásamt öðrum
formönnum jafnaðarflokka á Norð-
urlöndum, í Helsjnki í þessari viku
og að heimsækja Eystrasaltslöndin
þijú í framhaldi af þeim fundi, fái
hann til þess vegabréfsáritun. Þessi
för er gott dæmi um áhrifaríkan
stuðning við sjálfstæðisbaráttu þjóð-
anna þriggja við Eystrasalt. •
Höfundur eriðnaðar- og
viðskiptaráðherra.
„Það verður reynt að verða við
kröfum bændanna um að kaupa af
þeim þær eignir sem beinlínis hafa
verið notaðar við sauðfjárrækt, og
reynt verður að verða þeim innan
handar sem hugsanlega kjósa að
flytjast á brott. Það er alveg ljóst
að eitthvað verður að koma til
móts við þessa menn, en verið er
að ræða hvernig það geti orðið á
sem réttlátastan og einfaldastan
Páll Svavarsson, mjólkurbússtjóri
á Blönduósi, sagði að framleiðslan
þar væri nú að komast í eðlilegt
horf á nýjan leik. „Stór hluti bænda
hér lenti í erfiðleikum vegna raf-
magnsleysisins, en við þessar
breyttu aðstæður í fjósi geldast
kýrnar upp og nytin í þeim minnk-
ar. Síðan var eitthvað um það að
júgurbólga fylgdi í kjölfarið, en það
er nánast um garð gengið nú. í þeim
hátt. Það hefur verið unnið að þeirri
stefnumörkun hjá Landgræðslunni
að þetta skuli vera búfjárlaust
svæði, og bændur á Hóls^öllum
hafa sýnt fullan skilning á málinu.
Opinberir aðilar lögðu á sínum tíma
mikla áherslu á að byggja upp á
Hólsfjöllum og mennn fóru þar í
dýrar framkvæmdir, sem útilokað
er annað en þeir fái bætt fyrir,“
sagði Níels Ámi Lund.
tilfellum þurfti að henda allri mjólk
úr kúnum á meðan þær voru með-
höndlaðar, þannig að þar varð tölu-
vert tjón. Eg gæti ímyndað mér að
um 15 þúsund lítrar af mjólk hafi
farið í súginn hér á svæðinu á með-
an þetta ástand varði,“ sagði Páll.
Snorri Evertsson, mjólkurbús-
stjóri á Sauðárkróki, sagði raf-
magnsleysið hafa haft talsverða örð-
ugleika í för með sér fyrir kúabænd-
Bragi Benediktsson, bóndi í
Grímstungu, sagði að skoðanir
bænda á friðun Hólsfjalla væru eitt-
hvað skiptar, en sjálfur væri hann
því fylgjandi að friða svæðið og
hann væri reiðubúinn til að taka
að sér það starf við uppgræðslu sem
Landgræðslan hefði boðið. Hann
sagði að sumsstaðar væri land á
Hólsfjöllum mjög sterkt gróðurfars-
lega séð, en annarsstaðar væri það
mjög lélegt. „Spumingin er hvort
vinsa hefði átt þetta lélega land úr
og girða það af þvers og kmss, en
það tel ég að hefði orðið glórulaust
og kosta margfalt á við það sem
stefnt er að,“ sagði hann.
ur í Skagafirði, og þá aðallega vegna
þess að þeir hafi átt í erfiðleikum
með að mjólka og kæla mjólkina,
en ekki hefði verið mikið um júgur-
bólgu í kúnum.
„Það varð töluverður samdráttur
í innleggi á meðan á þessu stóð og
menn mjólkuðu niður, en við urðum
einnig að henda svolitlu magni.
Sennilega hafa tugir þúsunda lítra *
farið forgörðum bæði vegna þess að
nyt minnkaði í kúnum og talsvert
fór niður við mjaltir. Þrátt fyrir það
er útlit fyrir að aukning verði á inn-
leggi hér miðað við janúarmánuð í
fyrra, en þá var það um 570 þúsund
lítrar,“ sagði hann.
Afleiðingar óveðursins á Norðurlandi:
Mjólkurframleiðsla minnk-
aði vegna rafmagnsleysis
MJÓLKURFRAMLEIÐSLA i Húnavatnssýslum og Skagafirði dróst
nokkuð saman af völdum rafmagnsleysisins í óveðrinu i byrjun mánaðar-
ins. Tugir þúsunda lítra fóru forgörðum í Skagafirði, bæði vegna þess
að nyt féll í kúm og hella þurfti niður mjólk, og í Húnavatnssýslum
varð nálægt 10% samdráttur í framleiðslu hjá mörgum bændum. Þar
varð júgurbólgu víða vart í kjölfar rafmagnsleysisins.
Stöðvun blasir við rækjuvinnslu
við óbreytt rekstrarskilyrði
eftir Lárus Jónsson
Markaðsverð á skelflettri frystri
rækju hefur hríðfallið undanfarna
mánuði og horfur eru ekki bjartar
í næstu framtíð um bata, þótt gera
verði ráð fyrir að úr rætist þegar
til lengri tíma er litið. Þá hefur það
einnig gerst samtímis að greiðslum
til framleiðenda af innstæðu rækju-
manna í Verðjöfnunarsjóði hefur
verið hætt, þar sem þær voru
gengnar til þurrðar. Rækjuvinnslan
hefur því verið rekin með stórfélldu
tapi eða rúmlega 18% af tekjum
að mati Þjóðhagsstofnunar miðað
við skilyrði í október sl. Á hinn
bóginn eru rækjustofnarnir sterkir
bæði á grunn- og djúpslóð, öfugt
við aðra fiskistofna í hafinu um-
hverfis landið og kvóti á úthafs-
rækju hefur verið aukinn úr 23.000
tonnum á síðasta ári í 28.000 tonn
í ár.
Mikilvægi rækjuvinnslunnar -
Framleiðsla 4 til 5 milljarðar
Stórfelldur taprekstur og yfirvof-
andi stöðvun rækjuvinnslunnar við
óbreytt rekstrarskilyrði er mikið
alvörumál ef haft er í huga hversu
mikilvæg þessi grein sjávarútvegs-
ins er orðin í þjóðarbúskapnum.
Ætla má a rækjuafli á síðstliðnu
ári hafi orðið um 30.000 tonn og
er þá átt við bæði úthafsrækju og
innfjarðarrækju. Það er aukning um
3.000 tonn frá því á árinu 1989.
Líklegt er að framleiðsla pillaðrar
rækju á árinu 1990 hafi orðið um
8.500 tonn. Þótt markaðsverð hafi
lækkað verulega undanfarna mán-
uði, feins og áður segir, má gera ráð
fyrir að verðmæti framleiðslu pill-
aðrar rækju, verði á bilinu 4 til 5
milljarðar króna á yfirstandandi
ári, ef hægt er að auka veiðar á
árinu eins og stefnt e'r að um 5.000
tonn og forðast stöðvun þannig að
veiðar og vinnsla geti gengið
snurðulaust.
Aukið framboð samkeppnis-
þjóða aðalástæða verðfallsins
Meðalmarkaðsverð á pillaðri
rækju í vor var núverandi gengi um
540 krónur CIF á útflutt kg, en
má heita mjög gott að fá 435 kr.
fyrir kílóið að meðaltali og miklu
minna fyrír smárækjuna. Þessi
verðlækkun jafngildir tæplega 20%.
Á meðfylgjandi mynd má sjá þróun-
ina í markaðsverðinu síðan á miðju
ári 1989:
SJÁ LÍNURIT
Án efa stafar verðfall á pillaðri
frysti rækju af auknu framboði í
Evrópu, sem er nánast eini markað-
ur Norðurlandaþjóða fyrir þessa
vöru, einkum eftir fall dollarans
gagnvart Evrópumyntum. Þessa
aukningu framboðs er ekki síst að
rekja til meiri framleiðslu Norð-
manna en verið hefur undanfarin
ár, en þeir eru ásamt Grænlending-
um og öðrum Norðurlandaþjóðum
mestu framleiðendur skelflettrar
kaldsjávarrækju í heiminum. Gera
má ráð fyrir að við íslendingar
Lárus Jónsson
„Best væri augljóslega
að ná samkomulagi í
Verðlagsráði um nýja
tilhögun á flokkun og
verðlagningu allrar
rækju, þannig að verð
yrði mjög mismunandi
eftir stærð.“
höfum framleitt um 20% af pillaðri
rækju á Norðurlöndum á árinu
1990. Ástæða er til að ætla að
Kanadamenn hafi selt umtalsvert
magn í fyrra af kaldsjávarrækju á
Evrópumarkaði þannig að fram-
leiðsla okkar íslendinga er innan
við 20% af heildarframboðinu á
þessum mikilvæga markaði. Mark-
aðshlutdeild íslendinga er því ekki
slík að framboð frá okkur sé mikils
ráðandi fyrir verðmyndun, þótt það
sé vissulega umtalsvert. Það er því
aukið framboð frá öðrum Norður-
landaþjóðum og Kanada, sem ráðið
hefur mestu um verðlækkun á pill-
aðri rækju á Evrópumarkaði og
einnig hefur lágt verð á hlýsjávar-
rækju, sem er í harðri samkeppni
við kaldsjávarrækju á þessum
markaði að líkindum haft veruleg
áhrif.
Tekjur rækjuvinnslunnar hafa
minnkað um nálægt 33% frá
síðastliðnu vori
Á árunum 1986 og 1987 var
markaðsverð á skelflettri frystri
rækju mjög hátt. Þá greiddu rækju-
menn í Verðjöfnunarsjóð fiskiðnað-
arins háar fjárhæðir. Vegna lækk-
unar markaðsverðs hafa síðan verið
greiddar verðbætur af þessum inn-
stæðum skv. lögum um Verðjöfnun-
arsjóð. Þessar verðbætur reyndust
í febrúar-maí sl. vor 14% sem bætt-
ust við útflutningsverðið, eða um
75 kr. á kg að meðaltali. Nú eru
þessar innstæður tæmdar og stöðv-
un þessara greiðslna kom nánast á
sama tíma og verð lækkaði. Frá því
í maí sl. vor hafa því rekstrarskil-
yrði rækjuvinnslu í landinu versnað
svo einfalt dærrú sé tekið, eins og
MARKAÐSVERÐ Á PILLAÐRI RÆKJU
CIF VERÐ GPB/LBS
£3 -
£2.5 -
£2 -
£í.& -
£í
£0.5 -
-
6 7 ö 9 101112 13345 6789 101112 1
I 89 I 90 1911
Mánuöir
fram kemur á eftirfarandi yfirliti.
Þetta þýðir að rækjuvinnslan býr
nú við um 33% minni tekjur af
hverju framleiddu kg að meðaltali
en á síðastliðnu vori.
Rekstrarskilyrði rækjuvinnslu
Maí’90 Des. ’90 Mis.
Kr.kg Kr.kg
Markaðsverð CIF 540 435 -115
Verðjöfnun 75 0 -75
Lækkun tekna á útflutt kg -180
-33%
Hráefnisverð í engu samræmi
við markaðsverð afurða
Þjóðhagsstofnun tók út rekstur
rækjuvinnslunnar miðað við skilyrði
í október á síðastliðnu ári. Niður-
staðan var sú að vinnslan reyndist
rekin með 18,2% tapi að mati stofn-
unarinnar á þeim tíma. Ástæða er
til að ætla að þetta tap sé í raun
mun meira í byijun þessa árs, eins
og ofangreindar tölur benda til. Um
það skal þó ekki fjölyrt. Á hinn
bóginn er athyglisvert að skv. fyrr-
greindum framreikningi Þjóðhags-
stofnunar er hráefniskostnaður 74%
af útflutningstekjum rækjuvinnsl-
unnar. Eðlilegt hlutfall hráefnis-
kostnaðar miðað við markaðsverð
CIF ætti á hinn bóginn að vera
nálægt 55% ef reksturinn ætti að
vera í sæmilegu jafnvægi. Það er
því alveg ljóst að það verð sem
vinnslan greiðir fyrir hráefni er allt
of hátt og því miður í engu sam-
ræmi við markaðsverð afurðanna
um þessar mundir. ^
Stöðvast þessi mikilvæga
framleiðslugi'ein?
Núgildandi verð á rækju upp úr
sjó er því einfaldlega allt of hátt.
Þetta á alveg sérstaklega við um
smáa rækju sem selst sem unnin
afurð nánast á hálfvirði miðað við
stærri flokkana.
Því miður hefur það tíðkast að
úthafsrækja hefur / framkvæmd
gengið óflokkuð kaupum og sölum.
Fyrir hana hefur auk heldur oftast
verið greitt umfram Verðlagsráðs-
verð. Þetta þýðir að menn fá í
mörgum tilvikum ekkert meira fyr-
ir að sækja stóra úthafsrækju og
færa að landi en smáa. Kvóti af
úthafsrækju, sem nemur 28.000
tonnum yrði mun verðmætari í heild
fyrir sjómenn, útvegsmenn, fram-
leiðendur og þjóðarbúið ef menn
sækjast fyrst og fremst eftir
stærstu rækjunni. Með slíku fyrir-
komulagi yrði afurðaverðmæti auk-
ið og skilyrði bætt til þess að halda
uppi verði á stærstu og verðmæt-
ustu rækjunni.
Núverandi vinnubrögðum í við-
skiptum milli seljenda og kaupenda
á rækju þarf því að breyta. Hvetja
til þess að sækja sem verðmætastan
afla að landi til vinnslu og útflutn-
ings. Best væri augljóslega að ná
samkomulagi í Verðlagsráði um
nýja tilhögun á flokkun og verð-
lagningu allrar rækju, þannig að
verð yrði mjög mismunandi eftir
stærð. í framkvæmdinni verða
framleiðendur, kaupendur rækjunn-
ar, að axla sín slrinn. Skeíjalaus
samkeppni um hráefni hefur att
þeim út í þá óhæfu að kaupa hráefn-
ið án tillits til raunverulegs verð-
mætis þess. Þessu verður að linna.
Ef ekki þegar svo árar sem nú þá T
hvenær?
Þetta er málefni, sem leysa þarf
innari greinarinnar. Vandinn er sá
að veiðar og vinnsla þurfa að skipta
með sér afleiðingum markaðsáfalla,
eins og menn gera kröfu til að
skipta með sér tekjum af búhnykk
vegna hækkunar á markaðsverði
afurða. Það þarf að markaðstengja
verð á hráefnijafnt þegar markaðs-
verð lækkar og þegar verð hækkar.
Við ríkjandi aðstæður er eðlilegt
að ríkisvaldið ætlist til þess að for-
ráðamenn veiða og vinnslu leggi
fram sinn skerf til lausnar þessa
vanda. Hitt er augljóslega verulegt
áhyggjuefni að fyrrgreind sveifla í
rekstrarskilyrðum rækjuvinnslunn- <
ar er svo mikil og snögg, vegna
þess að verðjöfnunargreiðslum hef-
ur verið hætt á sama tíma og mark-
aðsverðið fellur svo mjög sem raun
ber vitni. Því er hætt við að við
þennan vanda i heild verði ekki
ráðið að fullu innan greinarinnar.
Því er auðvitað takmörk sett hversu
mikið er unnt að lækka í einni svip-
an hráefnisverð á rækju, sem felur
í sér lækkun tekna útgerðarmanna
og sjómanna. Því verður að horfast
í augu við að þörf kunni að vera á
sérstökum ráðstöfunum af hálfu
ríkisvaldsins til þess að draga úr v
þessum áföllum þannig að komið
verði í veg fyrir það stórfellda slys,
sem hlytist af stöðvun svo mikil-
vægrar atvinnugreinar, sem veiðar
og vinnsla rækju vissulega er orðin.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Félags rækju- og
hörpudisksframleiðenda.