Morgunblaðið - 17.01.1991, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 17.01.1991, Qupperneq 25
MÖRGUNBLAÐIÐ' LlMMTUDAGUR 17. JANÚÁR 1991 23 Hafskipsmenn fagna nýju ári FYRRVERANDI starfsmenn Haf- skips hf. hafa allt frá því að skipa- félagið var tekið til gjaldþrota- skipta komið saman árlega og heilsað nýju ári. Mikil samheldni hefur verið meðal Hafskipsmanna þau fimm ár sem lið- in eru frá því að þeir misstu vinnuna hjá skipafélaginu, þótt þessi fjöl- menni hópur sé dreifður um allt þjóð- féiagið. Árleg hátíð Hafskipsmanna verður á morgun, föstudag, í Operukjallar- anum og hefst kl. 17.00 eða um svip- að leyti og menn halda heim í lok vinnudags. (Fréttatilkynning) Leiðrétting Mishermt var í baksíðufrétt í gær að Karl Georg Magnússon væri starfsmannastjóri íslenzkra aðal- verktaka. Hið rétta er að hann _er formaður Starfsmannafélags Is- lenzkra aðalverktaka. Beðist er vel- virðingar á þessum mistökum. ALMAIMNATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar 1.janúar1991 Mánaðargreiðslur Elli / örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) ................. 11.497 'A hjónalífeyrir ....................................... 10.347 Fulltekjutrygging ...................................... 21.154 Heimilisuppbót .......................................... 7.191 Sérstök heimilisuppbót .................................. 4.946 Barnalífeyrirv/1 barns .................................. 7.042 Meðlag v/ 1 barns ....................................... 7.042 Mæðralaun/feðralaun v/1 barns ............................4.412 Mæðralaun/feðralaun v/ 2ja barna ...................... 11.562 Mæðralaun/feðralaun v/ 3ja barna eða fleiri ............ 20.507 Ekkjubætur/ekkilsbaeturö mánaða ........................ 14.406 Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaða ....................... 10.802 Fullurekkjulífeyrir .................................... 11.497 Dánarbæturí8ár(v/slysa) ................................ 14.406 Fæðingarstyrkur ..................................... 23.398 Vasapeningar vistmanna ...................................7.089 Vasapeningar v/sjúkratrygginga ........................... 5.957 Daggreiðslur Fullirfæðingardagpeningar .............................. 981,00 Sjúkradagpeningareinstaklings ......................... 490,70 Sjúkradagpeningarfyrirhvertbarnáframfæri ............... 133,15 Slysadagpeningareinstaklings ........................... 620,80 Slysadagpeningarfyrirhvertbarnáframfæri ................ 133,15 FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM r- HEIMA 16. janúar. FAXAMARKAÐUR- hf. í Reykjavík Þorskur (sl.) 117,00 92,00 105,60 26,338 2.781.190 Þorskur (ósl.) 106,00 105,00 105,33 3,592 378.357 Ýsa (sl.) 140,00 85,00 85,00 3,674 416.773 Blandaö 46,00 35,00 35,83 0,119 “ 4.264 Hrogn 350,00 100,00 263,16 0,378 99.475 Langa 41,00 33,00 40,27 46,737 1.882.352 Lúða 430,00 200,00 316,32 1,953 617.775 Skarkoli 80,00 50,00 62,19 0,298 18.532 Steinbítur 69,00 62,00 65,26 0,915 59.713 Ufsi 51,00 45,00 47,48 0,812 38.550 Undirmál 85,00 85,00 85,00 1,535 130.475 Samtals 73,91 103,019 7.614.294 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur (ósl.) 103,00 96,00 99,50 0,200 19.900 Þorskur (sl.) 115,00 86,00 106,76 10,234 1.092,632 Ýsa (ósl.) 126,00 54a,00 117,90 0,467 55.060 Blálanga 60,00 60,00 60,00 0,233 13.980 Ufsi 43,00 40,00 40,31 0,289 11.650 Skarkoli 81,00 81,00 81,00 0,274 22.194 Náskata 5,00 5,00 5,00 0,023 115 Lúða 420,00 365,00 407,50 0,106 43.195 Karfi 49,00 40,00 44,06 0,110 4.847 Hlýri 58,00 58,00 58,00 0,133 7.714 Hlýri/Steinb. 59,00 46,00 54,72 0,227 12.421 Langa 68,00 56,00 66,15 0,559 36.980 Keila 43,00 36,00 40,23 4,695 188.941 Steinbítur 61,00 35,00 36,84 0,226 8.326 Samtals 85,39 17,776 1.517.955 Selt var úr Barðanum GK og dagróðrabátum. Á morgun verður selt úr dag- róðrabátum ef á sjó gefur. Olíuverö á Rotterdam-markaöi, síöustu tíu vikur, 6. nóv. -15. jan., dollarar hverttonn______ ÞOTUELDSNEYTI 500 475 450 425 — 400 ; 375/ 370 f 3^0 % k a Q 300 r*\ ' 9.N 16. 23. 30. 7.D 14. 21. 28. 4.J 11. Frá blysförinni síðbúnu. Morgunblaðið/Gunnar E. Hauksson Síðbúin þrettándabrenna á Þingeyri: Blysin voru föst í Reykjavík Þingeyri. BLYSFÖR var farin laugardag- inn 12. janúar frá Grunnskólan- um á Þingeyri að íþróttavellin- um, þar sem kveikt var á bál- kesti og haldin flugeldasýning. Fyrirhugaðri þrettáudabrennu þurfti að fresta um viku vegna erf- iðra samgangna í upphafi árs. Það leið heil vika af nýja árinu áður en hægt var að fljúga hingað, og blys- in, sem nota átti, voru föst í Reykjavík. r Æskulýðsnefnd staðarins sá um undirbúning og framkvæmd ásamt björgunarsveitinni Dýra. — Gunnar Eiríkur Félagsmálaráðuneytið: Tillögur um skiptingu sveitarfélaga samræmdar SKIPUÐ hefur verið nefnd er samræmi tillögur um æskilegar breytingar á skiptingu landsins í sveitarfélög. Gert er ráð fyrir að ekki verði einungis miðað við lágmarkstölu ibúa í sveitar- félagi heldur einnig að hvert sveitarfélag verði eitt þjónustu- svæði sem gæti myndað sterka félagslega heild. Nefndin er skipuð af félags- málaráðherra og í henni eiga sæti, Alexander Stefánsson alþingis- maður, Ásgerður Pálsdóttir bóndi, Birgir Þórðarson oddviti, Björn Jónsson garðyrkjubóndi, Ellert Eiríksson bæjarstjóri, Guðmundur Ágústsson alþingismaður, Krist- inn Pétursson ^lþingismaður, Margrét Frímannsdóttir alþingis- maður, Sigurður Guðmundsson forstöðumaður, Sveinn G. Hálf- dánarsson innheimtustjóri og Sigf- ús Jónsson landfræðingur, sem jafnframt er formaður nefndarinn- ar. Húnbogi Þorsteinsson skrif- stofustjóri, mun starfa með nefnd- inni. Henni er ætlaðað ljúka störf- um fyrir 1. október 1991. ■ JAZZ KVARTETT Sigurðar Flosasonar heldur tónleika fimmtudaginn 17. janúar á Púlsin- um, Vitastíg 3. Þetta eru fyrstu tónleikar kvartettsins á íslandi en í fyrra sumar tók hann þátt í alþjóð- legri keppni ungra jazzleikara í Belgíu; sú keppni er haldin árlega á vegum alþjóða jazzsambandsins. Kvartettinum var boðið til úrslita- keppni og hafnaði í áttunda sæti, en alls tóku þátt í keppninni 90 hljómsveitir frá 20 löndum. Meðlim- ir hljómsveitarinnar eru Sigurður Flosaon sem leikur á altó saxafón, Kjartan Valdimarsson á píanó, Þórður Högnason á kontrabassa og Matthías Hemstock á tromm- ur. Sérstakur gestur á tónleikunum verður gítarleikarinn Hilmar Jens- son, en þeir Matthías og Hilmar eru við nám á Berklee College of Music í Boston. Kvartettinn leikur einungis frumsamið efni, en eftir hlé verður flutt tónlist eftir Ornette Coleman, Hilmar Jensson og fleiri. Tónleikarnir hefjast kl. 21.30. Litháen: Norrænir þingmenn mótmæla valdbeitingu GEIR H. Haarde alþingismað- ur og formaður hóps norr- ænna þingmanna innan Al- þj óðaþingmannasambandsins sendi í gær bréf til formanns Sovétdeildar sambandsins þar sem valdbeiting Sovétmanna í Litháen er harðlega for- dæmd. í fréttatilkynningu frá ís- landsdeild Alþjóðaþingmanna- sambandsins segir að hvatt sé til þess í bréfinu er hvatt til þess að sovéskir þingmenn beiti áhrifum sínum til þess að stöðva frekari blóðsúthellingar í Lithá- en og að friðsamleg pólitísk lausn verði fundin er tryggi Eystrasaltsríkjunum óskorað pólitískt sjálfstæði. Tálknafjörður: Féll fimm metra niður í lest VINNUSLYS varð um boð í Lómi BA 257 um sexleytið á laugar- daginn þegar skipverji féll frá efra þilfari niður í lestina, eða um 5 metra. Maðurinn lenti á tveimur fiskikörum og hlaut hann talsverð meiðsl á andliti. Hann var fluttur til Patreksfjarð- ar á sjúkrahúsið, þar sem gert var að sárum hans. Tildrög slyssins voru þau að ver- ið var að landa úr skipinu þegar lúgumanni varð fótaskortur og féll ofan í lestina. Niðri í lestinni voru tveir skipverjar og náðu þeir að draga úr falli mannsins og hafnaði hann á tveimur fískikörum sem voru full af fiski. í fyrstu var talið að sá slasaði væri með mjög alvar- leg meiðsl á höfuðkúpu en svo reyndist þó ekki vera. Að sögn lögreglunnar á Patreks- firði slapp maðurinn ótrúlega vel frá þessu og er talið mildi að ekki hafi farið verr. Maðurinn dvaldi á sjúkrahúsinu á Patreksfirði yfir helgina en fékk að fara heim á mánudaginn. Líðan hans er eftir atvikum. . - R. Schmidt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.