Morgunblaðið - 17.01.1991, Side 30

Morgunblaðið - 17.01.1991, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANUAR 1991 4 SIEMENS Þvottavélar ►-í Uppþvottavélar ESdavélar Örbylgjuofnar Gœðaíœki fyrir þig og þína! SMUH& NORLAND Nóatúni 4 - Slmi 28300 hýtt SÍMANÚNAER AUGLV SlNG ADEIJGA^ Í9HI1I NEYTENDAMAL Umbúðir matvæla Samsetning - öryggi - gæðaþáttur Efni í plasti Á undanförnum árum hafa orðið miklar breytingar á umbúðum matvæla og- hefur þróunin fylgt breyttum framleiðsluþáttum, stærri markaði og vaxandi samkeppni. Einfaldar umbúðir hafa vikið fyrir plast- og pappaumbúðum ál- og plastfóðruðum, vaxbornum og litprentuðum. Neytendasíðan hefur um nok- kurra mánaða skeið reynt að líta upplýsinga um gildandi regl- ur varðandi umbúðir matvæla hér á landi. Slíkar upplýsingar eru ekki auðfengnar. Oflun umbúða er alfarið í höndum ein- stakra framleiðenda og innflytjenda sem eru fjölmargir. Upp- lýsingaaðili er enginn og opinbert eftirlit ekkert. Nú mun vera starfandi nefnd sem vinna á að reglugerð m.a. varðandi umbúð- ir matvæla. Dr. Kristberg Kristbergsson mat- vælafræðingur er dósent í matvæla- fræði við Háskóla íslands. Hann lauk á sínum tíma doktorsnámi frá Rutgers-háskóla í Bandaríkjunum. A námsárunum starfaði hann með námi við rannsóknir á umbúðum en prófessor hans aflaði tekna til rekstrar rannsóknarstofunnar með rannsóknum á matvælaumbúðum fyrir bandarísk matvæla/yrirtæki. Kristberg er sennilega sá íslending- ur sem hvað best þekkir til þeirra rannsókna sem gerðar hafa verið á umbúðum á undanförnum árum. Hann var tekinn tali og spurður um öryggi matvælaumbúða fyrir neyt- endur. í reglugerðir í löndum Evrópuband- alagsins og í Bandaríkjunum. í þessum löndum þarf leyfí frá opin- berum eftirlitsaðilum fyrir umbúðir matvæla." Flæði efna úr umbúðum yfir í matvælin „Við höfum ekki eins miklar Til að útskýra nánar mögulegt flæði óæskilegra efna úr plasti í matvæli lýsti Kristberg uppbygg- ingu plastsins. „Við plastgerð eru notaðir efna- hvatar til að koma af stað efna- hvarfi og tengingu smásameinda ijölliðu sem plast er byggt á. í plast er oft notað þráavarnarefni vegna þess að sumt plast er byggt upp líkt og fita. Mýkingarefni eru sett í sumt plast eins og hart plast. Önnur efni eru notuð til að auka stöðugleika plastsins. Litarefni eru mikið notuð í plast og umbúðir. Erlendis er víða bannað að nota lit- arefni sem t.d. innihalda blý, í plast sem notaða er sem umbúðir við matvæli og matargerð. Öll þessi efni geta flætt eða smitast út í matvælin ef ekki er rétt að staðið. Plast og mýkingarefni Kristberg sagði að ekki væri Dr. Kristberg Kristbergsson matvælafræðingur: Umbúðir eru hannaðar sem vörn fyrir matvæl- in — en umbúðirnar geta verið mengunarvaldur fyrir matvælin. Umbúðir vörn fyrir matvæli! „Umbúðir éru hannaðar sem vörn fyrir matvælin," sagði Kristberg. „En fáir gera sér grein fyrir því, að umbúðirnar sjálfar geta verið mengunarvaldur fyrir matvælin. Þetta á við um plast og aðrar um- búðir. Samspil matar og umbúða geta verið mikil. Þar geta flætt á milli lofttegundir, gufur, vatn og önnur efni. Flæðið getur orðið á fernan hátt: Efni geta farið úr matvælunum í gegnum umbúðirnar og út í umhverfið eða frá umhverf- inu í gegnum umbúðirnar og inn í matvælin. Þau geta farið frá mat- . vælunum í umbúðirnar og þau geta komið úr umbúðunum og farið inn í matvælin. Allir þessir þættir eru teknir inn áhyggjur og áður af flæði óæski- legra efna í matvælin, vegna fjölda reglugerða sem settar hafa verið bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu í sambandi við plast fyrir matvæla- iðnaðinn,“ sagði Kristberg. „Hér á landi verðum við þó að treysta á vernd löggjafa þeirra landa sem framleiða það plast sem við kaup- um, á meðan innlend Iöggjöf er ekki fyrir hendi." sama hvaða plast væri notað í mat- vælaumbúðir. í plast sem er sett saman úr kolvetni og vetni eru yfir- leitt ekki notuð mýkingarefni, en í önnur eru oft sett mýkingarefni og geta þau verið varasöm. í flestar marglaga þynnur og plastpoka er algengt að nota mýkingarefni og h'm. Þetta eru um 480 mýkingar- efni, um 100 þeirra eru algeng en þó nokkuð færri notuð í plast sem er ætlað sem umbúðir um matvöru. Erlendis er notkun þessara efna háð reglugerðarákvæðum. Fiturík matvæli eins og smjör virka eins og þerripappír á leysa og önnur fituleysanleg efni sem eru í umbúðum, hvort sem um er að ræða plast eða pappír. Flæði mýkingarefna í matvæli eykst í örbylgju I erlendum tímaritum má oft sjá greinar þar sem neytendum er bent mn A k Hyundai Super I6TE, tölva með 20 mb disk. Kr: 79,902/- Star LC-20 prentari. Kr: 26,800/- Rcíð fjárhagsbókhald. Kr: 72,957/- Samráð(Ritari,skrár og töflur) Kr: 8,130/- Hyundai 286E,Með 40mb disk og einlita skjá Kr: 109,900/- Star LC-20 prentari Kr: 26,800/- Ráð fjárhagsbókhald. Kr: 72,957/- Ráð viðskipta iager- og sölukerfi Kr: 202,064/- Samráð(Ritari,skrár og töflur) Kr: 8,130/- Samtals Kr: 187,789/- Samtals Kr: 419,851/- JANUARTILBOÐ 1991 Kr: 139.900/- JANUARTILBOÐ 1991 Kr: 269.900/-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.