Morgunblaðið - 17.01.1991, Page 33

Morgunblaðið - 17.01.1991, Page 33
33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1991 Haukur Þorsteinsson Jönköping Þann 17. desember síðastliðinn lést í Svíþjóð Haukur Þorsteinsson. Hauk hitti ég fyrst þegar ég var lítill drengur. Hann ók þá um_ á stórum Dodge Vípon hertrukk. Ég bar þá sem nú óttablandna virðingu fyrir mönnum á slíkum farartækj- um og var það upphafið að því að ég hreifst af Hauki. Hann var ný- orðinn tengdafaðir elsta bróður míns og sótti hann okkur í fínt matarboð í Víponinum. Ég man enn að ég gat horft niður í götuna í gegnum gat á góifinu á trukknum. A pallinum úði og grúði af verkfær- um. Haukur var nefnilega að koma beint úr vinnunni eftir langan dag og hafði aðeins örfáar mínútur til að skipta um föt. Hann starfaði þá sem verktaki við sprengingar í Reykjavík og var vinnutíminn nán- ast samfelldur. Mig grunaði ekki þá að ég ætti síðan eftir að verða Hauki samferða um 5 ára tímabil þ.e. frá 1980 til 1985. Haukur var þá fluttur til Svíþjóðar og vann hjá Husqvarna- verksmiðjunum og smíðaði af mikl- illi kostgæfni sveifarása í mótorhjól. Hann varð strax sjálfkjörinn leið- togi fyrir félaga sína og taldi það ekki eftir sjálfum sér að þeytast um landið þvert og endilangt til að koma einhveijum á sinn stað. Sér- staklega vel reyndist hann þeim sem voru minni máttar og hafði þá alltaf nægan tíma. Síðar vann hann að stofnun ís- lendingafélagsins_ í Jönköping og Landssambands Íslendirigafélaga í Svíþjóð, sem hann var alla tíð for- maður fyrir. Hann styrkti þau sam- tök verulega með að afla þeim fjár- framlaga frá sænska ríkinu og kom í gegn umbótum m.a. varðandi kosningarétt. Óteljandi eru þær skemmtanir og fundir sem Haukur stjórnaði. Hann efndi þar samstöðu og gladdi huga íslendinga í útlegð frá sínu heimalandi. Sérstaklega minnis- stæð eru þorrablótin og jóla- skemmtanir fyrir börn en Haukur var sérstaklega barngóður og var sérfræðingur í að gleðja lítil hjörtu. Það sem einkenndi Hauk mest var hve glaður og jákvæður hann var. Orðtakið „þetta reddast“ heyrðist oft og það gerði það líka. Líka þegar 2 dagar voru í þorrablót- ið og maturinn var heima á Fróni og það átti eftir að smygla honum út._ Ég og fjölskylda mín vonnn heimilisvinir hjá Hauki og Mimmi. Við fengum alltaf glaðar og góðar móttökur og hafði hann sérstakt lag á að trylla börnin. Þau litu á hann sem afa. Andrés Magnússon Hinn 27. desember sl. lést Hauk- ur Þorsteinsson, forseti íslenska landssambandsins í Svíþjóð, á sjúkrahúsinu í Jönköping. Haukur koni ásamt mörgum ís- lendingum hingað til Svíþjóðar í atvinnuleit kringum 1970. Hann settist að í Jönköping og tók fljót- lega að sinna málefnum innfluttra íslendinga búsettra í nágrenninu og varð helsta hjálparhella þeirra. Þegar Sænsk-íslenska félagið í Jönköping var stofnað, 1976, var Haukur kjörinn formaður þess. Þegar íslenska landssambandið í Svíþjóð var stofnað, 1980 (samtök íslendingafélaganna í Svíþjóð, nú með yfir 4.000 félagsmenn), var Haukur einn af hvatamönnunum og á stofnfundinum voru menn á einu máli um það að hann væri heppilegastur til að taka að sér forsetahlutverkið. Haukur hefur reynst traustur forystumaður, kom- ið mörgum mikilvægum málum í höfn og alltaf verð boðinn og búinn að fórna tíma þegar hagsmunamál íslendinjga í Svíþjóð voru annars vegar. Arið 1989 hlaut hann Fálka- orðuna fyrir störf í þeirra þágu. Síðustu árin hafa þing Lands- sambandsins verið haldin í heimabæ Hauks. Hafa hann og sambýliskona hans, Mimmi Nilsson, haft það fyr- — Minning ir sið að bjóða á heimili sitt öllum þingfulltrúum, þar sem þeim var veitt kaffi og góðgerðir. Þessara góðu stunda munum við, sem mætt- um á þingin, ávallt minnast með þakklæti. Með þessum fáu orðum er kvadd- ur góður vinur og samstarfsmaður. F.h. Islenska landssambandsins í Svíþjóð, Sveinn Briem. Haukur Þorsteinsson, formaður Landssambands íslendingafélaga í Svíþjóð, lést í Jönköping hinn 27. desember sl. eftir skamma sjúk- dómslegu á einu sjúkrahúsi borgar- innar. Hann fæddist 4. maí 1914 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Þorsteinn Finnbogason, kénnari og bóndi, og kona hans Jóhanna Greipsdóttir frá Haukadal í Bisk- upstungum. Þegar Haukur var 6 ára að aldri fluttust foreldrar hans og fjölskyld- an öll austur að Haukadal, þar sem faðir hans vann að bústörfum, en 4 árum síðar flytjast þau aftur suð- ur og setjast að í Fossvogi, þar sem faðir hans gerðist bóndi. Rak hann þar búskap í samfellt 36 ár, en stundaði auk þess kennslustörf. Alls voru systkinin 6, og eru nú 2 þeirra á lífi, Katrín, sem býr í Fells- koti, Biskupstungum, og Finnbogi, búsettur í Reykjavík. Haukui' stundaði nám í gagn- Sjá næstu síðu ASHAMAL LOFTÞJÖPPUR Fyrirliggjandi o Q. loftþjöppur s samkvæmt sænskum öryggiskröfum með eða án loftkúts. Hagstætt verð. LANDSSMIÐJAN HF Verslun: Sölvhólsgötu 13 Sími (91)20680 ó\cha\dsve> )kba'd V'irðisau ku\dabref \/'«'ar °9reg\ugerð'r ' LÖ9 °h*\ verke\a\, * Raurrn®1 Bóldialds- nám Tölvuskóli Reykjavíkur býður nu upp á bókhalds- nám fyrir fólk, sem vill ná tökum á bókháldi fyrirtækja. jt Markmið námsins er að þátttakendur verði full- færir um að starfa sjálfstætt við bókhaldið og annast það allt árið. Þeim, sem ekki hafa kynnst bókhaldi, gefst kostur á sérstöku grunnnámskeiði. Námskeiðið er 72 klst. Hringdu og fáðu nánari upplýsingar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.