Morgunblaðið - 17.01.1991, Side 34
>.
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17, JANÚAR ,1991
fræðaskóla í Reykjavík, sem jafnan
var kenndur við skólastjóra sinn,
séra Ingimar Jónsson, og Jcallaður
Ingimarsskóli, en þaðan lauk Hauk-
ur heitinn gagnfræðaprófi um vorið
1933. Á þessum skólaárum sínum
vann hann mjög ötullega að bind-
indismálum bæði innan skóla síns
og utan hans. Hann var.formaður
bindindisfélags nemenda Ingimars-
skólans og átti einnig sæti í stjórn
Sambands bindindisfélaga í skólum.
Á þessum árum kom mikill áhugi
háns á-félagsmálum mjög skýrt í
ljós, og sannaðist það best síðar,
er hann settist að í Svóþjóð og gerð-
ist forystumaður í félagsmálum ís-
lendinga þar í landi.
Eftir að Haukur lauk gagnfræða-
prófí fór hann sem vetrarmaður til
móðurbróður síns, Sigurðar Greips-
sonar, sem rak íþróttaskóla og gisti-
hús að Geysi, auk þess sem hann
rak bú sitt í Haukadal, var Haukur
þar í 2 ár, en hóf síðan störf hjá
Jarðræktarfélagi Reykjavíkur, sem
vélstóri á dráttarvélum, og síðar
vann hann um langt árabil sem jarð-
ýtustjóri hjá ýmsum verktökum, og
má með sanni segja að hann hafi
verð frumheiji í notkun á jarðýtum,
bæði við ræktunarstörf og mann-
virkjagerð, en jarðýturnar ollu
sannkallaðri byltingu að þessu leyti
á íslandi. Árið 1946 fór Haukur
t.d. utan og dvaldi um tíma hjá
hinum heimsþekktu Caterpillar-
verksmiðjum við þjálfun í notkun
þungavinnuvéla.
Á árinu 1969 var þess farið á
leit við Hauk Þorsteinsson að hann
hefði milligöngu um ráðningu Is-
lendinga til starfa í Husqvarnaverk-
smiðjunum í nágrenni Jönköping.
Varð þetta til þess að hann flutti
sjálfur aifarinn til Svíþjóðar og sett-
ist að í Jönköping, en íslendingum
fór upp úr þessu ört fjölgandi í
Svíþjóð. Er nú svo komið að fjöldi
þeirra íslendinga, sem búsettir eru
í Svíþjóð og enn halda sínu ríkis-
fangi, nemur um 5.250 einstakling-
um. Það er enginn smáfjöldi, þar
eð þessi fjöldi nemur um tveimur
af hundraði allra íslendinga.
Hauki heitnum varð brátt ljós
nauðsyn þess að íslendingar í
Svíþjóð mynduðu með sér samtök,
til þess að efla samhug þeirra og
gæta sameiginlegra hagsmuna.
Gekk hann fram í því sem öðru af
sínum alkunna eldmóði. Árið 1976
stofnaði hann Sænsk-íslenska fé-
lagið í Jönköping og var formaður
þess til dauðadags. Islendingafélög-
in eða sænsk-íslensku félögin í
Svíþjóð urðu svo smám saman 7
talsins. Sá nú Haukur fram á þörf
þess að félögin hefðu með sér auk-
ið samstarf og í maímánuði árið
1980 var stofnað Landssamband
íslendingafélaga í Svíþjóð, en
Haukur hafði unnið að stofnun þess
um alllangt skeið. Var hann kjörinn
forseti þess og gegndi því starfi til
dauðadags. Hann var einnig gjald-
keri Norræna félagsins í Jönköping
um nokkurra ára bil.
Árið 1944 kvongaðist Haukur
Þorsteinsson Jórunni Brynjólfsdótt-
ur frá Hrísey og áttu þau saman 4
böm, en þau eru Sigurveig, fædd
1942; Jóhanna, fædd 1945; Bryn-
hildur, fædd 1946, og Brynjólfur,
fæddur 1948.
Þau Haukur og Jórunn slitu sam-
vistir árið 1978.
Á árinu 1980 hóf Haukur heitinn
sambúð við sænska konu, Mimmi
Nilsson að nafni, og lifír hún ástvin
sinn.
Bálför Hauks Þorsteinssonar fór
fram í Jönköping hinn 19. þessa
mánaðar, en aska hans var síðan
flutt heim til íslands og verður jarð-
sett í íslenskum grafreit samkvæmt
hans ósk, enda leitaði hugur hans
ávallt heim til ættlandsins öll þau
ár, sem hann dvaldi á érlendri
grund, og það voru hagsmunir lands
hans hér í Svíþjóð og samheldni
þeirra, sem hann ávallt bar fyrst
og fremst fyrir bijósti.
Samvinna okkar Hauks heitins
var ávallt með miklum ágætum þau
ár, sem ég hef gegnt störfum sem
sendiherra íslands í Svíþjóð.
Með Hauki er horfínn merkur og
sérstæður persónuleiki, og er nú
stórt skarð fyrir skildi í forystumál-
um hins fjölmenna hóps íslendinga,
er nú dvelja í Svíþjóð.
Ég minnist ’nans með sérstakri
virðingu og votta ástvinum hans
samúð okkar hjónanna beggja.
Þórður Einarsson
Kveðja frá Jönköping
I dag er til moldar borinn maður
nefndur Haukur. Kominn heim eftir
langan og atburðaríkan dag, heim
til hvíldar í skauti fjallkonunnar.
Haukur Þorsteinsson kom til
Jönköping árið 1969, ásamt fjölda
annarra landsmanna. Hann hafði
fengið beiðni um að hjálpa til við
flutning íslendinga til Husqvarna-
verksmiðjunnar og varð það til þess
að hann slóst í för með landsmönn-
um sínum til Svíþjóðar. Haukur
starfaði hjá Husqvamaverksmiðj-
unni fram til ársins 1979 er hann
fór á eftirlaun.
Haukur var mikill þjóðræktarvin-
ur og hafði mikinn áhuga á félags-
málum og bættum hagsmunum Is-
lendinga á sænskri grund, varð það
til þess að hann ásamt öðru góðu
fólki stofnaði Sænsk-íslenska félag-
ið í Jönköping sem í byijun hafði
34 meðlimi og í dag, 15 árum
seinna, 650. Þetta átti sér stað 4.
apríl 1976, Haukur var valinn form-
aður félagsins og var það upphafið
á starfí sem krafðist mikillar þraut-
seigju og þolinmæði, kostir sem
Haukur var ríkulega gæddur.
Eftir fimm ár sem formaður fé-
lagsins var Landssamband Islend-
inga stofnað árið 1980. Haukur
Þorsteinsson var valinn sem for-
maður Landssambandsins og þar
af leiðandi talsmaður íslendinga í
hagsmunabaráttu þeirra á sænskri
grund. Haukur fór margar ferðir
til íslands á fund ráðamanna til að
vekja athygli á málefnum Islend-
inga erlendis. Hann sat í stjórn
Norræna félagsins í Jönköping sem
gjaldkeri, hann var líka opinber
túlkur íslendinga í Jönköping og
nágrenni.
Árið 1980 verða stórar breyting-
ar í lífi Hauks, hann kynntist
Mimmi Nilsson, konu af sænsku
bergi brotin. Hún reynist stærsti
stuðningur hans í félagsstarfinu.
Þeir eru ófáir íslendingarnir sem
hafa sótt Hauk og Mimmi heim og
fengið að kynnast íslenskri og
sænskri gestrisni eins og hún gerist
best. Heimili þeirra stóð ávallt opið.
Haukur var mikill barnavinur og
stóð ávallt vörð um mikilvægi bam-
anna í félagsstarfinu, bjó svo um
að börnin væru með á þorrablótum
og öðrum góðum samkomum.
ísland var honum alltaf kært og
vann hann ötult að kynningu
íslenskrar sögu og siðvenja. En
framar öllu var Haukur Þorsteins-
son heiðursmaður mikill og lífsverk
tians bar ávöxt sem við íslendingar
erlendis fáum að njóta góðs af.
Haukur Þorsteinsson fékk svo
að lokum þann heiður og sóma sem
hann átti skilið. Forseti Íslands,
Vigdís Finnbogadóttir, sæmdi hann
Fálkaorðu íslenska ríkisins, 3. febr-
daúar 1990.
Guð blessi Hauk Þorsteinsson og
ástvini hans.
Minning hans lifír í hjörtum okk-
ar.
Félagamir, sljómin,
Sænsk-íslenska félagið í
Jönköping
Athugasemd
VEGNA fréttar í Morgunblaðinu
15. janúar síðastliðinn um áskor-
un 14 einstaklinga til ríkisstjórn-
arinnar sem sent var með
símbréfi frá skrifstofu Alþýðu-
bandalagsins, vill Alþýðubanda-
lagið taka fram að bréf þetta er
Alþýðubandalaginu með öllu
óviðkomandi.
Alþýðubandalagið veitir einstakl-
ingum og hópum í vissum tilvikum
aðgang að faxtæki sínu á skrifstof-
unni. I því tilviki sem hér um ræðir
var sent með efni, sem starfsfólki
var kunnugt, annað efni í heimildar-
leysj án vitneskju starfsfólks skrif-
stofunnar. Alþýðubandalagið hefur
þegar komið kvörtunum sínum á
framfæri við hlutaðeigandi.
F.h. Alþýðubandalagsins.
Flosi Eiríksson,
skrifstofustjóri AB.
■ STJÖRNUSKOÐUNARFÉ-
LAG Seltjarnarness heldur
fræðslufund í kvöld, fímmtudag,
kl. 20.30 í Valhúsaskóla á Sel-
tjarnarnesi. Dr. Gunnlaugur
Björnsson stjarneðlisfræðingur
segir fundarmönnum frá virkum
vetrarbrautum, sýnir myndir og
spjallar um líkön af þeim. Virkar
vetrarbrautir eru orkumestu fyrir-
bæri sem þekkjast í alheiminum og
er talið að þær hýsi risavaxirí svart-
hol. Félagsmenn og aðrir áhuga-
menn eru hvattir til að mæta. Kaffí-
veitingar verða á boðstólum.
■ FYRIRLESTUR og mynd-
bandasýning verða fimmtudaginn
17. janúar kl. 20.30 í Brautarholti
8. Garðar Garðarsson mun kynna
nýjar hugmyndir ög möguleika nok-
kurra öflugustu „mannræktar“-
aðferða sem völ er á í dag s.s. dá-
leiðslu og Gestalt. Einnig verður
sýnd mynd um konu sem losnar við
margra ára sælgætisfíkn á 15
mínútum. Boðið verður upp á veit-
ingar. Aðgangseyrir er 900 kr. og
öllum opið.
t
Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir,
INGÓLFUR TÓMASSON,
Lönguhlfð 25,
lést á Landspítalanum að morgni 14. janúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Herfríður Björg Tómasdóttir,
Vilhelm Ingólfsson, Auður Kristjánsdóttir,
Örn Ingólfsson, María Thoroddsen,
Tómas Ingólfsson, Svanhildur Svavarsdóttir.
t
Elskuleg fóstra okkar,
GUÐRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR
frá Seli i Grimsnesi,
til heimilis i Efstasundi 31,
andaðist þann 11. janúar sl.
Útför hennar verður gerð frá Langholtskirkju föstudaginn 18. janú-
ar kl. 13.30.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
Sigurður Björnsson,
Sigríður Björnsdóttir.
t
Móðir mín, tengdamóðir og amma okkar,
ELÍN MARGRÉT JÓNSDÓTTIR,
Borgarbraut 37,
Borgarnesi,
lést á heimili sínu sunnudaginn 13. janúar.
Útförin fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 19. janúar
kl. 14.00.
Gunnar Ragnarsson, Guðbjörg Ingólfsdóttir
og barnabörn.
t
Bróðir okkar, mágur, frændi og vinur,
JÓN SIGURÐSSON,
Skúfsstöðum,
andaðist í sjúkrahúsinu á Sauðárkróki aðfaranótt 13. janúar.
Jarðarförin fer fram frá Hólum í Hjaltadal laugardaginn 19. janúar
kl. 14.00.
Vandamenn.
t
Útför eiginmanns míns,
BJARNA I. KARLSSONAR
rafeindavirkja,
Ystaseli 1,
fer fram frá Seljakirkju föstudaginn 18. janúar kl. 13.30.
Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hins látna,
er bent á Krabbameinsfélagið.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þórunn Adda Eggertsdóttir.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langa-
langafi,
PÁLL H. ÁRNASON,
Heiðarvegi 38,
Vestmannaeyjum,
sem andaðist 12. janúar í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, verður jarð-
sunginn frá Landakirkju laugardaginn 19. janúar kl. 11.00.
Ósk Guðrún Aradóttir,
Ari Pálsson,
Hildar Pálsson,
Árni Pálsson, Linda Gústafsdóttir,
Guðrún Einarsdóttir Moore, Tim Moore,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUNNAR S. GUÐMUNDSSON
trésmiður,
áður Karfavogi 33,
lést á Droplaugarstöðum 12. janúar.
Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni í dag, fimmtudaginn
17. janúar, kl. 15.00.
Stefán Gunnarsson, Erla Guðjónsdóttir,
Almarr Gunnarsson, Inga Ingvarsdóttir
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeím, er sýndu okkur hlýhug
og vináttu vegna andláts og útfarar frænku okkar,
GUÐBJARGAR GUÐBRANDSDÓTTUR,
elli- og hjúkrunarheimilinu Grund.
Systkinabörn.
t
Við þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför sonar míns og bróður okkar,
BJÖRGVINS EIRÍKSSONAR,
Eskifirði.
Eirikur Ólafsson
og systur hins látna.
t
Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinar-
hug við andlát og útför móður okkar, fósturmóður, tengdamóð-
ur, ömmu og langömmu,
INGIBJARGAR KRISTRÚNAR INGIMARSDÓTTUR
frá Kaldrananesi.
Ingimar Jónsson, Alda Sigurðardóttir,
Áskell Jónsson, Vigdís Björnsdóttir,
Kjartan Jónsson, Vigdís Ragnarsdöttir,
Halldóra Benediktsdóttir, Axel Clausen,
Fjóla Loftsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
(Fréttatilkynning)