Morgunblaðið - 17.01.1991, Page 40

Morgunblaðið - 17.01.1991, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1991' JJ kjukjingasúpe- /dn nú&hz- " Ást er... ... einskonar lyfjagjöf. Sniðug hugmynd að gefa hon- um vatnsþétt úr. Hann fer orðalaust I bað... ö • 150 Kom bolti inn um gluggann? HOGNI HREKKVISI Þessir hringdu Góður sjónvarpsþáttur Áhorfandi hringdi: „Ég vil þakka fyrir þáttinn Fóíkið í landinu þar sem rætt var við Jón Eyþór Guðmundsson frumkvöðul með brúðuleikhús hér á landi. Brúður Jóns eru afskap- lega skemmtilegar og var gaman að fylgjast með þeim á skjánum. Væri það ekki athugandi að gerð- ar yrðu myndir fyrir sjónvarp af nokkrum brúðuleikritum Jóns, ég er viss um að það yrði ákaflega vinsælt sjónvarpsefni. Þetta ættu sjónvarpsmenn að athuga." Kettlingar Fallegir kassavanir kettlingar fást gefíns. * Upplýsingar í síma 14518. Vel vandir kettlingar fást gef- ins. Upplýsingar I síma 28747. Gleraugu Gleraugu í gleraugnahulstri týnd- ust sl. föstudag nálægt Sundlaug Vesturbæjar. Finnandi vinsam- legast hringi í síma 23435 milli kl. 19 og 22. Óþarfur innflutningur Kona hringdi: „Ég vil mótmæla innflutningi á ostalíki sem er algerlega óþarfur þar sem nóg er til af osti í landinu. Bændur eru alls ekki hrifnir af þessum innflutningi, sem aðeins verður til þess að auka vanda landbúnaðarins og verða til þess að fleiri bændur komist á vonarvöl.“ Hanskar Hanskar fundust við Ásbraut í Kópavogi 23. eða 24. desember. Upplýsingar í síma 42026. Úr Silfurlitað Seiko dömuúr tapað- ist um miðjan desember. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í Ingu í síma 23625. Trúðu á tvennt í heimi Heiðarleg- ur stjórn- málamaður Til Velvakanda. . Mig langar til að þakka Stöð 2 fyrir þáttinn „Inn við beinið", sem sýndur var 6. janúar sl. undir stjórn Eddu Andrésdóttur. Þar fylgdust áhorfendur í eina klukkustund með íslenskum stjórn- málamanni, sem ekki er útblásinn af ofmetnaði og sjálfsánægju. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur hvar- vetna getið sér gott orð fyrir heiðar- leika og þó harðfyigni við sinn mál- stað. Var gaman að heyra Guðmund jaka, þá gömlu kempu, fara viður- kenningarorðum um þessa eiginleika Þorsteins, sem fáir af núverandi ráð- herrum geta státað af. íslenska þjóðin væri betur sett í dag ef fleiri væru sem Þorsteinn, hefðu vit og þekkingu á því sem þeir væru að fjalla um, en beittu ekki tómum leikfléttum og sjón- hverfingum. Ánægður kjósandi ------+-♦-»--- Einokun Til Velvakanda. Eins og kunnugt er hefur verið veitt heimild til að flytja inn 40 tonn af ostalíki og hafa hagsmunaaðilar í landbúnaði rekið upp mikið kvein yfír þessu. Þetta minnir okkur á hversu rötgróin innflutningshöft við búum við hér á landi, fyrst svona mikil læti verða þegar smávegis undantekning er gerð á einokuninni. Einokunin hefur enda aðeins þjónað þeim tilgangi að halda verðlagi á landbúnaðarvörum uppsprengdu. Stjórn landbúnaðarmála hér á landi hefur verið með þeim ósköpum að lambakjöti hefur verið ekið á sorp- hauga í stórum stíl en skattborgar- inn látinn borga brúsan. Það hefur ekki verið horft í peninginn þegar þessi óráðsía hefur verið annars veg- ar enda margur milliliðurinn makað krókinn á þessu. Eina ráðið til að stemma stigu við þessu rugli er að hefja innflutning sem að vísu mætti takmarka til að byrja méð. Taka ætti fyrir allar útflutningsbætur og endurskoða allt styrkjakerfí land- búnaðarins með miðurskurð í huga. Með þessu móti mætti spara mikla peninga. Neytandi Til Velvakanda. Stundum getur að líta lærðar greinar um trúarbrögð í Velvak- anda og er greinilegt að sumir höfundanna hafa lagt mikla vinnu og lærdóm í skrif sín. En þrátt fyrir að vitnað sé í heilaga ritningu af miklum móði eru skoðanir og niðurstöður næsta ólíkar og engin algild formúla finnst til skilnings á hinum æðsta vísdómi. Eftir að hafa lesið einn slíkan pistil datt mér í hug vísukorn eftir Steingrím Thorsteinsson sem er þannig: Trúðu á tvennt í heimi, tign sem hæsta ber: guð í alheims geimi, guð í sjálfum þér. Það skyldi þó aldrei vera að sannleikurinn sé einfaldari en fræðimennimir ætla? Grúskari Víkveqi skrifar að er mikill ósiður að láta hluti drabbast niður, því auk þess að slíkt setur leiðinlegan svip á umhverfíð þá vill það oft einnig hafa þær aukaverkanir að menn sljógvast gagnvart öðru í umhverfi sínu sem ástæða er til að hlú að. Víkveiji fagnar þeirri þróun sem átt hefur sér stað í frágangi á göt- um og grænum svæðum á höfuð- borgarsvæðinu á undanförnum árum og einnig víða úti á lands- byggðinni eins og til dæmis á Akur- eyri í miðbænum þar. Mest átak í þessum efnum hefur verið á vegum Reykjavíkurborgar og má þar til dæmis nefna Reykjavíkurtjörn og Laugardalinn og nýjasta dæmið er endurbygging gatna og gangstíga í Gijótaþorpinu. xxx Um áratuga skeið hafa hinar þröngu götur Gijótaþorpsins verið einhveijar ljótustu götur höf- uðborgarinnar og fjarri öllu sem gera verður kröfur til um miðbæ höfuðborgarinnar. Uppbygging samgönguleiða í Grjótaþorpinu í svipuðum dúr og endurbygging Laugavegarins er hins vegar til mikillar prýði svo sómi er að. 1 vor má vænta þess að verkinu ljúki og að þá verði gengið frá öllu opna svæðinu fyrir austan Vesturgötu 7. Víkveiji fagnar þeim áformum Reykjavíkurborgar að byggja upp götui-nar í gamla miðbænum þannig að þær verði augnayndi í stíl við þær gömlu byggingar sem þar standa og sem betur fer er tíðarand- inn að breytast í þá átt að fólki fínnst sjálfsagt að fegra umhverfið og gera það hvort tveggja hag- kvæmt og vistlegt og aðlaðandi. XXX Til að mynda hefur Víkveiji fylgst með því hvernig Flug- málastjórn hefur á undanförnum árum snyrt og lagfært umhverfi Reykjavíkurflugvallar og er það vel, því flugvöllurinn er í hjarta höfuðborgarinnar og æskilegt er að hann falli eins vel að annarri byggð og kostur er, en auðvitað er sérstaða Reykjavíkurflugvallar fyrst og fremslrfölgin í því að vera iykill landsbyggðarinnar að höfuð- borg sinni. Um 300 þúsund farþeg- ar fara árlega um Reykjavíkurflug- völl og völlurinn er langsamlega mikilvægasta samgöngubót og samgönguleið landsbyggðarinnar til hinna fjölmörgu þjónustuþátta sem er að finna í höfuöborginni. Mikilvægi Reykjavíkurflugvallar er að sjálfsögðu ekki minna fyrir höf- uðborgarbúa gagnvart landsbyggð- inni, því staðsétning hans styttir fjarlægðir milli landshluta og sparar tíma fyrir alla sem leið eiga til og frá Reykjavík. Reykjavíkurborg hefur markvissa stefnu í málefnum Reykjavíkurflugvallar, að hagS- munum borgarinnar og lands- byggðarinnar, sem fara saman á svo margan hátt, sé best borgið með því að Reykjavíkurflugvöllur þjóni því hlutverki áfram sem hann hefur gert um áratuga skeið. XXX Ahinn bóginn vekur Víkveiji at- hygli á því að þegar markviss uppbygging á sér stað á aðstöðu fyrir flugfarþega víða um land þá hafa setið á hakanum áform um að byggja upp eðlilega þjónustu fyrir flugfarþega á Reykjavíkur- flugvelli með nýrri flugstöð. Flug- málaáætlun gerir ráð fyrir verulegu átaki í uppbyggingu flugvalla og þar má spyija hvort eðlilegt sé að aðalvöllur innanlandsflugsins sitji á hakanum öllu lengur með hag- kvæmar og traustar flugbrautir og aðstöðu fyrir farþega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.