Morgunblaðið - 17.01.1991, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1991
TENNIS / OPNA ASTRALSKA MEISTARAMOTIÐ
Reuter*
Boris Becker, sem er talinn næst besti tennismaður heims á eftir Svíanum Stefan Edberg, sigraði Marian Vajda frá
Tékkóslóvakíu, 6:4, 6:1 og 6:3, í 1. umferð á opna ástralska meistaramótinu í Melbourne í gær. Ekkert var um óvænt úrslit
á mótinu í gær. Helstu úrslit í mótinu eru neðar á síðunni.
HANDBOLTI / 1. DEILD KARLA
ÍBV-ÍR 24:24
Iþróttamiðstöðin í Vestmannaeyjum, íslandsmótið í handknattleik, 1. deild - VÍS-keppnin,
miðvikudaginn 16. janúar 1991.
Gangur lciksins: 3:3, 3:6, 9:9, 11:11, 15:13, 16:16, 20:20, 20:22, 24:23, 24:24.
Mörk IBV: Jóhann Pétursson 6, Gylfi Birgisson 6/3, Sigurður Gunnarsson 5, Sigurður
Friðriksson 3, Guðfinnur Kristmannsson 2, Helgi Bragason 1 og Haraldur Hannesson 1.
Varin skot: Sigmar Þröstur Óskarsson 3/1, Ingólfur Arnarsson 8. Utan vallar: 8 mín.
Mörk ÍR: Robert Rafnsson 6, Ólafur Gylfason 6/1, Jóhann Ásgeirsson 5, Magnús Ólafsson
3, Frosti Guðlaugsson 2, Guðmundur Þórðarson 2.
Varin skot: Hallgrímur Jónasson 14. Utan vallar: 4 mín.
Dómarar: Stefán Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson. Dæmdu ágætlega. Áhorfendur:
Um 400.
Jafnt í Eyjum
Eýjamönnum tókst ekki að tryggja sér bæði stigin gegn ÍR á heimavelli og
eru því enn tveimur stigum frá KR-ingum sem eru í 6. sæti. Leikurinn
var jafn og spennandi frá fyrstu sekúndu til þeirrar síðustu. ÍR-ingar mættu
mjög ákvenir til leiks, voru harðir í vörninni og ætluðu greinilega ekki að láta
■m vaða yfir sig. Náðu um tíma þriggja marka forskoti í fyrri
Sigfús hálfleik og var það mesti munurinn á liðunum. En Eyjamenn
Gunnar náðu að klóra í bakkann rétt fyrir leikhlé og jafna, 11:11. í
Guðmundsson síðari hálfleik virtust Eyjamenn ætla að hrista ÍR-inga af sér
sknfar en þejr voru gRkj a þv; ag gefast upp náðu að jafna um miðjan
hálfleikinn og komast tveimur mörkum yfir þegar 6 mín. voru eftir. Sigurður
Gunnarsson að minnka muninn í eitt mark og í næstu sókn ÍR varði Sigmar
Þröstur vítakast. Sigurður Gunnarsson jafnaði, 22:22 og Jóhann Pétursson kom
ÍBV yfir 23:22 þegar 2 mín. voru eftir. Þá jafnaði Frosti fyrir ÍR, en Gylfi
kom heimamönnum aftur yfir er 44 sek. voru eftir. Það tók Frosta aðeins 14
sek að jafna leikinn. ÍBV hafði því hálfa mínútu til að skora sigurmarkið, en
Hallgrímur Jónasson, markvörður ÍR-inga, náði að verja frá'Gylfa á lokasekún-
dunni. Úrslit leiksins verða-að teljast sanngjörn. Eyjamenn voru ekki eins spræk-
ir og gegn Haukum á mánudagskvöld og líklegast hefur mikil barátta ÍR-
inga, sem eiga í harðri fallbaráttu, komið þeim í opna skjöldu. Það var enginn
sem stóð uppúr í liði ÍBV en þeir Gylfi, Jóhann Pétursson og Sigurður Gunnars-
son áttu ágæta spretti. Bestir í baráttuglöðu liði ÍR voru Hallgrímur í markinu
og þeir Ólafur Gylfason og Róbert Rafnsson.
HANDBOLTI / 1. DEILD KVENNA
Selfoss-Fram 18:26
íþróttahúsið á Selfossi, íslandsmótið í handknattleiK - 1. deild kvenna, miðvikudaginn 16.
janúar 1991.
Mörk Selfoss: Auður Ágústa Hermannsdóttir 9, Guðrún Hergeirsdóttir 3, Hulda Bjarna-
dóttir 3, Pemille Petersen 1, Lísa Ingvarsdóttir 1, Hulda Soffía 1.
Mörk Fram: Guðríður Guðjónsdóttir 7, Sigrún Blomsterberg 6, Hafdís Guðjónsdóttir 5,
Þórunn Garðarsdóttir 3, Inga Huld Pálsdóttir 2, Ósk Víðisdóttir 2, Ólafía Kvaran 1.
Dómarar: Hafliði Páll Maggason og Steinþór Baldursson, dæmdu mjög vel.
Yfirburðasigur Fram
F ram sigraði Selfoss í frekar fjörugum leik, 26:18, í íþróttahúsinu á Sel-
fossi. Jafnræði var með liðunum í bytjun leiksins en um miðjan fyrri hálf-
leik náðu Framstúlkur undirtökunum. Staðan í hálfleik var 5:13 fyrir Fram.
Selfoss byrjaði síðari hálfleikinn mun betur og tókst að minnka muninn niður í
5 mörk. Framstúlkur létu það ekkert á sig fá og sigruðu örugglega, 26:18.
Auður Ágústa Hermannsdóttir stóð sig vel í liði Selfoss. í liði Fram voru
Guðríður Guðjónsdóttir og Sigrún Blomsterberg bestar.
ÓS/Selfossi
Stjarnan-Valur 29:19
íþróttahúsið í Garðabæ, íslandsmótið í handknattleik -1. deild kvenna, 16. janúar 1991.
Mörk Stjörnunnar: Erla Rafnsdóttir 9/4, Margrét Theódórsdóttir 5, Ásta Kristjánsdóttir
4, Herdís Sigurbergsdóttir 3, Guðný Gunnsteinsdóttir 3, Sigrún Másdóttir 2, Dnífa Gunn-
arsdóttir 2, Ragnheiður Stephensen 1.
Mörk Vals: ,Una Steinsdóttir 11/5, Ragnheiður Júlíusdóttir 3, Hanna Katrín Friðriksen
3, Sigurbjörg Kristjánsdóttir 1 og Guðrún Kristjánsdóttir 1.
Stjarnan burstaði Val
Stjarnan byrjað leikinn mjög vel og komst í 5:0 eftir 10 mínútna leik.
Smám saman komust Valsstúlkur inní leikinn en þessi munur hélst til
leikhlés og fram í miðjan síðari hálfleik að Stjörnustúlkur stungu hreinlega af
og unnu með 10 marka mun. Stjörnustúlkur léku vel í heild, vörnin sterk og
þær skoruðu mikið úr hraðaupphlaupum. Valsliðið náði sér aldrei á strik og
átti einn af slakari leikjum sínum. Una Steinsdóttir var þó atkvæðamest, gerði
meira en helming marka liðsins.
HKF
ÆFINGAAÐSTAÐA
í HANNOVER
Kynning þriðiudaginn 22. janúar kl. 111.00
Úrval-Útsýn, Ferðamálaráð Hannover og
Hótel Maritim, Hannover, kynna hina frá-
bæru íþróttaaðstöðu, sem íslenskum hópum
stendur til boða í Hannover
Forystumenn íþróttafélaga og sambanda eru,
ásamt þjálfurum, boðnir sérstaklega vel-
komnir á kynninguna, sem verður þriðjudag-
inn 22. janúar kl. 18.00 í húsakynnum Urvals-
Útsýnar, Álfabakka 16, Reykjavík (í Mjódd).
Miðvikud. 23. janúar verður Hannover-kynn-
ingarhópurinn svo til viðtals á sama stað fyr-
ir þá, sem þurfa nánari upplýsingar (eða kom-
ast ekki á kynninguna).
M _______________,
ÍrvaTútsÍn LIIÚLRÍ1.1XII
SKOTFIMI
URSLIT
Tryggvi bætti Islandsmetið
TRYGGVI Sigmannsson bætti íslandsmetið í loftskammbyssu um
eitt stig er hann náði 566 stigum á alþjóðlegumóti í Stavanger
um síðustu helgi. Tryggvi hafnaði í 8. sæti, en sigurvegari var
Jerzý Piitrzak frá Póllandi og hlaut hann 578 og 588 stig.
Skotsamband íslands hefur ákveðið í samráði við Tryggva að
hann taki þátt í heimsmeistaramótinu í loftskammbyssu, sem fram
fer í Stavanger í arpíl. Einnig er talið líklegt að Tryggvi taki þátt
í Eyjaleikunum sem fram fara í sumar.
ípfémR
FOLK
■ HELGA SigurthtrdáUir, sund-
kona úr Vestra, var útnefnd
íþróttamaður Isafjarðar 1990.
Þetta var annað árið í röð sem
Helga hlýtur þetta sæmdarheiti.
■ BJARKI Pétursson, knatt-
spyrnumaður úr IA, hefur ákveðið
að leika með KR í 1. deild næsta
sumar. Bjarki er bróðir Péturs
Péturssonar, sem leikur með KR.
■ RAFN Rnfnsson, sem hefur
leikið með Snæfelli í Stykkis-
hólmi, hefur gegnið til liðs við
KR-inga. Rafn er bróðir Björns
Rafnssonar, sem verið hefur í her-
búðum KR undanfarin ár.
■ PAT Cash, fyrrum Wimbledon-
meistari, kemur að nýju inní lands-
lið Astrala í tennis fyrir Davisbikar-
inn. Auk hans eru í liðinu Darren
Cahill, sem tapaði ekki leik með
landsliðinu í fyrra, Richard From-
berg, Wally Masur og Todd Wo-
odbridge. Cash tapaði reyndar
nokkuð óvænt í gær fyrir Goran
Ivanisevic á sterku móti í Ástralíu.
■ DIEGO Maradona var í leik-
banni um helgina er Napólí mætti
Róma á heimavelli. Maradona fékk
bannið vegna ummæla í garð dóm-
ara eftir tap liðsins fyrir Juventus
fyrir skömmu. Hann er ógurlega
Helga. Bjarki.
fúll yfir þessu öllu og segist nú
vera að hugsa um að hætta við að
hætta við að hætta við að hætta. . .
■ MARSEILLE verður bráðum
með fleiri þjálfara en leikmenn ef
svo fer sem horfir. Jean Fern-
andez, fyrrum þjálfari Nice, hefur
verið ráðinn til félagsins og er sjö-
undi þjálfari liðsins! Hann sagðist
vona að hann gæti lært eitthvað
að hinum sex þjálfurunum, einkum
Franz Beckenbauer og Raymond
Goethals.
Ikvöld
Badminton
Opna meistaramót KR 1
badminton fer fram í KR-
heimilinu við Frostaskjól í
kvöld kl. 18:30. Allir bestu
badmintonspilarar Islands
verða á meðal þátttakenda.
Körfuknattleikur
Úrvalsdcild:
ÍBK-UMFT......................kl. 20:00
ÍK - Snæfell.................kl. 20:00
1. dcild kvenna:
ÍR - ÍS ................kl. 21:30
Haukar - ÍBK...........kl. 19:00
Handknattleikur
Bikarkepgni karla:
Þór Ak. - Armann.............26:16
2. deild karla:
ÍH-UMFA......................22:19
2. deild kvenna:
IBK-UMFG.....................29:12
Knattspyrna
England
Enska deildarkeppnin:
Chelsea - Tottenham............0:0
Leeds - Aston Villa............4:1
Southampton - Man. United......1:1
Coventry - Sheff. Wed......frestað
Enska bikarkeppnin, þriðja umferð:
West Ham - Aldershot...........6:1
(West Ham leikur gegn Luton á útivelli í
4. umferð).
2. deild:
Brighton - Newcastle...........4:2
Vináttulandsleikur
Castellon, Spáni:
Spánn - Portúgal...............1:1
(_Moya 71.) - (Oceano 39.).
Áhorfendur: 12.300.
Körfuknatleikur
NBA-deildin, aðfararnótt miðvikudags:
Atlanta - Indiana.............117:106
Portland - Minnesota..........132:117
Golden State - New Jersey......112:111
MiamiHeat-Orlando..............104:102
UtahJazz-San Antonio...........124:102
Phoenix Suns - Washington.....127: 97
Seattle - Denver..............146: 99
Los Angeles Lakers - Charlotte.128:103
Tennis
Opna ástralska meistaramótið
Helstu úrslit á mótinu í gær:
Einliðaleikur kvenna:
8-Zina Garrison - Myagi............2-6 6-0 6-2
6-A.S Vicario - M. Javer.........4-6 6-4 6-2
4-Gabriela Sabatini - M. Ekstrand...6-1 6-1
Rachel McQuillan - 12-B. Paulus ....6-4 6-7 6-4
10-Jana Novotna - Karine Quentrec...6-2 6-2
Shaun Stafford - Gretchen Magers .5-7 6-2 6-2
Lori McNeil - Larisa Savchenko..6-3 4-6 6-3
Nicole Provis - Kimiko Date.....4-6 6-0 6-4
Kari Habsudova - Anne Smith .7-6 (12-10) 6-2
Einliðaleikur karla:
Darren Cahill - 14-Andrei Cherkasov
...............,.........4-6 2-6 6-3 7-5 7-5
2-Boris Becker - Marian Vajda...6-4 6-1 6-3
. 10-Guy Forget - Alexander Mronz
............................ 6-7 6-4 6-4 6-2
Patrick McEnroe - Johan Anderson
............................... 6-3 6-3 5-7 6-1
Grant Connell - Anders Jarryd......6-17-5 6-2
Mark Woodforde - Bryan Shelton....7-6 6-3 6-3
Michael Stich - Martin Jaite ......6-3 7-6 7-6
T. Woodbridge - Christian Bergström
......................6-1 0-6 6-2 7-6(7-4)
BUMBUBANINN - GYM TRIM - ÞREKHJÓL - GÖNGUBRETTI - RÓÐRARVÉLAR - LYFTINGABEKKIR
Faxafeni 10-108 Reykjavík - Sími: 91-82265