Morgunblaðið - 17.01.1991, Side 44

Morgunblaðið - 17.01.1991, Side 44
Útvarpsréttarnefnd: Beinar útsending- ar CNN á Stöð 2 verði stöðvaðar Útvarpsréttarnefnd kvað í gærkvöldi upp úrskurð um hvort útsendingar Stöðvar 2 frá gervi- hnattastöðinni CNN brytu í bága við íslenskar reglur um sjón- varpsútsendingar. Niðurstaðan varð sú, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, að útsending- arnar væru ekki í samræmi við reglur og bæri því að hætta þeim. Útvarpsréttarnefnd kvað upp úr- skurð sinn um klukkan 20 í gær- kvöldi, að sögn Þorbjörns Brodda- sonar formanns nefndarinnar. Hann vildi ekki segja neitt um nið- urstöðuna. Úrskurður nefndarinnar var þegar sendur Þorvarði Elíassyni sjónvarpsstjóra Stöðvar 2 og Svav- ari Gestssyni menntamálaráðherra. Þorvarður kvaðst í gærkvöldi ekki hafa kynnt sér efni bréfsins nægilega, til að geta tjáð sig um það. Ekki náðist í menntamálaráð- herra. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins úrskurðaði útvarpsréttar- nefnd að CNN-útsendingarnar brytu í bága við reglur um þýðing- arskyldu og auglýsingar. Sjá einnig viðtöl á bls. 16. Sprengja við Fossvogsskóla SPRENGJA sprakk við Foss- vogsskóla um klukkan 22.20 í gærkvöldi. Þrjár rúður brotn- uðu og gluggakarmur skemmd- ist. Lögreglunni í Kópavogi var til- kynnt um sprenginguna og að þrír piltar hefðu sést hlaupa frá skólan- um yfir í Kópavog. Lögreglan í Reykjavík var þegar látin vita, en þegar hún kom á vettvang voru piltarnir á bak og burt. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar var ekki vitað hvers konar sprengja sprakk. Geysir BA veiddi 109 sentimetra ýsu Fyrri methafi veiddist 1924 Bíldudai. GEYSIR BA 140 kom úr línu- róðri síðastliðið mánudags- kvöld eftir tveggja daga túr, þar sem hann var á veiðum út á Hrygg, 32 mílur út af Arnar- firði. Aflinn var um 8 tonn, aðallega þorskur, en um 400 kíló af ýsu. í þessum 400 kílóum leyndist ein stór og mikil ýsa, sem mældist 109 sentimetrar á lengd og vó 8,5 kíló slægð. sneiddar í sundur og aldursgreind- ar í smásjá. — R. Schmidt ■- ■ Morgunblaðið/Árni Sæberg Hrogn oglifurá boðstólum Sælkerar gleðjast um þessar mundir því fiskbúðir hafa haft hrogn og lifur á boðstólum undanfarna daga. Kílóið af hrognunum kostar 490 krónur og lifrinni 300 krónur, að sögn Magnúsar Sigurðssonar, eiganda fiskbúðarinnar Hafrúnav, en hann sést á myndinni. Magnús segir að hrognin hafi kostað 450 krónur og lifrin um 250 krónur á sama tíma í fyrra. „Fiskbúðir á höfuðborgarsvæðinu hafa byijað að selja hrogn og lifur strax í byrjun janúar síðastliðin ár, þar sem fisk- urinn hefur hrygnt snemma vegna hlýindanna í sjónum hér undanfar- ið,“ segir Magnús. Rækjusjó- mennákveða að róa á ný Bolungarvík. Rækjusjómenn við Isafjarðar- djúp samþykktu með naumum meirihluta á fundi í gærkvöldi að hefja róðra á ný í morgun, eftir að nýtt rækjuverð hafði verið ákveðið. Aðeins var róið á 9 bátum í gær og fyrradag, en sjómenn á 23 bátum voru heima vegna óánægju með rækjuverð. Þeir vildu selja rækjuna á því verði sem gilti til 15. janúar, en kaupendur höfðu óskað eftir 20% lækkun verðsins. í gær samþykkti Verðlagsráðið 5-11% lækkun lág- marksverðs á rækju. Sjómennirnir samþykktu að hlíta þeirri ákvörðun og munu því halda til róðra snemma i dag. - Gunnar Landsleikir við Litháen Ilandknattleikssambönd ís- lands og Litháens hafa komið sér saman um að landslið Lithá- ens komi til Islands í mars og leiki gegn íslenska landsliðinu í Laugardalshöllinni. Janis Grinbergas, einn af æðstu mönnum íþróttamála í Litháen, sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri mjög mikilvægt fyrir þjóðina að leika undir fána Lithá- ens og stór þáttur í sjálfstæðisbar- áttu þjóðarinnar. Handknattleikssamband ís- lands sendi í gær alþjóða hand- knattleikssambandinu, IHF, bréf og lýsti yfir stuðningi við umsókn Eystrasaltsríkjanna þriggja, Eist- lands, Lettlands og Litháens um aðild að IHF. Sjá íþróttasíðu bls. 43. Öryg-gisráðstafanir tefja Haft var samband við Einar Jónsson, fiskifræðing og ýsusér- fræðing .hjá Hafrannsóknastofn- un, og hann spurður hvort stærri ýsa hefði veiðst áður hér við land. Svo reyndist ekki vera og er þetta þvi nýtt íslandsmet. af'greiðslu á flugvölliim Fyrirtæki draga úr ferðalögum starfsmanna sinna vegna ástandsins við Persaflóa VEGNA ástandsins við Persaflóa hefur verið gripið til umfangsmik- illa öryggisráðstafana á öllum stórum millilandaflugvöllum til að tryggja öryggi flugfarþega. Að sögn Einars Sigurðssonar, blaðafull- trúa Flugleiða, hafa þær óhjákvæmilega í för með sér tafir á af- greiðslu við farþega Flugleiða. Stærsta ýsa, sem veiðst hefur áður hér við land, veiddist í Mið- nessjó árið 1924. Hún var 104 sentimetrar og vó 11 kíló óslægð. Hún var talin vera um 15 ára gömul. Ætla má að þessi „nýja“ sé álíka gömul, ef ekki eldri. Kynþroska verður ýsan þegar hún er þriggja til fjögurra ára gömul. Kvarnirnar úr þessari metýsu verða sendar til Hafrannsókna- stofnunar þar sem þær verða HRIN G VEGURINN grófst í sundur um fjögurleytið í gær þegar vatn flæddi óvænt úr lóni sem er við jökulinn ofan vegar milli Freysness og Svínafellsár. Vegna þessa lokaðist vegurinn í um hálfa aðra klukkustund, áður en Vegagerðarmönnum Segir Einar að ekki hafi borið mikið á afbókunum að undanförnu í millilandaflugi Flugleiða. „Um áramót voru bókanir fyrir næstu þrjá mánuði 30-50% meiri en í fyrra, en frá þeim tíma hefur orð- ið lítil aukning,“ segir Einar. Ymist stórfyrirtæki erlendis hafa stö.ðvað tokst að tengja hann að nýju. 'Undanfarið hefur vatn safnast í lón ofan við jökulöldu, sem þarna er. 1 leysingunum undanfarið virð- ist sem affall þess undir jökulinn hafi stíflast og fór að hækka í lóninu. Um hádegi í gær fór vat- nið síðan að flæða yfir ölduna og öll ferðalög starfsmanna sinna af öryggisástæðum og segir Gunnar M. Hansson, forstjóri IBM á ís- iandí, að starfsfólk þess verði ekki sent í flug nema brýna nauðsyn beri til á meðan stríðsástand ríkir við Persaflóa. Gunnar sagði að þegar hefði um fjögurleytið grófst vegurinn í sundur. Þetta var geysimikið flóð, en stóð stutt yfir. Klæðning eyðilagðist á um 40 metra vegarkafla og á um 300 metra kafla rann úr vegarkantin- um. Klaki í jörð er talinn hafa varnað því að verr færi. S.G. utanferðum tveggja starfsmanna IBM á íslandi verið frestað um óákveðinn tíma. „Við höldum að okkur höndum þar til línur skýr- ast,“ sagði hann. í gær var gengið frá kaupum fyrirtækisins Pharmaco á vöru- merki Pepsí á Islandi og fóru samn- ingar fram í gegnum myndsendi- tæki þar sem forráðamenn Pepsí fyrirtækisins voru kyrrsettir í sínu landi og ekki heimilað að fljúga til íslands vegna yfiiTofandi stríðs. Flugleiðir gáfu í gær út tilkynn- ingu til farþega félagsins vegna ástandsins í heimsmálunum. Þar er farþegum ráðlagt að gefa sér nægan tíma til að komast til flug- vallar og meiri tíma en ella í inn- skráningu. „Mikilvægt er að allur farangur sé rétt merktur. Öll raf- magnsáhöld sem farþegar hafa með sér eiga þeir að hafa í handfar- angri. Ekki er lengur heimilt að geyma farangur í farangurshólfum á Heathrow-flugvelli og búast má við svipuðum ráðstöfunum annars staðar á næstu dögum,“ sagði í tilkynningu Flugleiða. Að sögn Einars hefur ekki kom- ið til þess að vélar Flugleiða hafi stöðvast vegna hertra öryggisráð- stafana á erlendum flugvöllum eða flugi verið aflýst af þeim sökum. Krónupening- urinn léttist NÝI krónupeningurinn, sem koniinn er í umferð, er 0,5 g léttari en sá sem fyrir var. Að sögn Stefáns Stefánssonar aðalféhirðis Seðlabankans, var krónan slegin úr kopar, en nýja krónan er slegin úr stáli og vegur hún 4 g. Áður var hver króna 4,5 g. Nýju 50 aurarnir eru einnig 0,35 g léttari en þeir sem fyrir eru. Stefán sagði frávik í slætti á mynt geta skapað erfiðleika, því vigtin í nýjum sjálfsölum væri mun ná- kvæmari en i þeim eldri. Flóð gróf hringveginn í sundur Hnappavöllum, Oræfum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.