Morgunblaðið - 27.01.1991, Síða 1
96 SIÐUR B/C
22. tbl. 79. árg.
SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1991
PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS
Ahafnir sjö íraskra her-
þotna leita hælis í Iran
Umhverfisspjöll íraka á Persaflóa auka þrýsting á bandamenn um að hefja landhernað
Nikósíu, Riyadh. Reuter.
íbúar í Sydney halda á lofti
spjöldum og borðum með áletr-
unum þar sem lýst er stuðningi
við þátttöku Ástralíu í aðgerð-
um fjölþjóðaherliðsins við
Persaflóa. Á spjöldunum stend-
ur m.a.: „Við vildum gefa kost
á friðsamlegri lausn en Saddam
neitaði," „Stöðvið Saddam,
frelsið Kúveit" og „Ástralir
vilja ekki kaupa sér frið.“
ÁHAFNIR sjö íraskra orrustuflugvéla flúðu í gær og lentu í íran
og eru nú í haldi yfirvalda þar. Er þetta í fyrsta sinn, sem staðfestur
er fjöldaflótti íraskra flugmanna eftir að átökin fyrir botni Persaf-
lóa hófust. I fyrrinótt skutu Irakar tveimur Scud-eldflaugum á Riy-
adh, höfuðborg Saudi-Arabíu, með þeim afleiðingum, að einn maður
lést og 19 slösuðust þegar brak úr annarri flauginni eyðilagði sex
hæða byggingu í borginni. Flugvélar bandamanna, einkum franskar
Jagúar-þotur, gerðu í gær harðar árásir á stöðvar úrvalssveita íraska
Lýðveldisvarðarins í Kúveit og Irak. Talið er, að vaxandi þrýstings
gæti á bandamenn að hefja landhernaðinn sem fyrst.
Sjö íraskar herþotur, í þremur
hópum, flugu í gær inn yfir íran
og fengu leyfi til að lenda á herflug-
velli þar. Fórst ein vélanna í lend-
ingu og tvær löskuðust nokkuð. Að
sögn íranskra yfirvalda hafa flug-
mennirnir verið yfirheyrðir en þau
hafa einnig varað stjórnina í
Bagdad og aðra stríðsaðila við að
færa átökin yfir á íranskt land-
svæði. Hafa áður farið fréttir um
flótta íraskra hermanna til írans
en flóttinn í gær þykir benda til
upplausnar í íraska hernum, einkum
flughernum.
Tveimur íröskum Scud-eldflaug-
um var skotið á Riyadh, höfuðborg
Saudi-Arabiu, skömmu eftir níu í
gærmorgun að þarlendum tíma og
var þeim báðum grandað með
Patriot-gagnflaugum. Önnur
sprakk þó svo lágt yfir borginni,
að brakið eyðilagði efstu hæðirnar
í sex hæða byggingu. Vitað er að
einn maður lést og 19 slösuðust,
þar af 11 útlendingar, sem voru við
störf í landipu. Þá skutu írakar sjö
Scud-flaugum á Dhahran, höfuð-
stöðvar bandamannahersins í
Saudi-Arabíu, skömmu eftir mið-
nætti aðfaranótt laugardags en
þeim var öllum eytt með Patriot-
gagnflaugum.
Franskar Jagúar-þotur héldu í
gær uppi miklum árásum á vélaher-
fylki Lýðveldisvarðarins í suður-
hluta Iraks og Kúveits. Miklar
sprengingar kváðu einnig við í hafn-
arborginni Basra. Landher banda-
manna er stöðugt að færa sig nær
Kúveit og landamærum Iraks og
Saudi-Arabíu en fátt þykir benda
til, að hann láti til skarar skríða á
næstu dögum. Vaxandi þrýstings
gætir þó á bandamenn að hefja
landhernaðinn þar sem hætta sé
á, að aðdáun sumra araba á Saddam
Hussein muni aukast eftir því sem
hann heldur stríðið lengur út.
Umhverfishryðjuverk íraka,
gífurleg olíumengun í Persaflóa og
logandi olíulindir, gera það líka enn
nauðsynlegra að hrekja þá frá Kúv-
eit en ýmsir hernaðarsérfræðingar
telja þó, að besti tíminn til landhern-
aðar sé um miðjan febrúar.
Sjá bls. 4 og 17.
Reuter
James Baker og Alexander Bessmertnykh ræðast við:
Astandið í Eystrasaltsríkj-
unum helsta umræðuefnið
Washingfton. Reuter.
FYRSTI fundur utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, James
Bakers, og nýskipaðs utanríkis-
Reuter
Einkennisklæðin á eldinn
Skæruliði úr röðum samtaka kólumbískra maóista, Byltingarflokks
verkamanna, varpar einkennisklæðum sínum á eld við hátíðlega at-
höfn í norðurhluta landsins í gær. Samtökin hafa samið frið við
stjórnvöld og segjast munu starfa sem löglegur stjórnmálaflokkur
„til að ná þjóðarsáttum og efla lýðræðið". Skæruliðarnir skútu loka-
hrinu af rifflum sínum upp í loftið og síðan brutu margir þeirra vopnin
í mél með sleggjum.
ráðherra Sovétríkjanna, Alex-
anders Bessmertnykhs, var fyrir-
hugaður í gær í Washington.
Ónafngreindur embættismaður
sagði dagblaðinu New York Ti-
mes að vegna ofbeldisaðgerð-
anna gegn lýðræðis- og sjálfstæð-
issinnum í Eystrasaltsríkjunum
nú nýverið hygðist Baker til-
kynna Bessmertnykh að Banda-
ríkjamenn vildu fresta um
óákveðinn tíma leiðtogafundin-
um sem fyrirhugaður er í
Moskvu 11.-13. febrúar nk. Marg-
aret Tutwiler, talsmaður ut-
anríkisráðuneytisins, sagði að
utanríkisráðherrarnir tveir
myndu fyrst og fremst ræða að-
gerðir Moskvustjórnarinnar í
Eystrasaltsríkjunum, en þær
nefndi George Bush Bandaríkja-
foseti fyrst sem ástæðu þess að
fresta þyrfti leiðtogafundinum.
Tutwiler sagði að Baker og
Bessmertnykh myndu einnig ræða
eftirlit með vígbúnaði, leiðtoga-
fundinn og stuðning Sovétmanna
við fjölþjóðaherliðið, sem beitt er
gégn írökum.
Samningamenn Bandaríkjanna
og Sovétríkjanna hafa setið á fund-
um alla vikuna og rætt START-
samning (samkomulag um fækkun
langdrægra kjarnorkuvopna) en
þeim virðist ekkert hafa miðað í
samkomulagsátt. Þeir hafa einnig
reynt að ná lokasamkomulagi um
framkvæmd nýs samnings um
fækkun hefðbundinna vopna í Evr-
ópu, sem undirritaður var í nóvemb-
er sl.
Menn greinir mjög á um hvort
halöa eigi leiðtogafundinn eins og
upphaflega var áætlað, fresta hon-
um eða aflýsa. Dimitri Simes,
bandarískur sérfræðingur í málefn-
um Sovétríkjanna, sagði að við nú-
verandi kringumstæður myndu
hvorki Bush né Míkhaíl Gorbatsjov
Sovétleiðtogi hagnast á leiðtoga-
fundi og þess vegna bæri að fresta
lionum. Simes sagði að Gorbatsjov
yrði meiri óleikur en greiði gerðui
með slíkum fundi, þar sem Bush
færi að gagnrýna aðgerðir Rauða
hersins í Eystrasaltsríkjunum, engii
samningar væru tilbúnir til undir-
skriftár og Bush byði enga efna-
hagsaðstoð.
Sumir eru þó á annarri skoðun.
„Stórveldin hafa á síðustu fimm
árum bætt samskipti sín stórkost-
lega og það er rangt að líta á leið-
togafundi sem einhvers konar verð-
laun,“ sagði fyrrverandi aðstoðarut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna,
Rozanne Ridgway, sem hvatti tií
þess að fundurinn yrði haldinn.
Studentaleiðtogar hljóta
fangelsisdóma í Kína
Peking. Reuter.
RÉTTARHÖLDUM yfir lýðræðisbaráttumönnum, þ.á m. kínverska
stúdentaleiðtoganum Wang Dan, lauk í gær í Peking. Wang var
dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar fyrir þátttöku sína í að-
gerðunum vorið 1989 er krafist var umbóta í lýðræðisátt.
Öpinbera fréttastofan Nýja Kína
sagði að dómstóllinn hefði fundið
Wang sekan um „alvarlega.glæpi"
en hann fékk vægan dóm vegna
þess að hann játaði sekt sína og
gaf upplýsingar um aðra.
Fimm aðrir félagar í lýðræðis-
hreyfingunni voru dæmdir í fang-
elsi. Ren Wanding, baráttumaður
fyrir mannréttindum, hlaut lengsta
fangelsisvist, sjö ár.