Morgunblaðið - 27.01.1991, Síða 6
6 FRÉTTIR/INNLENT
.MíJM&MEXéÍÐ i'suiíNííDAÖiíi'áz.
Álfhildur Ólafsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður
landbúnaðarráðherra:
Viðhorf margra til land-
búnaðar yfirborðskennd
ÁLFHILDUR Ólafsdóttir hætti störfum sem aðstoðarmaður
landbúnaðarráðherra um síðustu áramót, en þá snéri hún sér
alfarið að búskaþ á Akri í Vopnafirði, þar sem hún og sambýlis-
maður hennar, Björn Halldórsson, búa félagsbúi ásamt foreldr-
um hans og bróður. Áifhildur var aðstoðarmaður landbúnaðar-
ráðherra í rúmlega tvö ár, og segir hún viðhorf sín til íslensks
landbúnaðar ekki hafa breyst neitt á þpim tíma, enda hafi hún
þekkt það vel til áður vegna starfa sinna sem ráðunautur, bænda-
skólakennari og bóndi. - '■*.
„Viðhorf mín til landbúnaðar-
ins sem slíks hafa ekki breyst,
en vissulega styrktist andúð mín
á fullvirðisréttarkerfinu,“ sagði
Álfhildur. „Ég komst hins vegar
ennþá betur að því en áður í
starfi mínu sem aðstoðarmaður
ráðherra hve mjög viðhorf
margra til landbúnaðarins eru
yfirborðskennd. Þá er ég ekki að
tala um viðhorf almennings, held-
ur fólk sem ætti að hafa víðsýni
og skynsemi til að skilja sam-
hengi hlutanna, eins og til dæmis
stjórnmálamenn, en það rak ég
mig oft á að vantaði alveg gjör-
samlega. Þetta fólk hefur ekki
sett sig inn í hlutina og gerir sér
ekki grein fýrir einföldustu
grundvallarstaðreyndum land-
búnaðar og náttúrufræði, en
kannski er þetta fyrst og fremst
vegna tengslaleysis fólks við nátt-
úruna. Dæmi um þetta er öll
þvælan um innflutning á landbún-
aðarvörum, og einnig ýmislegt
sem menn hafa látið orð um falla
varðandi nýjan búvörusamning.
Hver heilvita maður ætti að gera
sér grein fyrir því að breytingar
á öllu þurfa sinn undirbúnings-
tíma, og þó ég gagnrýni núver-
andi fullvirðisréttarkerfi þá finnst
mér samt augljóst að það er ekk-
ert sem menn breyta á skömmum
tíma. Sannleikurinn er sá að þessi
mál eru bæði erfið og flókin, og
því miður erum við þarna að fást
við aðstæður, sem ekki er til nein
góð lausn á.“
Álfhildur sagðist halda að land-
búnaðarkerfið í heild ætti að geta
verið mun skilvirkara en það er
í dag, og ætti það sérstaklega við
það sem kalla mætti þekkingar-
hluta þess. Rannsóknir og leið-
beiningarstarf mætti bæta mjög
mikið, og þar stæði kannski mest
upp á bændastéttina að taka sig
saman í andlitinu varðandi sitt
eigið félagskerfi, sem aftur væri
hluti af rannsókna- og leiðbein-
ingarkerfinu.
„Á þessu sviði mætti kerfið
gjarnan hrista dálítið upp í sjálfu
sér, en þarna er víða ofboðsleg
tregða. Jafnvel þeir sem hafa
áhuga á að breyta hlutunum
standa ekki í því. Kannski er það
vegna þess að menn eru upptekn-
ir af svo mörgum hlutum, en einn-
ig er það vegna þess að ýmsir
aðilar reyna stöðugt að spyrna
við fótum. í þessu sambandi á
ég kannski ekki fyrst og fremst
við bændastéttina, heldur starfs-
menn stofnana og stjómkerfisins.
Það verða óumflýjanlega tals-
verðar breytingar í íslenskum
landbúnaði á komandi árum, en
ógnarlegasta breytingin sem við
stöndum frammi fyrir held ég þó
að sé fólksflóttinn til suðvestur-
homsins. Kannski verður hann
svo mikill að hann standi fyrst
og fremst í vegi fyrir breytingum
í sveitunum, þannig að þeir sem
ekki komast fyrir í hefðbundnu
búgreinunum fari þaðan. Ég held
þó alltaf að vissu marki í þá trú
að megnið af sveitafólkinu vilji
ekki fara suður, þannig að ef
menn sjái einhveija aðra mögu-
leika þá muni meirihlutinn not-
færa sér þá. Hjá því fólki sem
uppalið er í sv.eit þurrkast sú
lífsreynsla í fæstum tilfellum
nokkurn tíma út, og því held ég
að það blundi alltaf í mönnum
að kunna kannski ekki fullkom-
lega við sig á malbikinu,“ sagði
hún.
Gífurleg völd bankakerfisins
Álfhildur sagðist ekki sjá eftir
þeim tíma sem hún eyddi í land-
búnaðarráðuneytinu, og í raun
og vem væri hún mjög ánægð
með að hafa fengið að kynnast
málunum frá því sjónarhomi, en
starf hennar hefði verið erilsamt
og á margan hátt mjög skemmti-
legt. Henni hefði þó staðið ógn
af því að komast að hve gífurleg
völd bankakerfið í landinu hefði,
en mest hefði hún orðið þess vör
þegar unnið hafi verið að því að
finna lausn á vanda loðdýrarækt-
arinnar, og einnig í sambandi við
þann fjölda fólks sem leitað hefði
til ráðherra þegar í nauðir hefði
rekið.
„Manni óaði oft á tíðum við
því að sjá hvernig bankakerfið
var búið að fara með fólk. Vissu-
lega þurfa bankamir að gæta
hagsmuna þeirra, sem leggja til
peninga til að lána öðrum, en ég
vil kalla það siðleysi oft á tíðum
hvemig fólki hafa verið lánaðir
peningar án þess að nokkur fjár-
málaaðstoð hafi verið veitt í
tengslum við lánveitingamar.
Bankarnir ganga síðan af hörku
að mönnum þegar skuldimar em
innheimtar, en auðvitað var
vaxtaokrið búið að valda því að
enginn grundvöllur var til að
menn gætu staðið undir lánunum.
Þá þráuðust bankarnir alltaf við
þeim aðgerðum, sem unnið var
að í sambandi við loðdýraræktina,
Álfhildur Ólafsdóttir
en alltaf endaði það á því að bank-
arnir stæðu stífir þegar menn
þóttust vera búnir að finna leiðir
til að leysa vandann, og ríkið og
stofnanir væru búnar að gera
hitt og þetta í því sambandi."
Álfhildur er fædd og uppalin í
Gerði í Hörgárdal. Hún flutti til
Vopnafjarðar árið 1984 og hóf
þá störf sem ráðunautur hjá bún-
aðarsambandi Austurlands, en
áður hafði hún verið kennari við
bændaskólann á Hólum í þijú ár.
Þá starfaði hún í þijú ár sem
ráðunautur hjá Sambandi
íslenskra loðdýraræktenda áður
en hún varð aðstoðarmaður land-
búnaðarráðherra. Á Akri býr hún
með kýr, kindur og minka, en
kúabúið er undirstaða búrekstrar-
ins að hennar sögn.
„Þetta era .þijár fjölskyldur
sem standa að búinu, og það er
ekki stórt ef menn vilja taka það
í því samhengi. Ég hef þó engin
áform um að sinna öðram störfum
en búskapnum, enda líður mér
svo dæmalaust vel við hann, en
þó er aldrei að vita hvað maður
gerir þegar ég verð búin að hvíla
mig eftir dvölina í Reykjavík.
Þetta er kannski spurning um
forgangsröðun á því í hvað maður
eyðir tíma sínum, en ég komst
að þeirri niðurstöðu að ég vildi
helst eyða honum í að vera hérna
heima og vinna við búið, og það
er ákvörðun sem ég sé ekki eftir
að hafa tekið,“ sagði hún.
Fljótsdalur:
Virkjunar-
framkvæmdir
kynntar fyrir
heimamönnum
Geitagerði, I’ijót.sdal.
ALMENNUR sveitarfundur var
haldinn hér með frammámönnum
Landsvirkjunar síðastliðið föstu-
dagskvöld, og var það fyrsti al-
menni kynningarfundurinn varð-
andi Fljótsdalsvirkjun þar sem
gerð var grein fyrir allri tilhögun
og undirbúningi virkjunarinnar.
Hún er nú á útboðsstigi og verða
tilboðsgögn opnuð síðar í vetur,
en alls eru verksamningar 14 tals-
ins. Framkvæmdir tengjast þó
ákvarðanatöku um byggingu ál-
vers á íslandi.
Á fundinum var lýst öllum fyrir-
huguðum framkvæmdum, svo sem
stíflugerð inni á Eyjabökkum og
gerð hennar með tilliti til öryggis,
en það atriði varð nokkuð umræðu-
efni á fundinum. Frá Eyjabakkalóni,
sem verður um 44 ferkílómetrar,
verður vatnið leitt eftir jarðgöngum
um 28 km leið að aflvélum virkjunar-
innar. Þær verða um eitt þúsund
metra inni í fjallinu utanvert í Norð-
urdal í Fljótsdal, eða nánar til tekið
undir Teigshúsbjargi, en nýtanleg
fallhæð verður nær 600 metram.
Flutningslína er fyrirhuguð úr Fljóts-
dal um Fljótsdalsheiði yfir Jpkulsá á
Dal og norður í Svartárkot og þaðan
í Búrfell. Vegna hinna miklu þunga-
flutninga sem ekki eiga sér hliðstæðu
hérlendis þarf að styrkja vegakerfíð
frá því sem nú er. Ekki er enn ákveð-
ið hvor íeiðin upp með Lagarfljóti frá
Egilsstöðum verður valin, en þó virð-
ist austurleiðin álitlegri. Þá þarf og
að brúa Jökulsá um Hrafnkelsstaði.
Kostnaðaráætlun við heildarfram-
kvæmdir vegna virkjunarinnar er
19,5 milljarðar króna sem skiptist á
íjögur ár, en verkinu á að verða lok-
ið síðast á árinu 1994. Samningar
við heimaaðila eru að hefjast varð-
andi bætur vegna ýmiss konar rösk-
unar samfara virkjunarframkvæmd-
um. Að vísu hefur um nokkurt skeið
verið unnið að undirbúningi þeirra,
til dæmis hvað varðar eignarrétt á
landi og landamerki. Kemur þar
margt til sem gerir málið flókið og
koma fleiri en eitt ráðuneyti þar við
sögu.
G.V.Þ.
Þróunaraðstoð Islendinga:
Tífalda þarf framlagíð til að
standa við skuldbindingar
ÞRÓUNARAÐSTOÐ og hjálparstarf í þróunarlöndunum hefur
verið nokkuð til umræðu hér á landi upp á síðkastið, en ljóst er
að mörgum þykir framlag íslendinga til þeirra mála vera heldur
lítilmótlegt. A síðasta ári nam opinbert framlag til þróunarmála
aðeins 0,07% af þjóðarframleiðslu, en samkvæmt samþykkt Sam-
einuðu þjóðanna hefur ísland hins vegar skuldbundið sig til að
verja 0,7%-af þjóðarframleiðslu til aðstoðar í þróunarríkjunum.
Árið 1985 samþykkti Alþingi að auka framlög til þróunaraðstoð-
ar jafnt og þétt þar til þessu marki yrði náð árið 1992, en á þeim
árum sem liðin eru frá samþykktinni hefur nánast engin aukning
orðið á framlögum, og því ljóst að takmarkinu verður tæpast náð
á tilsettum tíma.
Skömmu fyrir sfðustu jól skip-
aði Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra nefnd til að gera
tillögur um framtíðarskipan þró-
unaraðstoðar
íslendinga, en
nefndin á að
taka mið af
samþykkt Al-
þingis frá 1985,
og gera tillögur
um hvernig ná megi því markmiði
sem þá var sett. Ér nefndinni
meðal annars falið að kanna mög-
uleika á þjóðaratkvæðagreiðslu
um sérstakt framlag almennings
til þróunaraðstoðar, en þeirri hug-
mynd varpaði forsætisráðherra
fram eftir að hann sótti ráðstefnu
Barnahjálpar • Sameinuðu þjóð-
anna síðastliðið
haust.
Sérstakur
starfshópur á
vegum utanrík-
is- og fjáfmála-
ráðherra fór í
haust yfír fjárhagslegar skuld-
bindingar og fjárþörf vegna þró-
unaraðstoðar og þróunarsam-
vinnu íslendinga, og lagði hann
skýrslu fyrir fjárveitinganefnd
Alþingis í bytjun nóvember. í
skýrslunni var meðal annars bent
á að íslenskir aðilar hefðu lítil
áhrif á það hvemig framlögum
þeirra til alþjóðlegra stofnana er
varið, en hins vegar réðu íslend-
ingar miklu um hvernig fjárveit-
ingum til Þróunarsamvinnustofn-
unar íslands og Jarðhitaskólans
er varið. Á það er bent í skýrsl-
unni að yfir 70% af framlögum
til þessara stofnana er varið til
að greiða íslenskum aðilum eða
greiða kostnað sem fellur til hér
á landi, en í fæstum tilfellum sé
um bein fjárframlög til erlendra
aðila að ræða. Þannig geti fjár-
veitingar til þessara stofnana
skapað atvinnutækifæri hér á
landi og verkefni fyrir íslensk fyr-
1 irtæki, þó aðalmarkmiðið sé að-
stoð við þróunarríki.
Samkvæmt upplýsingum
Bjöms Dagbjartssonar, forstjóra
Þróunarsamvinnustofnunar Is-
lands, hækka fjárframlög til
stofnunarinnar um 20 milljónir
króna á milli áranna 1990 og
1991, eða úr 75 milljónum í 95
milljónir, en í ijárhagsáætlun var
reiknað með að 143 milljónir
þyrfti til þeirra verkefna sem gert
var ráð fyrir að sinna á þessu
ári. Öll verkefni stofnunarinnar
voru svo til með galtóma sjóði um
síðustu áramót, og segir Björn að
enn sem fyrr verði ekkert fé á
þessu ári til að undirbúa ný verk-
efni.
Að sögn Björns einskorðast
starfsemi ÞSSI nú að mestu við
Namibíu, Malawi og Grænhöfða-
eyjar, og á síðasta ári einkenndist
hún mjög af upphafi þróunarsam-
starfsins milli Islands og Namibíu
um fiskirannsóknir við strendur
landsins. Stofnunin tók að sér að
reka rannsóknaskip í eigu Namib-
íu og manna það yfirmönnum, en
til þeirra starfa voru ráðnir 12
menn af 130 umsækjendum, og
héldu þeir utan í haust.
Stefna ÞSSÍ í starfseminni í
Malawi hefur verið mörkuð fyrir
næstu ár með því að stofnunin
gerðist aðili að verkefni Alþjóða-
bankans og Norræna þróunar-
sjóðsins um endurbætur í fiskveið-
um og fiskiðnaði þar í landi. Mun
stofnunin taka að sér að kosta
og stjórna rannsóknaþættinum að
meira eða minna leyti, og tekur
ÞSSÍ þátt í þessu verkefni með
500 þúsund bandaríkjadölum á
næstu fimm árum. Sagði Björn
að hugmyndin væri að byggja
rannsóknabát á þessu ári, en
smíði hans verður fljótlega boðin
út hér á landi, og mun ÞSSÍ veija
til þess 13 milljónum króna, en
Norræni þróunarsjóðurinn leggur
til afganginn af verði bátsins.
Síðastliðið haust var undirritað-
ur nýr fímm ára rammasamningur
um þróunarsamvinnu íslands og
Grænhöfðaeyja. Engar meiri-
háttrar ákvarðanir um verkefni
hafa þó verið teknar vegna óvissu-
ástands sem ríkt hefur á Græn-
höfðaeyjum, en fyrstu frjálsu
kosningamar þar ’fóru fram nú í
byijun janúar. Bjöm sagði að á
síðasta ári hefði starfsemi ÞSSÍ á
Grænhöfðaeyjum að mestu verið
bundin við fiskifræðilega ráðgjöf
og aðstoð við að halda áfram
dragnótaveiðum, ferskfisksölu og
öðra sem búið hafi verið að koma
af stað á fyrri starfsárum ÞSSI á
eyjunum. Þá hafi verið hafin að-
stoð við smábátaútgerð með nýju
verkefni ÞSSÍ, þegar plastbátur-
inn Ullur, sem smíðaður var í
Hafnarfirði, kom til eyjanna í
ágúst, en útgerð hans hefur geng-
ið allvel.
BAKSVIÐ
eftir Hall Þorsteinsson