Morgunblaðið - 27.01.1991, Síða 18

Morgunblaðið - 27.01.1991, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JANUAR 1991 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1991 19 Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. MatthíasJohannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 100 kr. eintakið. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Verzlunarmannafélag Reykjavíkur 100 ára erzlunarmannafélag Reykjavíkur á aldar- afmæli í dag. Þetta merka fé- lag, sem nú er fjölmennasta launþegafélag landsins, hefur komið víða við á heilli öld. Verzl- unarmannafélagið var áreiðan- lega einn af burðarásunum í félagslífi Reykvíkinga framan af öldinni. Þeir, sem komnir eru yfir miðjan aldur, minnast þess frá æskuárum, að VR var mið- punktur í margvíslegri félags- starfsemi í höfuðborginni en á þeim árum var félagið sameigin- legur vettvangur launþega og atvinnurekenda í verzlun. Snemma á öldinni átti félagið aðild að stofnun Verzlunarskóla íslands, sem síðan hefur blómstrað og dafnað. Baráttan fyrir því að flytja verzlunina inn í landið og ná henni úr höndum danskra kaup- manna stóð seinni hluta síðustu aldar og fram í byrjun þessarar aldar. Stofnun Verzlunar- mannafélags 'Reykjavíkur, sem sameiginlegs vettvangs þeirra, sém störfuðu að verzlun, hefur áreiðanlega verið þýðingarmik- ill viðburður í þeirri sögu fyrir eitt hundrað árum. Þáttaskil urðu hins vegar í starfsemi félagsins á árinu 1955, þegar samkomulag tókst um, að atvinnurekendur í verzl- unarstétt hyrfu úr félaginu en síðan hefur það verið launþega- félag og smátt og smátt orðið eitt öflugasta launþegafélag landsins. Þeirri stöðu náði Verzlunarmannafélag Reykja- víkur ekki baráttulaust eins og bezt má sjá af því hversu harð- sótt það var, að verzlunarmenn fengju aðild að Alþýðusambandi íslands á sínum tíma. Verzlunarmannafélagið hef- ur á margan hátt verið nútíma- legt launþegafélag. Það hefur verið í fararbroddi í ýmiss konar nýjungum og hefur t.d. gegnt forystuhlutverki í uppbyggingu lífeyrissjóða almennra laun- þega. Lífeyrissjóður verzlunar- manna er nú einn sterkasti lífeyrissjóður landsins og hefur forráðamönnum hans tekizt vel að ávaxta fé sjóðsins og tryggja hag félagsmanna hans. Með sama hætti og Verzlunar- mannafélagið hefur haft forystu um ýmisS konar nýjungar í starfi hefur lífeyrissjóðurinn einnig verið í fremstu röð t.a.m. í því að ávaxta fé með kaupum á hlutabréfum í fyrirtækjum en nú eru meira en tveir áratugir liðnir frá því að lífeyrissjóðurinn hóf slík kaup. Verzlunarmannafélaginu hefur tekizt einkar vel að aðlaga starfsemi sína breyttum að- stæðum og þörfum félags- manna sinna, eins og bezt má sjá á aðild félagsins nú um skeið að íbúðabyggingum. En segja má, að húsnæði á viðráðanleg- um kjörum, sé forsenda fyrir því, að jafnt ungir, sem aldnir komist sæmilega af fjárhags- lega. Höfuðhlutverk Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur er þó að semja um og standa vörð um kaup _og kjör félagsmanna sinna. í þeim efnum hefur félag- inu eins og öðrum aðilum vinnu- markaðar verið mikill vandi á höndum. Áratuga reynsla af miklum prósentuhækkunum kaupgjalds hefur sannfært marga forystumenn verkalýðs- félaganna um, að í slíkum samningum fælust litlar raun- verulegar kjarabætur fyrir fé- lagsmenn þeirra. Nú stendur yfir tilraun á allt öðrum nótum. Samið hefur verið um lágar kauphækkanir en jafnframt hefur tekizt að halda verðbólg- unni í skefjum. Félagsmenn VR ekki sízt hafa tekið á sig umtals- verðar fórnir í þessari tilraun. Á þessu ári kemur væntanlega í ljós, hvort kjarasamningar halda áfram í þessum farvegi. Hver svo sem niðurstaðan verð- ur mun Verzlunarmannafélag Reykjavíkur eiga mikinn þátt í þeirri stefnumörkun. Morgunblaðið sendir félags- mönnum Verzlunarmannafé- lags Reykjavíkur hjartanlegar hamingjuóskir á þessum merku tímamótum í sögu félags þeirra. -I -I q HUG- X AO»sjónin um sameinaða Evrópu var ekki orðin að þeim fullþroskaða ávexti á dögum Karlamagnús- ar sem síðar varð. Hún hefur einnig sinn tíma einsog annað. Evrópubandalagið er stofnað á rústum tveggja heimsstyrjalda og er einskonar tilraun til að sætta Vestur-Evrópuþjóðir hverjar við aðrar. Það er því í aðra röndina friðarbandalag með rætur í viðleitni Karlamagnúsar til að stofna sam- einað karolínskt þjóðfélag á öldinni áðuren ísland var numið einsog ég fjallaði um í fréttaskýringu af París- arfundinum, 1973, og síðar. Það er ekki lítill ávinningur að þjóðir sem áður stóðu gráar fyrir jámum hveijar andspænis annarri hafa nú slíðrað sverðin og lagt ágreiningsmálin til hliðar. Eitt sinn voru Frakkar og Bretar höfuðfjend- ur og þá á Hinrik V að hafa reynt að sameina ríkin að því er Shake- speare fullyrðir í samnefndu leik- riti, en síðar eltu Frakkar og Þjóð- veijar grátt silfur með harmsögu- legum afleiðingum. En nú er það orðið sem segir í lok leikritsins það hafa vaxið niðjar sem „hefta megi hatur“. Fjandríkin sem „úfnum ströndum starast á af öfund“ eru nú vinir og bræðralagsþjóðir og gæta þess vandlega að vekja ekki sverðseggjar af svefni. Það er margt ótrúlega líkt með hugsjónum Karlamagnúsar og við- leitni manna, nú á dögum. En eng- inn skyldi halda Evrópubandalagið sé einhvers konar fijálshyggju- stbfnun. Það ér ekki síður einskon- ar regluþjóðfélag þar- sem sérhvað lýtur sínum lögum og lífi þegnanna er markað- ur ákveðinn bás þrátt- fyrir allt það frelsi sem sífellt er talað um; jafnvel fyrirmæli um lofthæð í strætisvögnum. Það skyldi þó ekki vera bandalagið sé ekki síður af- sprengi félagshyggju en fijáls- hyggju og jafnvel enn fremur, þráttfyrir allt(!) Ýmis réttindi eru í hávegum höfð innan þess frelsis sem að er stefnt og eru oftaren ekki afmörkuð með allskonar fyrir- vörum, ályktunum og beinum til- skipunum sem eru þá jafnframt aðhald fyrir ríkisvaldið, tilaðmynda í umhverfismálum, ekki síðuren þegnana, hvortsem þeir eru óbreytt- ir borgarar, stjórnendur, atvinnu- rekendur eða framleiðendur. Af því ekki sízt mættum við draga þónokk- urn lærdóm. -I -I A OKKUR ER HOLLT AÐ A X «taka mið af margvísleg- um tilskipunum og ályktunum Evr- ópubandalagsins því þar kennir margra grasa og margt horfir til framfara. Evrópuþandalagið er í raun og veru afar nútímaleg stofn- un. Kröfur á hendur framleiðendum eru tilaðmynda athyglisverðar, ör- yggi og umhverfisvernd skipa mikið rúm í tilskipunum og ályktunum bandalagsins, ekki.síður en félags- og jafnréttismál og hagsmunir neytenda; augljós umhyggja fyrir ungu fólki blasir við í þessum regl- um öllum einsog sjá má á ályktun bandalagsins frá 23. janúar 1984 um aðgerðir til að stuðla að auknu vinnuframboði fyrir ungt fólk eins- og komiat er að orði en um það eru engin íslensk lög sérstaklega; og þá eru ekki sízt tryggðir hagsmun- ir og jafnrétti kvenna, tilaðmynda með ályktun frá 7. júní 1984 um aðgerðir gegn atvinnuleysi kvenna. Jafnframt er lögð áherzla á hags- muni fatlaðs fólks, fátækra og aldr- aðra eða þeirra sem eiga undir högg að sækja. Og sérstök tilmæli fram- kvæmdatjórnarinnar, frá 31. jan. 1967, eru til aðildarríkja EB um verndun ungra starfsmanna einsog það heitir. Af samanburði við þessi tilmæli má sjá íslenzka löggjöf skortir um þetta efni og þarf að setja sérstök lög sem tryggja börn og unglingar séu ekki misnotuð í starfi, þótt hitt sé jafn víst að ekk- ert hefur verið okkur jafn þroska- vænlegt hér heima og störf náms- manna í ólíkum atvinnugreinum. Þar hafa þeir kynnzt landi sínu og þjóð og umgengni við alþýðu manna verið þeim ómetanlegt veganesti. Þannig mætti, hvaðsem öðru liður, gera ráð fyrir því samninga- viðræður Efta-ríkja og EB-banda- lagsins eigi eftir að hafia bætandi áhrif á okkar eigin löggjöf, og þá ekki sízt félagsleg réttindi margs- konar, öryggi fólks og hollustu- hætti, svoað eitthvað sé nefnt. Hinu verður þó ekki neitað að þessi sam- anburður við íslenzka löggjöf sýnir hún er á margan hátt harla nútíma- leg og þolir vel dagsljósið, ef grannt er skoðað. Alþingi íslendinga hefur þannig sinnt sk^ldum sínum heldur vel við þjóðfélagið og okkur þegn- ana þótt enn mætti herða á með nútímalegri og mannúðlegri lög- gjöf. M. (meiríi næsta sunnudag.) HELGI spjall REYKJAVÍKU RBRÉF Laugardagur 26. janúar STÓRVIÐBURÐIR Á AL- þjóðavettvangi síðustu tvær vikur við Persaflóa og í Eystrasaltsríkjunum hafa valdið því, að fram- vinda mála á innlendum vettvangi hefur horfið í skuggann af stríðsfréttum og fregnum um ofbeldisverk Sovétmanna við Eystrasalt. Afleiðingar Persaflóastríðsins eru margvíslegar víða um heim og tengjast ekki allar stríðsrekstrinum sjálfum. Þannig stöndum við íslendingar skyndilega frammi fyrir gjörbreyttum viðhorfum í fjöl- miðlun. Þessar breytingar hafa orðið svo snögglega, að menn vita varla hvaðan á þá stendur veðrið. Hitt fer ekki á milli mála, að áhrif þeirra geta orðið mjög víðtæk og örlagarík. Morgunblaðið hefur fjallað efnislega um þetta mál í tveimur forystugreinum, auk annarrar umfjöllunar og verða þau sjónarmið, sem þar hafa verið sett fram, ekki endurtekin hér. En það vekur óneitanlega nokkra furðu, hversu takmarkaðar umræður hafa enn sem komið er farið fram á opinberum vett- vangi um málið. Sérstaka athygli vekur, að enginn al- þingismaður hefur séð ástæðu til að hreyfa þessum nýju viðhorfum í fjölmiðlun á Al- þingi. Hvað veldur? Um allan hinn vest- ræna heim leitast ríkisstjórnir og þjóðþing við að hafa einhver áhrif á það í hvaða farveg hin öra þróun í fjarskiptum og fjöl- miðlun fellur. Eins og áður hefur verið vikíð að á þessum vettvangi er mikil geij- un á þessu sviði í Evrópulöndum. Svo til hvert einasta Evrópuríki hefur sett marg- víslegar reglur um það, hvernig starfsemi sjónvarpsstöðva skuli háttað, hvaða reglur gildi um auglýsingar í sjónvárpi, hvaða skilmála skuli setja um innlent efni og útsendingar á tungu viðkomandi lands o.s.frv. í Bandaríkjunum eru einnig margvísleg- ar takmarkanir á starfsemi sjónvarps- stöðva og skilmálar varðandi þá starf- semi. Fyrir nokkrum árum varð t.d. einn helzti fjölmiðlakóngur heims að skipta um ríkisfang til þess að fá leyfi til að kaupa sjónvarpsstöð í Bandaríkjunum og um leið var hann skyldaður til að selja tvö dag- blöð, sem hann átti þar í landi. Hér var um að ræða Ástralíumanninn Rupert Murdoch. Á síðustu misserum hafa japönsk stór- fyrirtæki keypt upp tvö stór kvikmyndafyr- irtæki vestan hafs, fyrirtæki, sem eiga miklar birgðir af kvikmyndum og öðru skemmtiefni, sein notað er í sjónvarpi, kvikmyndahúsum og á myndbandaleigum. Enginn hefur bannað þessi kaup enda engar reglur þar í landi, sem segja, að útlendingar megi ekki eignast slík'fyrir- tæki. Hins vegar hafa þessi kaup vakið upp umræður um það, hvort Bandaríkja- menn geti setið þegjandi hjá á meðan Jap- anir kaupi upp einn helzta menningararf Bandaríkjamanna frá þessari öld, kvik- myndirnar, og jafnvel hefur verið spurt í þeim umræðum. hv.ort hinir nýju eigendur kunni að breyta gömlum myndum til þess að setja Japani í betra ljós! Og er þá fyrst og fremst átt við gamlar kvikmyndir um aðild Japana að heimsstyijöldinni síðari. Hér verður bylting í alþjóðlegri fjölmiðl- un á einni nóttu, þar að auki með broti á settum lögum og reglum en enginn af 63 alþingismönnum á Alþingi íslendinga sér ástæðu til að spyijast fyrir um hvað sé að gerast, að ekki sé talað um að hreyfa málinu með öðrum hætti. Skoðanir eru áreiðanlega mjög mismun- andi á þessari þróun og ekki skal dregið í efa, að fjölmargir íslendingar telja, að nákvæmlega ekkert sé við hana að at- huga. Aðrir stöðva við og spyija spurninga um áhrif og afleiðingar. En hveijar svo sem skoðanir landsmanna eru á málinu ættu þingmenn að geta sameinast um nauðsyn þess að ræða hin nýju viðhorf og hugleiða, hvort ástæða sé til að hafa stjórn á þessari þróun, þannig að hún falli í skyn- samlegan farveg án þess að rætt sé um engum dettur í hug að gera. Nú þegar mesta nýjabrumið er farið af hinni alþjóðlegu sjónvarpsstarfsemi er þess að vænta, að einhveijir úr hópi alþingis- manna, sem hafa menningarlegan metnað fyrir hönd þjóðar sinnar, taki þetta mál a.m.k. til umræðu í þinginu, hvert svo sem framhaldið verður að öðru leyti. Alþingi og fiskveiði- stefnan þingi íslendinga, ályktunartillögu ÞAÐ HEFUR AÐ vonum vakið veru- lega athygli, að 15 alþingismenn, eða nær fjórðungur þingmanna á AI- hafa lagt fram þings- um endurskoðun fisk- veiðistefnunnar. Þessi tillaga, sem flutt er undir forystu Þorvaldar Garðars Kristjáns- sonar, en með stuðningi þingmanna úr öllum flokkum sýnir, að á Alþingi eni veru- legar efasemdir um, að rétt sé að málum staðið við fiskveiðistjórnun. Tillaga þingmannanna gerir ráð fyrir, að kosin verði sérstök milliþinganefnd til þess að endurskoða fiskveiðistefnuna, þar sem reynslan hafi sýnt, að kvótakerfið fái ekki staðizt og það sé aðeins spurning hvenær það verði aflagt. Flutningsmenn telja, að kvótakerfið hafi ekki stuðlað að samdrætti í fiskiskipaeign landsmanna og að sóknargeta flotans hafi stóraukizt þann tíma, sem kvótakerfið hefur verið við lýði. Raunar sýna tölulegar upplýsingar, sem fylgja með tillögu þessari, að fiskiskipaflot- inn hefur stækkað jafnt og þétt frá árinu 1976 og er nú stærri en nokkru sinni fyrr! _ Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, sagði um þennan tillöguflutning í samtali við Morgunblaðið sl. fimmtudag: „Mér finnst þetta lýsa óvenjulega miklu ábyrgð- arleysi og leit að atkvæðum, enda þótt margir þessara þingmanna séu nú að hverfa af Alþingi ... Ég er mjög hissa á þessari tillögu, þegar ég lít til þess, að flestir þessara þingmanna greiddu atkvæði í vor með lögunum um stjórn fískveiða, sem þeir telja nú ómöguleg, þegar þau eru loks að koma til framkvæmda ... Þessir þingmenn geta ekki komið með tillögu um hvað eigi að taka við. Það á að skipa nefnd til að athuga það. Hins vegar er með óbein- um hætti verið að vísa í sóknarkerfi, sem leiða myndi til stóraukins útgerðarkostn- aðar.“ Landssamband ísl. útvegsmanna eða formaður þess geta ekki haft áhrif á það hvað þingmenn gera eða gera ekki. Hin snörpu viðbrögð Kristjáns Ragnarssonar sýna hins vegar, að þeir, sem komizt hafa yfir kvótann endurgjaldslaust, láta hann ekki af hendi baráttulaust. Áthyglisvert er einnig, að formaður LÍÚ telur, að þing- mennimir fimmtán eða þeir í þessum hópi, sem leita endurkjörs, telji það vænlega leið til atkvæðaöflunar að flytja tillögu um að hverfa frá kvótakerfinu. Þau ummæli sýna, að Kristjáni Ragnarssyni er ljóst, að stuðningur við kvótakerfið hefur stór- minnkað frá því, sem var um skeið. Hins vegar lýsir það ekki ábyrgðarleysi hjá þing- mönnum, heldur þvert á móti sterkri ábyrgðartilfinningu að flytja tillögu um að breyta ástandi, sem þeir hafa átt þátt í að koma á, þegar þeir hafa sannfærzt um, að röng leið hafi verið valin. Þess vegna er sérstök ástæða til að fagna þessu frumkvæði hinna'fimmtán þingmanna. Það endurspeglar þá sterku andstöðu, sem komin er upp meðal þjóðarinnar við þá gífurlegu eignatilfærslu, sem er að verða með kvótakerfinu. Vandi andstæðinga kvótakerfisins er hins vegar sá, eins og áður hefur verið vikið að hér í Reykjavíkurbréfi, að þeir skiptast í stórum dráttum í tvo hópa. Annars vegar eru þeir, sem telja að taka eigi upp veiðileyfakerfi eða endurgjald fyrir réttinn til að veiða fiskinn í einhverri mynd, hins vegar þeir, sem mæla með sóknarstýringu, eins og þingmennirnir fimmtán gera, sem tillöguna flytja. Á meðan þessir tveir hópar ná ekki saman er hætta á, að talsmenn kvótakerfisins deili og drottni en um leið og þessum tveim- að. loka „Islapd af, frá umheiminum, sem ur hópum t.ækist að n.á samstöðu. um sam- Morgunblaðið/KGA eiginlega fiskveiðistefnu hafa þeir bol- magn til að koma fram breytingum á því kerfi, sem nú er að festa sig í sessi. Að þessu ættu andstæðingar kvótakerfisins að huga. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins kem- ur saman eftir rúman mánuð. Það skiptir ákaflega miklu máli, að á þeim fundi fari fram líflegar og miklar umræður um fisk- veiðistefnuna, sem tvímælalaust er stærsta mál þjóðarinnar nú. Það má ekki koma til þess, að reynt verði að loka þann ágrein- ing, sem óumdeilanlega er meðal Sjálf- stæðismanna eins og raunar þjóðarinnar allrar, inni í nefndum og að hann fái ekki að koma fram í opinberum umræðum á landsfundinum. í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins eru skoðanir mjög skiptar um þetta mikilsverða mál eins og sjá má af því að um þriðjungur þingmanna flokksins stendur að þeim tillöguflutningi á Alþingi, sem hér um ræðir. Þingsályktunartillaga þingmannanna fimmtán á eftir að vekja upp á ný miklar umræður um fiskveiðistefnuna. Það fer vel á því. Þessu máli er ekki lokið með því kerfi, sem nú er í gildi. Þvert á móti er full ástæða til að ætla, að umræður um það séu rétt að hefjast og mikilvægt að þeim verði haldið áfram, þar til kvótakerf- inu og þeirri eignatilfærslu, sem því hefur fylgt, verður hrundið. Island og Eystrasalts- ríkin ÞAÐ ER SER- stök ástæða til að fagna því, hve viðtæk samstaða hefur tekizt milli stjórnmálaflokka, stjórnarflokka og stjórnarandstöðu um afstöðu okkar til málefna Eystrasaltsríkj- anna. Um tíma leit út fyrir, að þetta mál gæti orðið að flokkspólitísku deilumáli hér innanlands. Út af fyrir sig er ekkert við það að athuga, að menn hafi mismunandi skoðanir á því, hvernig þessum þjóðum verði bezt komið til hjálpar en til þess að aðstoð smáþjóðar eins og okkar komi að notum þarf einhuga þjóð að standa að baki henni og það hefur einmitt gerzt síðustu vikurnar. Auk þess sem það er okkur ekkí sæmandi að deila innbyrðis um smáatriði á meðan óhugnanlegir atburðir gerast í þessum löndum og þau senda út neyðarkall, sem fáir svara. Heimsókn Jóns Baldvins Hannibalsson- ar, utanríkisráðherra, til þessara landa um síðustu helgi hefur haft verulega þýðingu. Hún hefur orðið til þess, að okkar ráða- menn gera sér betur ljóst, hvað er að ger- ast í þessum ríkjum og jafnframt undir- strikar hún rækilega þá sterku tilfinningu, sem við íslendingar höfum lengi haft vegna örlaga þessara þriggja smáþjóða við Eystrasalt. Þótt við séum fáir og smáir erum við aðilar að alþjóðasamtökum, sem gera okkur kleift að láta rödd Eystrasalts- ríkjanna heyrast á þeim vettvangi og sennilega hefur það nú þegar skipt meira máli en okkur sjálfa grunar. Þeir, sem bezt þekkja til, eni þeirrar skoðunar, að ofbeldisverk Sovétmanna í Eystrasaltsríkjunum beri að skoða í ljósi þeirrar gífurlegu valdába^áttu, sem nú stendur yfir innan Sovétríkjanna. Þar gegna hin einstöku sovétlýðveldi lykilhlut- verki og þá ekki sízt rússneska lýðveldið og forseti þings þess, Jeltsín. Sovétríkin eru í upplausn og valdabaráttan innan þeirra endurspeglast í átökunum á milli tveggja manna, Gorbatsjovs og Jeltsíns. Það er bersýnilega mat ráðamanna í Eystrasaltsríkjunum, að Gorbatsjov hafi ákveðið að ganga á milli bols og höfuðs á þeim til þess að geta einbeitt sér að því verkefni að koma Jeltsín á kné. Jafnljóst er, að Jeltsín sækir styrk sinn í sjálfstæðis- baráttu hinna einstöku lýðvelda innan Sovétríkjanna og að það skiptir verulegu máli fyrif hann í þessari baráttu, hvort þau halda velli eða ekki. I Eystrasaltsríkjunum eru margir þeirr- ar skoðunar, að ástæðan fyrir eindregnum stuðningi Sovétstjórnarinnar við Banda- ríkjamenn, Breta og aðra í Persaflóastríð- inu sé einfaldlega sú, að með honum vilji Moskvustjórnin tryggja sér fjárhagslegan stuðning Vesturlandaþjóða. Þess vegna hafi yfirlýsingar og viðvaranir bæði Bandaríkjamanna og Evrópubandalagsins og þá ekki síður Atlantshafsbandalagsins vegna ofbeldisverkanna í Litháen og Lettl- andi orðið til þess, að Moskvustjórnin hafi hikað við að framkvæma til fullnustu það ofbeldi, sem hún hafði undirbúið gagnvart Eystrasaltsríkjunum. Sé þessi skilningur á þeim átökum, sem nú fara fram í Sovétríkjunum, réttur, skiptir öllu máli að halda vakandi umræð- um um Eystrasaltsríkin á alþjóðavettvangi og þá ekki sízt innan Atlantshafsbanda- lagsins og Evrópubandalagsins. Líklega á Moskvustjórnin mjög erfitt með að missa af þeim efnahagslega stuðpingi, sem hún hefur verið að fá frá Vesturlöndum undan- farna mánuði. Eftir ferð utanríkisráðherra til Eystra- saltsríkjanna er orðið ljóst, að ofbeldisverk- in eru ekki eingöngu framin á götum úti í krafti sovézkra skriðdreka og hermanna. Þessu ofbeldi er einnig beint gegn einstök- um ráðamönnum í Eystrasaltsríkjunum og fjölskyldum þeirra. Sumir þessara manna hafa orðið fyrir óhugnanlegri lífsreynslu síðustu vikur, sem snýr að þeim sjálfum, eiginkonum þeirra og börnum. Við hljótum að gera allt, sem í okkar valdi stendur í stóru og smáu, til þess að koma þessu fólki til hjálpar. Barátta Jeltsíns við Moskvuvaldið tekur á sig ýmsar myridir. Það vakti athygli hér innanlands, að Ólafur Egilsson, sendiherra íslands í Moskvu átti fundi með Jeltsín, þar sem hinn síðarnefndi hefur lagt áherzlu á bein tengsl Norðurlanda við rússneska lýðveldið. Líklega ber að líta á áhuga Jeltsíns á viðtölum við sendiherra Norður- landaþjóðanna, þ. á m. sendiherra ís- lands, í því ljósi, að hann telji það styrkja sig í valdabaráttunni innan Sovétríkjanna að ná sem mestum tengslum við Norður- löndin og nýta þau tengsl til þess að veija Eystrasaltsríkin gegn ofbeldi Moskvu- stjórnarinnar. „í Eystrasaltsríkj- unum eru margir þeirrar skoðunar, að ástæðan fyrir eindregnum stuðn- ingi Sovétstjórnar- innar við Banda- ríkjamenn, Breta og aðra í Persa- flóastríðinu sé ein- faldlega sú, að með honum vilji Moskvustjórnin tryggja sér fjár- hagslegan stuðning Vesturlandaþjóða. Þess vegna hafi yf irlýsingar og við- varanir bæði Bandaríkj amanna og Evrópubanda- lagsins og þá ekki síður Atlantshafs- bandalagsins vegna ofbeldisverkanna í Litháen og Lett- landi orðið til þess, að Moskvustjórnin hafi hikað við að framkvæma til fullnustu það of- beldi, sem hún hafði undirbúið gagnvart Eystra- saltsríkjunum.“ —

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.